Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 17.–19. ágúst 2012 Á þriðja tug manna sitja í fundarsal á lögmannastofu í Brooklyn í New York. All- ir hafa þeir verið handtekn- ir fyrir vændiskaup og af- brot tengd vændi. Og þeir eru þarna samankomnir því þeir eru að reyna að forðast að sitja inni fyrir brot sín. En þetta er ekki skrifstofa verj- enda þeirra, þetta er skrifstofa sak- sóknaraembættis Brooklyn í New York. Og þeir eru þarna til að sitja eins konar endurmenntunarnám- skeið fyrir vændiskaupendur á veg- um lögregluyfirvalda þar sem þeir eru fræddir um hættur þess að kaupa vændi og afleiðingar gjörða sinna. Virðingarverkefnið Mennirnir voru allir gripnir glóð- volgir við að reyna að kaupa vændi á götum New York-borgar af lögreglu- konum dulbúnum sem vændiskon- um. Og hugmyndafræðin á bak við námskeiðið er að kenna þeim lexíu fremur en að senda þá rakleitt í fang- elsi. „Afbrotin sem þið voru handtekn- ir fyrir myndu alla jafna leiða til refs- ingar, og sú refsing er fangelsisvist. Og næst þegar þið verðið handtekn- ir fyrir vændiskaup verður fangelsis- vist það eina sem ykkur stendur til boða,“ segir aðstoðarumdæmissak- sóknarinn Grace Brainard á nám- skeiðinu sem fréttamenn CNN fengu að sitja og greint er frá í fréttaskýr- ingaþættinum Freedom Project. Á þessu endurhæfingarnám- skeiði, sem kölluð eru „Johns School“, er mönnunum kennt um hættur og viðurlög vegna vændis og mansals. Þetta átak er þó ekki nýtt af nálinni. Það hefur verið í gangi síð- astliðin tíu ár undir nafninu Project Respect, eða Virðingarverkefnið. Auðveld lausn í stað fangelsis Þessir vændiskaupendur eiga það sameiginlegt að vera allir með hreint sakavottorð og stendur þeim því til boða að sækja þetta þriggja tíma námskeið, sem þeir greiða 300 dali fyrir, og sleppa þar með við fangelsis- dóm. Rhonnie Jaus, yfirmaður kynferð- isbrotadeildar lögreglunnar, segir að á námskeiðinu sé reynt að auka meðvitund þeirra og upplýsa þá um alvarleika vændis og mansals. Þeir séu fræddir um hættur tengd- ar vændi, bæði fyrir þá og konurnar sem þeir kaupa. Er höfðað til samvisku mannanna með ýmsum hætti. Jaus bendir þeim meðal annars á að þeir kunni að telja sig vera að eiga mök við fullorðna manneskju, en það sé síður en svo alltaf þannig. „Þetta gæti verið fórn- arlamb mansals, barn frá Kína eða Suður-Ameríku. Afleiðingar þessa glæps eru ótalmargar.“ Saksóknarinn Brainard bætir við að flestar stúlkur leiðist út í vændi á aldrinum 11 til 14 ára. „Þær voru börn þegar þær leidd- ust út í þetta líferni,“ segir hún. Annar hluti námskeiðsins snýr að reynslusögum. Rosetta Menifee, fyrr- verandi vændiskona sem smitaðist af HIV, heldur fyrirlestur um harmi þrungna reynslu sína af undirheimum vændis og mansals á götum New York. „Auðvitað er markmiðið að þeir geri þetta ekki aftur. En raunveruleik- inn er sá að margir þeirra munu þó gera það. Svo markmiðið er í raun að útskýra fyrir þeim afleiðingar og hætturnar sem tengjast ákvörðun- um þeirra og útskýra mismunandi sjónarhorn. Með von um að þeir taki betri ákvarðanir,“ segir Menifee í samtali við CNN. Verkefni sem virðist virka