Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 10
Skuldarar í StórSókn 10 Fréttir 15. ágúst 2012 Miðvikudagur n Gunnar og Gylfi í BYGG reisa hundruð íbúða í Kópavogi og Garðabæ n Skilja eftir sig eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar M aður fer nú svona rólega af stað,“ segir Gylfi Héð- insson múrarameistari í samtali við DV. Byggingar- félag Gunnars og Gylfa, BYGG, er í stórsókn en fyrirtækið áformar nú að reisa alls um 400 íbúða byggingar í Lundi í Kópavogi sem og 150 íbúðir í Sjálandshverf- inu í Garðabæ, alls 550 íbúðir. Hluta framkvæmdanna er nú þegar lokið en hluti þeirra er á byrjunarstigi. Eigendur fyrirtækisins, Gunnar Þorláksson byggingarmeistari og Gylfi Héðinsson múrarameistari, skilja eftir sig eitthvert stærsta gjald- þrot Íslandssögunnar. Um það bil hundrað milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækjanets þeirra. Lætur nærri að sú upphæð jafnist á við að hverjum einasta Ís- lendingi yrðu greidd lágmarkslaun VR í einn mánuð. „Við höfum gengið frá öllum okk- ar málum,“ segir Gylfi og bætir við að endurskipulagningu fyrirtækja þeirra sé lokið. Fjallað var um sókn Gunnars og Gylfa á forsíðu Viðskipta- blaðs Morgunblaðsins í síðustu viku, en þar voru eigendur félagsins sagð- ir vera „komnir á flug“ og á fleygiferð í uppbyggingu. Viðskiptafélagarnir munu nýlega hafa aukið hlutafé fé- lagsins um 100 milljónir en þeir sögðust í samtali við Morgunblað- ið hafa tröllatrú á staðsetningunum. BYGG var einn af stærstu hluthöf- unum í Glitni fyrir hrun bankanna, í gegnum Saxbygg, en í kjölfar efna- hagshrunsins varð markaðsvirði eignarhluta þeirra að engu. Eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar Eins og DV fjallaði um í nóvember í fyrra skilja þeir Gunnar og Gylfi eft- ir sig eitthvert stærsta gjaldþrot Ís- landssögunnar. Heildarskuldir eignarhaldsfélaga sem tengjast verk- takafyrirtæki þeirra, BYGG ehf, og Saxhóli, fjárfestingarfélagi Nóatúns- fjölskyldunnar, í stóru viðskipta- bönkunum þremur nema um 130 milljörðum króna. Áætlaðar endur- heimtur bankanna af þessum skuld- um nema ekki meira en 30 millj- örðum króna, gróflega áætlað. Því er um að ræða afskriftir upp á ekki minna en 100 milljarða króna í fyr- irtækjaneti þeirra. Aðspurður hvort ekki skjóti skökku við að fyrirtæki sem hafi fengið milljarða afskrift- ir standi í slíkum stórræðum seg- ir Gylfi svo ekki vera: „Nei, það eru bara ákveðin félög sem stofnuðu til þessara skulda á sínum tíma. Þetta voru bara viðskipti.“ Gylfi bendir á að skuldirnar hafi dreifst á mörg fé- lög. „Menn voru auðvitað hluthafar í hinum og þessum félögum, í bönk- um og öðru.“ Eigendur BYGGs og Saxhóls Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis „Hlutabréfaeign Bygg Invest ehf. 1. janúar 2007 er um 1 milljarður kr. og er öll í Glitni. Á tímabilinu fær Bygg Invest ehf. lánsheimildir hjá Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð 5,7 milljarðar kr. til kaupa á hlutabréfum í bönkunum. Keypt hlutabréf á tímabilinu nema 6,4 milljörðum kr. Seld hlutabréf eru að fjárhæð 0,5 milljarðar kr. Keypt hlutabréf umfram seld nema tæplega 6 milljörðum kr. Við fall bankanna átti Bygg Invest ehf. því mestöll hlutabréf sín ennþá eins og fram kemur hér að framan. Í júlí 2007 fær Bygg Invest ehf. samþykkt eingreiðslulán hjá Lands- banka Íslands að fjárhæð 4,5 milljarðar kr. Lánið er til 5 ára. Andvirði lánsins á að nýta til að gera upp framvirkan samning í Glitnisbréfum hjá Glitni, framvirk- an samning hjá Landsbankanum vegna FL Group og til að fjármagna Boreas Capital Fund (Landsvaki). Ákvörðun um lánveitinguna er tekin á fundi lánanefndar Landsbankans í júlí 2007. Í október 2007 fær Bygg Invest ehf. kúlulán hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð 1,2 milljarðar kr. Lánið er til 2 ára. Lánið er veitt til kaupa Bygg Invest ehf. á hlutabréfum í Landsbankanum að markaðsvirði 1,5 milljarðar kr. Ákvörðun um lánveitinguna er tekin af lánanefnd Landsbankans.