Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 11
áttu í samstarfi í hinum ýmsu fyr- irtækjum á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið og stofnuðu með- al annars eignarhaldsfélagið Sax- bygg. Þeir áttu meðal annars fimm prósenta hlut í Glitni í gegnum dótturfélag Saxbyggs, eignarhalds- félagið Saxbygg Invest. Saxbygg ein- beitti sér að mestu að fasteignavið- skiptum. Félagið átti meðal annars rúman helmingshlut í verslunar- miðstöðinni Smáralind og var sú eign flaggskip þeirra. Kröfuhafar Saxbyggs hafa tekið Smáralindina yfir og er hún í eigu dótturfélags Landsbankans í dag, sem hefur sett hana í söluferli. Þar fyrir utan áttu félög sem voru í séreign BYGGs og Saxhóls umtalsvert magn fasteigna í Reykjavík. Ein af stærri eignunum var til dæmis Borgartún 27, þar sem KPMG, Capacent og Icelandic eru til húsa, á meðan ein stærsta eign Sax- hóls var Nóatún 17. Hefja stórsókn á fasteigna- markaði Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 9. ágúst síðastliðinn kom fram að Bygg myndi að öllum líkindum byggja í Lundi næstu 3–4 árin. Fyrir hrun var fyrirtækið þegar búið að byggja þar 72 íbúðir en í kjölfar hrunsins tók við biðstaða sem nú sér fyrir endann á. „Þarna munum við byggja næstu þrjú, fjögur árin,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Lundur í Kópavogi er þar sem bóndabýlið Lundur var, en eins og fyrr segir hyggjast Gunnar og Gylfi reisa þar fjölbýlis-, par- og raðhús með 400 íbúðum. Byggingarfélag Gunnars og Gylfa er nú þegar að ljúka við 52 íbúðir í Lundi, en síðustu íbúðirn- ar verða afhentar í haust. Þá hef- ur verið haf ist handa við að reisa þar þrjár blokkir með 60 íbúðum. Gunnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrir um ári hefði fyrir- tækið farið aftur af krafti af stað eft- ir bankahrunið. Fyrirtækið er með um 80 til 100 fasta starfsmenn og marga undirverktaka. Í Sjálands- hverfinu í Garðabæ er nú unnið að því að reisa 40 íbúðir, en til lengri tíma er áætlað að reisa þar á næstu árum um 150 íbúðir. Aðspurður hvort hann sjái fram á betri tíð á fasteignamarkaðn- um segist Gylfi gera það. „Já, og ég ætla rétt að vona það að þetta þjóðfélag verði í lagi.“ Þegar hann er spurður út í viðskipti fyrri ára og hvort þeir hafi á stundum mið- að of hátt á árununum fyrir hrun segir hann: „Nei, þjóðfélagið var nú bara þannig að það var alltaf nóg af kaupendum að kaupa íbúðir og nóg vöntun.“ Hundrað milljarða afskriftir Gunnar og Gylfi eiga hluti í eignarhaldsfélögum sem skilja eft- ir sig skuldir upp á tugi milljarða króna. Eignarhaldsfélagið CDG skilur eftir sig um 16 milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í og eitt af dótturfélögum eignarhaldsfélags í þeirra eigu, Saxbyggs, Saxbygg Invest, skilur eftir sig 42 milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í. Samtals eru þetta því skuldir upp á 58 milljarða króna. Samanlagðar heildarskuldir eignarhaldsfélaga í eigu BYGGs og helsta viðskiptafé- lags þeirra, eignarhaldsfélagsins Saxhóls, fjárfestingarfélags Nóa- túnsfjölskyldunnar, nema um 130 milljörðum króna. Eins og áður segir eru áætlaðar endurheimtur af þessum skuldum ekki meiri en 30 milljarðar króna hið mesta. Því er um að ræða afskriftir sem nema um 100 milljörðum króna í heildina. Þrátt fyrir þetta halda eigend- ur BYGGs eftir verðmætum fast- eignum í Borgartúni 27 og 31, Skógarhlíð 12 og Vegmúla 2, svo helstu dæmin séu tekin. Gunnar og Gylfi hafa lokið skuldauppgjöri við Landsbankann sem gerir þeim kleift að halda eftir þessum eignum á meðan Landsbankinn leysir til sín verðminni fasteignir. Verðmæti þeirra eigna sem eigendur BYGGs halda eftir hleypur á meira en