Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 20
Viltu krydda ásta- lífið með smá Bdsm? 2 Stressaðir vilja feitari konur n Lífsstílsþættir hafa áhrif á það sem okkur þykir aðlaðandi S tressaðir karlmenn laðast frekar að þéttum konum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Plos One og BBC segir frá. Breskir vís­ indamenn komust að því að þegar hópi karlmanna var gert að leysa verkefni í stressandi aðstæðum virt­ ust þeir laðast að fjölbreyttari hópi kvenna, og sér í lagi þéttari konum en vanalega. Hópur vísindamanna frá London og Newcastle vann rannsóknina og samkvæmt honum koma niðurstöð­ urnar ekki mikið á óvart. „Á með­ al fólks þar sem matur er af skorn­ um skammti eru aðrar hugmyndir um það hvað þykir aðlaðandi vaxt­ arlag. Á þeim svæðum er eftirsóknar­ verðara að státa af aukakílóum en þar sem offramboð er af mat og and­ rúmsloftið afslappaðra. Breytt fjöl­ miðlaumhverfi, breyttur lífsstíll og annað getur orðið til þess að skoðan­ ir okkar á draumavaxtarlaginu breyt­ ast,“ segir Martin Tovee sem kom að rannsókninni við BBC fréttastofuna. Fyrri rannsóknir hafa leitt til svip­ aðra niðurstaðna og sýnt fram á að aðrir lífsstílsþættir, líkt og efnahags­ ástand og líkamlegt álag, hafa einnig áhrif á það hvað okkur finnst aðlað­ andi og hvað ekki. „Ósjálfrátt verður það sem passar best inn í umhverfi okkar það sem okkur þykir eftir­ sóknarverðast.“ 20 Lífstíll 13. ágúst 2012 Mánudagur Feit kona Samkvæmt rannsókn vís- indamanna frá London og Newcastle laðast karlmenn að fjölbreyttari hópi kvenna þegar þeir eru undir álagi. Skáldsagan Fifthy Shades of Grey hefur selst í bílförmum um allan heim. Í bókinni kynnist hin unga og óreynda Anastasia hinum moldríka og dular- fulla Christian en í gegnum hann kynnist hún veröld bindi- og fjötraleikja sem hún í sínum villtustu fantasí- um hefði ekki getað ímyndað sér að væru til. Breska götublaðið Mirror tók saman lista yfir hluti og orð sem byrjendur í BDSM verða að vera með á hreinu. S káldsagan Fifty Shades of Grey er án efa umtalaðasta bók ársins en í bókinni er veröld BDSM opnuð fyr­ ir lesendum. Blaðamaður Mirror tók saman lista yfir helstu orðatiltæki sem nauðsynlegt er að hafa á takteinunum fyrir þá sem vilja prófa sig áfram. Bindi fyrir augu Blætiselskendur vilja gjarnan hafa bundið fyrir augun. Slíkt hefur tvo góða kosti – annars vegar þarftu ekki að þurrka stírurnar úr augnkrókun­ um ef fjörið hefst snemma morguns og hins vegar geturðu dottað þegar þú vilt án þess að nokkur taki eft­ ir því. Drottnari Í BDSM drottnar annar aðili yfir öðrum og kallast drottnari. Blaða­ maður Mirror segir samband drottnara og þræls minna á sam­ vinnu Davids Cameron og Nicks Clegg. Nema í BDSM séu bindi drottnarans gjarnan í skærari lit­ um. Ráðning Smá flengingar, bæði með lóf­ um eða priki, eru algengar í BDSM. Sárs­ aukastigin eru þrjú, bleikt, fjólu­ blátt og SVAKA­ LEGT. Bönd Í bókinni notar Christian Grey gjarnan silkibindi sín til að binda Anastasiu. Handjárn Loðin hand­ járn eru ómis­ sandi búnaður fyrir stundend­ ur BDSM. Veldu handjárn sem hægt er að losa auð­ veldlega. Þumlajárn eru svo ferðaútgáfan – þú vilt ekki missa af neinu í sumar­ fríinu. Meiðsli Það að leika sér með oddhvöss tæki og tól mun einhvern tím­ ann enda með tárum – en það er líka tilgangur­ inn. BDSM­fjötr­ ar og bindileik­ ir eru ekki fyrir þá sem þora ekki að taka áhættur né málaferlagjarna eða þá sem finna mikið til. Búningar Búningar eru nauðsynlegur partur af hlut­ verkaleikjum. Blaðamanni Mirr or þykir hjúkkubún­ ingur úr gúmmíi kyn­ þokka­ fyllri en skoppandi Bugs Bunny stamandi: „Ehh… What’s up, Doc?