Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 20
Hærri laun, meira kynlíf n Konur með há laun finna ekki fyrir jafn miklum útlitskröfum Í Bandaríkjunum eru sífellt fleiri konur aðalfyrirvinna heimil- isins og að sama skapi eru æ fleiri karlmenn sem taka að sér heimilisstörf. Samkvæmt Lizu Mundy, höfundi bókarinnar The Richer Sex: How the New Majority of Female Breadwinners is Trans- forming Sex, Love and Family, eru 40 prósent bandarískra vinnandi kvenna með hærri laun en mak- inn. Mundy segir breytur á borð við aukinn fjölda menntaðra kvenna og það að fleiri karlmenn séu til- búnir til að fórna ýmsu fyrir starfs- feril konu sinnar skipta meginmáli í þessari þróun sem hún segir eiga eftir að breyta mörgu í lífsháttum fjölskyldna. „Konur sem eru með há laun upplifa sig sem valda- miklar og það getur orðið til þess að þær fá aukinn áhuga á kynlífi. Ókosturinn getur hins vegar verið sá að ef eiginmaðurinn upplifir há laun konu sinnar sem árás á karl- mennsku hans og ef henni finnst hún ekki geta talað við hann um velgengni sína í starfi þá getur það haft neikvæð áhrif á kynlífið.“ Mundy segir eldhúsið hinn nýja bílskúr karlmannsins. „Karl- menn eru að verða mun heim- ilislegri. Tíminn sem þeir eyða í eldamennsku lengist sífellt á sama tíma og hann styttist ört á meðal kvenna. Herra mamma er að verða normið. Pabbar nútím- ans vilja mun frekar eyða tíman- um með börnunum sínum en feð- ur fyrri kynslóða,“ segir Mundy og bætir við að karlmenn séu alltaf að punta sig meira og meira. „Konur sem eru með hærri laun hætta að láta útlitið skipta jafn miklu máli. Þær reyna ekki að geðjast mak- anum. Heimavinnandi karlmenn verða hins vegar að snyrta sig þar sem launaseðillinn er ekki lengur nóg til að laða að sér maka.“ 20 Lífsstíll 15. ágúst 2012 Miðvikudagur Já, þú ert of feit! Þ ú ert of feit, kærastinn þinn er hálfviti og þessi hárgreiðsla lætur þig líta út fyrir að vera tíu árum eldri en þú ert. Gróft? Kannski. Sanngjarnt? Já. Allavega samkvæmt vísindamönnum við háskólann í Notre Dame-háskól- ann sem komust að því að hrein- skilni og heiðarleiki getur bætt lík- amlega og andlega heilsu. Í rannsókn vísindamannanna kom í ljós að þeir sem hafa vanið sig á að grípa til hvítra lyga til að hlífa tilfinningum annarra eru lík- legri til að vera stressaðir en þeir sem hafa tileinkað sér hreinskilni. Þeir heiðarlegu eru einnig líklegri til að eiga í betri samskiptum við fólkið í kringum sig. Blaðakonan Samantha Brick, sem vakti heimsathygli fyrir grein sína í Mail Online fyrr á árinu þar sem hún kvartaði undan því að vera of falleg, segist hafa fengið nóg af því að tipla á tánum í kring- um fólk. „Ég var að detta í fertugt þegar ég ákvað að nú væri nóg komið. Ég var orðin svo þreytt á þessari hæversku. Héðan í frá ætl- aði ég að segja mína skoðun. Ef ég hefði ekki efni á einhverju ætl- aði ég að viðurkenna það, ef mér líkaði ekki kjóll vinkonu minnar, hús hennar, maki eða barn ætlaði ég bara að segja svo,“ segir blaða- konan umdeilda í grein sinni í Mail Online og bætir við að hún hafi fengið nóg af því að semja trúverð- ugar afsakanir þegar vinkona bað hana um að koma með sér á við- burð sem hún hafði ekki áhuga á. „Nú segi ég bara: Nei, takk. Það hljómar ekki eins og eitthvað fyr- ir mig, og í staðinn þarf ég ekki að hafa lygina á takteinunum næst þegar við hittumst.