Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn E itt ógeðfelldasta fyrirbærið sem varð til í hruninu er skilanefndir og slitastjórnir. Þarna er um að ræða hóp af lögfræðingum sem mala gull af því að höndla með eigur gömlu bankanna. Af sama toga er fyrirbær- ið skiptastjóri. Skilanefndirnar ganga nánast sjálfala og lúta ekki sýni- legu valdi. Þegar DV skoðaði mál- efni þeirra skömmu eftir hrun kom á daginn að þeir sem voru svo „heppn- ir“ að komast í slíka gullpotta voru margir hverjir með 25 þúsund krónur á tímann. Taxtinn hefur ekki lækkað síðan. Og dæmi voru um að nefndar- menn og starfsmenn þeirra nytu af- slátta í glæsibúðum erlendis vegna eignarhalds fallins banka. Enginn var eða er til eftirlits. Nú þegar fjögur ár eru liðin frá hruni sitja þessar stjórn- ir enn og ryksuga þrotabú sem sum hver velta milljörðum króna. Þær nærast á blóðmjólkinni. Það fer ekki fram hjá fólki að lög- fræðingarnir sem komast á spena skilanefnda og slitastjórna maka krókinn. Sannkallað gróðæri ríkir þar sem þeir hafa komið sér fyrir við kjötkatla útrásarbankanna föllnu. Hið sama gildir um þrotabú stórfyr- irtækja sem fóru á hausinn og lúta nú stjórn skiptastjóra. Fyrrverandi forstjóri Baugs, Skarphéðinn Berg Steinarsson, lýsti því í samtali við DV að skiptastjóri þrotabús Baugs væri fyrst og fremst að skapa sér vinnu. „Þetta er eilífðarvél,“ sagði Skarp- héðinn í samhengi við málaferli þar sem hann varðist kröfu skiptastjóra Baugs. Hann sagði engan ann- an tilgang með málarekstrinum en að innheimta lögfræðiþóknanir og skapa lögfræðistofu tekjur. Ekki skal lagt mat á réttmæti þeirra orða en það er ýmislegt sem bendir til að heilt yfir sé pottur brotinn. Eftirlitsleysið með umræddum skilanefndum og slitastjórnum er nær algjört og valdið sem þær hafa er mikið. Engu virðist skipta hver framganga nefndarmanna er. Þeir eru utan lögsögu. Þetta er smuga hins íslenska fjármálageira þar sem ábyrgðarlaust fólk græðir á tá og fingri vegna þess að á einhverjum tímapunkti var það skipað til að ráð- stafa eigum banka eða fyrirtækja. Það spyr enginn um árangur af störf- um þessara aðila. Þegar lagt er upp í glórulausa vegferð er enginn til að hamla gegn vitleysunni. Það rík- ir stjórnleysi. Augljóst er að margt þetta fólk á mikið undir því að teygja lopann og halda lífi í störfum sínum sem gefa þeim tugi þúsunda í tíma- kaup. Auðvitað eru skilanefndirnar rétt eins og skiptastjórar og slitastjórnir nauðsynlegar en allt er þetta spurn- ing um tímamörk. Löggjafinn þarf að gefa þessum fyrirbærum gaum og tryggja að eftirlitið sé til staðar og ekki skilyrði til sjálftöku. Það er óforsvaranlegt að menn komist í þá aðstöðu með eigur annarra að það verði til eins konar eilífðarvélar sem stöðugt spýta úr sér gulleggjum. Össur í nauðvörn n Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra þarf á öllu sínu að halda þessa dagana til að verja aðildarumsókn- ina að Evrópusambandinu. Stór hluti þingflokks Vinstri grænna er farinn á taugum vegna málsins og vill slíta viðræðum. Það hefur reynd- ar verið undirliggjandi lengi að flokkurinn myndi finna sér ástæðu til að bakka út úr málinu. VG mælist með afar lélegt fylgi og sér fram á hrun í kosningum Stríð Steingríms n Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, verður stöð- ugt veikari eftir því sem fylgi minnkar og ágreinings- málin við Ögmund Jón- asson taka á sig skýrari mynd. Fæst- um hef- ur leynst að flokkurinn er klofinn þótt Steingrími hafi með handafli tekist að halda honum saman. Menn bíða þess nú spenntir að loka- uppgjör Steingríms og Ög- mundar fari fram. Allt eins er viðbúið að Ögmundur muni hafa þar betur og taki við kefli formannsins Umburðarlyndur rektor n Kristín Ingólfsdóttir, rekt- or Háskóla Íslands, þykir hafa einkennilegar áhersl- ur við stjórnun skólans. Rektorinn er með eindæm- um umburðarlyndur eins og í ljós kom þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson pró- fessor var staðinn að verki við að stela texta nóbels- skáldsins Halldórs Kiljans Laxness. Nú er komið upp mál stundakennara við skólann sem uppvís er að því að ljúga á sig dokt- orsprófi. Rektorinn ákvað að slá um hann skjaldborg með því að leyna nafni hans með þeim afleiðing- um að allir stundakennar- ar guðfræðideildar liggja undir grun. Ekki benda ... n Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, á ekki sjö dagana sæla eftir að staðfest var að ríkið hefði