Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 14
A drian Bayford, 41 árs breskur plötusali, og kona hans Gillian, duttu held- ur betur í lukkupottinn í vikunni. Þau unnu fyrsta vinning í lottói og það enga smá upphæð. Þau eru 148 milljónum punda ríkari eða sem nemur 28 milljörðum íslenskra króna. Fyrstu viðbrögð sex ára dóttur þeirra var að spyrja hvort þau ættu nógu mik- inn pening til að fara á Domin- os. Þau lýsa þessu sjálf sem ógn- vekjandi en jafnframt spennandi breytingu. Breski vefurinn Daily Mail greinir frá þessu. Eignir á við Clapton Hjónin eru nú skyndilega komin á lista yfir ríkustu einstaklinga á Bret- landseyjum en þeim var afhentur vinningurinn með pompi og prakt á hóteli í bænum Bishops Stortford í Hertfordskíri á þriðjudag. Auð- æfi þeirra jafnast á við auðæfi mat- reiðsluhjónanna Jamie og James Oliver og tónlistarmannanna Sir Tom Jones og Eric Clapton, sem eru einnig á téðum lista. Gillian Bayford, sem fram til þessa hefur starfað á næturvökt- um við umönnun barna á spítala í Cambridge, sagði við það tilefni að hún gæti hugsað sér að hætta að vinna. Nú gæfist henni kostur á að sinna börnum sínum betur en þau hjónin hafa unnið á sitthvor- um tíma sólarhringsins um árabil. Bayford, sem endurselur not- aðar plötur, ætlar að reka verslun- ina áfram ásamt vini sínum. Það hafa þeir gert í 17 ár. Þeir lokuðu reyndar versluninni á þriðjudag en ætluðu að opna aftur á miðviku- dag. Hann segist gera ráð fyrir því að leggja svolítið fé í reksturinn og auka umsvif sín. Langar í Audi Q7 Í Daily Mail er haft eftir þeim hjón- um að þrátt fyrir að upphæðin sé svakalega há ætli þau ekki að um- turna lífi sínu. Þau vilji ala upp börnin sín á eðlilegan hátt áfram. Þau ákváðu þó að stíga fram því þau vildu ekki þurfa að burðast með leyndarmálið. Þau sögðust einnig ætla að leggja fjölskyldu og vinum lið, fólk- inu sem hefur stutt þau í gegnum súrt og sætt. Gillian sagðist þó hafa augastað á Audi Q7 lúxuskerru auk þess sem þau hjónin ætla að kaupa sér nýtt hús. Þá vilja börnin ferð í Disney-land. Vakti börnin með látunum Adrian hafði verið að horfa á sjónvarpið kvöldið örlagaríka, á myndina The Bank Job, þegar drengurinn vaknaði og grét. Gilli- an var úti með vinkonum sínum en kom heim þegar hann var að sinna drengnum. Þegar hann var sofnað- ur ákváðu þau að horfa á fréttirn- ar í sjónvarpinu. Á borða neðst á skjánum stóð að einn einstakling- ur hefði unnið EuroMillions-lottó- ið. Gillian viðurkenndi fyrir eig- inmanni sínum að hún hefði ekki gefið sér tíma til að kaupa miða. „Ég ákvað, í gríni, að segja að ég hefði gleymt að kaupa miða, en staðreyndin var sú að miðinn var uppi í svefnherbergi,“ segir hann. Bæði börnin höfðu vaknað og Gillian fór upp til þess að reyna að svæfa þau á nýjan leik. Adrian laumaðist upp og sótti miðann. Því næst fletti hann tölun- um upp í símanum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum. Tölurnar pössuðu hver af annarri.“ Ætla að styðja góð málefni Hann hljóp fram með látum og kveikti ljósin á ganginum, sem féll ekki í kramið hjá eiginkon- unni sem var að reyna að svæfa börnin. Hún skipaði honum að hafa hljótt. Adrian lét þær fyrir- skipanir sem vind um eyru þjóta og endurtók ítrekað að þau hefðu verið að vinna í lottóinu og væru orðin rík. „Krakkarnir voru orðn- ir glaðvakandi og smituðust fljótt af gleðinni,“ sagði hann við blað- ið. Fjölskyldan sofnaði ekki fyrr en um klukkan tvö um nóttina. Hjónin segjast alltaf hafa farið vel með fé. Þau hafi ekki haft mik- ið á milli handanna en þau hafi ekki liðið skort. Þau hlakka hins vegar til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. „Þessi vinn- ingur kemur á frábærum tíma en hann er ekki bara fyrir okkur fjög- ur. Við ætlum að láta hann gagn- ast allri fjölskyldunni,“ segir Gilli- an. „Lífið verður mikið auðveldara núna.“ Þau segjast einnig ætla að leggja góðum málefnum lið. „Mál- efni barna standa mér nærri svo við munum kanna hvernig við get- um lagt öðrum lið.