Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 17.–19. ágúst 2012 Lærði að lifa með dauðanum hagslífið en enn sé langt í land hvað umræðuna varðar. „Umræðan fór í neikvæðan og niðurrífandi spíral. Fólk talar oft af alveg ofsalega mik- illi óbilgirni og ósanngirni. Það tek- ur sinn toll, ég missi orku og verð döpur og leið. Af því að ég er að gera mitt besta og held að flestir séu að gera það. Það er allt í lagi að vera ósammála en það er vont þegar fólk heldur því fram að við séum pakk, alveg sama hvað við gerum.“ Vont að vera hataður Eitt af því sem Svandís var hvað harkalegast gagnrýnd fyrir var sú ákvörðun að gefa því meiri tíma þegar var verið að skoða hvort Suð- vesturlínur ættu að fara í sameig- inlegt umhverfismat með öðrum framkvæmdum á svæðinu. Þetta var árið 2009 og Svandís var nýsest í ráðherrastólinn. Þessi ákvörðun var eiginlega sú fyrsta sem hún tók inn í þetta pólitíska landslag. Og við- brögðin stóðu ekki á sér. „Í sex eða átta vikur voru birtar auglýsingar í auglýsingatíma Ríkisútvarpsins sem var beint að mér persónulega. Þessar auglýsingar voru fjármagn- aðar af atvinnurekendum og tónn- inn hjá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins var á þá vegu að ég bæri ábyrgð á atvinnu- leysi á Suðurnesjum, að ég væri á móti atvinnu, hagvexti og eiginlega bara fólki. Mér fannst merkilegt að sjá hvað það var gengið langt á veg- um þessara samtaka. Eitt er það þegar fólk segir eitthvað í bræði á blogginu en mér stóð ekki á sama þegar ég fékk svona samtök upp á móti mér og af þessu afli.“ Það er þó ekki að sjá að hún taki þetta mjög nærri sér í dag, þótt þetta hafi ver- ið erfitt á sínum tíma. Á meðan hún segir frá þessu færist hún öll í auk- ana, það er pönk í þessari konu og hún bugast ekki svo auðveldlega. „Ég fann það líka að svona brjálæð- isleg viðbrögð fæ ég ekki nema ég sé að færa víglínu og trufla vald sem hefur fram til þessa verið óumdeilt.“ Í fyllstu einlægni viðurkennir hún líka að það sé „ofsalega vont að vera hataður. Það er ekki góð tilfinn- ing. Ég verð samt bara að láta mig hafa það að stundum líður mér ekki vel yfir því að vera í þessari stöðu og verða fyrir árásum. Stundum langar mig ekki til þess að tala við neinn, þarf bara að loka mig af með tón- listina.“ Það er þá Bach eða einhver af hans samtímamönnum sem er settur á fóninn. „Það minnir mig á að tíminn er afstæður. Mér finnst líka gott að hugsa um heiminn sem sandkorn í risastórum þvottabala því um leið og ég hugsa um mig sem stressaða konu á þessu sandkorni setur það málin í annað samhengi.“ Skammast sín stundum Svandís á að baki óvenjulegan fer- il. Hún hóf stjórnmálaferilinn 42 ára gömul í borgarstjórn Reykja- víkur. Þaðan fór hún inn á þing og var samdægurs gerð að ráðherra. Þannig að hún hefur enga þin- greynslu. „Mín staða er svolítið sérkennileg að þessu leyti. Sem ráðherra tek ég ekki þátt í nefndar- störfum en er bara í mínu ráðu- neyti. Þannig að ég þekki fólk úr öðrum flokkum á þinginu ekki svo vel. Í borginni vann ég samt með fólki úr öllum flokkum. Pólitíkus- ar skiptast í tvo hópa, þá sem eru menn orða sinna og hina sem eru það ekki. Sumir eru meira fyrir upp- hrópanir og tala bara fyrir fyrirsagn- irnar en ekki innihaldið. Það á við fólk úr öllum flokkum og snýst ekki um pólitískar skoðanir eða sann- færingu. En ég er ekki viss um að sú aðferð skili okkur neinu. Þessi hugmyndafræði, að það sé sniðugt að hafa hátt og láta í sér heyra, hef- ur orðið ofan á á þessu kjörtímabili og þegar allir eru að æpa er hræði- legt að vera þátttakandi í þessu. