Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 12
Mistök að afhenda mynddiska n Lögreglunni ekki treystandi segir lögmaður F yrirtaka í máli Barkar Birgis- sonar, Annþórs Kristjáns Karls- sonar og ellefu annarra karl- manna fór fram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 11 á fimmtudag. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar og hafa allir lýst sig saklausa af ákæruefnum. Enginn þeirra mætti í dómsal. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi tveggja sakborninga í mál- inu krafðist svara frá saksóknara hvers vegna aðeins vissir sakborn- ingar hefðu fengið afhenta hljóð- og mynddiska af yfirheyrslum lög- reglunnar. Hann vildi meina að saksóknari hefði með því mismun- að verjendum í málinu, en verjandi Barkar Birgissonar hafði fengið diska frá Berki sem hafði fengið þá hjá lög- reglunni. Saksóknari svaraði að það hefðu verið mistök að afhenda Berki diskana og að hann væri búinn að óska eftir að fá þá til baka. Um er að ræða 31 disk sem sýna skýrslutökur lögreglu á vitnum, sakborningum og brotaþolum. Vilhjálmur sagði mikil- vægt að fá diskana því ekki væri hægt að treysta á að lögreglan væri hlut- laus. „Lögreglunni er einfaldlega ekki treystandi fyrir þessu. Það er ekki flóknara en það,“ sagði Vilhjálm- ur Hans. Guðmundur St. Ragnars- son, verjandi Annþórs, tók undir þessi orð. Verjendur bentu á að það væri tímafrekt að fara yfir diskana og því þyrftu þeir að fá þá afhenta sem allra fyrst. Í lok fyrirtökunnar sagði dóm- arinn: „Ég verð sjötíu ára á næsta ári og ef þetta á að ganga svona þá verð ég ekki byrjaður á málinu.“ Stefnt er á að næsta þinghald í málinu verði 21. september. hanna@dv.is 12 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Móseldalurinn er ægifagur, haustlitirnir skarta sínu fegursta og vínuppskerutíminn er hafinn. Flogið verður til Frankfurt og gist í 5 nætur hjá vínbændum í Leiwen við ána Mósel. Þaðan verður farið í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Bernkastel og Cochem, sem þykir einn fallegasti bærinn við ána. Þá verður komið til Idar-Oberstein sem frægur er fyrir skartgripagerð, mjög skemmtilegt eðalsteinasafn og ekki má gleyma hellakirkjunni frægu sem er byggð inni í kletti. Einnig verður komið til elstu borgar Þýskalands, Trier, sem hefur að geyma miklar fornminjar frá tímum Rómverja. Margt skemmtilegt verður á döfinni þessa daga, t.d. ratleikur þar sem leitað verður að gómsætum Móselvínum. Á leið til Wiesbaden þar sem gist verður á vel staðsettu miðbæjarhóteli síðustu 2 næturnar, verður komið við í Rüdesheim, einum vinsælasta ferðamannabæ við ána Rín. Flogið heim frá Frankfurt. Fararstjórar: Georg Kári Hilmarsson & Agnar Guðnason Verð: 147.250 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, gisting hjá vínbændum og á hóteli í Wiesbaden, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, vínsmökkun og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 28. september - 5. október Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Vínbændur & kastalar Haust 5 Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar F élagið Inn Fjárfesting í eigu auð konunnar Ingunnar Wer- n ers dóttur skuldar nú rúm- lega 5,2 milljónir króna í dag- sektir vegna seinagangs við framkvæmdir á húsinu Esjubergi í Þingholtsstræti 29. Húsið, sem áður var talið eitt af fallegustu húsum borgarinnar, er komið í mikla niður- níðslu eftir að félag Ingunnar festi kaup á því árið 2007. Að sögn byggingarfulltrúa Reykja- víkurborgar segist Ingunn hafa full- an hug á að nota fjármuni sína til að koma Esjubergi í viðunandi ástand en ekki til að borga dagsektir. Tvennt í stöðunni Reykjavíkurborg hóf í nóvember í fyrra að sekta Ingunni Wernersdóttur um 25 þúsund krónur dag hvern fyrir að hafa Esjuberg í niðurníðslu. Dag- sektirnar eru nú í innheimtu. Þegar DV leitaði svara hjá Harra Orms- syni, lögfræðingi og byggingarfull- trúa Reykjavíkurborgar, um hver framtíð Esjubergs yrði sagði hann tvennt koma til greina: „Ef Ingunn vill halda Esjubergi verður hún að hefja framkvæmdir innan ákveðins tímaramma ellegar tekur Reykja- víkurborg húsið af henni þegar dag- sektirnar verða orðnar mjög háar. Þá ber Reykjavíkurborg skylda til að ráðast í framkvæmdir og gera húsið upp.