Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 15. ágúst 2012 Miðvikudagur Afgreiðslan of hæg n Lastið að þessu sinni fær Café Haiti en viðskiptavinur sendi DV eftirfarandi: „Kaffihúsið er eitt það besta í Reykjavík hvað gæði á kaffi varðar en ég hef oft rekið mig á að afgreiðslan sé alltof hæg. Þó nokkur fjöldi starfsmanna sé á bakvið afgreiðsluborðið virðist ekki vera hægt að afgreiða nema einn í einu. Þannig myndast tölu­ verð bið þó ekki séu nema þrír eða fjórir í röð.“ „Ég er bara hræddur um að þetta sé stundum svona,“ seg­ ir Metúsalem Þórisson, einn eigenda Café Haití. „Þetta gerist þegar margt fólk kemur í einu og ekki gefst tækifæri til að af­ greiða alla í senn. Við erum meðvituð um þetta og erum sífellt að reyna að bæta okkur.“ Metúsalmen segir að á öðrum kaffihúsum sé það oft þannig að fólk panti, greiði og fái sér sæti og því myndast ekki jafn mikil röð. „Kannski er feill hjá okkur að af­ greiða ekki þannig en við höfum klárað bara hverja afgreiðslu fyr­ ir sig. Nema þegar við afgreiðum mat þá höfum við haft það þannig að fólk pantar og fær sér sæti. En við erum bara þakklát fyr­ ir ábendinguna og erum alltaf að reyna að bæta okkur.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS „Fyrirmyndar- þjónusta“ n Lofið að þessu sinni fær starfs maður Húsa­ smiðjunnar á Akur eyri. „Fyrirmyndarþjónusta sem ég fékk þar. Maður á miðjum aldri var einkar viðkunnanlegur og kurt eis. Hjálpaði mér að finna skrúfur, veggtappa og hvaðeina sem mig vantaði. Hef oft rekið mig á þurrt viðmót og dapra þjónustu í búðum af þessu tagi en sú var ekki raunin í þetta sinn. Til fyrirmyndar alveg hreint.“ Lækningamáttur ávaxta og grænmetis A ldrei er góð vísa of oft kveðin og það á sann­ anlega við um neyslu á grænmeti og ávöxtum. Fjölmargar rannsóknir sýna að neysla þeirra virðist mjög jákvæð heilsu okkar og jafnvel virkað fyrirbyggjandi gegn ýmsum sjúkdómum. Á síðunni Home­ steading Self Sufficiency Survi­ val er fjallað um nokkrar tegund­ ir ávaxta og grænmetis og hvaða jákvæð áhrif neysla þeirra hefur á líkama og heilsu okkar. Það er þó alltaf mikilvægt að leita til læknis sé grunur um alvarlega líkamlega kvilla til staðar. 1 Apríkósur Apríkósur inni­halda andoxunarefnið beta­karótín sem kemur í veg fyrir skaðleg áhrif sindurefna á líffæri. Beta­karótín, sem við fáum úr A­ vítamíni, hjálpar til við að koma í veg fyrir myndun ýmissa krabba­ meinstegunda, sér í lagi húðkrabba­ meins. Það hjálpar einnig til við að draga úr sýkingum og húðvanda­ málum. Safi úr laufum ávaxtarins er góður til að bera á húðina og virkar vel á hrúður, exem, sól­ bruna og kláða í húð. Apríkósur auðvelda meltingu sé þeirra neytt fyrir mat því þær geta haft væga hægðalosandi virkni. Auk þess er mikið af járni og kalíum í ávextinum. Ferskur safi ávaxtarins virkar vel á þá sem eru með hita, sér í lagi ef safinn er blandaður með glúkósa og hunangi. Áhrif hans eru meðal annars að hann slekkur þorsta og hjálpar til við losun úr­ gangsefna úr líkamanum. Apríkósur eru góðar fyrir augu, maga, hjarta og taugar því með neyslu þeirra veitum við þessum líffærum steinefni og vítamín. *Í einni apríkósu má finna 17 hitaeiningar, 1 gramm af kolvetn­ um og enga fitu. Ráð: Keyptu ferskar apríkósur og helst harðar og grænar. Þegar þær verða mjúkar og þroskað- ar byrja þær að missa næringar- efnin. 