tapað fjórum millj- örðum á Sjó- vá. Bjarni, sem full- yrti að ríkið myndi ekki tapa á bram- boltinu með bótasjóðinn, stóð tæpt í eigin flokki þótt þetta bættist ekki við. En sjálfur fullyrðir hann að ekk- ert hefði þurft að tapast ef Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki klúðrað sölunni á Sjóvá rækilega. Ég kom fram í pilsi Ég er mikill keppnismaður Helgi Björns sló í gegn í tjullpilsi á Hinsegin dögum. – DV Róbert Wessman er Íslandsmeistari í hjólreiðum. – DV Blóðmjólk skilanefnda„Þetta er eilífðarvél Þ að liggur fyrir að skoðanir á hugsanlegri aðild Íslendinga að Evrópusambandinu eru skiptar. (Þessi setning er það sem enskir kalla „understatement“.) Sjálfur hef ég átt í rökræðum um ESB í ótal eldhúsum, heitum pott- um, vinnustöðum, sumarhúsum, skólastofum, leigubílum og guð má vita hvar síðan 1986 eða svo, með hléum. Oft hafa þessar rökræður verið tilfinningaþrungnar og mark- aðar alls kyns ásökunum á báða bóga um vanþekkingu, bjánaskap og svik við hinar fögrustu hugsjónir. Nú hafa Íslendingar sótt um aðild, enda var meirihluti fyrir því á þingi. Samninganefndin er vel skipuð og viðræðurnar sjálfar hafa gengið vel. Því er þó ítrekað haldið fram að við- ræðurnar séu í raun aðlögun að sam- bandinu. Mér hefur ætíð fundist það skrýtinn málflutningur. Ef Íslendingar segðu nei við samningi, hvað myndi þá standa eftir sem breyting á ís- lensku samfélagi vegna viðræðn- anna? Ef ekki er hægt að nefna neitt markvert sem svar við þessari spurn- ingu, er varla hægt að tala um að við- ræðurnar feli í sér aðlögun. Staðreyndirnar koma í ljós Viðræðurnar hafa haft eitt gott í för með sér: Staðreyndir hafa kom- ið upp á yfirborðið. Það vantar ekki yfir lýsingarnar um það hvað ESB- aðild muni fela í sér. Eftir því sem viðræðunum vindur fram kemur betur í ljós hvaða yfirlýsingar eru réttar og hverjar rangar. Á tímabili var því til dæmis haldið fram að Ís- lendingar þyrftu að ganga í evrópsk- an her ef þjóðin gengi í sambandið. Nú er komið í ljós að það er auð- vitað ekki rétt. Eins hefur stund- um borið á yfirlýsingum um að ESB ásælist á einhvern hátt orkuauð- lindir Íslendinga. En eftir að kaflinn um orkumál var opnaður hafa þær raddir að mestu þagnað. Fullyrt er að íslenskur landbúnaður muni bera skarðan hlut frá borði, en kaflinn um landbúnað bíður enn umfjöll- unar. Sem og kaflinn um sjávarút- veg. Hvað reynist rétt og hvað rangt í þeim efnum á allt eftir að koma í ljós. Stærsta breytan sem mun ráða afstöðu flestra til Evrópusambands- aðildar á eftir að líta dagsins ljós: Samningurinn sjálfur. Spurningar hverfa ekki Framtíðarsýn þeirra sem vilja hætta viðræðunum er forvitnileg. Fyr- ir þjóð sem er áhrifalaus þiggj- andi yfirgripsmikilla lagasetninga af hálfu ESB í gegnum samninginn um EES hlýtur það alltaf að verða áleitin spurning hvort ekki eigi að stíga skrefið til fulls, ganga í sam- bandið og fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Sú spurn- ing mun ekki hverfa. Í hvert einasta skipti sem krónan fellur með tilheyr- andi áhrifum á verðbólgu, þannig að skuldir fólks stórhækka vegna verð- tryggingar, munu spurningar um gjaldmiðilssamstarf við Evrópuþjóð- irnar vakna aftur. Vaxandi ólund vegna gjaldeyrishafta mun hafa sömu áhrif sem og kostnaður al- mennings vegna hárra vaxta. Ég telst til þeirra Íslendinga sem vilja komast til botns í þessu máli, langþreyttur á óupplýstum rökræð- um í eldhúsum og heitum pott- um. Evrópusamstarf hefur hing- að til reynst þjóðinni farsælt. Ég tel að ESB-aðild geti mögulega verið rökrétt næsta skref. Aðild gæti bætt lífskjör og gert Íslendinga að mikil- vægum þátttakendum í samvinnu sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Ég leyfi mér að spyrja: Ef sá hluti þjóðar- innar fær að ráða ferðinni sem sér enga ástæðu til að kanna þennan möguleika til hlítar – til að komast að því hvað er rétt og hvað er rangt – og vill frekar halda áfram deilum á kaffistofum um þetta mál án niður- stöðu um ókomna framtíð, hvert verður þá hlutskipti okkar hinna? Eigum við bara að vera kampa- kát með það? Alsæl í dýrtíðinni og óvissunni? Er gott að vita ekki neitt? Er gott að vita ekki? Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 15. ágúst 2012 Miðvikudagur Kjallari Guðmundur Steingrímsson „Aðild gæti bætt lífskjör og gert Íslendinga að mikilvægum þátttakendum í samvinnu sjálfstæðra ríkja í Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.