“ Innrás líkleg fyrir kosningar n Stríð gegn Íran í burðarliðnum R áðist Ísraelar inn í Íran má vænta þess að árásirnar hefjist fyrir bandarísku forsetakosn- ingarnar í nóvember. Ray Mc- Govern, stjórnmálagreinandi og fyrr- verandi starfsmaður CIA, leiðir að þessu líkum í grein á vefmiðlunum Confortium News og Alternet. Meðal heimildarmanna hans eru embættis- menn í Washington sem telja ísraelsk- um stjórnvöldum liggja á að grípa til harkalegra aðgerða gegn Íran fyr- ir kosningarnar. Barack Obama hef- ur ekki stutt Ísraelsríki jafn eindreg- ið og fyrirrennarar hans og talið er að Ísraelsmenn óttist að Obama verði enn tregari í taumi á seinna kjörtímabili sínu, verði hann endurkjörinn. Því sé æskilegast að ráðast strax inn í Íran sem fyrst og tryggja sér stuðning og jafnvel þátttöku Bandaríkjanna. Undanfarið hafa ísraelsk dag- blöð greint frá vísbendingum um að kjarnorkuáætlun Írana sé mun lengra komin en áður var talið. Tak- ist Írönum að koma sér upp kjarn- orkuvopnum hefði það í för með sér verulegar breytingar á valdajafn- væginu í Mið-Austurlöndum. Ísrael- ar óttast þetta og hefur Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, margoft lýst því yfir að Ísraelum standi ógn af kjarnorkuáformunum. Yfirmenn í her Atlantshafsbanda- lagsins hafa þó varað við afleiðing- um þess að ráðast inn í Íran, enda geti átökin þá breiðst út um Mið- Austurlönd. Því hefur verið haldið fram að Bandaríkjunum stafi fremur efna- hagsleg en hernaðarleg ógn af írönskum stjórnvöldum. Þau hafa tekið forystu á sviði olíuviðskipta í öðrum gjaldmiðlum en Bandaríkja- dollar sem hefur verið nær einráður á olíumarkaðnum í hálfa öld. Barack Obama þykir þó ólíklegur til að taka þátt í árásunum á Íran. Vænta má að ísraelsk stjórnvöld renni hýru auga til Mitt Romneys sem gagnrýnt hef- ur Obama fyrir ónægan stuðning við Ísraelsríki. johannp@dv.is 14 Erlent 15. ágúst 2012 Miðvikudagur Hjón unnu 28 milljarða í lottó n Dóttirin bað um pizzu n Ættingjar munu njóta góðs af vinningnum Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Lífið verður mikið auð- veldara núna Hellti hlandi yfir farþega Lögreglan í London styðst nú við myndir úr öryggismynda- vélum lestarkerfis borgarinnar til að hafa upp á ungum manni sem veittist að saklausri konu með fremur ógeðfelldum hætti. Konan sat í lest við hálfopinn glugga og beið eftir að hún færi af stað þegar maðurinn gekk upp að glugganum og hellti úr flösku fullri af þvagi yfir kon- una. Lét hann sig síðan hverfa. Hlandárásin átti sér stað í maí síðastliðnum en samgöngulög- reglan birti mynd af manninum í vikunni. Braust inn hjá Steve Jobs 35 ára karlmaður, Kariem McFarlin, var handtekinn á dögunum grunaður um að hafa brotist inn og stolið tölvum og raftækjum að andvirði 60 þús- und dala af heimili Steve heitins Jobs í Palo Alto í júlí. McFarlin kom þýfinu í verð en var síðan handtekinn. Lögreglan seg- ir ekkert benda til að McFarl- in hafi vitað hver átti húsið og rekur val hans frekar til þess að í Palo Alto hefur undanfarið ár geisað innbrotafaraldur. Tíðni innbrota hefur aukist um 63 prósent og eru lögregluyfirvöld ráðþrota og auðugri íbúar svæð- isins uggandi. Lét lífið á flóttasundi Lík flóttakonu rak á land í norð- ur Frakklandi á dögunum, en yf- irvöld þar telja að konan hafi verið að reyna að synda yfir Ermarsundið í leit að betra lífi. Konan var með áttavita, orku- stangir og föt í fórum sínum í lokuðum plastpokum. Fullvíst er að konan hafi drukknað á leiðinni og andlát hennar er ekki talið hafa borið að með sak- næmum hætti. Sundleiðin er rúmir 33 kílómetrar og er mjög erfið yfirferðar. Fram kemur að konan sé af asísku bergi brotin og á fertugsaldri. Hún hafði smurt sig vaselíni til að verjast kuldanum í sjónum og var í blautbúningi. Hana rak á land við strandbæinn Wimereux á sunnudagskvöld. Benjamin uggandi Talið er að Benja- min Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, liggi á að stöðva kjarnorkuáform Írana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.