Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 8
Sprengjuhótun var gabb n Gríðarlegur viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli M ikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagsmorgun þegar Airbus-farþegaþota rúss- neska flugfélagsins Aeroflot var skyndilega lent á Keflavíkurflug- velli á leið sinni frá New York til Moskvu. Var það gert vegna sprengjuhótunar sem hafði borist og fóru allar viðbragðsáætlanir í gang. Allir 253 farþegar vélarinn- ar voru fluttir frá borði og biðu þeir milli vonar og ótta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan sprengjuleit fór fram. Flugfélaginu rússneska hafði borist símtal frá ónafngreindum aðila sem tjáði starfsmanni fé- lagsins að sprengja væri um borð. Samkvæmt rússneskum fjölmiðl- um mun viðkomandi hafa sagt fimm ferðatöskur fullar af sprengi- efni vera í vélinni og að þær ættu að springa við lendingu í Moskvu. Sprengjuleit sérsveitarinn- ar og Landhelgisgæslunnar lauk um klukkan þrjú á fimmtudag, en engin sprengja fannst í flugvélinni. Sprengjusérfræðingar notuðust við hunda og vélmenni við leitina. Víðir Reynisson, hjá ríkislög- reglustjóra, sagði í samtali við DV eftir að hættan var liðin hjá að far- þegaþota frá Aeroflot væri vænt- anleg til landsins að sækja þá far- þega sem voru í flugvélinni. Þessi umfangsmikla sprengjuhótun sem vakti mikinn óhug og ótta reyndist því ljótt gabb sem vissulega er litið alvarlegum augum og verður án nokkurs vafa rannsakað í fram- haldinu. 8 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Á góðu verði í eldhúsið Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.690,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.990,- Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 3.990,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- Kæra Umboðs- mann skuldara Hagsmunasamtök heimilanna hafa kært synjum Umboðs- manns skuldara um að veita samtökunum aðgengi að sam- ráðsgögnum Umboðsmanns við fjármálafyrirtæki, talsmann neytenda og Neytendastofu. Frá þessu er greint á vef Hags- munasamtakanna. Þar segir að hagsmunasamtökin hafi í febr- úar beint erindi til Samkeppn- iseftirlitsins þar sem aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að úrvinnslu stjórnvalda á mál- efnum neytenda var mótmælt. 365 í sókn Þrjár nýjar sjónvarpsstöðvar hafa bæst í safnið hjá fjölmiðlafyrir- tækinu 365. Útsendingar hófust á stöðvunum Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Gull og endurvakin Popp tíví á fimmtudag. Í tilkynningu frá fé- laginu kemur fram að stöðvarnar fylgi frítt með áskrift að Stöð 2. „Stöð 2 Krakkar er fyrsta ís- lenska sjónvarpsstöðin sem sendir út talsett eða textað barnaefni alla daga vikunnar, frá morgni til síð- degis.“ Þá kemur fram að Popp tíví verði með breyttu sniði frá því sem áður var. Embættismenn í hæfnismat „Skipuð hefur verið hæfnisnefnd sem mun vera ráðherra til ráðgjaf- ar við val á þeim embættismönn- um ráðuneytanna þriggja sem sækjast eftir embættum hjá hinu nýja ráðuneyti,“ segir í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis- ins vegna stofnunar nýs atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis sem Steingrímur J. Sigfússon verð- ur yfir. Formlega verður nýja ráðu- neytið stofnað 4. september við sameiningu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis, iðnaðarráðu- neytis og hluta efnahags- og við- skiptaráðuneytis. Mikill viðbúnaður Sprengjuhótun sem barst vegna Airbus-vélar Aeroflot-flugfé- lagsins rússneska reyndist gabb. Mynd WiKipedia Þ etta er það ógeðslegasta sem