Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað fyrir ráðuneytið því fjögur ár er ansi knappur tími fyrir raunverulegar breytingar. Það er alveg á mörkun- um að það náist að klára stór mál eins og heildarendurskoðun nátt- úruverndarlaga sem ég setti af stað nánast daginn eftir að ég tók við í maí 2009. Nú lítur út fyrir að ég geti mælt með frumvarpinu í október og ég geri ráð fyrir að það fari í gegn.“ Hvað svo sem skoðanakannanir segja núna má þó enginn skilja það sem svo að hún hafi gefið upp alla von. Hún hefur trú á því sem hún er að gera og gengur óhrædd til kosn- inga. „Ef fólk kýs um árangur rík- isstjórnarinnar óttast ég það ekki,“ segir hún keik. Börnin fæddust tilbúin Svandís þekkir það samt líka vel að takast á við verkefni sem eru henni kær og neyðast síðan til að sleppa tökunum. Eins og hún þurfti að gera varðandi börnin. Það var mikið auðveldara að halda þeim en sleppa tökunum. Og ef eitthvað hefur búið hana undir þetta starf þá var það annars vegar það að ala upp börn og hins vegar að taka þátt í baráttunni fyrir löggildingu táknmáls, að kynnast baráttusögu minnihlutahóps fyrir viðurkenn- ingu. Móðurhlutverkið er gjarna van- metið, segir hún. „Uppeldi er mjög lærdómsríkt verkefni. Stundum finnst mér eins og ég hafi frekar verið að ala mig upp en börnin. Sérstaklega þegar ég var ung. Með því að ala upp barn þroskaðist ég og lærði að skilja eigin takmarkan- ir, mörk, forgangsröðun og gildis- mat. Það kom mér samt á óvart hvað börnin fæðast tilbúin. Ég hélt að ég væri að móta þau en mitt við- fangsefni var bara að forða þeim frá hættum, styðja þau og elska, gefa þeim verkfæri til þess að verða al- mennilegar manneskjur. Ég fékk að hafa þau hjá mér í alveg ótrúlega stuttan tíma,“ segir hún hugsi. Erfiðast að sleppa tökunum Elsti sonurinn, Oddur, er að verða 28 ára og næst honum í aldri er Auður sem er að verða 26 ára. Síð- an er Tumi að verða 16 og Una er nýorðin 12 ára. Þegar öll fjölskyldan kemur saman er mikið líf og fjör því samtals eru þau orðin ellefu tals- ins með börnum, barnabörnum og tengdabörnum. Svandís man enn eftir tilfinn- ingunni sem hún fann fyrir þegar hún sá Odd ganga einan inn á skólalóðina með skólatöskuna á bakinu þegar hann byrjaði í sex ára bekk. „Hann var allt í einu búinn að eignast tilveru sem ég var ekki þátt- takandi í. Mér fannst erfitt að sleppa tökunum á honum.“ Sjálf var hún aðeins sautján ára þegar hún fór að heiman. Einu sinni ætlaði hún að ráðleggja dóttur sinni í ástarmálum en fékk að heyra það að hún væri ómarktæk þar sem hún hefði enga reynslu af þessum mál- um. „Það var alveg rétt hjá henni. Ég hef átt tvo kærasta og gifst þeim báðum,“ segir Svandís hlæjandi. Ung að heiman Með fyrri eiginmanninum, Ástráði Haraldssyni, flutti hún út í Hrísey þegar hún var átján ára og fór að kenna í grunnskólanum þar. „Ég átti ofsalega erfitt með öll mörk og allar girðingar. Mér lá rosalega á að láta sleppa mér. Í dag þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma finnst mér ég vera eins og ég sé tíu ára. En mér fannst ég svo fullorðin og var til í að takast á við lífið. Eftir á að hyggja er maður aldrei tilbúinn til þess, maður verður bara að finna leið til þess,“ segir Svandís og kímir. Það var þannig að kærastinn var búinn með stúdentspróf og lang- aði að kenna úti á landi. Svandís var ákveðin í að vera utanskóla í MH og ákvað að fara með honum. „Svo sótti hann um á stöðum sem okk- ur þóttu ofsalega fríkaðir og fyndn- ir því þeir voru eitthvað svo langt í burtu, eins og á Fáskrúðsfirði, Hall- ormsstað og í Hrísey. Hann fékk svo starf í Hrísey. Áður en veturinn hófst kom upp sú spurning hver gæti kennt eðlis- fræði og hann benti á mig. Ég hugs- aði með mér að ég gæti svo sem al- veg gert það og áður en ég vissi af var ég farin að kenna eðlisfræði, líf- fræði og tónmennt. Ég var allt í einu orðinn grunnskólakennari, utan- skólanemi í MH.“ Samningur fyrir krakka Tvítug gekk hún í hjónaband, 22 ára var hún orðin tveggja barna móðir og 29 ára var hún skilin. Af hverju skilduð þið? spyr ég, og hún hváir. „Ó, það er svo langt síðan. Ég man það ekki!