Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað E n g i h j a l l a 8 , 2 0 0 Kó p avo g i Opið frá 11 - 20 alla daga Meira fyrir peninginn Orkudrykkur 59 kr. React Þessi er svakalegur! 250ml. Tóm bílastæði Gestir sem heimsóttu Laugar­ dalsvöllinn styrktu ríkissjóð hressilega, en meira en nóg var að gera hjá lögreglumönnum á meðan leikur Íslands og Fær­ eyja stóð yfir. Um 50 bifreiðum var lagt ólöglega fyrir leikinn á víð og dreif í kringum völlinn. Það er dýrkeypt að leggja ólög­ lega á þennan hátt, en sekt fyrir brot af þessu tagi er fimm þús­ und krónur. Lögreglan benti á að fjölmörg lögleg stæði voru í kringum völlinn og hefðu fót­ boltaáhugamenn aðeins þurft að ganga stuttan spöl að vellin­ um og spara sér þannig fimm þúsund krónur. Það voru þó gleðitíðindi að Ísland vann leik­ inn 2–0. F orsætisráðuneytið hefur á síðustu tveimur og hálfu ári pungað út rúmlega 870 þús­ und krónum í leigubílakostnað vegna fylgdar fyrir utanlands­ ferðir forseta Íslands. Þá er ótalinn annar kostnaður til að mynda vegna lögreglufylgdar með forseta. Sá kostn­ aður fellur á lögregluna sjálfa en ekki forsætisráðuneytið. Eins og fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins á miðviku­ dag hefur fylgdin fallið í hendur for­ seta hæstaréttar sem er einn af þremur handhöfum forsetavalds. Markús Sig­ urbjörnsson hefur síðan 2010 starfað sem forseti hæstaréttar. Lendir á Markúsi Handhafar forsetavalds eru auk for­ seta hæstaréttar, Jóhanna Sigurðar­ dóttir forsætisráðherra og Ásta Ragn­ heiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ráðherra hefur ekki fylgt forsetanum í tæpa tvo áratugi og samkvæmt heim­ ildum DV hefur forseti Alþingis að mestu komið sér undan að taka þátt í fylgdinni sem reyndar hefur ekkert lögformlegt gildi. Hvergi er fjallað um fylgdina í lögum né stjórnarskrá og formleg valdatilfærsla á sér ekki stað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í forseta Alþingis við vinnslu frétt­ arinnar. Pjátrið áfram Fylgdarhefð forsetans er, samkvæmt umfjöllun RÚV, frá upphafi lýðveld­ is og er þar sögð eiga rætur í dönsk­ um konunglegum hefðum. Margt hef­ ur þó breyst frá fimmta áratugnum þar á meðal tíðni ferðalaga forsetans. Þeir Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eld­ járn fóru um það bil eina ferð á ári til útlanda. Til samanburðar má benda á að Ólafur Ragnar Grímsson hefur á síðustu tveimur árum farið 35 sinnum erlendis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra hafði á síðasta ári frum­ kvæði að því að taka fylgdina til endurskoðunar. Lagði hún til að hún yrði lögð niður, en lögreglustjór­ inn á Suðurnesjum fengi þess í stað þetta hlutverk. Samkvæmt umfjöllun fréttastofu RÚV lagðist forsetaemb­ ættið gegn þessum breytingum. Erf­ iðlega hefur gengið að ná sátt við for­ setaembættið um að breyta þessu fyrirkomulagi og því er fyrirkomulagið enn við lýði. Aksturskostnaður skatt­ greiðenda vegna fylgdar forsetans það sem af er þessu ári eru 216 þúsund krónur. Þá er ótalinn kostnaður vegna lögreglufylgdar. Leigubíll til Georgíu Sé kostnaður forsætisráðuneytisins vegna fylgdarinnar borin saman við kílómetragjald leigubílastöðvarinnar Hreyfils samsvarar útlagður kostnað­ ur forsætisráðuneytisins því að hand­ hafar forseta hafi ferðast 2.470 kíló­ metra með leigubíl. Örlítið lengra en bein loftlína frá Reykjavík til Berlín­ ar. Hér er miðað eingöngu við gjald á hvern ekinn kílómetra utanbæjar og án stofngjalds. Ef mið er tekið af kíló­ metragjaldi innanbæjar samsvar­ ar kostnaðurinn því svo gott sem að panta ferð til Tbilisi, höfuðborgar Ge­ orgíu. Fjársvelt lögregla Lögreglufylgd með forsetanum er á könnu Lögregluembættisins á höfuð­ borgarsvæðinu. Egill Bjarnason yfir­ lögregluþjónn hjá embættinu sagði lögregluna einfaldlega fylgja forset­ anum enda sé það í verkahring henn­ ar. Egill sagði það sama ekki eiga við um handhafa forsetavaldsins. Um hve margir lögreglumenn sinni fylgd­ inni sagði hann að það væri metið hverju sinni. Hann sagði ekkert liggja fyrir um kostnað embættisins vegna þessa forsetafylgdar. Lögregluyfirvöld hafa undanfarin ár tekið á sig mik­ inn niðurskurð. Formaður Landssam­ bands lögreglu sagði nýlega í fréttum að lögreglumönnum hafi fækkað. Þá vitnaði hann í