ég hef á ævinni séð. Það er engin leið til að lýsa því, lykt- in var svo viðurstyggileg,“ segir rútubílstjóri sem var boðin gisting í gámnum bakvið gisti- heimilið sem DV fjallaði um á mið- vikudaginn. Þá var sögð saga Þóru Bjarkar Kristjánsdóttur og fjölskyldu hennar sem höfðu pantað sér her- bergi á gistiheimilinu Klausturhofi. Þegar á staðinn var komið kom í ljós að herbergið var tvíbókað og þau látin sofa í illa lyktandi gámi bakvið húsið og fengu engan afslátt af her- bergisverðinu en þau höfðu borg- að það fyrirfram. Gámnum lýstu þau sem viðbjóðslegum og það kom þeim á óvart að leyfilegt væri að selja gistingu í gámnum. Þegar DV fór að grennslast fyrir um málið kom í ljós að svo reyndist ekki vera, gistihúsið hafði ekki leyfi fyrir honum. Fúkkalykt af verstu gerð Rútubílstjórinn hafði sam- band við DV í kjölfar frétt- arinnar þar sem hann hafði sjálfur lent í því að hafa átt að gista í gámnum. Hann hafi neitað því vegna þess hversu léleg aðstaðan var. „Ég ek með ferðamenn út á land og í samningum okkar segir að við eigum að fá sömu gistingu og þeir. Ég hef ver- ið bílstjóri í mörg ár og sofið á alls konar stöðum, ég þori að fullyrða að ég hafi sofið í nánast öllum fjallakofum lands- ins en aldrei hef ég lent í neinu jafn ógeðslegu og þessum gámi.“ Hann neitaði að sofa í honum. „Ég fór bara út í bíl og svaf þar í uppréttri stöðu alla nóttina. Af tvennu illu valdi ég það. Ég er ábyggilega eini maður- inn í hópnum sem þarf almenni- legan svefn enda þurfti ég að keyra 400 kílómetra daginn eftir,“ seg- ir hann og tekur fram að lyktin hafi verið hrikaleg. „Þetta var svona fúkka-myglulykt af verstu gerð og ég sá bara fram á að ef ég myndi gista þarna þá myndi ég þurfa að fara með allt í þurrhreinsun daginn eft- ir, pokann minn og allt. Það voru svartir myglusveppir þarna upp um alla veggi. Þetta toppaði allt sem ég hef áður séð,“ segir hann og segir eiganda gistiheimilisins hafa verið hissa á því að hann hafi ekki viljað vera þarna því þarna hafi aðrir rútubílstjór- ar gist í vikunni áður en þetta var. „Ég kalla ekki allt ömmu mína í þessum efnum en ég var alveg froðufellandi þegar ég kom þarna.“ Hafði ekki leyfi Þegar DV hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Suður- lands til að athuga hvort leyfi- legt væri að selja gistingu í gámnum var farið á staðinn og gámurinn tekinn út. Sam- kvæmt heilbrigðisfulltrúa sem fór á svæðið var ekki leyfi fyrir gámnum og ljóst að eigandinn hafði ekki leyfi til þess að selja gistingu í honum. Það hafi ým- islegt vantað upp á til þess að uppfylla þau skilyrði. Til dæm- is umsögn byggingar-, eldvarnar- og heilbrigðiseftirlits. Eiganda gisti- heimilisins er ekki heimilt að selja gistingu í gámnum en Heilbrigðis- eftirlitinu var ekki kunnugt um til- veru gámsins. Eigandinn þarf því nú að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram, vilji hann leigja gáminn út sem gistiaðstöðu. n Ekki leyfi fyrir gistigáminum „Aldrei hef ég lent í neinu jafn ógeðslegu og þessum gámi. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Rútubílstjóri aldrei lent í öðru eins n Heilbrigðiseftirlitið lokaði gáminum Gámurinn Hér sést gámurinn sem talað er um. Rútubílstjórinn segist aldrei hafa séð neitt jafn ógeðslegt en komið er í ljós að ekki var leyfi til að selja gistingu í honum. Viðbjóðslegt Þóra Björk og fjölskylda sögðu sögu sína í miðvikudagsblaði DV. Þau pöntuðu herbergi á gistiheimilinu en það var tvíbókað og þau þurftu að sofa í gámnum. Þeim var ekki gefinn afsláttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.