“ Afbrigðileiki Til þess að stíga inn í heim fjötra og bindileikja þarftu að vera viss um að þú höndlir það afbrigði­ lega sem sá heimur hefur upp á að bjóða. Spurðu sjálfa/n þig eftirfar­ andi: Fer ímyndunarafl þitt af stað þegar þú sérð lítil, þröng rými? Hefur þig einhvern tímann lang­ að til að vefja sellófan utan um þig þegar þú ert að smyrja nestið? Löglegt Í bókinni krefst Christian þess að Anastasia skrifi undir samn­ ing. Reglur verða að vera fyrirfram skýrar áður en hafist er handa. Geirvörtuklemmur Klemmurnar eru tengdar í keðju. Þær vinsælustu þessa dagana eru klæddar með gúmmíi svo þær detti ekki af. Klemmurn­ ar valda ekki jafnmiklum sársauka og þær líta út fyrir að gera. Keðjan er hins vegar snilld­ ar geymslustaður fyrir handklæði. Þú gleymir allavega ekki hvar þú settir það – aaa... alveg rétt, á milli brjóstanna. Hlýðni Takmarkið fyrir undirgefna með snefil af sjálfsvirðingu er að gera nákvæmlega það sem þeim er sagt að gera. Það að svara fyrir sig, ranghvolfa augunum og ætla að berja drottnarann þegar sjóðheitt vaxið rífur í húðina mun aðeins skemma leikinn fyrir alla aðila. Tími Orðatiltækið „einn stuttur“ á ekki heima í veröld BDSM. Með allar þessar keðjur, svipur og búninga þarftu allavega tvo tíma fyrir hvert skipti. Svo fer líka ákveðinn tíma í þrif þegar öllu er lokið. Áhaldataska Það langmikilvægasta fyrir þá sem vilja öðlast reynslu í þessari ver­ öld er dótakassi. Góð svipa er góð byrjun. Kvalalosti og sjálfspíslar hvöt (e.sadomasochism) Sadistinn, eða kvalarinn, meiðir. Masókisti lætur meiða sig. Kitl Kitl er ákveðið form af fjötr­ un, kitlið fær fólk til að gráta úr hlátri. Kínverjar notuðu kitl sem pyntingaaðferð en hættu því þar sem það þótti of ómannúðlegt. Öryggi Ákveðin orð eru notuð í leikn­ um svo hinn aðilinn viti hvenær á að stoppa. Hjá Christian þýðir liturinn gulur: ég er að fá krampa, rauður: ég fer að hringja á hjálp. Stöðvaðu frekjukastið Fjölskylduráðgjafinn Ron Taffel, sem hefur lengi unnið með skapbráðum börnum, segir að tímaskortur verði til þess að margir foreldrar óttist að senda börnum sínum skýr skilaboð um það hvað er ólíðandi og hvað ekki. Sífellt samviskubit foreldra yfir tímaskorti verði til þess að þau agi börnin sín ekki á réttan hátt. Taffel gefur foreldrum skapbráðra barna þrjú ráð til að koma í veg fyrir skap­ vonskuköst: Æfingar Kenndu barninu einfaldar róandi æfingar þegar barnið er í góðu skapi. Þetta geta verið æfingar eins og að anda djúpt, telja upp að tíu eða að vera tekinn úr umferð, stundum kallað að setja í skammarkrók­ inn. Gerðu þessar æfingar með barninu. Sýndu skilning Segðu barninu að þú skiljir vel af hverju það sé ósátt. Með því opnar þú á samræður og barnið lærir að tala út um tilfinningar sínar í stað þess að brjóta og bramla allt sem á vegi þess verð­ ur. Það myndast betri tengsl ykkar á milli og barnið skilur að vandamálið eru ekki leyst með ofsagangi. Þó að foreldrarnir hafi völdin þá er mikilvægt að sýna börnum og tilfinningum þeirra skilning. Líttu í eigin barm Ef þú bölvar, skellir hurðum og missir stjórn á þér þegar þú reiðist skaltu athuga þinn gang. Notaðu sömu tækni á þig og þú hefur æft með barninu. Sýndu barninu að þú getir haldið ró þinni og virðir tilfinningar annarra. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ef þú vilt að þau sýni af sér góða hegðun þá skaltu vera góð fyrirmynd því þau læra af þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.