Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 13. ágúst 2012 Mánudagur www.aikido.is Upplýsingar: aikido@aikido.is - Sími: 6699374 Japönsk bardagalist fyrir alla, Ármúla 19 7-12 ára: Mánud. og miðvikud. kl 17:00 hefst 27. ágúst 13 ára og eldri: 5 vikna námskeið hefst 13. ágúst A I K I D O Ríkisforstjóri í ræstingabraski n Situr í stjórnum sex félaga I ngimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, situr í stjórn- um sex félaga. Meðal þeirra er fyrirtækið ISS Iceland, dótturfé- lag ISS Danmörk A/S sem sér um ræstingar og mötuneyti og sá lengi um rekstur matsala fyrir starfsfólk Landspítalans. Fyrirtækið velti 2,5 milljörðum árið 2010. Þá situr Ingi- mundur í stjórnum tveggja dóttur- félaga Íslandspósts og fyrirtækisins Internet á Íslandi sem Íslandspóst- ur á 20 prósenta hlut í. Hin félögin eru Fjárfestingarfélagið Molinn og Heiðarlundur ehf. DV fjallaði nýverið um tekjur Ingimundar, forstjóra Íslandspósts sem er í eigu ríkisins, en samkvæmt álagningarskrám voru mánaðartekj- ur hans 4,7 milljónir í fyrra. Aðeins 22 prósent af tekjum Ingimundar eru frá Íslandspósti en hann hefur neitað að upplýsa fjölmiðla um hvaðan hinar tekjurnar koma. Ætla má að Ingi- mundur þiggi 88 prósent af launum sínum frá ofan- greindum fyrirtækjum en að hans sögn fylgist stjórn Íslandspósts með því að engir hagsmunaárekstrar verði af umsvifum hans í op- inbera geiranum og einka- geiranum. Kátur Ingimundur Forstjóri Íslands- pósts hefur komið víða við, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum. NIÐURLÆGÐUR AF SKÓLAFÉLÖGUNUM n Jóhannes Óli var lagður í gróft einelti n Hjálpar nú fórnarlömbum eineltis É g var lagður í einelti alveg frá því að ég man fyrst eftir mér,“ segir Jóhannes Óli Ragnars- son sem stofnaði á dögun- um samtökin Sólskinsbörn. Yfirlýst markmið samtakanna er að berjast gegn einelti en Jóhann- es þekkir það á eigin skinni hversu hrikalegt einelti getur verið. Hann var lagður í hrottalegt einelti í grunnskóla. Niðurlægður og strítt „Þegar ég byrjaði í skóla var ein- eltið í fyrstu saklaust. Í loftum skól- ans voru plötur sem drógu allt að sér og var vinsælt að henda þang- að vettlingum og húfum og þannig byrjaði þetta. Skólataskan mín var eyðilögð og nestið falið,“ segir Jó- hannes og segir eineltið fljótlega hafa þróast og orðið grófara. „Í frí- mínútum vildi enginn neitt með mig hafa, mér var strítt og ég var niðurlægður,“ segir hann. Ekki var ástandið skárra í kennslustundum. „Í tímum var allt gert til þess að gera mig að skít og gert var lítið úr öllu sem ég gerði eða sagði. Þetta gekk á bæði inni í kennslustofunni meðan á tímum stóð og líka eft- ir þá. Í leikfimi var ég sleginn með blautu handklæði á rassinn.“ Reyndi að kveikja í húsinu Eineltið fór stigversnandi. „Í fimmta bekk fór allt á versta veg og einn daginn fékk ég slæmt spark í punginn og lenti á spítala en varð ekki meint af. Á þessum árum gerði ég allt til að reyna að kom- ast úr skólanum. Ég var kannski líka um leið að kalla á hjálp því enginn vissi af þessu. Ég reyndi til að mynda að kveikja í húsinu okk- ar með því að setja dagblöð yfir eldavélina og setja hellurnar svo á mestan hita,“ segir hann alvarleg- ur. Sem betur fer tókst það nú ekki en hvað getur barn á þessum aldri gert til að koma því til skila að mál- ið sé alvarlegt? Það sem kom mér til bjargar var skólasystir mín sem fór heim til móður minnar og sagði henni frá eineltinu.