Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 4
Veifaði seðlabúnti í Kringlunni n Veist að öryggisstjóra verslunarmiðstöðvar Þ að varð uppi fótur og fit í Kringlunni um miðjan dag á fimmtudag þegar karlmað- ur í annarlegu ástandi veittist með ofbeldi að öryggisstjóra versl- unarmiðstöðvarinnar. Sjónarvottur að atburðinum lýsti uppákomunni í samtali við DV sem svo að maðurinn hefði veist fyrirvaralaust að öryggis- stjóranum og hlaut sá síðarnefndi minni háttar áverka í árásinni. Mað- urinn dró síðan upp seðlabúnt sem hann sagði vera 250 þúsund krónur í reiðufé. Hrópaði hann upp fyrir sig að búntið fengi hver sá sem væri „til í að stúta manninum“. Fjölmargir gestir Kringlunnar sem vitni urðu að árásinni voru að vonum slegnir og hópuðust í kring- um lætin. Blessunarlega komu ör- yggisverðir Kringlunnar öryggis- stjóranum fljótt til aðstoðar auk þess sem lögreglan var kölluð til og var árásarmaðurinn vellauðugi yfirbug- aður á staðnum. Í samtali við DV á fimmtu- dag sagði Sigurjón Ernir Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, að öryggisstjórinn hefði ekki þekkt manninn sem veittist að honum. Árásarmaðurinn hefði hins vegar talið sig eiga eitthvað sökótt við starfsmanninn. Sem fyrr segir var talsvert af fólki í Kringlunni á þeim tíma sem árásin átti sér stað og segir Sigurjón að skilj- anlega hafi einhverjum verið tals- vert brugðið. „Það koma um 5 millj- ónir manna í Kringluna á ári hverju og má alltaf búast við að eitthvað geti komið upp.“ Árásarmaðurinn var sem fyrr segir handtekinn og færður í fanga- geymslu lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. hanna@dv.is 4 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Árás í Kringlunni Maður, með kvartmillj- ón í seðlum á sér, veittist að öryggisstjóra Kringlunnar á fimmtudag. E kki aðeins er Icelandair að bjóða miklu verr heldur líka á skjön við útboðslýsinguna,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, um nýfallinn úrskurð kærunefndar útboðsmála þess efn- is að Ríkiskaup, stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, hafi brotið lög um opinber innkaup með því að semja bæði við Icelandair og Iceland Express í útboði um flugsæti til og frá Íslandi sem fram fór í mars árið 2011. Fram kemur í úrskurðinum að af þeim 100 stigum sem voru í boði samkvæmt valforsendum útboðs- gagna hafi tilboð Iceland Express fengið 92,96 stig en tilboð Icelandair 53,57 stig. Einnig kemur fram í úrskurðinum að verðtilboð Iceland Express hafi verið mun lægra en tilboð Icelandair. Ríkisstarfsmenn sólgnir í vildarpunkta Þegar rammasamningur er gerð- ur við tvö fyrirtæki eða fleiri, ráða starfsmenn stjórnsýslunnar, eða eftir atvikum yfirmenn þeirra, við hvaða fyrirtæki er verslað. Starfs- menn stjórnsýslunnar fá vildar- punkta Icelandair til persónulegra nota fljúgi þeir með Icelandair en Iceland Express býður ekki upp á slík fríðindi. Ríkisstofnanir hafa átt í sáralitlum viðskipum við Iceland Ex- press, á grundvelli téðs samnings við fyrirtækið og kosið í ríkum mæli að eiga í viðskiptum við Icelandair að sögn forsvarsmanna Iceland Express. Skarphéðinn er ekki í vafa um hvað réði úrslitum í ákvörðun Ríkiskaupa. „Það sem ræður þessu náttúru- lega er þetta ótrúlega vildarpunkta- kerfi sem er farið að ráða kaupum út um allt samfélagið – alveg stórhættu- legt kerfi. Það er með hreinum ólík- indum að ríkið sé að borga umtals- vert hærra fargjald fyrir starfsmenn ríkisins og að starfsmennirnir njóti þess svo persónulega með því að fá vildarpunkta,“ segir Skarphéðinn og bætir við: „Það er gríðarlegur þrýstingur frá ríkisstarfsmönnum að þeir njóti þessara fríðinda sem felst í vildar- punktunum; það er bara engin spurning. Það er verið að bera á þá fé. Vildarpunktakerfið gengur út á það að bera á fólk fé. Ef ég myndi fara til hvers og eins af þeim sem kaupa flug- farseðla hjá okkur og afhenda brúnt umslag með 7000 krónum í; það teldi fólk hið mesta svínarí og óviðeig- andi með öllu. En það er allt í lagi ef það heitir Vildarpunktar; en munur- inn er samt enginn. Þetta er afsláttur á farmiðakaupum sem er greidd- ur til starfsmanna stjórnsýslunn- ar persónulega en ekki til þess sem kaupir farseðlana,“ sem í þessu tilfelli er ríkið, að sögn Skarphéðins. 