Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 15. ágúst 2012 Miðvikudagur The Charlies treður upp n Íslenska stelpnasveitin hélt tónleika á ögrandi skemmtistað í Los Angeles Í slensku stelpurnar í hljóm- sveitinni The Charlies eru á fullu að spila þessa dag- ana í Bandaríkjunum. Þær Klara Elias, Alma Goodman og Camilla Stones tróðu upp á næturklúbbnum Voyeur í Los Angeles í byrjun mánað- arins en samkvæmt fésbókar- síðu klúbbins er um ögrandi skemmtistað að ræða þar sem þægindi og glæsileiki eru í fyr- irrúmi í bland við lifandi lista- verk og erótík. Næstkomandi laugardag munu stelpurn- ar svo troða upp á Dim Mak Studios á Hollywood Blvd ásamt fleiri flottum stelpu- böndum. Á meðal þeirra sem koma fram verður sveitin Faar- row en þær Klara, Alma og Camilla halda mikið upp á þá hljómsveit. Dim Mak Studios er nýlegur klúbbur í eigu Steve Aoki sem er þekktur tónlistar- maður í „house“-geiranum og stofnandi útgáfufélagsins Dim Mak Records. Stelpurnar, sem sjálfar skil- greina sig sem „dance electro- pop“-tónlistarmenn með smá hip-hop áhrifum á köflum, eru harðákveðnar í að „meika það“ í Hollywood, eins og þær sögðu í viðtali við DV í júní fyrr í sum- ar: „Lífið er yndislegt og um leið brjálæðislega bilað hark. Engir tveir dagar eru eins og það gerist alltaf eitthvað óvænt og spennandi, sama hvað er á dagskrá hjá okkur. Við værum ekki að þessu ef við hefðum ekki trú á því. Við erum búnar að leggja mikla vinnu og tíma í þetta verkefni og trúum að það eigi eftir að skila sér margfalt.“ Þess má geta að sveitin var tilnefnd í hóp þeirra sem þykja hvað áhugaverðastar af íslensku tónlistarfólki af tón- listarblogginu Loft965.com. Í fyrsta sæti var Björk, svo Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Mún, Lay Low, Am- inna, Ólöf Arnalds, Sig- ur Rós, Sóley og þá The Charlies. S ænska Hollywood- stjarnan Noomi Rapace er stödd hér á landi. Leikkonan hef- ur dvalið í Reykja- vík undanfarna daga en sam- kvæmt heimildum DV er hún hér að vinna að heimildar- myndaþáttunum Ferðalokum sem Björn Hlynur Haralds- son úr Vesturporti leikstýrir. DV hafði samband við Rakel Garðarsdóttur, framleiðanda þáttanna, sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu en þættirn- ir fjalla um valda kafla úr Ís- lendingasögunum. Straumur stjarna Straumur Hollywood-stjarna hingað til lands virðist engan enda ætla taka en eins og ítar- lega hefur verið greint frá eru Sir Anthony Hopkins, Russell Crowe, Jennifer Connelly og Emma Watson á meðal leik- ara sem eru hér við gerð stór- myndarinnar Noah. Þá voru þeir Tom Cruise og Ben Still- er hér fyrr í sumar en Stiller mun snúa aftur í haust ásamt stórum hópi fólks til taka upp myndina The Secret Life Of Walter Mitty. Noomi þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún sló í gegn um allan heim í Milleni- um-þríleiknum sem er byggð- ur á bókum Stiegs Larsson. Síðan þá hefur Noomi gert það gott í Hollywood og meðal annars leikið ásamt þeim Ro- bert Downey Jr. og Jude Law í annarri myndinni um einka- spæjarann Sherlock Holmes. Þá lék Noomi einnig aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Rid- leys Scott, Prometheus. Hluti myndarinnar var einmitt tekin upp hér á landi og kom Noomi til landsins á síðasta ári ásamt Scott og stjörnum á borð við Charlize Theron og Michael Fassbender. Ástfangin af leiklist á Íslandi Noomi hefur þó verið tíður gestur hér á landi í gegnum árin og sagði meðal annars frá því í viðtali við Þórarin Þórarinsson í DV árið 2009. „Ég á íslenskan stjúppabba og ég bjó á Íslandi frá því ég var fimm ára þang- að til ég var átta ára.