“ Samantha viðurkennir að vin- ir hennar hafi skellt á hana, tek- ið hana af jólakortalistanum og staðið eftir gáttaðir og opin- mynntir þegar hún hafi komið með hreinskilin svör við spurn- ingum þeirra. „Mörgum finnst ég ólýsanlega ókurteis en flestir vina minna kunna nú að meta heiðar- leikann. Vissulega hef ég misst einhverja vini en ef vináttan þolir ekki heiðarleika er hún hvort sem er ekki þess virði til að byrja með.“ Hreinskilni borgar sig Samkvæmt vísindamönnum við Notre Dame-háskólann eru þeir sem grípa gjarnan til hvítra lyga stressaðri en aðrir. DV MYND/ PHotos.coM n Samkvæmt rannsókn hefur hreinskilni góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu„Ég var að detta í fer- tugt þegar ég ákvað að nú væri nóg komið. samantha Brick Blaða- konan, sem vakti mikla athygli þegar hún kvartaði undan því að vera of falleg, er hrottalega hreinskilin. Velgengni Sú þróun að konur verði aðalfyrirvinn- an á eftir að breyta samfélögum, segir Liza Mundy. Erótískari draum- ar á maganum Samkvæmt nýrri rannsókn dreymir þá sem sofa á magan- um meira um kynlíf en aðra. Vís- indamenn í Hong Kong söfnuðu upplýsingum um 670 nemend- ur og komust að því að þann hóp sem liggur á maganum dreym- ir oftar erótíska drauma. Sá hóp- ur greindi einnig frá tilfinning- um um „kvalara“, „að hafa verið bundinn“ eða „læstur inni“. Þetta kemur fram í Daily Mail. Vís- indamenn rannsóknarinnar telja ástæðuna fyrir þessu hafa eitt- hvað með súrefnisskort til heilans að gera sem getur valdið því að fólk upplifi innilokunarkennd. Ruslasafnarar á yfirkeyrslu Vísindamenn hafa komist skrefi nær því að skilja hvað gerist í heila þeirra sem safna rusli. Í rannsókn kom í ljós að þau svæði heilans sem við notum til að ákveða hversu mikilvægir hlutir eru fyrir okkur fara í yfir- keyrslu hjá ruslasöfnurum þegar þeir eru beðnir um að ákveða hverju skal henda og hverju skal halda. Sömu svæðin eru hins vegar í jafnvægi þegar safnararnir horfa á allt dótið sem þeir hafa safnað sér. Vís- indamenn skoðuðu heilastarf- semi 43 einstaklinga sem þjást af þessu geðræna vandamáli en niðurstöðurnar voru birtar í LiveScience. Svampur Sveinsson veldur andvöku Ef leikskólabarnið á erfitt með að sofa er kannski kominn tími til að skipta út sjónvarpsefni. Í grein sem birtist í tímaritinu Pediatrics segir frá því að rannsókn hafi leitt í ljós að ung börn sofa betur þegar þau horfa ekki á þætti sem eru ætlaðir eldri börnum. Vís- indamenn sem komu að rann- sókninni sögðu breytur á borð við tíma og lengd hafa áhrif. Í rann- sókninni var fylgst með svefni og sjónvarpsnotkun 600 fjölskyldna í Seattle í Bandaríkjunum. Í ljós kom að teiknimyndir á borð við Scooby-Doo og SpongeBob Squ- arePants eða Svamp Sveinsson eins og hann heitir á íslensku, hentuðu illa þriggja til fjögurra ára börnum. „Þessir þættir eru alltof yfirþyrmandi. Þessi aldur ætti frekar að horfa á Sesame Street eða Dóru landkönnuð,“ sagði yfirmaður rannsóknarinnar, Michelle Garrison.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.