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við sitjum á þingi vegna þess að almenningur valdi okkur sem sitt besta fólk til þess að fást við erfið mál og svo er fólk á svo lágu plani að ég skammast mín.“ Getur verið mannafæla Á meðan við tölum saman hafa eldri borgarar streymt inn á hótelið þar sem þeir snæða hádegisverð. Nú gengur ein úr hópnum að Svandísi, hallar sér upp að henni og heils- ar. Sú gamla er frænka úr Hólmavík sem Svandís hefur ekki séð í þrjátíu ár. Hún er hér með hópi eldri borg- ara frá Strandasýslu. Svandís lof- ar að koma bráðum í heimsókn og frænkan kveður með þeim orðum að hún verði þá að drífa sig, hún sé nú einu sinni orðin áttræð og gæti hrokkið upp af á hverri stundu, „… einn daginn verður þetta allt búið,“ segir hún og sest aftur við súpuskálina. Á meðan frænkurnar skiptust á kveðjum veiti ég því athygli að sím- inn, sem hefur ekki stoppað frá því að við settumst niður, hringir enn á ný. Fréttastofa RÚV er að reyna að ná tali af Svandísi. En hún er upp- tekin við annað, nú vill einn úr kennarahópnum eiga við hana orð. Það er daglegt brauð að fólk gefi sig á tal við hana, allir vilja þekkja ráð- herrann eða segja honum til verka. Hún kippir sér ekki upp við það, ekki einu sinni núna þegar hún er í sumarfríi hér í Breiðafirðinum. Stundum væri hún samt alveg til í að fá bara að vera í friði. „Stund- um er ég næstum því mannafæla og alls ekki til í fólk. Þá bý ég til varn- ir og hleypi fólki ekki inn fyrir þær. Þannig get ég verið innan um fólk því sem ráðherra get ég ekki val- ið að vera ekki innan um fólk. Aðra daga vil ég bara hafa nógu marga í kringum mig og nógu mikið stuð.“ Hugsjónirnar nálægt hjartanu Hún segir líka frá því í fyllstu alvöru að henni líði stundum eins og hún sé að klæða sig í búning fyrir starfið. Það tók hana tíma að venjast öllum þessum hefðum og reglum. „Form- legheitin eru svolítið skrýtin. Þetta er eins og að setja á sig hárkollu og fara í skikkju. Þessi formsatriði eru samt ákveðin öryggistæki, kerfi til að tryggja að við förum vel með vald. Ef þetta væri allt óformlegt og við gætum bara gert það sem okk- ur sýnist þá væri það hættulegt fyr- ir lýðræðið. Pólitík getur nefnilega líka snúist um hagsmuni. Kannski er ein- földun að segja það en stundum hugsa ég að vinstrimenn sameinist frekar um hugsjónir en hægrimenn um hagsmuni. Þess vegna standi þeir betur saman. Af því að hugsjónirnar eru svo nálægt hjarta manns á fólk erf- iðara með að semja um þær. Við sjáum það að það hefur verið mikil áskorun fyrir þessa ríkisstjórn, sér- staklega okkur sem erum í Vinstri- grænum, að gera málamiðlan- ir. Sumum finnst það erfiðara en þeir ráða við. Engu að síður hefur þessi ríkisstjórn lifað af fleiri dýf- ur en nokkurn óraði fyrir og þétt- ist bara eftir því sem tíminn líður. Ég held að það hafi komið öllum á óvart, og okkur sjálfum líka, hvað þessi ríkisstjórn er seig. Enda eru rætur beggja flokkanna sameigin- legar og snúast um félagslegt rétt- læti. Það er líka mikilvægt að muna að pólitík snýst um grundvallarat- riðin og stóru línurnar en ekki eins- taka ákvarðanir.“ Vill skoða aðildarviðræðurnar Talandi um ríkisstjórnarsamstarf- ið. Nokkurt uppnám varð í vikunni vegna umræðu um það hvort slíta ætti aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið eða ekki. Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að slíkur gjörningur hefði afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsam- starfið. Svandís segir að það hafi komið á óvart. „Mér fannst það með ólíkindum hvað viðbrögðin voru harkaleg. Ég held að það sé óumflýjanlegt að skoða málið út frá þeirri stöðu sem er uppi núna, bæði hér á landi og eins í álfunni þar sem mikill óróleiki ríkir. Við vitum ekki hvernig málin munu þróast í suður- hluta Evrópu eða hvernig fer fyrir evrunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu í þessu máli. Við sjáum það hins vegar að umsóknarferlið gengur hægar en við gerðum ráð fyrir og enn á eftir að opna mikilvæga kafla eins og sjávarútvegsmálin. Nú erum við að fara inn í kosn- ingavetur. Þinginu lýkur í febrúar eða mars og síðan verða kosningar í apríl. Er ekki í lagi að staldra aðeins við og ræða það hvort við eigum að halda okkar striki eða breyta taktin- um? Hvað gerist ef fólk kýs til þings og þessi mál eru ófrágengin, viljum við hafa það þannig? Ég tel að þá verði hætt við því að kosningarn- ar muni snúast alfarið um ESB en ekki árangur ríkisstjórnarinnar. Mér finnst að það eigi að halda alþing- iskosningunum í skjóli frá þessari umræðu. Þar með er ég ekki að segja að við eigum að slíta aðildarviðræðum, ég er ekki að setja fram efnislega af- stöðu heldur að varpa fram spurn- ingum,“ segi Svandís og bætir því við að umræðan um Evrópusam- bandið sé allt of einhæf. Ekki leyst með ESB Henni er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir þessi mál. Nú þarf að skoða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, segir hún. „Hvar viljum við vera eft- ir tíu ár eða fimmtíu ár og hvar verð- ur Evrópusambandið þá? Heimur- inn er stærri en Evrópusambandið og breytingar eiga sér stað víða. Við sjáum bara þessar fylkingar sem eru að myndast í arabalöndunum og hvernig skuldastaða Bandaríkja- manna er. Síðan er áhugavert að skoða hvað Kína er að gera, Indland og Brasilía. Þessi ört vaxandi hag- kerfi hafa þegar breytt valdahlut- föllum á alþjóðasviðinu. Krafan um jafnrétti á milli ríkja á norðurhveli jarðar og suðurhveli hefur sjaldan verið jafn hávær. Umhverfismálin verða eitt stærsta verkefni vestrænna þjóða og þar erum við að ganga á rétt þró- unarríkja. Ef allir lifðu eins og Ís- lendingar þyrfti mannkynið 21 jörð til afnota. Við verðum líka að taka þessa umræðu og þetta verður ekki leyst með Evrópusambandinu. Við verðum að ræða utanríkismál í víðara samhengi.“ Óttast ekki kosningar Kosningar nálgast og samkvæmt skoðanakönnunum er ansi lík- legt að aðrir taki við keflinu í vor. Það er óþægileg tilhugsun, eigin- lega „rosaleg“, eins og hún orðar það sjálf. „Ef ég þarf einhvern tím- ann á æðruleysi að halda þá verður það þá, þegar ég er búin að leggja líf mitt og sál í einhver verkefni og þarf kannski að sjá á eftir þeim verða að engu. Það krefst líka æðruleysis að geta aldrei verið í þeirri stöðu að ljúka öllum mínum verkefnum. Stundum vildi ég óska þess að ég gæti feng- ið framlengingu á kjörtímabilinu „Þegar það er mikið drama í pólitíkinni finnst mér stundum eins og það sé það eina sem skiptir máli. Þá er gott að tala við einhvern sem er á leið á lúðrasveitaræfingu. m y n d E y þ Ó r á r n a S o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.