“ Tapaði 9,7 milljörðum á Glitni Í gegnum Saxbygg, sem er í sameiginlegri eigu Saxhóls og BYGG, var félagið skráð sem fimmti stærsti hluthafinn í Glitni, en var í raun þriðji stærsti hluthafinn þar sem félög í eigu Stoða skipa þrjú efstu sæti listans. Eignarhlutur Saxbyggs nemur fimm prósentum í Glitni. Markaðsvirði eignarhlutarins nam tæpum 11,7 milljörðum fyrir helgi en eftir umrót undanfarinna daga er mark- aðsvirði eignarhlutar Saxbyggs nú metinn á rúma 3,4 milljarða. Þar munar heilum 8,3 milljörðum króna. Þá átti Bygg Invest, annað fyrirtæki í eigu BYGG, 0,88 prósenta hlut í Glitni hvers markaðsvirði nam rúmum tveimur milljörðum fyrir helgi en stendur nú í 609 milljónum króna. Þar munar tæpum 1,4 milljörðum króna. Ljóst er að BYGG tapaði gríðarlega á yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum, líkt og aðrir fjárfestar og menn eru reiðir. Sundlaug og koníaksstofa Gunnar Þorláksson býr í stórglæsilegu húsi að Hólmaþingi 9 í Kópavogi, en byggingarkostnaður hússins var um 250 til 300 milljónir króna, samkvæmt heimildum DV. Blaðið fjallaði um málið fyrir um ári en þar kom meðal annars fram að samkvæmt fasteignamati er brunabóta- matið á húsinu 136.050.000 krónur. Húsið er teiknað af Rýma arkitektum og er um 500 fermetrar. Í turni hússins er 25 fermetra koníaksstofa með kamínu. Eldhúsið er um 40 fermetrar og 25 metra sundlaug er á neðstu hæðinni. Við sundlaugina er glerveggur sem má opna á góðviðrisdögum. Hvergi er til sparað og er allt útlit og innréttingar hússins sérhannað á glæsilegan hátt. Lóðin við húsið er einnig afar stór og glæsileg með útsýni yfir Elliðavatn. Boðsferð með Bjarna og bankamönnum Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að Gunnar og Gylfi hafi þegið tveggja daga golfferð til Skotlands í boði Glitnis dagana 20.–22. september árið 2007. Farið var með einkaþotu en á meðal þeirra sem þáðu boðið var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá voru með í för fyrrverandi forstjórar Olíufélagsins, forstjóri N1, forstjóri Kjalars í eigu Ólafs Ólafssonar, sem og nokkrir stjórnendur hjá Glitni, þeirra helstur Einar Örn Ólafsson, þá framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis en nú forstjóri Skeljungs. Einar Örn er einn nánasti stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar og annaðist bókhald stuðningsmannafélags hans vegna prófkjörs í aðdraganda þingkosning- anna árið 2007. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þetta voru bara viðskipti Stórskuldugir verktakar Eigendur Byggs, þeir Gylfi Héð- insson og Gunnar Þorláksson, voru stórskuldugir eftir góðærið, en fengu tugi milljarða afskrif- aða og eru nú í stórsókn. Eyjalögga í óskilamunum Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði það að mestu leyti náðugt um helgina eftir eril Þjóðhátíðar enda ekki ólíklegt að þreyta sitji í bæjarbúum eftir skemmtanahald í kringum hana. Síðasta vika fór þó í að svara mýmörgum fyrirspurn- um gesta hátíðarinnar sem tapað höfðu hinum ýmsu smáhlutum en nokkuð var um óskilamuni eftir hátíðina. Segir í tilkynningu lög- reglu að flestir munirnir rati aftur til eigenda sinna. Hnífur stakkst í fót starfsmanns Þau eru margvísleg verkefnin sem berast inn á borð lögreglu. Stund- um eru það seinheppnir borgar- ar sem verða fyrir því að slasa sig og nokkur slík mál komu upp hjá lögreglunni á Selfossi í síðustu viku. Í tilkynningu lögreglu seg- ir frá konu sem lenti með fingur í hekkklippum og hlaut stóran skurð. Var konan flutt á slysavakt á heilsugæslunni á Selfossi þar sem saumuð voru nokkur spor í fingur hennar. Þá slasaðist maður á höfði og braut tönn þegar hann datt á andlitið á tjaldsvæðinu í Miðdal. Annar slasaðist við vinnu sína á Hótel Selfossi þegar hann missti tak á hníf með þeim afleiðing- um að hann stakkst í gegnum skó hans og í fótinn. Var gert að sár- um hans. „Fæ sömu kjör í Iceland og aðrir“ Ólafur Arnarson, ritstjóri vefs- ins Tímaríms, hafnar því að hafa hlotið greiðslu eða vildarkjör fyrir jákvæða umfjöllun um verslun- ina Iceland eða tengda aðila. Á vefnum er birt jákvætt viðtal við Malcolm Walker, sem er eigandi Iceland-keðjunnar í Bretlandi. Í kjölfarið varpar Ómar R. Valdi- marsson, sem fjallað hefur um Ísland fyrir bandarísku frétta- veituna Bloomberg, fram eftirfar- andi spurningu til Ólafs: „Færð þú eða einhver á þínum vegum greitt fyrir þessi skrif frá Iceland eða einhverjum sem þeim tengist, beint eða óbeint, með pening- um eða vildarkjörum eða öðru?“ Í kjölfar þessa upphófust langar samræður þar sem Ólafur skaut sér lengi undan að svara spurn- ingunni. Að lokum sagði hann þó: „Ég fæ sömu kjör í Iceland og aðrir viðskiptavinir sem þar versla. Að- dróttanir þínar eru ósmekklegar og ærumeiðandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.