Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 25
Svindlað á Ólympíuleikunum Sport 25Miðvikudagur 15. ágúst 2012 n Nadzeya Ostapchuk lenti alltaf í öðru sæti í fyrra n Þráði gullið of mikið og tók stera n Steranotkun viðverandi vandamál þegar hún viðurkenndi, eft- ir áralanga rannsókn eftirlits- aðila, að hafa fallið, sprautað sig með sterum. Þetta var árið 2007. Fram að því hafði hún þráfaldlega neitað orðrómi þess efnis, en Jones var um tíma talin ein fremsta íþrótta- kona í heimi. „Ég vona að þið getið fyrirgefið mér,“ sagði hún með grátstafinn í kverk- unum. Hún var svipt þrem- ur gullverðlaunum og tveim- ur bronsverðlaunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hún var að lokum fangelsuð fyrir að hafa logið í skýrslutökum. Hún fékk hálfs árs dóm. Kanadamaðurinn Ben Johnson er annað dæmi um íþróttamann í fremstu röð sem fellur í freistni. Hann var svipt- ur gullverðlaunum í sprett- hlaupi eftir Ólympíuleikana í Seúl árið 1988. Sífellt fleiri svindl komast upp Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, sem byggð er á upplýsingum frá Reuters, hefur eftirlit með misnotkun lyfja aukist gríðarlega í seinni tíð. Fyrstu lyfjaprófin voru framkvæmd á Ólympíuleikun- um í Mexíkó árið 1968. Þá var einn íþróttamaður dæmdur úr leik í 667 prófum. Það var fjöl- þrautarkappinn Hans-Gunnar Liljenwall. Eins og sjá má á myndinni hefur lyfjaprófunum fjölgað mikið en að sama skapi hef- ur sífellt komist upp um fleiri svindlara. Í Aþenu 2004 voru 26 íþróttamenn dæmdir úr leik en 25 í Peking fyrir fjórum árum, þegar dópaðir hestar eru með- taldir. Aldrei hafa fleiri lyfja- próf verið framkvæmd í tengsl- um við nokkra Ólympíuleika heldur en í London. Sex þús- und lyfja próf voru framkvæmd og þegar þetta er skrifað hafa 12 manns reynst hafa haft rangt við. Sú tala gæti hæg- lega hækkað á næstu vikum og mánuðum því ekki eru öll kurl komin til grafar. n Ósvikin gleði? Nadzeya Ostapchuk hélt hún kæmist upp með svindlið. Helsti keppinautur hennar, Adams frá Nýja-Sjálandi, mun nú fá gullverðlaun- in og ólympíumeistaratitilinn. Evgeniia Kolodko frá Rússlandi fær silfrið og Lijiao Gong frá Kína fær bronsið. 24 ára landsliðsfyrirliði Íslands n Lars Lagerbäck óhræddur við að láta ungan leikmann bera ábyrgð A ron Einar Gunnars- son, 24 ára leik- maður Cardiff á Englandi, verður fyr- irliði íslenska karlalands- liðsins í undankeppni HM í knattspyrnu sem hefst í byrj- un september. Ísland mætir þá Noregi í fyrsta leik. Aron Einar verður vitanlega einnig fyrirliði liðsins sem mæt- ir Færeyjum í dag, miðviku- dag, en um er að ræða síð- asta æfingaleik liðsins fyrir undankeppnina. Á blaða- mannafundi í höfuðstöðv- um KSÍ sagðist Aron hafa stefnt að því að verða fyrir- liði liðsins um nokkurt skeið og að um mikinn heiður væri að ræða. Leikurinn verður athygl- isverður fyrir ýmissa hluta sakir. Færeyjar er fyrsti and- stæðingurinn sem Ísland mætir undir stjórn Lager- bäcks þar sem gerð er krafa um sigur. Áður hefur hann stýrt liðinu í fjórum leikj- um gegn mjög sterkum and- stæðingum. Þeir hafa all- ir tapast en naumlega þó. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þjálfarinn leggur upp leikinn. Hann hefur nánast úr öllum bestu leikmönnum Íslands að spila og því ætti byrjunarliðið í leiknum í dag að gefa fyrirheit um það sem koma skal. Þess má þó geta að um helgina hefst keppnistímabil- ið á Englandi og því er ekki víst að leikmenn á borð við Aron Einar og Gylfa Þór Sig- urðsson, leikmaður Totten- ham, muni spila allan leik- inn. Raunar á Aron Einar að spila fyrsta deildarleik leik- tíðarinnar á föstudaginn. Lagerbäck hafði ekki gefið upp byrjunarliðið fyrir leik- inn þegar þetta var skrifað. baldur@dv.is Harður í horn að taka Aron Einar í baráttu við Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. Gróið um heilt hjá City Svo virðist sem Carlos Tevez hafi sæst við liðsfélaga sína hjá City eftir stormasama leiktíð í fyrra. Yaya Toure, miðjumaður City, segir að Tevez muni að líkind- um gegna stóru hlutverki á komandi tímabili og liðsfél- agarnir séu búnir að fyrir- gefa Argentínumanninum. Tevez féll í ónáð hjá stjóran- um Roberto Mancini í fyrra eftir að Tevez neitaði að koma inn á sem varamaður í leik í Meistaradeild Evrópu. „Hann gerði mistök en þá er mikilvægast að biðjast afsök- unar,“ segir Toure við breska fjölmiðla og bætir við. „Fyr- ir mér er það nóg því þessi strákur er ótrúlegur. Einn af þeim bestu.“ Tryggvi fer frá ÍBV Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, hefur fengið leyfi til að finna sér nýtt lið. Þetta kemur fram á Fótbolta.net. Tryggvi braut agareglur liðsins sem varða meðferð áfengis á Þjóðhátíð í Eyjum og var í kjölfarið settur í bann hjá fél- aginu. Hann hefur æft með liðinu síðan þá en hefur ver- ið utan hóps í leikjum. Hann leitar sér nú að nýju liði til að spila með en frekar ólíklegt verður að teljast að það muni ganga vel. Ferguson leitar til Chile Sóknarmaðurinn Angelo Henriquez frá Chile er sagð- ur hafa gengist undir læknis- skoðun hjá enska stórliðinu Manchester United. Virðist Sir Alex Ferguson því ætla að hafa betur í baráttunni um framherjann en grann- ar hans í Manchester City hafa einnig sýnt Henriquez áhuga. Hann er aðeins átján ára gamall og leikur með Universidad de Chile í heimalandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.