1.000 milljónir Skarphéðinn lítur málið mjög alvar- legum augum enda hafi Iceland Ex- press tapað miklum fjármunum vegna þessarar ólögmætu ákvörðun- ar Ríkiskaupa. „Ríkið er stærsti kaup- andinn af farseðlum frá landinu. Um- fang þessara viðskipta er frá 800 til 1.000 milljóna á ári. Við gerðum ríkinu mjög hagstætt tilboð sem var í fullu samræmi við útboðsgögn- in. Svo komumst við að því eftir mikla eftirgangssemi að keppinauturinn hafði ekki uppfyllt útboðsskilmálana – en það var samt samið við hann. Verðin hjá honum voru umtalsvert hærri.“ Faglegt mat „Öll útboð fara í gegnum mig,“ segir Guðmundur Hannesson, forstöðu- maður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, sem hafði yfirumsjón með útboð- inu fyrir hönd stofnunarinnar. Að- spurður hvers vegna Ríkiskaup hafi ákveðið að gera samning við bæði fyrirtækin þrátt fyrir augljósa yfir- burði Iceland Express, miðað við gefnar valforsendur segir Guðmund- ur: „Þetta er bara faglegt mat. Ríkis- kaup áskilur sér rétt til að semja við fleiri en einn aðila. Við teljum gott að starfsmenn hafi kost á því að velja á milli tveggja eða fleiri aðila í stað þess að eitt fyrirtæki fái öll viðskipt- in.“ Hann telur þó að ákvörðunin líti einkennilega út „þegar henni er stillt upp á þennan hátt“. Í úrskurði kærunefndarinnar er sérstaklega tek- ið fram að kaupendum í opinberum innkaupum sé ekki veitt svigrúm til þess að taka hagkvæmasta tilboði en um leið öðru mun óhagstæðara tilboði og gera rammasamning við báða bjóðendur. Enginn þrýstingur Inntur svara við því hvort Ríkiskaup hafi, eins og Skarphéðinn heldur fram, látið undan þrýstingi starfs- manna stjórnsýslunnar og valið það fyrirtæki sem veitir vildarpunkta hlær Guðmundur dátt og segir að hlát- urskastinu loknu: „Hann var nú einu sinni starfsmaður stjórnsýslunnar og ætti að þekkja vel til. Ég hugsa að það hafi margt breyst í stjórnsýslunni frá því að Steinar Berg hætti að vinna þar sko. Þetta hefur engin áhrif á okkur; við látum aldrei undan þrýstingi frá neinum. Það er fráleitt að halda því fram – það er ekki til í dæminu. Þessi stofnun væri dauðadæmd ef við vær- um að því.“ Upphæð skaðabóta á huldu Í úrskurði kærunefndarinnar kem- ur fram að verulegu hafi munað á til- boði Iceland Express og Icelandair og að fyrrnefnt fyrirtæki eigi rétt á skaða- bótum vegna þessarar ólögmætu ákvörðunar. Ekki er ljóst hversu háar þær verða. Auk þess er Ríkiskaupum gert að greiða Iceland Express 400.000 krónur í málskostnað. Vegna laga- tæknilegra atriða var hvorki hægt að fella úr gildi samning Ríkiskaupa og Icelandair né að framkvæma útboð- ið að nýju. Sakar Ríkiskaup um vildarpunktasvínarí n Samið við Icelandair þrátt fyrir óhagstætt tilboð n Iceland Express fær bætur Varð af viðskiptum Skarp- héðinn Berg er forstjóri Iceland Express. mynd PREssPHotos.biz Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Ríkisstarfsmenn fá vildarpunkta Tilboð Icelandair var mun óhagstæðara en flugfélagið býður ríkis- starfsmönnum vildarpunkta til persónulegra nota. Margbraut lögin Um miðnætti á miðvikudag hafði lögreglu afskipti af ökumanni og farþega á bifhjóli. Bifhjólið var án skráningarnúmera, farþeg- inn hjálmlaus og var ökumaður ekki með ökuskírteini meðferðis. Við nánari athugun reyndist hjól- ið vera stolið. Þá var ökumaður með fartölvu meðferðis sem lagt var hald á þar sem grunur leik- ur á að hún sé einnig stolin. Far- þeginn var 16 ára og því barna- verndaryfirvöld látin vita og hann fluttur heim. Ökumaðurinn var hins vegar laus eftir skýrslutöku á vettvangi. Hávaðalæti um miðja nótt Klukkan hálf tvö aðfaranótt fimmtudags var kvartað undan hávaða í miðborginni. Þar hafði stór hópur fólks safnast saman á almenningssvæði eftir lokun skemmtistaða með tilheyrandi skvaldri og höfðu einhverjir með sér hljóðfæri. Fólki var bent á að þetta skapaði ónæði á þessum tíma sólarhrings og hélt það leiðar sinnar að beiðni lögreglu.  Stal matvælum Miklar annir voru hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt fimmtudags og á miðvikudagskvöldið. Um kvöld- matarleytið stöðvaði lögregla ökumann í miðborginni grun- aðan um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Á sama tíma var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Aust- urborginni. Þar hafði aðili tek- ið sér matvæli fyrir nokkur þús- und án þess að borga fyrir. Hann var einnig laus eftir skýrslu- töku. Rétt fyrir miðnætti var ök- umaður stöðvaður í Hafnarfirði við hefðbundið eftirlit lögreglu. Sá reyndist vera undir áhrifum fíkniefna sem og að vera með slík efni í fórum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.