2 Lárperur Ómettaðar fitu­sýrur í lárperunni minnka magn kól­ esteróls og auka magn próteina. Lárperan inni­ heldur einnig mikið af sellu­ lósa, járni og C­vítamíni. Til að flýta fyrir þroska lárperunnar er gott ráð að setja hana í lokaðan plastpoka með epli eða banana. *Í einni lárperu eru 81 hitaein­ ingar, 8 grömm af fitu og 3 grömm af kolvetnum. Ráð: Prófaðu að nota lárperu í stað sósu á samlokuna þína. 3 HindberHindber innihalda ellagic­sýru sem hindrar vöxt krabba­ meinsfrumna. Þau minnka magn kólesteróls og líkurnar á að fá hjarta­ og æðasjúkdóma. Hind­ ber innihalda mikið af C­vítamíni, fólasíni, járni og kalíum en auk þess gefa þau okkur mikið af ómeltanlegum trefjum og töluvert magn af auðmeltanlegum trefj­ um sem halda kólesterólmagni í skefjum. Einnig innihalda þau mikið magn af sellulósa. Þar sem eigin­ leikar berjanna eyðileggjast ekki við eldun getur verið gott ráð að sulta þau. Hindber eru ein tegund ávaxta sem hafa ekki áhrif á blóð­ sykurinn. *Í einu glasi af hindberjum eru 60 hitaeiningar, 1 gramm af fitu og 8 grömm af kolvetnum. Ráð: Náttúrulegur andlits- maski úr hindberjum verndar gegn skaðlegum geislum sólar. Andoxunarefni C-vítamínsins hjálpa til við að hylja aldurs- merki húðar og litamismun. 4 Mangó Í meðalstóru mangó eru 57 milligröm af C­vítamíni sem er ráðlagður dag­ skammtur. Andoxunarefni hjálpa til við að koma í veg fyrir gigt, eru góð við græðslu sára og byggja upp ónæmiskerfið. Ófrískar kon­ ur og þeir sem þjást af blóðleysi ættu að borða eitt mangó á dag. Það hjálpar einnig við að halda meltingunni í lagi. Mangó inni­ heldur A­vítamín. *Í einu stykki eru 135 hitaein­ ingar, 1 gramm af fitu og 4 grömm af kolvetni. Ráð: Sumar tegundir ávaxt- arins verða ekki rauðar, gular eða appelsínugular. Ef þú kaup- ir þessar grænu tegundir verð- ur þú að komast að því hvort ávöxturinn sé tilbúinn eftir öðr- um leiðum. Til dæmis ætti þrosk- að mangó að gefa vel eftir þegar þrýst er á það með fingurgómun- um. Ef mangóið er óþroskað er gott ráð að setja það í bréfpoka og setja hann á hlýjan stað, þá verður það fullþroskað á örfáum dögum. 5 Kantalópur Í hálfri melónu eru 117 milligrömm af C­ vítamíni sem er tvö­ faldur dagskammtur. Melónan inniheld­ ur einnig beta­karótín sem kemur í veg fyrir að sindurefni eyðileggi innri byggingu lífvera. Einnig inni­ heldur hún 853 milligrömm af kal­ íum, sem lækkar blóðþrýsting, en þetta er tvöfalt meira magn en í banana. Ásamt kalíum inniheldur hún B6­vítamín, trefjar og níasín (B3­vítamín) og andoxunarefni sem hjálpa okkur í baráttunni við hjartasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki, krabbamein, öldrun og fleira. Því er haldið fram að kantalópur séu einnig góðar gegn gigt, offitu, hita, húðvandamál­ um, háþrýstingi, vindverkjum og mörgum öðrum sjúkdómum. *Hálf kantalópa inniheldur 97 hitaeiningar, 1 gramm af fitu og 2 grömm af kolvetnum. Ráð: Þegar kantalópa er valin, veldu vel þroskaða. Andoxunarefn- in eru hvað mest þegar hún er við það að verða ofþroskuð. 