“ Hún hugsar sig aðeins um og segir síðan að hún hafi bara ver- ið krakki. „Þetta var æskusam- band. Þau eru svo skemmtileg því við vorum að uppgötva lífið, horfa á bíómyndir, hlusta á tónlist og læra alls konar hluti og slíta okkur frá foreldrum okkar. Við elduðum mat, lærðum að taka slátur og elda ítalskan mat. Svo kom að því að við sátum uppi með samning sem var samningur fyrir krakka en ekki fyrir fullorðið og þroskað fólk. Eins hall- ærislegt og það er að segja að við höfum þroskast í sundur held ég samt að það hafi gerst. Ég hef stundum sagt að það séu þrír aðilar í samböndum, ég, þú og við. Við erum ekki ég og þú held- ur það sem við sköpum saman. Ef það er bara pláss fyrir þig og okkur en ekki mig þá missir sambandið jafnvægið. Ef ég horfi í kringum mig og sé sambönd sem eru að gliðna í sundur þá er það út af því að það er ekki jafnvægi í þessu.“ Vináttan hélst engu að síður og um tíma sungu þau Ástráður saman í Dómkórnum ásamt seinni eigin- konu hans og seinni eiginmanni hennar. „Enda upplifði ég þetta sem ofsalega mikilvægan kafla í mínu lífi og það er engin eftirsjá eða bömmer í kringum það.“ Stórkostlegt að vera ástfangin Það var einmitt í þessum kór, Dóm- kórnum, sem hún kynntist stóru ástinni, Torfa Hjartarsyni. „Það var svona sálufélagamál. Það var ekki hægt fyrir okkur að vera ekki saman. Við erum bara svo miklir vinir. Torfi er minn helsti stuðningsmaður og það er gott að eiga hann að. Hann er líka mjög pólitískur og mikill femínisti og minnir mig oft á þann vinkil.“ Hún bendir á diktafóninn sem liggur á borðinu og segir að hún gæti sagt ansi margt ef það væri slökkt á þessu tæki. Þegar ég skora á hana að láta bara vaða svarar hún um hæl: „Ég get það ekki. Það fer of nærri kvikunni í mér, vefur sig um innyflin. Einhver sagði að hann óskaði börnunum sínum það helst að fá að kynnast ástinni. Það er stórkost- legt að verða fyrir þeirri gæfu, að verða ekki bara ástfangin heldur vera það. Að elska er ekki eitthvað sem kom fyrir mig, ég stóð ekki uppi á stól og fékk eldingu í haus- inn, heldur er þetta verkefni og ég er ákveðin í að elska hann alla daga. Ástin er eitthvað sem maður ákveðir og nærir en ekki tilfinning sem gerir sig sjálf. Allra mikilvægast í grónu sam- bandi er að muna eftir augnsam- bandi og hlýju, að halda áfram að næra ástina. Passa upp á þetta „við“,“ segir Svandís. Hún skellir svo upp úr þegar hún er innt eftir því hvort hún stundi rómantíska gjörninga. „Ég er ekkert mikið í svona æfing- um. Það sem við höfum passað upp á er að vera saman og tala saman.“ Nær jarðtengingu í gegnum börnin Ekki síst undanfarin ár þegar vinnan krefst mikillar fjarveru. „Hugurinn er líka dreifður. Ég fæ blaðamann til mín í sumarfríinu,“ segir hún og glottir stríðnislega, „þannig að við þurfum að stilla saman strengi okk- ar.“ Það styttist í að ferjan fari og ef við ætlum að ná henni verðum við að drífa okkur af stað. Svandís fylgir okkur út og fyrir utan Ásgarð hittum við Torfa þar sem hann er að taka upp kartöflur ásamt mági sínum. Inni hittum við yngri börnin tvö, þau sem nenna enn að fylgja foreldr- um sínum í sumarfríinu. Svandís leggur mikla áherslu á að forgangs- raða málum þannig að hún geti tek- ið þátt í stórviðburðum í lífi þeirra. Það tekst ekki alltaf en þá huggar hún sig við það að á milli þeirra er allavega gott samband og þau tala reglulega saman. Það gerir hún ekki bara þeirra vegna heldur líka til þess að ná jarðtengingu. „Þeirra tilvera og þeirra áhyggjuefni minna mig á það að mín tilvera er ekki upphaf og endir alls. Þegar það er mikið drama í pólitíkinni finnst mér stundum eins og það sé það eina sem skiptir máli. Þá er gott að tala við einhvern sem er á leið á lúðrasveitaræfingu eða var að finna nýja uppskrift að girnilegum múffum. Það er ákveðin heilun í því að taka þátt í þeirra lífi. Það nærir í mér æðruleysið, sem ég held að sé sérstaklega mikilvægt í pólitík þar sem fólk heldur stundum að það geti stýrt atburðarásinni og fram- vindu mála. Stundum verð ég að sýna því æðruleysi að ég ræð ekki við ákveðna strauma og stefnur. Mér finnst það skárra en að ætla að skrifa handritið að eigin lífi og fara svo á taugum yfir því að það gangi ekki upp,“ segir Svandís að lokum. Hún kveður okkur svo með faðm- lagi á bryggjunni þar sem hún tekur á móti föður sínum og fóstru, Guð- rúnu Ágústsdóttur. Þau eru kampa- kát og ekki skemmir fyrir að hitta gamla kennara. Svavar gantast með að þeir séu þeir einu sem muni eftir gömlum pólitíkusum og heilsar ein- um sem hefur tekið sér stöðu á milli hans og Svandísar og vill eiga við þau orð. n „Hvað gerist ef fólk kýs til þings og þessi mál eru ófrágengin, viljum við hafa það þannig? Ég tel að þá verði hætt við því að kosn- ingarnar muni snúast al- farið um ESB en ekki ár- angur ríkisstjórnarinnar. „Mamma sagði að þegar ég sæi maríuerlu þá myndi það minna mig á hana og það er ein hér núna m y N d E y þ ó r á r N a S o N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.