Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 13. ágúst 2012 Læknarnir kalla Emmu Lind lítið undur n Þriggja ára stúlka veiktist af krabbameini n Foreldrarnir kalla eftir aðstoð n Vilja létta Emmu Lind lífið n Mega ekki nota almenningssamgöngur Gangandi kraftaverk Ástæðan fyrir því að börn hætta að drekka og borða er sú að slímhúðin í hálsinum þornar upp og þá verður það svo vont. Þess vegna fá börnin næringu í æð. En Emma Lind byrjaði líka að borða fyrr en gengur og gerist með þessi börn og því voru þau út- skrifuð fyrr af spítalanum en ráðgert var. „Við sjáum hana verða sterkari með hverjum deginum. Hún er far- in að drekka rosalega vel og er að- eins farin að borða, þótt hún mætti auðvitað borða betur er þetta allt að koma. Hún getur leikið sér í smátíma í senn en svo fer hún og hvílist. Hún leggur sig svona einu sinni á dag því hún þarf að vinna upp orku. Læknunum finnst hún bara al- gjört undur. Það má eiginlega segja að hún hafi verið eitt gangandi krafta- verk í gegnum þetta allt. Enginn læknir hefur séð svona tilfelli áður, enginn læknir hefur séð barn sem fær engar sýkingar og svo framveg- is, þetta hefur verið svona allan tím- ann. Allt hefur gengið framar öllum vonum.“ Í ókunnugu landi En þetta tekur auðvitað á. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt ferli. Það var líka erfitt að fara frá Íslandi til annars lands sem við þekktum ekki neitt og þurfa að skapa sér nýtt líf þar, sem var í raun það sem við þurftum að gera því við verðum hér svo lengi. Dagarnir hafa verið upp og ofan en auðvitað reyni ég að halda haus fyr- ir hana á meðan við erum að klára þetta. Það er svo stutt eftir. En við verðum öll mjög fegin þegar þetta verður búið og við getum farið aftur heim til Íslands.“ Þau eru fjögur saman úti, Anna Margrét og barnsfaðir hennar, Að- alsteinn Grétar, ásamt yngri systur Emmu Lindar, Ölbu, en hún er að- eins níu mánaða gömul. „Það hef- ur stundum verið erfitt að vera með ungbarn. Sérstaklega þegar Emma Lind lá á spítalanum. En við reynum öll að hjálpast að og láta þetta ganga. Ég og pabbi hennar skiptumst á að sofa hjá henni og skiptum þessum á milli okkar. Við tökum bara einn dag í einu.“ Fjölskyldan hjálpar Þá hafa þau fengið fjölskyldumeðlimi út sér til aðstoðar. „Fjölskyldan rað- aði bara niður sumarfríinu sínu og skipti tímanum á milli sín. Það hef- ur alltaf einhver verið hér hjá okkur. Sumir eru hér hjá okkur í viku, aðrir í tvær og sumir hafa verið hér í þrjár vikur. Frænka mín er hér núna. Það er æðislegt.“ Það hjálpar þeim yfir erfiðasta hjallann. En breytir því ekki að þau hafa ekki mikinn tíma til að sinna sjálfum sér á meðan svona stendur á. Frá því að Emma Lind veiktist hafa þau gert voða lítið annað en að sinna henni. „Ég get ekki útskýrt það,“ seg- ir Anna Margrét, „en það er voða lítið sem við getum gert fyrir okkur sjálf, eins og að fara í göngutúr, á kaffihús, setjast niður og anda. Ég held að við höfum gert það tvisvar frá því að við komum út. Auðvitað væri betra að geta gert það oftar, við erum svo lokuð hérna, við erum föst hérna og getum ekk- ert gert. Það er þreytandi til lengdar og erfitt.