fjór- um milljörðum króna. Þar að auki eiga Gunnar og Gylfi verðmætar eignir persónulega sem þeir halda þrátt fyrir tugmilljarða króna skuld- ir í bankakerfinu. Gunnar býr til að mynda í 500 fermetra einbýlishúsi í Hólmaþingi í Kópavogi. Lán fyrir hlutabréfakaupum DV greindi frá því í maí í fyrra að sparisjóðurinn Byr hefði stefnt einkahlutafélaginu CDG ehf. vegna skulda. CDG ehf. hét áður Bygg In- vest en nafni félagsins var breytt eftir bankahrunið 2008. Bygg In- vest var fjárfestingarfélag Gunnars og Gylfa, og var á meðal stærri stofnfjáreigenda í Byr en félagið átti fjögurra prósenta hlut í sjóðn- um. Hugsanlegt er að skuldir Bygg Skuldarar í StórSókn Fréttir 11Miðvikudagur 15. ágúst 2012 n Gunnar og Gylfi í BYGG reisa hundruð íbúða í Kópavogi og Garðabæ n Skilja eftir sig eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar Lágmarkslaun VR í einn mánuð fyrir alla Íslendinga 61.567 milljónir Rekstur Háskóla Íslands 2012 14.200 milljónir Eitt eintak af öllum vörum í IKEA 105 milljónir Rekstur Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, í eitt ár 534 milljónir Skuldir eignarhalds- félaga Gunnars og Gylfa 58.000 milljónir Almennur rekstur Landspítala Íslands 38.963 milljónir Afskriftir af skuldum fyrir- tækjanets Gunnars og Gylfa 100.000 milljónir Milljón hamborgaratilboð 15.000 milljónir Invest við Byr hafi verið tilkomn- ar út af stofnfjárkaupum í Byr. Fé- lagið var úrskurðað gjaldþrota í lok apríl í fyrra og lauk skiptum í bú- inu þann 18. október. Tæplega 1,4 prósent fengust upp í þessa rúm- lega 16 milljarða króna, eða um 230 milljónir króna, að því er fram kom í Lögbirtingablaðinu. Kröfuhafar CDG þurftu því að afskrifa um 16 milljarða króna af kröfum sínum á hendur félaginu. Félagið hóf starfsemi sem fjár- festingarfélag síðla árs 2006 og var hlutafé þess þá aukið upp í átta milljarða króna. Fram að banka- hruninu keypti BYGG hlutabréf í Glitni, Landsbankanum, FL Group og Boreas Capital Fund fyrir 6,4 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og voru hlutabréfakaupin fjármögn- uð með lántökum. Hlutabréfaeign félagsins í umræddum félögum varð að engu í bankahruninu 2008 og skýrir þessi staðreynd erfiða skuldastöðu félagsins. Eignasafn félagsins hafði verið metið á nærri 19 milljarða króna í árslok 2007. Þetta verðmat var til- komið út af uppsprengdu hluta- bréfaverði á Íslandi, meðal annars á hlutabréfum fjármálafyrirtækja. Í lok árs 2009 var eigið fé félags- ins neikvætt um nærri 8 milljarða króna. Félagið gjaldþrota Í ársreikningi CDG ehf. fyrir árið 2009 kemur fram að rekstrargrund- völlurinn sé ekki lengur til staðar út af skuldum. Í skýrslu stjórnar fé- lagsins segir: „Nokkuð ljóst verður að telja, að forsendur fyrir áfram- haldandi rekstri félagsins, eru ekki til staðar.“ Skuldir félagsins námu þá rúmlega 14 milljörðum króna á meðan eignirnar voru aðeins rúm- ur milljarður króna. Eignasafn fé- lagsins hafði verið metið á nærri 19 milljarða króna í árslok 2007 en þetta mat var tilkomið út af upp- sprengdu hlutabréfaverði á Íslandi. Eigið fé félagsins var þá neikvætt um nærri 8 milljarða króna. Athygli vekur að félagið fékk nærri milljarð króna í arðgreiðsl- ur vegna hlutabréfaeignar sinnar á árunum 2007 og 2008. Sá arður var hins vegar ekki greiddur út úr félaginu. Félagið skilaði nærri 2,5 milljarða króna hagnaði árið 2007 en tæplega 24 milljarða króna tapi árið eftir. Félagið var tekið til gjald- þrotaskipta þann 29. apríl 2011 með úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur. n „Menn voru auðvit- að hluthafar í hin- um og þessum félögum, í bönkum og öðru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.