Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 13. ágúst 2012 Mánudagur Upplifðu tónlistarlega standpínu n Hljómsveitin Urban Lumber kemur sér á kortið V ið smullum bara saman. Þeir hringdu í mig og báðu mig að koma á æfingu með sér og ég smellpassaði inn í þetta hjá þeim. Það löbbuðu allir út með tónlistarlega standpínu eftir þessa fyrstu æfingu,“ segir Björg Ólöf Þrá- insdóttir hlæjandi en hún er söngkona hljómsveitarinnar Urban Lumber sem var stofn- uð í mars á þessu ári. Lag sveitarinnar, Tease your mind, hefur verið spilað töluvert á Rás 2 undanfarið og komst nýlega inn á vinsælda- listar stöðvarinnar. Björg segir fleiri lög vænt- anleg frá sveitinni og stefna þau á að gefa út plötu á næsta ári. „Við eigum fjögur full- kláruð lög og nokkur sem eru ekki alveg tilbúin,“ segir hún og tekur fram að þau séu á fullu að semja nýtt efni. Hljómsveitarmeðlimir koma úr ólíkum áttum en ná vel saman á tónlistarsviðinu. „Við komum öll úr ólíkum átt- um en náum mjög vel saman og þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel hjá okkur.“ Þau hafa spilað á nokkrum stöðum og stefna á að spila enn meira. „Það er allt í vinnslu hjá okkur, við erum að koma okkur á kortið, en við höfum spilað á Dillon og Hressó meðal annars,“ seg- ir Björg. Tónlistinni lýsir hún sem svipaðri og þekkist hjá hljómsveitinni Portishead. „Það hljómar svipað því að einhverju leyti. Annars erum við ekkert búin að setja okkur í neinn kassa hvað það varð- ar. Það er svo margt að gerast og þetta er alltaf að mótast hjá okkur. Við erum bara á fullu að semja og ætlum að reyna að spila sem mest,“ segir Björg að lokum. Hægt er að kynnast hljómsveitinni betur á Face- book-síðu undir nafni sveit- arinnar. viktoria@dv.is Frægur dómari á RIFF Geoffrey Gilmore, stjórn- andi Tribeca-kvikmyndahá- tíðarinnar, verður formað- ur dómnefndar á RIFF í haust. Áður en hann gekk til liðs við Tribeca stýrði hann Sundance-kvikmyndahá- tíðinni í 19 ár. Tólf mynd- ir hvaðanæva að úr heim- inum munu í haust keppa um Gullna lundann, aðal- verðlaun RIFF. Það verð- ur í höndum Gilmores auk tveggja annarra að kom- ast að því hver verðskuldar verðlaunin eftirsóttu. Hátíð- in fer fram dagana 27. sept- ember til 7. október og þetta er í níunda sinn sem hún er haldin. Eivør með nýja plötu Færeyska söngkonan Ei- vør Pálsdóttir sendir frá sér plötu þann 21. ágúst næstkomandi. Af því tilefni ætlar söngkonan að fara í tónleikaferð, fyrst um Ís- land og svo Danmörku. Út- gáfutónleikar plötunnar verða haldnir í Silfurbergs- sal Hörpu þann 31. ágúst næstkomandi. Þar mun Ei- vør frumflytja nýju lögin af plötunni ásamt hljómsveit. Miðasala á tónleikana hefst klukkan 12 á hádegi, þriðju- daginn 14. ágúst en hægt er að nálgast miða á midi.is og harpa.is. Kúmentínsla í Viðey Hin árlega kúmentínsla í Viðey fer fram þriðjudagur- inn 14. ágúst. Tínslan hefur verið vinsæl undanfarin ár en þá mætir fólk með skæri og poka og sækir sér kúmen fyrir veturinn. Viðeyjarkúm- enið ku vera gætt einstökum gæðum, það mun vera fín- gerðara en venjulegt kúmen, bragðmeira og sætara, að sögn kúmenfróðra. Að- stoð verður á staðnum fyrir þá sem ekki hafa áður týnt kúmen. Hefst klukkan 19:15 og stendur til 22. Á tónleikum Hér sést sveitin á tónleikum á Dillon um verslunarmannahelgina. „Byrja nýtt líf vildi ég helst“ n Ljóðasamkeppni