Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 15. ágúst 2012 Miðvikudagur R ússneskur skipstjóri flutn­ ingaskipsins Axels flúði með það úr Akureyrarhöfn að kvöldi dags þann 28. júlí síðastliðinn. Líklegt þykir að hann hafi verið undir þrýstingi frá eiganda skipsins. Skipið hafði verið kyrrsett í höfninni af sýslu­ mannsembættinu á Akureyri, en kyrrsetningin var gerð að beiðni skiptastjóra félaganna Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. Félögin, sem nú eru gjaldþrota, voru í eigu Ara Axels Jónssonar, athafnamanns á Akur­ eyri. Þau héldu utan um rekstur flutningaskipsins áður en hann var færður yfir á annað félag í Færeyj­ um í vor. Að því er DV kemst næst er Ari ennþá eigandi skipsins í gegnum fé­ lagið í Færeyjum, en heimildarmað­ ur DV segir flóttann frá Akureyri benda til þess að verið sé að reyna að koma eignum undan. Málið hef­ ur verið kært til efnahagsbrotadeild­ ar ríkislögreglustjóra sem fer með rannsókn málsins. Ekki náðist í Ara Axel Jónsson við vinnslu þessarar fréttar en svo virðist sem hann sé horfinn, rétt eins og skipið: „Heyrðu, hann bara finnst ekki hér á staðn­ um,“ sagði eiginkona hans í samtali við DV þegar reynt var að hafa upp á honum. Axel varð Saga Flutningaskipið hefur síðustu viku hringsólað löturhægt við strendur Noregs, en þann 9. ágúst skipti það um nafn og heitir nú Saga. Heim­ ildarmenn DV eiga erfitt með að sjá hvernig skip getur skipt þannig um ham úti á miðju ballarhafi. Sam­ kvæmt nafnabreytingunni verð­ ur það því nýtt skip sem leggur að bryggju á næsta viðkomustað – það verður ekki flutningaskipið Axel sem braut gegn kyrrsetningarúr­ skurði lögregluyfirvalda á Íslandi, heldur flutningaskipið Saga, með hreinan skjöld. Málið er þó ekki svo einfalt enda auðvelt að rekja slíka nafnbreytingu og því er ljóst að flóttinn frá Akur­ eyri mun hafa eftirmála þegar skipið kemur að bryggju í næstu höfn. Sam­ kvæmt vefsíðunni marinetraffic.com var skipið nærri Álasundi í Noregi í gær en ekki fást upplýsingar um það hvort skipið hafi komið að landi, og þá hvort skipstjórinn hafi verið yfir­ heyrður við komuna. Heimildir DV herma að allar líkur séu á því, enda sé það alvarlegt mál þegar brotið er með þessum hætti gegn kyrrsetn­ ingu. Heimildir DV herma að flutn­ ingaskipið Axel hafi legið við bryggju í Akur eyrarhöfn frá því á vormánuð­ um en eins og fyrr segir hafa félögin sem héldu utan um skipið, Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf., verið tekin til gjaldþrotameðferðar. Það var svo ekki fyrr en eftir að skiptastjóri hafði fengið skipið kyrrsett sem það hélt úr höfn, en í fyrstu var óljóst hvort það stefndi til Færeyja eða Noregs. Sam­ kvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Dregg Shipping liggja aðal­ siglingarleiðir fyrirtækisins á milli Balkanskaga og Íslands, með við­ komu í öðrum Evrópuríkjum. Hjá efnahagsbrotadeild Málið hefur vakið furðu þeirra sem DV ræddi við en fáir virðast skilja hvað vakir fyrir eigendunum. Hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu­ stjóra fengust þær upplýsingar að málið væri til rannsóknar þar. Heim­ ildir DV herma að verið sé að skoða hvort kröfuhafar Dreggjar ehf. og Dreggjar Shipping ehf. eigi lögmæta kröfu í flutningaskipið Axel, sem nú ber heitið Saga, eða hvort eigenda­ skiptin, og eignatilfærslan yfir á fé­ lagið í Færeyjum, geti staðið. Þá herma heimildir blaðsins að vafi leiki á hvort raunveruleg peningaviðskipti hafi átt sér stað með skipið eða hvort það hafi einfaldlega verið fært yfir í eigu annars félags. Skiptastjóri félaganna, Sigmund­ ur