“ Spurður hversu háar dagsekt- irnar þyrftu að verða til að Reykja- víkurborg fengi húsið í sínar hend- ur kvaðst hann ekki vita það. Aðrir starfsmenn Reykjavíkurborgar sem DV fékk samband við kváðust heldur ekki vita það.  Háar dagsektir hvatning „Esjuberg er í hræðilegu ásigkomulagi og lýti á umhverfinu eins og það er í dag,“ segir Hjálmar Sveinsson, vara- formaður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar. Hann segir dagsektir eina tæki Reykjavíkurborgar til að fá eiganda til að hefja framkvæmdir hið snarasta. „Dagsektirnar skila miklu því þær hvetja eigendur húsa í niðurníðslu til að gera upp húsin. Við höfum séð að þær bera árangur,“ segir Hjálmar. Spurður hvort hann haldi að dagsektir hafi reynst Ingunni hvatning til að gera upp Esjuberg svarar hann játandi. Ingunn vill semja „Ingunn hefur í langan tíma haft áform um að koma Esjubergi í gott ástand en eins og margir vita hefur ekkert orðið úr þeim áformum,“ segir Harri. Þess vegna hefur Reykjavíkur- borg hafið að beita Ingunni dagsekt- um.  „Linda Bentsdóttir, lögfræðing- ur Ingunnar Wernersdóttur, hafði samband við mig í síðasta mánuði og tjáði mér að Ingunn hefði áhuga á að leggja peninga í framkvæmdir til að koma Esjubergi í betra ástand. Hún sagði samt að engir peningar væru til í félagi Ingunnar (Inn Fjárfestingu, innsk. blm.) sem er skráð fyrir Esju- bergi. Ingunn hefði samt sem áður persónulega fullan hug á að setja peningana í að koma Esjubergi í gott ástand en ekki í dagsektir,“ segir Harri og að þannig hafi Ingunn vilj- að endursemja um dagsektir eða fá niðurfellingu. „Ég bíð eftir tillögum frá lög- fræðingi Ingunnar um endurbæt- ur á Esjubergi og vona auðvitað að Ingunn framkvæmi þær. Dagsektirn- ar tikka ennþá og hún er ekki búin að borga krónu,“ segir Harri og bæt- ir við að hefji hún framkvæmdir við húsið og komi því í viðunandi horf þurfi hún ekki að borga dagsektirnar. Reykjavíkurborg hefur enn ekki gefið Ingunni tímaramma um hvenær hún verði að hefja framkvæmdirnar. Vill gera vel og myndarlega Ekki náðist í Ingunni Wernersdóttur við vinnslu fréttarinnar. Þrátt fyrir að lögfræðingur hennar segi að ekki séu til peningar í Inn Fjárfestingu sem á Esjuberg var Ingunn meðal hæstu skattgreiðenda á Íslandi á síð- asta ári en hún greiddi rúmlega 60 milljónir í skatt. Í viðtali við Frétta- blaðið árið 2007 sagði hún í sam- bandi við fasteignakaup sín að hún vildi gera allt svo vel og myndarlega: „Þannig er ég bara,“ sagði hún á því herrans ári. n Ingunn ekki greitt krónu n Vill nota peningana í að gera Esjuberg upp auðkona vill sleppa við dagsektir Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is Úr Fréttir Dag- blað árið 1918 „Fegurst húsið í Reykjavík er án alls efa Esjuberg Ól. Johnson's konsúls við Þingholtsstræti, er hann keypti hálfbygt af Obenhaupt stórkaupm. Ganga nú Reykvíkingar í hópum þangað og horfa á þessa hvítu höll, með mjallhvítum súl- um og svölum, er svo er að sjá sem reist væri úr marmara eða mjallsteini. Verður þar fagurt um að litast, er laufprúðir viðir, blómrunnar og bergfléttur vaxa þar umhverfis og vefjast og hallast að hvítum múrunum.“ Draugahús Eftir að Ingunn festi kaup á húsinu er það komið í mikla niðurníðslu. Hefur hug á að gera Esjuberg upp Lögfræðingur Ingunnar Wernersdóttur hefur sagt að Ingunn vilji persónulega leggja pening í framkvæmdir. 770 þúsund pakkar til Sómalíu Á síðasta ári söfnuðust á Íslandi 57 milljónir króna sem fóru til hjálp- ar í Sómalíu. Þar hefur ríkt gríðar- leg hungursneyð. Peningarnir voru notaðir til þess að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna. Börnin sem búa í sunnanverðri Sómalíu, hafa þjáðst af alvar- legum næringarskorti. Síðar var einnig sent skjólefni, hreinlætis- pakkar og eldunaráhöld til aðstoð- ar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Þetta kom fram í grein sem Þórir Guðmundsson skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag. Breytingar á Landeyjarhöfn Fyrirhugaðar eru breytingar á Landeyjarhöfn, þaðan sem Herj- ólfur siglir. Til stendur að gera um 20 metra langan viðlegukant innst í norðurenda hafnarinnar. Kanturinn er hugsaður fyrir dýpk- unarskip. Þá er einnig gert ráð fyrir steyptum rampi norðan við ferjubryggju hafnarinnar. Hann er hugsaður til að sjósetja smærri báta. Siglingastofnun hefur ósk- að eftir breytingum á gildandi deiliskipulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.