orð Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að 400 lögreglumenn vanti á höf­ uðborgarsvæðið til að fjöldi lögreglu­ manna sé á pari við fjölda lögreglu­ manna í Osló, höfuðborgar Noregs, miðað við mannfjölda. Handhafar forsetavalds fá ekki greitt sérstaklega fyrir að fylgja for­ seta Íslands til og frá Leifsstöð í hvert sinn sem hann fer erlendis. Á meðan þeir fara með forsetavaldið njóta þeir sömu launa og forsetinn þá daga sem forseti er erlendis. Kostnaður ríkis­ sjóðs vegna launa handhafanna nem­ ur um 10 milljónum á ári samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð með frumvarpi um breytt kjör handhaf­ anna. Frumvarpið var ekki tekið á dag­ skrá síðasta Alþingis. n 870 þúsund í leigubílakostnað n Forseti vill pjátrið áfram ForsetaFylgd kostar tíma, Fé og FyrirhöFn Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Fastur á forminu Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vill, samkvæmt umfjöllun RÚV, halda fast í þá hefð að handhafar forsetavalds fylgi og kveðji forsetann, ferðist hann út fyrir landsteinana. Vill fylgdina burt Jóhanna Sigurðar- dóttir, forsætisráðherra vill að handhafar forseta hætti að fylgja forseta á flugvöllinn. Kemur sér undan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis leggur sig fram við að komast hjá fylgdarvenjunni. Fékk milljónir út á falsgráðu 3 Kristinn Ólason fyrrum stunda­kennari við Háskóla Íslands og rektor í Skálholti var rekinn frá störf­ um við Háskólann eftir að hafa logið til um doktorsgráðu sína. Hann gekkst strax við því að hafa logið til um gráðuna. Kristinn hafði frá árinu 2003 haldið því fram að hann hefði doktorsgráðu og út á hana réð hann sig til starfa hjá Há­ skólanum og þáði meðal annars tæplega þriggja milljóna króna styrk frá Rannís. Doktorsritgerð hans var einnig skráð inn á doktorsritgerða­ safn Landsbókasafns Íslands. Ljóst er að Kristinn náði að blekkja Há­ skóla Íslands, Landsbókasafn Ís­ lands, Rannís, Nýsköpunarsjóð námsmanna og Þjóðkirkjuna með falskri gráðu sinni í tæpan áratug. Mættir eftir risa gjaldþrot 2 „Maður fer nú svona rólega af stað,“ sagði Gylfi Héðinsson múrarameistari í samtali við DV en fjallað var um upprisu Bygg í miðviku­ dagsblaði DV. Byggingarfélag Gunnars og Gylfa eða Bygg er í stórsókn en fyr­ irtækið áformar nú að reisa alls um 400 íbúðir í Lundi í Kópavogi sem og 150 íbúðir í Sjálandshverfinu í Garða­ bæ, alls 550 íbúðir. Hluta framkvæmd­ anna er nú þegar lokið en verið er að ýta stórum hluta þeirra úr vör þessa dagana. Eigendur fyrirtækisins, þeir Gunnar Þorláksson byggingameist­ ari og Gylfi Héðinsson múrarameist­ ari, skilja eftir sig eitthvert stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Um það bil hundrað þúsund milljónir króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrir­ tækjanets þeirra. Kalla Emmu lítið undur 1 Emma Lind Aðalsteinsdóttir er þriggja ára stúlka sem greindist með krabbamein í mars síðastliðn­ um. Emma Lind byrjaði í krabba­ meinsmeðferð í kjölfarið og sú meðferð stend­ ur enn. Í júní var hún send í áfram­ haldandi meðferð til Svíþjóðar og ef allt gengur að ósk­ um kemur hún aftur heim til Íslands um miðjan september. Nú segjast for­ eldrar hennar hins vegar þurfa hjálp þar sem Tryggingastofnun borgar ekki bílaleigubíl undir fjölskylduna en henni er bannað að ferðast í almenn­ ingssamgöngum. Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunniFréttir vikunnar Áfram sumargata Fyrirtækjaeigendur við Skóla­ vörðustíg hafa óskað eftir því við Reykjavíkurborg að gatan verði göngugata í eina viku til viðbótar. Skólavörðustíg var að hluta til breytt í göngugötu fyrr í sumar og að öllu óbreyttu stóð til að þeir hlutar götunnar, sem og Laugavegs, sem lokaðir voru fyrir umferð vélknúinn öku­ tækja frá 17. júní yrðu opnaðir aftur fyrir umferð mánudaginn 20. ágúst, eftir Menningarnótt. Rekstraraðilar á Skólavörðustíg hafa hins vegar verið hæstá­ nægðir með framtakið og vilja ólmir halda götunni lokaðri fyr­ ir bílum til 27. ágúst. Kaflinn frá Bergstaðastræti niður að Lauga­ vegi verður því áfram göngu­ gata. Hafnarstræti og Pósthús­ stræti verða sumargötur til 1. september samkvæmt upplýs­ ingum frá umhverfis­ og sam­ gönguráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.