Guðmundsson, sagðist lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu, en hann fundar með kröfuhöfum á næstu dögum. Ljóst er af þeim gögn­ um sem DV hefur undir höndum að flutningaskipið var ekki skráð í eigu Dreggjar ehf. eða Dreggjar Shipping ehf. þegar það sigldi úr höfn frá Ak­ ureyri þann 28. júlí. Eigendaskiptin og nafnbreytingarnar, allt eru þetta atriði sem eru til athugunar hjá efna­ hagsbrotadeildinni. Refsivert athæfi Hjá embætti sýslumannsins á Akur­ eyri fengust þær upplýsingar að um refsivert athæfi væri að ræða. Hvort Ari Axel Jónsson verði dreginn fyr­ ir dómstóla hér á landi sem eigandi skipsins, eða skipstjórinn einn verði látinn svara til saka, er ekki ljóst að svo stöddu. Strangar alþjóðlegar reglur gilda um skip sem komið hef­ ur verið undan kyrrsetningu með þessum hætti. Þannig er skipstjóri á slíku skipi iðulega handtekinn af eftirlitssveitum við komuna í næstu höfn og yfirheyrður. Heimildir DV herma að þetta sé einmitt líklegasta ástæðan fyrir því hvers vegna skipið hefur hringsólað við strendur Noregs í að verða hálf­ an mánuð. Hvað dró skipið nálægt höfn í Álasundi í gær, þriðjudag, er óljóst en einn viðmælandi blaðsins taldi mögulegt að það væri einfald­ lega olíuleysi. Hjá Akureyrarhöfn fengust þær upplýsingar að það væri ekki í verka­ hring hafnarstarfsmanna að fylgjast með því að kyrrsett skip sigldu ekki úr höfn. Þannig er ljóst að skipstjór­ inn mætti lítilli mótspyrnu þegar hann sigldi flutningaskipinu Axel úr höfn þann 28. júlí síðastliðinn. DV hefur ekki fengið upplýsingar um hversu margir eru í áhöfn skips­ ins að svo stöddu. Skipti um nafn úti á ballarhafi n Efnahagsbrotadeild rannsakar dularfullt flutningaskip sem hringsólar við Noreg „Heyrðu, hann bara finnst ekki hér á staðnum Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Eigandinn horfinn Ekki næst í Ara Axel Jónsson, eiganda flutningaskipsins Axels, en eiginkona hans fann hann ekki þegar hún leitaði hans. Smyglaði e-pill- um innvortis Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á þriðjudag Mareme Laye Diop í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl en hann var gripinn í maí síðastliðnum. Diop, sem var að koma frá Berlín í Þýskalandi smyglaði rúmlega 402 grömmum af MDMA­dufti inn­ vortis en úr slíku magni er unnt að framleiða 5.478 e­pillur með 79 prósenta styrkleika MDMA­efnis­ ins. Diop játaði skýlaust brot sitt. Auk refsingarinnar var honum gert að greiða 603 þúsund krónur í sakarkostnað. Lenti milli vélar og veggs Betur fór en á horfðist á sunnu­ daginn þegar barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs á Hvolsvelli. Samkvæmt upplýs­ ingum frá lögreglunni þar missti barnið meðvitund um stund við slysið. Er talin mikil mildi að barnið hafi sloppið án teljandi meiðsla miðað við aðstæður að sögn lögreglu. Ferðamaður týndur í þoku Á laugardag var lögreglunni á Hvolsvelli tilkynnt um erlendan ferðamann sem farið var að ótt­ ast um. Sá hafði farið frá skálan­ um við Strút en ekki skilað sér til baka. Mikil þoka var á svæðinu og skyggni slæmt. Blessunarlega reyndist ferðamaðurinn í síma­ sambandi og á slóð sem hann var beðinn um að halda sig á. Björg­ unarsveitir voru ræstar út en þok­ an reyndist niðdimm á svæðinu svo ákveðið var að kveikja á for­ gangsljósum og hljóðmerkjum í von um að maðurinn heyrði í þeim. Eftir nokkra stund heyrði maðurinn merki sveitarinnar og fannst skömmu síðar heill á húfi og við góða heilsu. Álasund 9. ágúst 11. ágúst 13. ágúst 12. ágúst 14. ágúst 10. ágúst Á þvælingi við Noreg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.