Af lýsingum fréttaskýringar CNN að dæma er þó talsvert af hræðsluáróðri á námskeiðinu og sitt gæti hverjum sýnst um aðferðafræðina. Mennirn- ir eru til að mynda varaðir við að vændiskonurnar geti verið smitaðar af kynsjúkdómum. Þeir fá glærusýn- ingu af litrófi slíkra sjúkdóma frá heilbrigðisstarfsmanni. Lögreglu- maður kemur og varar þá við að vændiskonurnar geti hreinlega ver- ið viðskiptavinum sínum hættulegar. „Sumar eru truflaðar, vanstilltar til- finningalega og margar nota fíkni- efni. Margar vændiskonur geta var- ið sig og margar þeirra hafa gert það.“ Hér mætti segja að verið væri að gera vændiskonurnar, sem oftar en ekki eru álitnar fórnarlömbin í þess- um aðstæðum, að illmenninu með slíkum boðskap. En þessar aðferðir virðast virka. CNN ræðir við nemanda á nám- skeiðinu sem fær gælunafnið Skeet- er í umfjölluninni. Hann segir að „jóna“-skólinn hafi veitt honum mik- ilvæga innsýn í myrkraheim vændis og mansals. „Margar eiga við vímu- efnavanda að stríða, sumar vinna fyrir melludólg. Mér líður ekki vel með að vita að með því að greiða peninga fyrir vændi eigi ég þátt í að halda manneskju í þrældómi.“ Eftir áratugastarfsemi getur Virð- ingar verkefnið í Brooklyn einnig státað af því að aðeins 26 nemendur hafa verið handteknir aftur við sömu iðju. 26 af 3 þúsund mönnum sem gefinn hefur verið kostur á að sækja námskeiðið. Það er ásættanlegur ár- angur að mati Rhonnie Jaus. n Vændiskaupendur fá annað tækifæri n Fá að sækja þriggja tíma námskeið og sleppa við fangelsi Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Gengu í gildru Mennirnir sem sækja skólann í Brooklyn hafa allir verið gripnir af dulbúnum lögreglukonum við að kaupa vændi. Séu þeir með hreint sakavottorð eiga þeir möguleika á endurmenntun. Mynd ReuteRs „Jónar“ á skólabekk Vændiskaupendur greiða 300 dali, sitja undir fyrirlestrum í þrjá tíma og losna við að fara í fangelsi. Mynd skJáskot Af Cnn Romney á eignir á Cayman-eyjum Skattskýrsla bandaríska for- setaframbjóðandans Mitt Romney hefur hlotið mikla athygli. Í henni kemur fram að Romn ey á mikið af eign- um utan Bandaríkjanna, þar á meðal er ein verðmætasta eign hans á Caymaneyjum í Vestur-Karíbahafi. Þar af leið- andi sleppur hann við að borga töluverðan skatt þar sem eignir á Caymaneyjum eru ekki skatt- skyldar í Bandaríkjunum. „Að mínu mati er skattskýrslan mín smáatriði miðað við vandamál- in sem bandaríska þjóðin glímir við,“ sagði Romney. Bæjarstjóri rænir stórmarkaði Juan Gordillo, bæjarstjóri í Mar- inaleda á Spáni, er nú orðinn hetja bæjarbúa Marinaleda. Ástæðan ku vera sú að hann hefur verið fremstur í flokki fjölda fólks sem hefur brotist inn í stórmarkaði og stolið það- an matvörum í miklu magni. Gordillo og félagar gefa fátæk- um fjölskyldum sem hafa farið hvað verst út úr bankahruninu matvörurnar. Sjö manns hafa verið hand- teknir vegna þjófnaðanna. Gordillo nýtur aftur á móti frið- helgi þar sem hann er bæjar- stjóri. Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað BaselTorino Verð áður 270.900 kr Dallas 2+Tunga Aðeins 189.900 kr BonnLyon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.