“ Glímir við kvíðaröskun Úti búa þau í Rona- ld McDonalds-húsinu sem er ætlað fjölskyld- um langveikra barna. Þar eru tvær álmur og átta herbergi í hvorri álmu. Síðan er sameig- inleg stofa og eldhús. „Þetta er mjög huggu- legt og fínt en það er náttúrulega erfitt að búa með fullt af öðrum fjölskyldum, sérstak- lega þegar þú þekk- ir fólkið ekki. En það venst og þetta er eitt- hvað sem við þurfum að gera. Fyrst var hver í sínu horni en nú erum við farin að tala meira saman og hjálpast að. Þetta er allt orðið mik- ið betra en það var, kannski af því að við erum farin að kynnast fólkinu betur. Það er reyndar tals- vert rennerí hérna, fólk er hér mislengi og fjölskyldur koma og fara. Það er önn- ur íslensk fjölskylda sem hefur verið hérna og nú held ég að það sé enn ein á leiðinni. Hún segist ekki vita hvaða áhrif þetta hefur á barnsföður sinn. „Hann er frekar lokaður og er ekki mikið fyrir að tjá tilfinn- ingar sínar. Auðvitað verður maður þreyttur og pirrað- ur, það er erfitt að standa í þessu en maður reynir bara að gera sitt besta og halda samskiptunum góðum. Ég myndi ekki vilja standa í þessu ein. Ég sjálf er mjög þunglynd manneskja og hef glímt við kvíðaröskun í mörg ár. Þetta er ekkert sérlega gott fyrir mig en ég reyni bara að höndla það. Ég fæ aðstoð frá mínum félagsráðgjöfum, bæði uppi á Landspítala og í þjónustumiðstöðinni og svo tala ég líka við heimilislækn- inn minn.“ Langar í ballett Þegar heim er komið tekur svo við töflumeðferð hjá Emmu Lind. „Svo verðum við bara að reyna að venjast lífinu aftur. Það eina sem ég læt mig dreyma um er að geta slakað aðeins á,“ segir Anna Margrét og brosir ein- lægt. „Að þurfa ekki að vera stöðugt með augun á klukkunni því við þurf- um alltaf að mæta eitthvert eða gera eitthvað og hafa stöðugar áhyggjur af því að það sé eitthvað að barninu mínu. Ég sef illa og vakna oft upp við óttann um að eitthvað sé að. Ég á líka erfitt með að borða og borða kannski einu sinni, tvisvar á dag. Svo koma dagar þar sem ég borða ekk- ert, kannski í tvo eða þrjá daga, því ég kem engu ofan í mig. Mig dreym- ir bara um að geta sofið heila nótt og slakað aðeins á.“ Emmu Lind dreymir aftur á móti um að komast aftur í söngskólann sinn og núna vill hún líka fara að læra ballett. „Það er það nýjasta. Þannig að við ætlum að leyfa henni það þegar við komum heim. En á meðan hún er hér er hún bara ánægð með allt sem við gerum og skoðum.“ n „Læknunum finnst hún bara algjört undur. Það má eiginlega segja að hún hafi verið eitt gangandi kraftaverk í gegnum þetta allt 14. júní Blóðprufan gekk vel, svo þurfti að skipta um umbúðir á nýja brunninum og það gekk ekki vel, ég fann svo til með skottunni minni að ég þurfti að fara fram og bíða ég gat ekki horft lengur á hana þjást. :/ 14. júní Dagur 7 : Vöknuðum kl. 06:50 og gerðum okkur til, til þess að fara í blóðprufu, fórum svo upp á 7. hæð og skiptum um umbúðir á slöngunni og læknir kom og hlustaði Emmu og skoðaði í eyrun og það var allt mjög flott. Svo fórum við niður því að Emma þurfti að tengjast við Albert „stofn- frumuvélina“ og hún horfði bara á Línu á meðan og svo sofnaði hún bara. Ég og Alli förum á fund með læknunum klukkan 11 og fáum að vita hvernig