“ Fórnarlambið fjarlægt – ekki gerendurnir Jóhannes segist hafa reynt að sækja vernd til bræðra sinna sem voru líka í skólanum. „Að einhverju leyti reyndi maður að fá vernd bræðra sinna í skólanum sem kannski gekk ekki nógu vel eftir þar sem þeir þurftu náttúrulega að halda haus í sínum vinahópum og gátu ekki alltaf verið að pæla í litla bróður. Á þessum tíma eins ungur og ég var þá hugsaði ég jafnvel um sjálfsmorð sem gekk það langt að mamma fékk afa til að tala við mig, mann sem ég virti meira en allt, og eftir það hætti sú hugsun. Eftir fimmta bekk var ég fluttur úr skól- anum vegna eineltis því annað var ekki hægt. Foreldrar gerendanna töldu að þeirra drengir væru góð- ir og stilltir. Þannig að ég var fjar- lægður og var settur í Bröttuhlíðar- skóla, skóla fyrir sérstök börn, og þó var það ég sem var fórnarlamb- ið,“ segir hann með mikilli áherslu. Hann er þó þakklátur fyrir að hafa sloppið frá gerendum eineltisins þó að hann telji að fremur hefði átt að fjarlægja gerendurna en fórn- arlambið. Mörg fórnarlömb fremja sjálfsmorð „Í dag segi ég að þessi skóli og kennarar þar björguðu lífi mínu,“ segir Jóhannes sem er staðráð- inn í að nota vonda reynslu sína til hjálpar öðrum. „Þetta á ekki að vera svona. Það á að hjálpa fórn- arlömbum og finna lausn fyrir gerendur því þeir eru ekki slæmir heldur ráðvilltir,“ segir hann. Með stofnun Sólskinsbarna vill hann vekja fólk til umhugs- unar um alvarleika eineltis og af- leiðingar þess. „Enda ekki vanþörf á þar sem við höfum séð börn sem og fullorðna svipta sig lífi á undan- förnum árum.“ Vilja sinna landsbyggðinni Jóhannes segir samtökin hafa ver- ið til á Facebook í nokkra mánuði en þau verða formlega stofnuð í dag, mánudag. Stjórnendur þeirra eru búsettir víða um land og er ætlunin að sinna landsbyggðinni. „Við komum til með að vera með fræðslu í skólum og fyrirtækjum ásamt því að veita fjölskyldum sem og einstaklingum fræðslu um ein- elti og hjálp. Við sem komum að þessu höfum öll orðið fyrir einelti og þekkjum þetta því vel. Við vinn- um þetta í sjálfboðavinnu en erum að safna fyrir heimasíðu og til að prenta bæklinga og annað.“ „ Í frímínútum vildi enginn neitt með mig hafa, mér var strítt og ég var niðurlægður. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Gefst ekki upp Jóhannes varð fyrir grófu einelti í grunnskóla. Dýrasta veiði- hús í heimi Erlendir milljarðamæringar hóp- ast nú til veiða í Selá í Vopnafirði en þar er risið dýrasta veiðihús í heimi. Húsið er þúsund fermetrar, með lúxusherbergjum og tækjabúnaði á heimsmælikvarða. Húsið kostaði yfir 300 milljónir í byggingu. Slegist er um að veiða lax í ánni sem skil- ar 50–100 milljónum árlega í tekj- ur af veiðileyfum. Það er ekki síst stefna um algjöra sjálfbærni í ánni sem hefur gert hana að einni dýr- ustu laxveiðiá heims. Dagur í ánni kostar mörg hundruð þúsund krón- ur. „Við höfum aldrei tekið krónu út úr þessum rekstri þannig að við áttum gott startfé til að gera þetta og svo höfum við selt nokkra daga fyrir fram næstu árin. Við erum náttúrulega búnir að kynna þessa á og þetta er í dag held ég ein eft- irsóttasta laxveiðiá veraldar,“ segir Orri Vigfússon, formaður veiðifé- lagsins Strengs, í samtali við RÚV. Telur endurmat á umsókn óþarft Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV á sunnudag að hann sæi enga ástæðu til að endurmeta umsóknarferli Ís- lands að ESB. Færu Vinstri-grænir fram á það þyrfti að skoða stjórnar- samstarfið upp á nýtt. Fram kom að ýmsir þingmenn VG hefðu lýst yfir vilja sínum til að endurmeta hvort rétt væri að halda umsóknarferlinu til streitu þar sem forsendur hefðu breyst í Evrópu og ljóst væri að ekki næðist að klára viðræðurnar fyrir kosningar. Inn- an VG vildu menn setja umsókn- ina á ís, draga hana til baka eða láta þjóðina ráða hvort halda ætti áfram og þeir teldu nauðsynlegt að ríkis- stjórnarflokkarnir kæmust sameig- inlega að niðurstöðu og vildu ræða málið. Össur sagði hins vegar að VG gæti ekki vikið frá stjórnarsáttmál- anum. Einnig kom fram að fréttastofa hefði heimildir fyrir því að óform- legar viðræður hefðu átt sér stað milli stjórnarflokkanna um málið en Össur sagði að ekki hefði komið fram ósk um formlegar viðræður og vildi ekki svara því hvort Samfylk- ingin mundi gefa kost á slíkum við- ræðum. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.