Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 32
É g er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur og er yngst af 5 systk- inum,“ segir Pálína Hildur sem verð- ur fertug þann 17. ágúst. „Það var fínt að alast upp í Keflavík, það er mátulega lítið samfélag. Það er líka eftirminnileg nálægðin við herstöðina á Keflavíkurflug- velli en pabbi vann einmitt hjá hernum þannig að mað- ur fékk stundum amerískt góðgæti.“ Hrakföll kisu Pálína átti kisu í æsku sem er henni mjög minnis- stæð: „Við eignuðumst kisu og nefndum hana Mál- fríði Snót en hún var alltaf kölluð Malla og hún lenti í ýmsu blessunin. Einu sinni varð hún til dæmis fyrir bíl en slapp nokkuð vel nema rófan á henni drapst þannig að það varð að taka hana af, eftir það minnti hún mig alltaf á kanínu.“ Lá á að stofna fjölskyldu Skólaganga Pálínu hófst á því sem þá hét „núll bekk- ur“ því þá var skólakerf- ið öðruvísi en í dag: „Ég hóf skólagönguna í Myllu- bakkaskóla í Keflavík en þegar ég var 12 ára fór ég í gagnfræðaskóla sem heit- ir Holtaskóli í dag. Þegar ég var 16 ára fór ég í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja en lá svo mikið á að stofna fjöl- skyldu að ég entist ekki lengi þar. Ég fór svo í Kennarahá- skóla Íslands og útskrif- aðist þaðan sem leikskóla- kennari 2001. En árið 2007 skipti ég um starfsvettvang og í dag vinn ég í Gæðadeild Icelandair.“ Pálína segir að sín uppáhaldsminning frá fullorðinsárunum hafi ver- ið þegar hún gekk í hjóna- band. „Við maðurinn minn giftum okkur árið 2007 og það var dásamleg stund í faðmi nánustu fjölskyldu okkar beggja.“ Hleypur 10 kílómetra Sumarið hjá Pálínu hef- ur einkennst af æfingum fyrir 10 kílómetra hlaupið sem hún ætlar að taka þátt í, sem hluta af Reykjavíkur- maraþoninu. „Ætli sjálfur afmælisdagurinn verði ekki svona frekar hversdags. Ég á afmæli föstudaginn 17. ágúst og dagurinn mun fara í undirbúning fyrir hlaup- ið og veisluna sem verður daginn eftir. Þann 18. ætla ég svo að byrja daginn á því að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta er mikil áskorun fyr- ir mig og fannst mér töff að gera þetta núna, svona nálægt 40 ára afmælisdeg- inum mínum. Seinnipart- inn ætla ég að hafa veislu fyrir fjölskyldu og nánustu vini.“ Pálína kvíðir því alls ekki að eldast: „Mér finnst flott að verða fertug. Ef ég er raunsæ þá get ég gefið mér að ég muni ná áttræðu þannig að núna er ég hálfn- uð með ævina. Fyrri hálf- leikur er liðinn og seinni hálfleikurinn rétt að byrja. Og hvernig ætla ég að hafa hann? Ég ætla að hafa hann stórkostlegan,“ segir þessi hressa kona að lokum. 32 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað 43 ára 18. ágúst Edward Norton átti stjörnuleik í myndunum Fight Club og American History X en leikstýrði sinni fyrstu mynd árið 2000. 43 ára 19. ágúst Matthew Perry er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í gamanþáttunum sívinsælu Friends. 69 ára 17. ágúst Leikarinn Robert De Niro sem er þekktur fyrir Taxi Driver, Anger Management og Guðföðurinn. n Daiquiri Hráefni 4 sentilítrar romm 2 sentilítrar lime eða sítrónusafi 1 teskeið flórsykur Aðferð: Hrist vel ásamt klaka. Hægt að skreyta með því að væta glasabarminn með sítrónusneið og dýfa glasinu síðan í sykur. Skreyta síðan með jarðarberi, lime eða sítrónusneið. n Jarðarberja-daiquiri Hráefni 4 sentilítrar romm Safi úr 1/2 sítrónu 1 teskeið flórsykur 4 stykki jarðarber Aðferð: Setjið 2–3 ísmola og allt hráefnið í blandara og blandið vel. Skreytið með einu fersku jarðarberi. Síðsumarkokteilar N ú er komin notalegur árstími og smá myrkur á kvöldin og við erum minnt á að sumarið varir því miður ekki að eilífu. Það þýðir ekki að við eigum að leggjast í vetrardvalann strax heldur að njóta síð- ustu vikna sumarsins og það getum við gert heima við og boðið vinum í sumarkok- teila. Ferskir og freistandi kok- teilar til að skála í, á síðsum- arkvöldi í sumarbústaðnum, úti á palli, úti á svölum eða jafnvel bara heima í stofu. Þá er einfalt að útbúa og þeir eru himneskir á bragðið. 