þetta allt er á næstunni. Emma á að fara í sterku meðferðina 25. júní og þá þurfum við að vera í einangrun í 2-3 vikur því þeir brjóta gjörsamlega allt niður í henni þannig að líkaminn hefur enga vörn. Eftir þessar 2-3 vikur þá erum við komin yfir þá hræðslu með Emmu uppá hættuna sem getur orðið í meðferðinni því þetta er rooosalega sterk meðferð, þeir gera extra sterka til þess að drepa þetta alveg niður.. Svo við krossum bara putta og vonum að sterka kraftaverkið mitt fljúgi í gegnum þetta eins og allt annað . 27. júní Dagur 21: Hjúkkan vakti okkur kl. 10 því það þurfti að vigta Emmu. Hún er orðin 14,2kg. sem er gott því hún var komin niður í 12 kg. 9. júlí Dagur 30: Emma var bara eldhress eins og alltaf nýkomin úr sturtu .. :) Hjúkkurnar sögðu í morgun ad lifrin og nýrun væru ekkert búin ad stækka þannig að þau eru alveg eðlileg ennþá og allt i góðu med þau, Slímhúðin i munninum og hálsinum er lika ennþá fullkomin.. ( Hún átti ekki að geta borðað útaf slímhúðin átti að vera farin alveg. Á þriðjudaginn voru hvítu- blóðkornin 2,8 og a miðvikudaginn 2,8 og i gær 3,3 sem er bara æðislegt. Hún er góð þegar hvítu eru ordin 6,16 það er eðlilegt. Þannig ad okkur sýnist þetta vera fara hækkandi.. (Þetta átti ad fara lækkandi, þess vegna erum við i einangrun ) en skottan er svo sterk ad þetta fer bara upp á við svo vonandi losnum við úr einangrun sem fyrst ef þetta gengur svona vel .. :) 10. júlí Dagur 33: Emma ennþá 0,2 i hvítum. Og þegar hún vaknaði var hún með 39 stiga hita.. :( Hjúkkurnar voru ad gefa henni eitthvað lyf til þess ad lækka hitann. En hún gubbar bara og gubbar þessi elska og gubbar bara galli því hún hefur ekkert til þess ad gubba, Hún getur ekki borðað neitt, hún getur ekki tekið lyfin sín, Hún getur nánast ekki talað og hún getur ekki verið með duddu og þá er nú mikid sagt ::) 11. júlí Dagur 35 : Emma er betri i dag en i gær. :) Hún er farin ad geta notað dudduna sína, drukkið vatn og nánast hætt að æla.. kemur örsjaldan fyrir. Hún er farin ad vilja tala aftur.. en hvítu eru ennþá 0,1-2 og hitinn er enná svolítið hár inn á milli. En vonandi er þetta allt á uppleið .. :) Læknirinn sagði í dag að Emma væri bara frábær. Að þeim finnist þetta ekki að vera veikur þau hafa séð þetta miklu verra og þeim finnst Emma bara taka tessu mjög vel. Hún er búin að missa öll augnhárin, þó nokkuð mikið af augabrúnunum. En þetta blessaða hár á hausnum ætlar ad halda sér fast þarna :) hehe, sterka skottan mín.  16. júlí Dagur 39: ENN BETRI FRÉTTIR !! :) Emma var ennþá hitalaus og ekkert búin ad æla og farin ad geta aaadeins látið ofan í sig, en ekki mikið. Munnur- inn flottur og hvitu blóðkornin 3,2 og hitt 2,0 og við losnuðum úr einangr- unni .. :) sem var bara frábært :) 20. júlí Dagur 44: Emma er frekar mikið lasin .. :/ Komin med 40,7 stiga hita og mjöög slöpp og vill ekki tala vid neinn nema pabba sinn. 28. júlí ...svo er það bara dýragarðurinn á morgun og verður þad vonandi eins skemmtilegt .. nema þad að Emma má ekki klappa neinum dýrum en hún fær allavega ad sjá þau ;) Frábær dagur ad baki og vonandi verður dagurinn á morgun eins.. ;*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.