“ Í viðtalinu kemur einnig fram að Noomi steig sín fyrstu skref í leiklist hér á landi undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar árið 1988. „Í skugga hrafnsins er fyrsta myndin sem ég tók þátt í og ég varð bara ástfangin. Þarna opn- aðist nýr heimur fyrir mér og ég vissi að ég vildi tilheyra þessari veröld. Ég var þarna í svona um það bil þrjár vikur með pínu- lítið hlutverk. Ég man að Hrafn Gunnlaugsson var þarna öskr- andi mjög ákafur og ástríðu- fullur og ég bara elskaði þetta og óskaði þess að þessu myndi aldrei ljúka. Þetta voru tvær vikur á Íslandi og vika í kvik- myndaveri í Svíþjóð og þarna vissi ég strax að þetta væri það sem ég vildi leggja fyrir mig þannig að frá því ég var í kring- um sjö ára vissi ég að ég vildi verða leikkona.“ „Landið mitt“ Í viðtalinu sagði Noomi einnig frá því að sig langaði að vinna á Íslandi. „Það væri æðislegt að geta komið hingað einhvern tíma til að vinna. Gera eitthvað á Íslandi. Þegar ég kom hingað í fyrsta skipti þegar ég var fimm ára varð ég strax ástfangin af landinu. Þetta var landið mitt og ég var svo sár og leið þegar við fluttum aftur til Svíþjóðar. Ég vildi bara ekki búa í Svíþjóð og vildi fara aftur til Íslands. Á sumrin fór ég alltaf til Íslands um leið og skólinn kláraðist. Ég var svo allt sumarið hjá ömmu og afa á Flúðum að tína tómata og fara á hestbak með ömmu og vildi bara vera íslensk.“ Noomi hefur því fengið ósk sína uppfyllta en þættirn- ir eru sem fyrr sagði byggðir á völdum köflum úr Íslendinga- sögunum og samkvæmt heim- ildum verða teknar fyrir frægar persónur á borð við Gísla Súrs- son og Auði djúpúðgu auk þess sem frægir atburðir verða teknir fyrir. asgeir@dv.is n Viðmælandi í þáttum um Íslendingasögurnar n Tíður gestur hér á landi Noomi rapace í reykj vík Noomi Rapace Ólst upp hér á landi að hluta til. Björn Hlynur Leikstýrir heimildarmyndaþáttum um fræga kafla úr Íslendingasögunum. Næstu tónleikar The Charlies kemur fram á þessum skemmtistað síðar í mánuðinum. Býður í vöfflukaffi Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, og kona hans ætla að bjóða gestum og gangandi að þiggja vöffl- ur með rjóma á heimili sínu á Menningarnótt. Dagur auglýsir viðburðinn á Face- book-síðu sinni en varar fólk þó við þröngum stigum þar sem sýna þurfi þolinmæði þegar margt er um mann- inn. Gera má ráð fyrir því að þannig verði það á Menn- ingarnótt enda vöfflukaffi Dags víðfrægt. Hann virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af þrengslunum. „Að slaka á og njóta er kjörorð dags- ins þannig það er allt í lagi,“ skrifar Dagur á Facebook. Þá býður hann hljóðfæri og söngfífl sérstaklega velkom- in í vöfflukaffið. Fjölskylduvænt hjólreiðamót Einar Bárðarson athafna- maður með meiru vinn- ur þessa dagana jafnt að skipulagningu tónleika og íþróttaviðburðar. Þessa stundina kemur Einar að hjólreiðakeppninni Gull- hringnum en um fjöl- skylduvænt hjólreiðamót er að ræða sem, að Einars sögn, lokar frábæru hjóla- sumri. Mótið verður haldið laugardaginn 1. septem- ber á Laugarvatni en í boði eru þrjár vegalengdir, 111, 48,5 og 12 kílómetrar auk þess sem boðið verður upp á skemmtilega hjólreiða- keppni fyrir börnin á meðan þeir fullorðnu keppa. Hægt er að lesa meira um keppn- ina á fésbókarsíðu hennar. Emma á djamminu Leikkonan unga Emma Watson skellti sér út á lífið á laugardaginn var en hún hefur dvalið á 101 hóteli undanfarna daga. Emma sagði frá því á Twitter-síðu sinni að íslenskir skemmti- staðir væru nokkuð lífleg- ir. „Íslenskir klúbbar eru eins og mosh-pittur,“ sagði Emma og vísar þar í þekkt slangur yfir stemmingu sem myndast jafnan á tónleik- um þar sem fólk dansar og hoppar í einni þvögu. „Ég sný aftur með íslenskan dansher!“ Emma er stödd hér á landi til að leika í stór- myndinni Noah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.