Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 10
SkötuSelSkvóti brennur inni 10 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Háskólanám á sviði skapandi greina Nám í alþjóðlegum fagháskólum er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsókn- ar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar hver í sinni grein. Háskólanám erlendis í hönnun, sjónlistum, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta rétta fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Tískumarkaðsfræði • Tískustílisti • Skartgripa- hönnun • Grafísk hönnun • Listræn stjórnun • Ljósmyndun Kvikmyndagerð • Margmiðlun. Arkitektúr • Innanhússhönnun • Ljósahönnun • Húsgagna- hönnun • Vöruhönnun • Umbúðahönnun • Viðburðastjórn Viðskiptafræði • Markaðssamskipti. ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • KATALÓNÍA • SKOTLAND • SPÁNN Samstarfsskólar: Istituto Europeo di Design (Italia, Spain and Catalunia) Arts University College Bournemouth • Bournemouth University University of the Arts London (England) The Glasgow School Of Art (Scotland) Acadia University (Nova Scotia) Ú tlit er fyrir að í kringum 700 tonn af skötuselskvóta brenni inni vegna þess að ekki tekst að veiða kvótann í tæka tíð fyr- ir næsta fiskveiðiár. Að auki er heimild til að auka kvótann um önn- ur 500 tonn. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en Hafrannsóknarstofn- un lagði til að skötuselsafli minnkaði verulega á síðasta ári. Fiskveiðikvóti næsta árs verður því 1.800 tonn, eða tæplega 60 prósent af kvóta núverandi fiskveiðiárs. Meðalverð á leigukvóta í skötusel stendur í um 250 krónum fyrir kíló- ið þrátt fyrir að kvótinn sé um það bil að brenna upp og erfiðlega gangi að veiða. Kílóverð á slægðum skötusel er tæpar 490 krónur á mörkuðum sam- kvæmt Reiknistofu fiskmarkaða. Heimilt er að færa 15 prósent af óveiddum aflaheimildum þessa árs yfir á næsta fiskveiðiár. Miðað við nú- verandi stöðu eru það 105 tonn af skötusel sem færa má á milli ára. Ann- að brennur inni og verður verðlaust. Hátt markaðsverð Hátt leiguverð á aflaheimildum svo stuttu áður en fiskveiðiári lýkur vekur athygli enda styttist í að heimildirnar verði í raun verðlausar. Árið 2009 fjall- aði Gunnar Finnbogason, smábáta- sjómaður á grásleppu, um vandann sem fylgdi háu leiguverði á almenn- um markaði. Skötuselur er oft og tíð- um meðafli með grásleppu og því get- ur erfitt aðgengi að skötuselskvóta verið til trafala jafnvel fyrir útgerðar- menn sem einbeita sér að öðrum tegundum. Gunnar sagði að kvótan- um hefði öllum verið úthlutað til út- gerða á Suðurlandi. Hann gæti því hent grálúðunni eða greitt „með- limum LÍÚ himinháan toll í formi kvótaleigu“. Gunnar sagði að flestir létu sig hafa að leigja kvóta, það væri bara ekki alltaf þannig að kvóti væri í boði. „Menn hafa nú látið sig hafa það að borga leiguna, en nú er svo komið að ekkert fæst leigt …“ Vandi smábátaútgerða vegna breyttrar göngu skötusels sem og óstöðugs aðgengis að leigukvóta á al- mennum kvótamarkaði varð til þess að Jón Bjarnason, þáverandi sjávar- útvegsráðherra, breytti lögum svo heimilt væri að úthluta leiguheimild- um til smábáta á föstu verði. Verðið er samkvæmt reglugerð 176 krónur á hvert kíló. Hins vegar eru heimildirn- ar ekki framseljanlegar og ekki hægt að fara fram á endurgreiðslu veiðist ekki upp í kvótann. 500 tonnum óúthlutað Sjávarútvegsráðherra er heimilt að úthluta allt að 1.200 tonnum á þessu fiskveiðiári til leigukvóta til að tryggja leigumarkað á heimildum. 