útigangsmanna haldin í fyrsta sinn L jóðin eru ótrúlega flott og þau sýna svo vel þennan heim sem þeir lifa í,“ segir Alma Rut Lindudóttir um ljóða- samkeppni fyrir útigangs- menn, sem hún í félagi við aðra hélt á dögunum. Keppn- in var haldin á barnum Monte Carlo á Laugavegi og fjöl- margir tóku þátt. Verðlaunað var fyrir fimm efstu sætin. „Ég er búin að berjast mik- ið fyrir því að fá nýtt útiskýli og ljóðasamkeppnin var hluti af því,“ segir hún. Berst í nafni góðs vinar Alma hefur verið ötul við að tala máli útigangsfólks en hún segist heyja sína baráttu í nafni góðs vinar síns sem lést fyrr á þessu ári. Hann hét Loftur og var útigangs- maður. Síðan þá hefur Alma látið sig málefni útigangsmanna varða og barist fyrir betri að- búnaði fyrir menn götunnar. Og baráttan er ekki búin. Nú stefnir hún á að gefa út ljóðabók til styrktar skýlinu. „Ég er núna að gera ljóðabók og með mér í því ver- kefni eru þær Hrafn- hildur Jóhannesdótt- ir, Tinna Óðinsdóttir, Margrét Margeirsdóttir og Þórunn Brandsdótt- ir,“ segir hún en þær þekkja flestar vel til útigangsmanna, hver á sinn hátt. „Tinna er ástin hans Lofts, þau voru saman í mörg ár, Margrét er dóttir Mar- geirs sem á Monakó og Monte Carlo og hún þekkir vel til mála útigangsmanna,“ segir hún en auk þess stendur fjölskylda Lofts með þeim að þessu. Hreinskilið vinningsljóð Verðlaunaafhending í ljóða- keppninni fór fram þann 2. ágúst síðastliðinn. Alma segir mörg falleg ljóð hafa borist í keppnina og þau lýsi vel því lífi sem útigangs- menn lifa. Vinningshafinn var Haukur Guðmunds- son sem lengi hefur barist við Bakkus en er nú edrú. Ljóðið er afar hreinskilið og nær vel yfir þann heim sem þræl- ar Bakkusar glíma við. „Hann er edrú í dag og hefur verið það síðan í júní en hefur lengi barist við Bakkus. Ljóðið heit- ir Eitur líf og var samið á Litla-Hrauni,“ segir Alma. Stefnt er á að ljóðabók- in komi út í byrjun hausts. „Bókin fer í prentun í ágúst. Hún verður kafla- skipt og í henni er að finna ljóð eftir Tinnu, unnustu Lofts, Svenna, vin Lofts, og svo fleiri útigangsmenn. All- ur ágóði af sölu bókarinnar verður notaður til að gera að- stöðu útigangsmanna betri. Ég mun hafa allt uppi á yfir- borðinu í hvað peningarnir verða notaðir svo fólk sjái það svart á hvítu að allt fer í þetta málefni.“ viktoria@dv.is DV birtir hér vinningsljóðið Eitur líf Í hamingju gleymsku mig þyrsti, ég dópaði eins og mig lysti. Þetta allt átt‘að vera svo töff, ég þræll nú er orðinn það er ei blöff. Nei hamingjan ei fyrir eiturlyf er föl, bara ranghugmyndir og eilíf kvöl. Var dauðinn nú talin hin eina lausn, hann átti að koma af mikilli rausn. Enn í neyð minni kalla mig vantar svo styrk,ég vona að björgin berist sem fyrst. Á þessu lífi ég bara nú kvelst og byrja nýtt líf vildi ég helst. Fyrir nýju lífi ég bara nú berst, ef allt þetta hefði nú alls ekki gerst. Ég frelsinu hefði þá alls ekki týnt og frjáls maður væri og hefði það fínt. Haukur Guðmundsson. Samið á Litla-Hrauni Sigurvegarinn Haukur Guðmundsson vann ljóða- samkeppnina með ljóði sínu Eitur líf. Hér sést Alma Rut afhenda honum verðlaunin. Semja um raunveruleikann Alma Rut segir útigangsmennina semja um þann napra veruleika sem líf þeirra oft er. Hún vill bæta aðstæður útigangs- manna og ljóðakeppnin var liður í því,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.