Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 13. ágúst 2012 n Játar að hafa sundurlimað 8 ára dreng n Sýnir engin svipbrigði Dó fyrir hundinn sinn n Fékk blóðeitrun eftir bit n Vildi ekki leita læknis n Hrædd um að hundinum yrði lógað B reski bareigandinn Lesley Anne Banks fékk blóðeitrun og lést eft- ir að Rottweiler-hund- urinn hennar beit hana í höndina. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Banks hafi ekki viljað leita til læknis af ótta við að hundurinn hennar yrði svæfður. „Hundurinn var henni allt,“ hef- ur blaðið eftir vinkonu konunnar. Hún var einstæð og barnlaus. Eina meginástæðu þess að hundurinn, sem hét Brannigan og var tíu ára, var konunni svo kær, má rekja til þess að í október 2009 bjargaði hann henni út úr brennandi öldur- húsi. Þegar húsið fylltist af reyk fór hundurinn inn í herbergi þar sem Blake lá sofandi, hoppaði upp í rúmið og tókst að vekja eigenda sinn. Hundinum var í kjölfarið hampað fyrir að hafa bjargað lífi eiganda síns. „Ef hann hefði ekki vakið hana er nær öruggt að hún hefði kafnað,“ er haft eftir vinkon- unni. Meðhöndlaði sárið sjálf Það var í ágúst í fyrra sem Lesley Anne Banks, 51 árs, var að reyna að koma hundinum sínum fyr- ir í skottinu á bílnum sínum. Hún hafði verið að fylgjasst með keppni í skotfimi í Herfordskíri á Englandi. Þá vildi ekki betur til en svo að hundurinn beit hana í handlegginn. Banks óttaðist að yf- irvöld myndu láta lóga hundinum ef hún tilkynnti um bitið eða leit- aði læknis. Þetta var raunar ekki í fyrsta sinn sem hundurinn hafði bitið hana en þá leitaði hún ekki heldur til læknis. Sárið gréri og afleiðingarnar urðu í það skiptið engar. Í þetta sinn ákvað Banks að búa sjálf um sárið, eins og hún hafði áður gert. Hún hreinsaði það með sýklaeyðandi klútum og vatni og svo virtist sem það myndi gróa. Á öðrum degi eftir bit helltist ógæf- an yfir. Banks varð veik; fékk heift- arleg uppköst og niðurgang. Vinur hennar hringdi á sjúkrabíl en þá var blóðeitrunin komin á það stig að læknum tókst ekki að bjarga lífi hennar. Sárið leit vel út Fram kemur í blaðinu að dánar- dómstjórinn í Herfordskíri, Rol- and Wooderson, hafi eftir krufn- ingu skráð að Banks hafi látist af slysförum. „Þegar læknar skoðuðu hana, daginn sem hún lést, leit sár- ið út fyrir að vera að gróa,“ sagði hann og bætti við að málið væri afar óvenjulegt. Hann hefði heyrt af andláti eftir hundsbit en aldrei orðið vitni að slíku í sínu umdæmi. „Ég held að það sé mikilvægt að koma þessu á framfæri í ljósi þess að fólk virðist almennt ekki á varð- bergi um hvaða afleiðingar hunds- bit geta haft,“ segir Wooderson. Hann segir að þó að svona alvar- legar sýkingar séu sem betur fer ekki algengar ættu hundaeigendur alltaf að vera meðvitaðir um hætt- una. Þess má geta að Brannigan var í kjölfar atviksins svæfður. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þegar læknar skoðuðu hana, daginn sem hún lést, leit sárið út fyrir að vera að gróa Á meðan allt lék í lyndi Banks vildi ekki að hundinum, sem var henni allt, yrði lógað. Hún fór því ekki til læknis. Brautarholt 2 105 Reykjavík Sími 551 7692 Opið mán.–fös. 10–18 Troðfull búð af gíturum! Aldrei meira úrval á lager í 70 ára sögu verslunarinnar. Flottir gítarpakkar fyrir byrjendur á frábæru verði! Gítar eða bassi, magnari, snúra og aukastrengir Verð frá 39.900 kr. Rafmagnsgítarar Verð frá 19.900 kr. 70 ára 1942–2012 HLJÓÐFÆRAVERSLUN Kassagítarar Verð frá 18.900 kr. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 12 22 45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.