Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 13. ágúst 2012 S kiptastjórar Baugs halda þessu máli endalaust til streitu til þess að rukka fyrir sig og sína. Þetta er eilífðar- vél. Það er enginn annar til- gangur með þessum málarekstri en innheimta lögfræðiþóknana,“ segir Skarphéðinn Berg Steinars- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baugs Group, um málaferli þrota- bús Baugs gegn honum. Í apríl var Skarphéðinn sýknaður í málinu en skiptastjórar hafa ákveðið að áfrýja þeim dómi. Skarphéðinn segir málið bersýnilega tapað hjá skiptastjóra og því sé óskiljanlegt að því sé áfrýjað. Erlendur Gíslason,  lögmaður á Logos, og Anna Kristín Traustadótt- ir endurskoðandi eru skiptastjór- ar þrotabús Baugs. Anna Kristín vildi ekki tjá sig um málið í samtali við DV en Erlendur segir ásakan- irnar tilhæfulausar með öllu: „Við teljum þessar greiðslur riftanlegar.“ Fjármunum illa varið Skarphéðinn segir það ekki skyn- samlegt að áfrýja enda sé þar illa farið með fjármuni þrotabús Baugs. Tildrög málsins eru þau að við starfs- lok hjá Baugi um mitt ár 2007 seldi Skarphéðinn um 15 prósenta hlut sinn í félaginu BGE holding ehf. Fyrir það fékk hann greiddar rúmlega 104 milljónir, en greiðslu fyrir hlutabréfin fékk hann innta af hendi í september og október árið 2008. Var það fé greitt inn á reikning BGE, sem greiddi svo Skarphéðni féð. Þessi greiðsla var skráð sem lán í bókhaldi Baugs. Þrotabú Baugs ákvað að höfða mál gegn Skarphéðni og reynd- ar mörgum öðrum. Vildi stjórn- in að þessum greiðslum yrði rift, en málinu var vísað frá í héraði vegna þess að skiptastjóri hafði krafið bæði þrotabú BGE holding ehf. og Skarphéðin um endur- greiðslu þessara fjármuna. Ekki má krefja tvo aðila um sömu greiðslu. Tilhæfulausar með öllu Erlendur segir að verið sé að gæta hagsmuna þrotabúsins í þessum málarekstri: „Það er ekki verið að hygla nokkrum manni með því að stofna til lögmannskostnaðar, heldur verið að gæta hagsmuna þrotabúsins.“ Nefnir Erlendur í þessu samhengi að lögmaðurinn sem reki mál- ið gegn Skarphéðni sé ótengd- ur lögmannsstofu skiptastjóra. Þetta er ekki eina deilumálið í kring- um þrotabú Baugs. Dómur féll í Hæstarétti í júní í máli þar sem tveir matsmenn, Þröstur Sigurðsson og Kjartan Arnfinnsson, kröfðust þess að fá fulla greiðslu fyrir matsskýrslu sem þeir unnu fyrir skiptastjóra. Reikn- ingar fyrir þessa skýrslu námu rúm- um 77 milljónum króna, fyrir 4.494 klukkustunda vinnu. Gerir það um 17.000 krónur á tímann að meðaltali. Skiptastjórnin taldi að kostnað- urinn væri „óheyrilegur og alger- lega úr takti við það sem áður hefði sést“, og fór málið því fyrir dóm. Að endingu varð matsþóknunin 56 milljónir alls samkvæmt dómi Hæstaréttar. Þröstur og Kjartan voru með 23.310 krónur á tímann fyr- ir þá vinnu samkvæmt samning- um sínum við skiptastjóra, en að- stoðarfólk þeirra var lægra launað Lögfræðistofa hagnast Erlendur Gíslason skiptastjóri er stjórnarformaður lögfræðistof- unnar Logos og á 5,26 prósenta hlut í henni. Samkvæmt tekju- blaði Frjálsrar verslunar var hann með 731 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Anna Kristín Trausta- dóttir þénaði 797 þúsund krón- ur mánaðarlega. Þau taka 19.800 krónur í þóknun á tímann sem skiptastjórar þrotabús Baugs, en tímakaup upp að 25 þúsund krón- um er ekki óþekkt í slitastjórn- um gömlu bankanna. Sá sem væri í fullu starfi á því kaupi hefði fjór- ar milljónir í mánaðartekjur fyrir skatt. En fyrirkomulagið var þannig í skilanefnd Glitnis að lögfræðistof- unum sem meðlimir nefndarinnar störfuðu hjá var greitt fyrir útselda tíma hjá starfsmönnum sínum og greiddu þær nefndarmönnum laun. Logos hefur hagnast vel á síðustu árum en árið 2009 var hagnaður stofunnar um 840 milljónir og 632 milljónir árið eftir. Félagið skilaði ekki inn ársreikningi fyrir árið 2008 og því liggur ekki fyrir hver hagnað- ur hennar var áður en Erlendur varð skiptastjóri Baugs. Erlendur vildi ekki tjá sig sérstaklega um laun sín. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Vonlaus málaferli fyrir háar þóknanir n Sakar skiptastjóra um ófagleg vinnubrögð Málaferli Þrotabú Baugs hefur rekið mál gegn Skarphéðni Berg, hann var sýknaður af kröfum þrotabúsins en nú hefur verið áfrýjað í málinu. Engar reglur um úthlutun þrotabúa Héraðsdómarar úthluta þrotabúum til umsækjenda. Í fyrirspurn á Alþingi árið 2009 var spurt hvaða reglur giltu um úthlutun þrotabúa til skiptastjóra í héraðsdómi, og hvort þær reglur væru nægjanlega gagnsæjar. Svar sem barst frá dómstólaráði var þess eðlis að engar skráðar reglur giltu um úthlutun þrotabúa. Þess væri þó gætt að láta alla lög- menn sem sóst hefðu eftir skiptastjórn, og uppfylltu skilyrði til skipunar, fengju þrotabú til meðferðar. Umsækjandi uppfyllir skilyrði ef hann er 25 ára, lögráða, með embættispróf í lögum, hefur ekki orðið uppvís að refsiverðu athæfi eða einhverju sem talið er svívirðilegt að almenningsáliti, sé svo á sig kominn andlega og líkamlega að hann geti sinnt starfinu og að hann yrði ekki talinn vanhæfur sem dómari í máli þrotamannsins. Skiptastjórinn fer með forræði þrotabúsins, ráðstafar einn hagsmunum þess og svarar fyrir skyldur þess. Honum er heimilt að leita sér aðstoðar eða þjónustu á kostnað þrotabúsins. Hann á rétt á ótilgreindri fjárhæð í þóknun fyrir störf sín og má fela löggiltum endurskoðanda að gera reikninga búsins eða endurskoða þá á kostnað þess. Gifting samkynhneigðra n Tímamót hjá Siðmennt þegar Hörður Torfason gaf saman par F yrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Sið- mennt stýrði fór fram á laugardag. Það var Hörð- ur Torfason, einn af 15 athafnar- stjórum Siðmenntar og handhafi húmanistaviðurkenningar félags- ins 2010, sá um athöfnina en hann er upphafsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Í til- kynningu frá Siðmennt segir að það hafi verið þær Jana Björg Inga- dóttir og Jóhanna Kristín Gísla- dóttir sem giftu sig með persónu- legri athöfn í viðurvist sinna nánustu, að morgni dags rétt fyrir Gleðigönguna. Þar segir einnig að meginá- herslan í athöfnum á vegum Sið- menntar sé hlýleiki, mannvirðing og gleði ásamt siðrænni hugvekju í anda siðræns húmanisma. Áhersla sé lögð á að fjalla um einstakling- ana í athöfninni og því séu athafn- irnar afar persónulegar og inni- legar. Siðmennt fagni þessum tímamótaviðburði, enda hafi fé- lagið alltaf stutt jafnréttisbaráttu samkynhneigðra. Frá árinu 2008 hefur Siðmennt boðið upp á félagslegar tímamóta- athafnir á veraldlega vísu. Svo sem borgaralega fermingu sem sé raunverulegur valkostur unglinga en þær hófust árið 1989. Giftingum á vegum Siðmenntar hefur fjölgað stöðugt sem og nafngjöfum og ver- aldlegar útfarir eru einnig góður valkostur fyrir trúlausa. „Skiptastjórnin taldi hins vegar að kostnaðurinn væri óheyrilegur og algerlega úr takti við það sem áður hefði sést. Tímamótaathöfn Í athöfnum Siðmenntar er lögð áhersla á hlýleika, mannvirðingu og gleði. Firrir sig ábyrgð á milljarðatapi n Segir Steingrím J. bera ábyrgð á tapi ríkisins vegna björgunar Sjóvár Þetta sagði Bjarni við DV 2009 Bjarni: „Útskýrðu fyrir mér af hverju íslenskir skattgreiðendur munu þurfa að borga 10 þúsund á mann út af þessu félagi?“ Blaðamaður: „Íslenska ríkið þurfti að leggja 12 milljarða króna inn í Sjóvá í sumar.“ Bjarni: „Það er rangt.“ Blaðamaður: „Er það rangt?“ Bjarni: „Já, já. Íslenska ríkið lánaði Glitni peninga sem það mun fá aftur. Íslenska ríkið hefur ekki lagt neitt fram. Þetta er bara bull í þér. Þú átt að vinna vinnuna þína eins og maður.“ Blaðamaður: „Sjóvá tapaði rúmum 3 milljörðum á þessari fjárfestingu í Makaó.“ Bjarni: „Hvenær lagði ríkið fram peninga sem það fær ekki til baka? Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. Þegar þú segir að ríkið tapi þeim pening- um þá verður það að vera komið í ljós að ríkið fái þá peningana ekki til baka. Þegar maður tapar einhverju þá fær maður það ekki endurgreitt sem maður lánar. Er það ekki satt?“ á meðal turninum í Makaó, svarar hann: „Þetta mál er fullrætt við þig og þína félaga. Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja; ekki neitt.“ Ekki rætt í ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki tjá sig um þessi ummæli Bjarna þegar eftir því var leitað. Eftir því sem DV kemst næst hefur téð milljarðatap ríkisins ekki verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson Varpar ábyrgðinni á Steingrím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.