Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 14
Lét kirkjuna stofna einka- hLutaféLag 14 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Lömdu leigu- bílstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í á þriðjudag útkalli vegna árásar á leigubílstjóra. Bílstjór- inn hafði ekið tveimur mönnum bæjarleið en svo kom á daginn að þeir áttu ekki fyrir farinu. Seg- ir í tilkynningu lögreglunnar að miðað við lýsingu bílstjórans á mönnunum virðist þeir hafa verið undir áhrifum vímuefna. Leigu- bílstjórinn fékk áverka á höfuð og var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Áverkar hans eru sagðir minniháttar. K ristinn Ólason, fyrrverandi rektor Skálholtsskóla, sem DV hefur fjallað um, stofn- aði félagið Lífsneista ehf. fyr- ir hönd Skálholts án þess að hafa heimild til þess frá Þjóðkirkj- unni. Kristinn skuldbatt Þjóðkirkj- una um að borga hlutafé að upphæð 250 þúsund krónur. Aðrir stofnendur voru Miðlun og menning og Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Félagið stofnaði hann í samstarfi við þá Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar, Sigmar B. Hauksson og Sæv- ar Þór Sigurgeirsson. Félagið átti að sjá um ferðaþjónustu aldraðra ferða- manna og átti viðkomustaður þeirra að vera Skálholt. Hafði ekki formlega heimild DV hefur fjallað um mál Kristins, en honum var sagt upp störfum hjá Há- skóla Íslands þegar komst upp um að hann hefði logið til um doktors- gráðu sína. Kristinn þáði einnig 2,8 milljóna króna rannsóknarstöðu- styrk frá Rannís út á gráðuna. Krist- inn gerði samning við rektor Háskól- ans, Kristínu Ingólfsdóttur, þess efnis að hann muni endurgreiða þau laun sem hann fékk ofgreidd og þar með sé málinu lokið af Háskólans hálfu. „Það getur vel verið að hann hafi einhvern tímann ymprað á því að það væri verið að ræða þetta eitthvað en að það hafi komið til tals að stofna hluta- félag og skuldbinda þjóðkirkjuna er af og frá,“ segir Guðmundur Þór Guð- mundsson framkvæmdastjóri Kirkju- ráðs og segir Kristin ekki hafa haft formlega heimild til að stofna félag- ið. „Hann skuldbindur staðinn til að borga þetta. Hann borgar þetta ekki strax en skrifar undir skuldbindingu með því að skrifa undir skjöl um stofnun félagsins. Hann hafði enga formlega heimild til þess.“ Komst aldrei til framkvæmda „Þetta var svona sprotafyrirtæki sem átti að sinna móttöku aldraðra ferða- manna sem hingað kæmu til lands til að bæta heilsu sína. Það var hugsað á sínum tíma að hafa þessa starfsemi í Skálholti því svæðið er miðsvæðis og annað slíkt og þá í samvinnu við kirkj- una en þetta komst aldrei til fram- kvæmda. Það var selt öðrum og heit- ir Ern í dag, þannig að það varð aldrei af þessu samstarfi við kirkjuna,“ seg- ir Sigmar B. Hauksson, einn þeirra sem stofnaði félagið ásamt Kristni. Hann segir hugmyndina uppruna- lega hafa komið frá Kristni en fljót- lega hafi komið í ljós að af samstarf- inu yrði ekki. „Kristinn kom fyrst með þreifingar hvort það væri hægt að gera eitthvað. Hann kom til Nýsköp- unarmiðstöðvar til að leita að ein- hverri nýrri starfsemi þarna eða frek- ari starfsemi,“ segir Sigmar. Bæri sjálfur ábyrgð Af stofnun félagsins varð þó aldrei þar sem Þjóðkirkjan vildi ekki fara út í slíkan rekstur. Hafði þá Kristinn samt sem áður skuldbundið Þjóðkirkjuna til stofnunar félagsins. „Almennt vill kirkjan ekki taka þátt í áhætturekstri í formi einkahlutafélags eða hlutafé- lags því hún er þá um leið að bendla sig við það,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki vita hvort Kristni hafi ver- ið kunnugt um þá stefnu kirkjunnar. „Hann virðist hafa talið að hann hefði stöðu sinnar vegna heimild til að ákveða þetta en við erum engan veg- inn sammála því. Þannig að kannski, eftir á að hyggja, kann að vera að þetta hafi bara verið mistök hjá honum.“ Málið var tekið upp á 171. kirkju- ráðsfundi 3. ágúst 2011. Þá var Krist- inn kallaður á fundinn til þess skýra frá málinu og hvort hann teldi sig hafa haft heimild til þess að undirrita stofnsamþykkt fyrir einkahlutafélag- ið. „Kvað hann hugmyndina hafa ver- ið rædda í stjórn Skálholts, en form- legt samþykki hefði ekki verið veitt, hvorki af hálfu stjórnar Skálholts, né kirkjuráðs eða biskups. Hann bæri því sjálfur ábyrgð á aðkomu Skálholts að félaginu,“ segir í fundargerð frá fund- inum. Í framhaldinu kynnti hann fyrirætlanir stofnenda félagsins um starfsemi þess. Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom að málinu með ráðgjöf við félagið og undirbúningi að stofnun þess með- al annars með gerð viðskiptaáætlun- ar. Kirkjuráð samþykkti á fundinum að Skálholt tæki ekki þátt í stofnun og starfsemi Lífsneista ehf. Á 180. fundi Kirkjuráðs 12. janúar 2012 var fram- sal á eignarhluta Skálholts í Lífsneista kynnt og þar samþykkti ráðið fram- salið. Kirkjan borgaði sitt framlag Sigmar segist fullviss um það að Krist- inn hafi haft velvild kirkjunnar til þess að stofna félagið og hafi verið bú- inn að kynna það fyrir sínum yfirboð- urum. Guðmundur segist þó ekkert finna í fundargerðum um það. „Hvorki hjá stjórn Skálholts né Kirkjuráði. Ég sat þó ekki fundi hjá stjórn Skálholts þannig ég get ekki fullyrt um það en ég hef ekkert fundið um það í fundargerð- um stjórnarinnar,“ segir Guðmundur. Athygli vekur að þrátt fyrir að Kristinn hafi skuldbundið Þjóðkirkjuna, sem er opinber stofnun, til þess að borga 250 þúsund krónur vegna stofnunar félagsins þá var honum ekki sagt upp störfum né veitt áminning þó að aug- ljós óánægja hafi verið með gjörðir hans. Hins vegar var staðan lögð niður stuttu seinna en Guðmundur segir það ekki tengjast stofnun Lífsneista, heldur hafi það komið til vegna bágrar rekstr- arstöðu Skálholts. „Það má vafalaust velta því fyrir sér hvort það hefði átt að veita hon- um áminningu, það er alveg hugs- anlegt,“ segir Guðmundur. Málinu lauk á þann hátt að Þjóðkirkjan dró sig úr út þátttöku í félaginu. „Það var ákveðið að hætta við þátttöku í fé- laginu og það endaði þannig að hin- ir stofnendurnir leystu hlutinn til sín. Kirkjan borgaði sitt framlag sem hafði verið lofað við stofnun félags- ins,“ segir Guðmundur en svo hafi þeirra hlutur verið keyptur. n „Það má vafalaust velta því fyrir sér hvort það hefði átt að veita honum áminningu, það er alveg hugsanlegt. n Kristinn Ólason skuldbatt Skálholt og Þjóðkirkjuna í heimildarleysi Rektor í Skálholti Kristinn var rektor í Skálholtsskóla frá árinu 2006 og þangað til um síðustu áramót þegar staðan var lögð niður. mynd af wiKipedia/CHRiStian BiCKel N1 svarar Hermanni n fyrrverandi forstjóri kom olíufélagi í bobba S tjórn N1 segir eðlilega samkeppni ríkja á eldsneytis- markaði og vill árétta að fyrir- tækið fari að einu og öllu eft- ir samkeppnislögum og almennum lögum og reglum. Stjórnin neyddist til að stíga fram og bregðast við um- mælum Hermanns Guðmundsson- ar, fyrrverandi forstjóra olíufélagsins, sem lét neytendasprengju falla í við- tali við Viðskiptablaðið á fimmtudag. Þar sagði Hermann N1 eitt hafa burði til þess að lækka verð og geti því gert út af við samkeppnisaðila sína. Með öðrum orðum, félagið geti vel lækk- að eldsneytisverð. „Stjórnin, í samvinnu við nýráð- inn forstjóra, stjórnendur og starfs- fólk um land allt, mun tryggja að fyrirtækið láti ekki sitt eftir liggja í áframhaldandi samkeppni og verði í fararbroddi heilbrigðra við- skiptahátta,“ segir í fréttatilkynn- ingu stjórnarinnar. „Stjórn N1 tel- ur mikilvægt að eðlileg samkeppni ríki á eldsneytismarkaði og tel- ur að svo hafi verið. Ljóst er að fé- lögin á markaðnum hafa þurft að fara í gegnum endurskipulagningu sinna skulda, eins og fjölmörg fyrir- tæki á Íslandi. Samkeppni við önnur olíufélög er mjög virk og hefur birst meðal annars undanfarið í háum tímabundnum afsláttum, aukinni þjónustu og afsláttum til neytenda í gegnum tryggðarkerfi,“ segir enn- fremur. Hermann sagði að verðstríð á eldsneytismarkaði geti gert út af við eitt til tvö olíufélög og að N1 hafi eitt burði til að lækka verð. Það hafi ekki verið gert því félaginu hafi borið „…skylda til að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, lét hafa eftir sér að ef rétt reyndist væri það brot á samkeppnislögum. Samkeppnis- eftirlitið mun þá rannsaka málið í framhaldinu. Prestur krefst tugmilljóna Séra Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófasts- dæmi og sóknarprestur í Stóra- Núpsprestakalli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur farið fram á 20 milljóna króna skaðabætur frá sveitarfélaginu. Fréttamiðil- inn DFS greindi frá þessu en málið kom uppi á fundi sveitarstjórnar- innar þann 14. ágúst. Málið snýr að fyrirtæki prestsins, Ábótanum ehf., sem hann rekur ásamt bróð- ur sínum. Um er að ræða fjar- skiptafyrirtæki sem hefur meðal annars lagt ljósleiðara um hluta sveitarinnar. Nú er Skeiða- og Gnúpverja- hreppur hins vegar að ljós- leiðaravæða allt sveitarfélagið á sinn kostnað en með tilkomu nýs ljósleiðarastrengs telja Axel og lögfræðingur hans að fótunum verði kippt undan rekstri Ábót- ans enda sé um óeðlileg inngrip að ræða á þeim markaði. Það er þess vegna sem Axel fer fram á að sveitarfélagið greiði Ábótan- um bætur að fjárhæð 20 milljónir króna. Á fundinum var samþykkt að leita álits lögmanns sveitarfé- lagsins á málinu. Sprengja Hermann Guðmunds- son varpaði sprengju í viðtali við Viðskiptablaðið sem N1 varð að bregðast við. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.