17. ágúst 682 – Leó 2. varð páfi. 1424 – Hundrað ára stríðið: Englendingar unnu sigur á stærri her Frakka í orrustunni við Verneuil. 1560 – Mótmælendatrú var formlega tekin upp í Skotlandi. 1945 – Indónesía lýsti yfir sjálfstæði. 1946 – Valgerður Þorsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að ljúka einkaflugmannsprófi. 1960 – Gabon fékk sjálfstæði frá Frakklandi. 1980 – Heklugos hófst og stóð stutt, aðeins í nokkra daga. Aftur hófst stutt gos þann 9. apríl 1981 og er það talið framhald þessa goss. 1988 – Forseti Pakistans Muhammad Zia-ul-Haq og sendiherra Bandaríkjanna Arnold Raphel létust í flugslysi. 18. ágúst 1786 – Reykjavík fékk kaup- staðarréttindi ásamt Grundar- firði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Þetta ár voru Íslendingar 38 þúsund, en Reykvíkingar töldust 167. 1877 – Bandaríkjamaðurinn Asaph Hall uppgötvaði tunglið Fóbos. 1886 – Haldið var upp á afmæli Reykjavíkurkaupstaðar með samkomu á Austurvelli og sam- sæti á Hótel Íslandi. Bæjarbúar töldust vera 3.540 og því var spáð að þeir yrðu tífalt fleiri árið 1986, en sá fjöldi náðist fyrir 1940. 1961 – Grasagarður Reykjavíkur var formlega opnaður. 1966 – Tekin var fyrsta skóflu- stunga að myndlistarhúsi á Miklatúni. Það gerði Jóhannes S. Kjarval og var húsið síðar nefnt Kjarvalsstaðir honum til heiðurs. 1986 – Haldið var upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70–80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra löng. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju í afmælisgjöf. Flug- eldasýning var rétt fyrir miðnættið. 2003 – Norðurlandasamningur um almannatryggingar var undirritaður. 2008 – Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistan. 19. ágúst 1399 – Ríkharður 2. Englands- konungur gafst upp fyrir Hinriki Bol- ingbroke og afsalaði sér krúnunni. 1561 – María Skotadrottning sneri heim frá Frakklandi, þar sem hún hafði alist upp. 1745 – Uppreisn Jakobíta hófst í Skotlandi. 1809 – Jörundur hundadagakon- ungur afsalaði sér völdum á Íslandi. 1871 – Alþingismenn stofnuðu Hið íslenska þjóðvinafélag til þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt. 1939 – Blindrafélagið var stofnað á Íslandi. 1949 – Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film var stofnað í Reykjavík. 1964 – Kvikmynd Bítlanna, A hard days night, var frumsýnd í Tónabíói. Myndin sló öll fyrri sýningarmet. 1993 – Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiði- lögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána. 1996 – Netscape Navigator 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk. 2008 – Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi. Merkis- atburðir n Einfaldir að útbúa og himneskir á bragðið Kokteilar Það er eitthvað við þá. Fjölskylda Pálínu n Foreldrar: Sigurður Sverrir Einarsson f. 27.5. 1934 – d. 11. 2. 2011 Stefanía Lórý Erlingsdóttir f. 27.10. 1935 – d. 7.11. 2007 n Systkin: Sigurður Júlíus Sigurðsson f. 24.9. 1954 Helga Ellen Sigurðardóttir f. 7.10. 1955 Ólafía Þórey Sigurðardóttir f. 8.1. 1958 Ásta Rut Sigurðardóttir f. 26.8. 1968 n Maki: Rafnkell Jónsson - f. 27.5. 1964 n Börn: Nína Rún Bergsdóttir f. 4.10. 1990 Karítas Lára Rafnkelsdóttir f. 16.1. 1997 Stórafmæli Pálína Hildur Sigurðardóttir 40 ára 17. ágúst Ætlar að hafa seinni hálfleikinn stórkostlegan Pálína Hildur Borinn og barnfæddur Keflvíkingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.