6 Trönuber Berin aðstoða við að halda sýkingum í þvag­blöðru niðri. Trönuberjasafi dreg­ ur úr bakteríum sem valda tann­ skemmdum og rannsóknir hafa sýnt að þau innihalda efnasam­ bönd sem koma í veg fyrir krabba­ meinsmyndun. Aðrar rannsóknir sýna að með því að neyta berj­ anna getur maður komið í veg fyrir nýrnasteina og unnið gegn hjartasjúkdómum og að dagleg neysla trönuberjasafa getur drep­ ið H. Pylori bakteríuna sem veldur magakrabbameini og magasárum. Dagleg neysla safans getur hækk­ að magn HDL, sem er gott kóle­ steról og dregið úr LDL, slæma kólesterólinu. *Bolli af trönuberjasafa inni­ heldur 114 hitaeiningar en hvorki hitaeiningar né kolvetni. Ráð: Drekktu 100 prósent hreinan trönuberjasafa. Hægt er að þynna hann með vatni en slepptu sykri. 7 Rúsínur Þessir litlu gim­steinar eru frábær upp­spretta járns, sem hjálpar blóðinu að flytja súrefni til vefja líkamans. Andoxunarefni hjálpa til við að viðhalda heilbrigði tanna og góms. Þau hjálpa einnig við að halda blóðinu hreinu. Rúsínur eru tald­ ar vera góðar fyrir bein­ in og neysla þeirra hefur verið tengd við lægri tíðni beinþynningar hjá konum. Rannsóknir sýna einnig að rúsínur innihaldi efni sem vinna gegn hjartasjúkdómum og ristil­ krabbameini. *Hálfur bolli af rúsínum inni­ heldur 218 hitaeiningar, 3 grömm af kolvetnum en enga fitu. Ráð: Það er mikið magn af trefjum í rúsínum sem hjálpar til við harðlífi. Í slíkum tilfellum er gott að sjóða rúsínur í vatni, sía svo vökvann frá og drekka. Einnig er gott ráð að setja rúsín- ur út á hafragrautinn eða morg- unkornið. Sérstaklega er konum ráðlagt að neyta þeirra á meðan á blæðingum stendur. 8 Fíkjur Fíkjur eru uppfullar af  B6­vítamíni sem tengist seratóníni eða „gleðihormóninu“ sem lækkar kólesteról. Fíkjur inni­ halda einfaldar sykrur, steinefni og trefjar. Einnig hafa þær mik­ ið af kalíum, kalki, magnesíum, járni, kopar og mangan. Í hverjum 100 grömmum af þurrkuðum fíkj­ um eru 250 milligrömm af kalki á meðan það eru aðeins 118 milli­ grömm í sama magni af mjólk. Sagt hefur verið að manneskjan gæti lifað á fíkjum einum saman. *Ein fíkja inniheldur 37–48 hitaeiningar, 2 grömm af kolvetn­ um og enga fitu. Ráð: Borðaðu þurrkaðar fíkj- ur sem hollt orkumikið snakk. Til tilbreytingar, settu hnetu inn í fíkjuna og smá hunang. 9 Sítrónur Sítrónur innihalda límónen og C­vítamín sem hjálpa til við að koma í veg fyrir krabbamein. Þær innihalda fáar hitaeiningar og hvorki kolvetni né fitu. Sítrusávextir hafa góð áhrif á húð, bein og hjarta. Það er einnig vitað að sítrusávextir hjálpa sjón­ inni og andlegri líðan. Ráð: Bættu sítrónusafa í mat- inn þinn, til dæmis út á salatið, baunirnar eða grænmetið. n Geta komið í veg fyrir krabbamein, hjartasjúkdóma og margt fleira Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is E ld sn ey ti Algengt verð 250,8 kr. 252,8 kr. Algengt verð 246,6 kr. 249,6 kr. Höfuðborgarsv. 246,5 kr. 249,5 kr. Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 251,6 kr. 252,9 kr. Melabraut 246,6 kr. 249,6 kr. Bensín Dísilolía Lof&Last

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.