Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Side 54
54 Fólk 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Þ etta er í rauninni að erlendri fyrirmynd en svona síður eru þekkt- ar úti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir einn stofn- enda síðunnar Trendnet.is. Síðan fór í loftið í á fimmtudagskvöld en þar munu sjö bloggarar blogga undir sama léni. Flestir þeirra hafa áður verið með vinsælar bloggsíður. „Við Álfrún [Pálsdóttir] byrjuðum að tala um þetta og sáum fyrir okkur að svona vefsíða gæti virkað hér. Við byrj- uðum á þessu í janúar og höfum unnið að þessu í sex mánuði ásamt Andra Páli snillingi og svo mönnunum okkar,“ segir Elísabet. „Þegar við sáum að þetta gæti orðið að veruleika þá heyrðum við í virkustu bloggurunum en okkur fannst mikilvægt að hafa fjölbreyttan hóp sem væri duglegur að blogga og reyndum að velja eftir því. Síðan fengum við líka tvo nýja, þau Andreu Röfn mód- el og Helga Ómars tísku- ljósmyndara.“ Ásamt þeim verða líka þau Erna Hrund Hermannsdóttir, Hildur Ragnarsdóttir, Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Pattra Sri- yaragne að skrifa á vefinn. Álfrún kemur til með að ritstýra vefnum en Elísabet verður einn bloggaranna. „Við viljum að það sé alltaf nóg um að vera á síðunni en aðaláherslan er á tísku. Bloggin koma í tímaröð inn á síðuna þannig það er alltaf eitthvað nýtt. Þetta er æðislegt fyrir lesendur því nú þurfa þeir ekki að fara á milli margra bloggsíðna heldur fá þetta allt á einum stað.“ viktoria@dv.is Aðaláhersla á tísku Elísabet segir æðislegt fyrir lesendur að geta farið inn á einn vef og lesið öll helstu tískubloggin. Bloggarar sameinast n „Æðislegt fyrir lesendur,“ segir einn stofnenda Trendnet.is Leoncie Vill að útvarpsstjóri breyti reglunum og sendi hana beint í lokakeppnina. Svífur um á bleiku Skýi Draggkóngur og -drottning Íslands Johnny Rock er draggkóngur Íslands árið 2012. Hér er hann ásamt Shady Jones sem er dragdrottning Íslands. MYND PressPHoToz Flottur á því í fríinu Útvarps- og tónlistarmaður- inn Brynjar Már er kominn aftur í loftið eftir sumarfrí. Brynjar var flottur á því í leyf- inu og skellti sér með Þór- halli Þórhallssyni vinnufélaga sínum til Spánar. Að sjálf- sögðu fékk unnusta Brynjars, knattspyrnu- og tónlistar- konan Kristín Ýr að fljóta með. Eftir Spánarferðina hélt Brynjar Már til London þar sem hann dvaldi á meðan setningarhátíð Ólympíuleik- anna fór fram. Brynjar hlýtur því að mæta endurnærður í stúdíóið eftir sumarið. Flytur með barnaskarann Söng- og leikkonan Íris Kristinsdóttir hefur ákveðið að flytja með fjölskylduna sína úr Hafnarfirðinum til Grindavíkur. Íris eignað- ist nýlega tvíburastráka en drengirnir, Rökkvi Örn og Hrafn Unnar, eru hennar fjórða og fimmta barn. Það þarf því stórt hús til að hýsa hina stóru fjölskyldu og nú hefur hún fundið drauma- húsið sitt á Suðurnesjunum. Í viðtali við DV í nóvember sagði Íris að koma tvíburanna hefði komið á óvart. „Við átt- um engan veginn von á þessu en þetta er bara æðislegt.“ Fréttapar í hnapp- helduna Fréttaparið Þórhildur Ólafs- dóttir og Sveinn H. Guð- marsson ætla að ganga í það heilaga um helgina en parið hefur bæði starfað saman á fréttastofu Sjónvarps sem og í Landanum. Þórhildur og Sveinn eru ekki eina fréttap- arið á landinu. Eins og allir vita kynntust Þóra Arnórs- dóttir forsetaframbjóðandi sínum manni í vinnunni en bæði Þóra og Svavar Halldórs eru nú horfin af skjánum. Flestir muna líka eftir hjóna- kornunum Loga Bergmann Eiðssyni og Svanhildi Vals- dóttur en færri vita kannski að Kastljósmaðurinn Helgi Seljan kynntist sinni konu á ritstjórn DV hér um árið. S em kóngur tek ég bara þátt til að sigra,“ seg- ir Guðrún Bernharðs, eða Johnny Rock sem sem var krýnd- ur draggkóngur ársins 2012 í Dragkeppni Íslands sem fram fór í Hörpu á fimmtudags- kvöldið. Guðrún, eða Móbus eins og hún kallar sig, sigr- aði einnig sem Johnny Rock árið 2010. „Í þetta skiptið fór ég þó ein heim með titilinn. Í fyrra skiptið steig ég upp á svið með fyrrverandi kærustu minni, Valgerði Evu Þorvalds- dóttur. Við sigruðum sem dúettinn Freðinn og Tvistge- ir, við mössuðum sviðið,“ seg- ir hún og bætir við að það hafi ekki verið erfitt að vera ein á sviðinu í þetta skiptið. „Ég get líka ekki sagt að ég hafi ver- ið ein. Ég var með sex stelp- ur með mér á sviðinu. Sum- ar þeirra dönsuðu, aðrar léku og ég söng. Þær stóðu sig all- ar hrikalega vel og ég er svo stolt af þeim. Ef það væri ekki fyrir þessar stúlkur þá veit ég ekki hvað – það þarf nefni- lega margar hendur til að láta stjörnu rísa.“ Í fljótu bragði getur Johnny Rock minnt á íslensku fjöl- miðlastjörnuna Nilla. „Nei, nei, Johnny Rock er Elvis hitt- ir Johnny Bravo,“ segir Móbus og bætir við: „Hann eltir allar stúlkurnar og er jafn sjarmer- andi og hann er mikil drusla. Hann er farinn á eftir næsta hjarta um leið og hann hefur brotið eitt. En svona er þetta. Þeir geta ekki allir verið góðir gaurar.“ Móbus ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í hátíðarhöldun- um yfir helgina. „Ég er samt voðalega friðsæl yfir þessu öllu saman, svona miðað við hvað það er mikið í boði. Ég er bara svo fegin að hafa náð þessu takmarki og svíf um á bleiku hamingjuskýi. Að sigra þessa keppni var það eina sem ég vildi í ár. Ég týndi nefnilega sigurhringnum fyrir keppn- ina 2010 og var harðákveðin í að vinna mér inn annan hring í ár. Ég var svo stolt af þess- um hring. Maður fer nefnilega ekkert að gráta – maður bara fer og gerir,“ segir hún en bætir við að ef einhver hafi séð hr- inginn, sem sé merktur DK, þá megi sá hinn sami endilega hafa samband við hana. Aðspurð játar hún því að landsmenn eigi eftir að rek- ast á Johnny Rock á næst- unni. „Johnny Rock mun taka þátt í Gay Pride-göngunni um helgina. Hann mun lauma sér inn í gönguna einhvers stað- ar. Helst þar sem er morandi í sætum stelpum.“ asgeir@dv.is n „Guðrún „Móbus“ Bernharðs er Johnny Rock og er draggkóngur Íslands„Hann eltir allar stúlkurnar og er jafn sjarmerandi og hann er mikil drusla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.