700 tonn- um hefur verið úthlutað en eins og áður segir er heimild til að úthluta allt að fimm hundruð tonnum til viðbótar í leigupott. Miklu munar fyrir þá sem veitt hafa upp í sínar aflaheimildir að geta leigt heimildir frá hinu opinbera enda verðið mun lægra. Þrátt fyrir að erfiðlega gangi að veiða heildarkvót- ann eru útgerðir sem veitt hafa allan sinn kvóta og þurfa því að reiða sig á að leigja kvóta af öðrum útgerðum. Á móti eru svo dæmi þess að útgerð- ir sem leigt hafa heimildir frá ráðu- neytinu hafi leitað þangað og óskað eftir endurgreiðslu. „Það er alveg haugur af mönn- um, sem voru búnir að leigja, sem vill núna helst skila heimildunum og fá endurgreitt,“ segir Björn Val- ur Gíslason, formaður atvinnu- veganefndar Alþingis. „Þeir hafa ekki komist yfir að veiða upp í heim- ildirnar og skötuselurinn hefur ekki skilað sér. Það er hins vegar óheim- ilt að endurgreiða leiguna. Þú leigir hana og borgar. Menn hafa ekki komist í að veiða þetta. Þess vegna ákvað ráðherrann að bíða núna með frekari leigu á þessu,“ segir Björn Valur. Sögulegar skýringar Af sögulegum ástæðum er stór hluti skötuselskvótans í höndum útgerðarfyrirtækja við sunnanvert landið. Þegar skötuselurinn var settur í kvóta hélt hann sig sunnar- lega í íslenskri lögsögu og úthlutað er á grundvelli veiðireynslu. Fiski- gengd á Íslandi hefur breyst síðan og skötuselurinn gengið kringum allt land. Hafrannsóknarstofnun lagði til umtalsverða minnkun á veiði- heimildum á skötusel fyrir næsta fiskveiðiár. „Nýliðun skötusels mælist léleg og er nú nær því sem hún var um aldamótin þegar stofn- inn var mun minni. Ákvörðun afla- marks fyrir þessa stofna tekur mið af þessu,“ segir í ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunar. Samkvæmt upp- lýsingum frá sjávarútvegsráðu- neytinu var tekið mið af mati Hafrannsóknarstofnunar. n Útgerðir í vanda n Leiguverð á markaði 250 krónur Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ófrýnilegur en verðmætur Skötuselurinn er ófrýnilegur fiskur en talsvert verðmætur. „Það er alveg haugur af mönnum sem voru búnir að leigja sem vill núna helst skila heimildunum og fá endurgreitt Skemmdarvargur handtekinn Skömmu eftir hádegi á fimmtudag barst lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu tilkynning um mann sem hafði valdið eignaspjöllum á bif- reið sem stóð í götunni. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn og færður í fangaklefa þar sem til stóð að yfirheyra hann vegna málsins á fimmtudag. Maðurinn gat ekki gefið neina skýringu á því hvers vegna hann ákvað að skemma bif- reiðina. Birgitta á BBC Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, tók þátt í umræð- um í þættinum Newsnight á BBC2 á fimmtudagskvöldið. Umræðu- efnið var ákvörðun ekvadorskra stjórnvalda um að forsprakka Wikileaks, Julian Assange, skyldi veitt hæli í landinu. Birgitta hef- ur tjáð sig mikið um málefni Wikileaks sem varð meðal annars til þess að stjórnvöld í Bandaríkj- unum drógu samskiptasíðuna Twitter fyrir dóm til þess að fá af- hentar upplýsingar um Birgittu af síðu hennar. Vitnin ekki fyrir dóm Bankinn Commerz- bank AG vildi í riftunar- máli sem slitastjórn Kaup- þings rekur gegn bankanum leiða vitni fyrir dóminn, þá Dr. Marc Benzler og Ant- ony Zacaroli QC, til þess að staðfesta álitsgerðir fyrir dómi og svara spurningum um þær. Héraðsdómari hafði fallist á að þeir fengju að vitna en slitastjórnin áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þar var dæmt á þann veg að vitnin væru málinu óviðkomandi þar sem þeir höfðu ekki orðið vitni að málsatvikum. Commerzbank AG fær því ekki að tefla fram vitnunum og þarf að greiða slitastjórninni 250.000 krónur í kærumálskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.