Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 35
 35Helgarblað 17.–19. ágúst 2012 C ayetano Santos Godino fæddist í Búenos Aíres í Argentínu 31. október 1896, einn átta bræðra. Foreldrar hans, Fiore Godino og Lucia Ruffo, voru bæði áfengissjúklingar. Hafði faðirinn fengið sárasótt áður en Santos kom undir og segir sagan að Santos hafi fyrir vikið glímt við veruleg heilsufarsleg vanda- mál í bernsku. Hann fékk síðar viðurnefnið eyrnastóri dvergur- inn, „petiso orejudo“. Strax á unga aldri dundaði Santos sér við að drepa ketti og fugla auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að leika sér með eld. Hann þótti ofbeld- ishneigður og hafði takmark- aðan áhuga á menntun, fyrir vikið þvældist hann úr einum skóla í annan. Sjö ára að aldri gekk Santos í skrokk á tveggja ára dreng, Miguel de Paoli, og henti honum síðan ofan í skurð. Nærstaddur embættismaður varð vitni að þessu, kom litla drengnum til bjargar og fór með drengina báða á lögreglustöð. Mæður þeirra sóttu þá nokkrum klukkustundum síðar. Ári síðar barði Santos Önu Neri, nágrannastúlku, með grjóti. Lögreglumaður nokk- ur skakkaði leikinn, en sökum ungs aldurs komst Santos hjá því að sæta refsingu fyrir athæf- ið. Þegar Santos var tíu ára komust foreldrar Santos að því að hann stundaði sjálfsfróun af miklum móð. Það þótti ekki góð latína á þeim tíma og seg- ir sagan að foreldrar hans hafi í ráðaleysi haft samband við lög- regluna og Santos hafi þurft að dvelja í grjótinu um tveggja mánaða skeið. Leikur að eldi Þann 17. janúar 1912 kveikti Santos í vöruhúsi við Corri- entes-stræti í Búenos Aíres. Löngu síðar þegar lögreglan handtók hann sagði hann: „Ég hef gaman af því að sjá slökkvi- liðsmenn að störfum. Það er gaman að sjá hvernig slökkvi- liðsmennirnir detta í eldhafið.“ Síðar þann sama mánuð fannst lík þrettán ára drengs, Arturos Laurona, í yfirgefnu húsi og síðar kom í ljós að Santos bar ábyrgð á dauða hans. Nokkrum mánuðum síðar, 7. mars, bar Santos eld að kjól fimm ára stúlku, Reynu Vainikoff, sem lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Síðla septembermánaðar 1912 kveikti Santos í járnbraut- arstöð, en skemmdir af völdum eldsins voru litlar. Í nóvember, þann 8., reyndi hann að kyrkja átta ára dreng, Roberto Russo. Santos var handtekinn og ákærð- ur fyrir morðtilraun en fékk að ganga laus þar til réttað yrði í máli hans. Síðar átti eftir að koma í ljós að það var ekki góð ákvörðun því 16. nóvember gekk hann í skrokk á stúlku nokkurri, Carmen Ghitt- oni, en það varð henni til bjargar að nærstaddur lögreglumaður skarst í leikinn og fjórum dög- um síðar gerði hann tilraun til að nema tveggja ára stúlku, Carolinu Neolener, á brott. Ör- væntingargrátur stúlkunnar vakti athygli nágranna sem komu henni til bjargar. Skömmu síðar bar hann eld að tveimur stórum skýlum en tjón varð lítið. Nagli í höfuð Þann 3. desember 1912 sá Santos hvar drengur einn, Jesu- aldo Giordano, var einn að leik fyrir framan heimili sitt. Hann gaf Jesualdo nokkra sæl- gætismola og með loforðum um meiri sætindi tókst honum að narra hann með sér inn í hús eitt. Inn komnir reyndi Santos árangurslaust að kyrkja hann með belti sínu. Þegar það gekk ekki skar hann beltið í tvennt og batt með því hendur Jesu- aldos og fætur. Síðan gekk hann í skrokk á drengnum. Þegar þar var komið sögu íhugaði Santos að berja Jesu- aldo í höfuðið með hamri sem hann fann í húsinu en fékk aðra hugmynd. Santos yfirgaf húsið í leit að nagla og hitti föður Jesualdos sem var að leita að syni sínum. Santos sagðist enga hugmynd hafa um hvar drengurinn væri en hélt áfram leit sinni að nagla og hafði erindi sem erfiði og sneri aftur til hússins. Santos rak naglann inn í höfuð Jesualdos og faldi síð- an líkið. Faðir Jesualdos fann líkið skömmu síðar. Santos lét sig ekki vanta í líkvökuna, síðar sama dag og sagt er að hann hafi þreifað á höfði líksins þar sem hann hafði rekið naglann inn. Daginn eftir morðið var Santos handtekinn og játaði alla sína glæpi. Úrskurðaður ósakhæfur Þann 4. janúar 1913 var Santos vistaður á betrunarhæli og reyndi þar að bana nokkrum vistmönnum. Læknar úr- skurðuðu hann ósakhæfan og urðu lyktir málsins þær að dómari dæmdi hann til áfram- haldandi vistar á betrunarhæl- inu. Þeim úrskurði var áfrýj- að og 12. nóvember 1915 var Santos færður í venjulegt fang- elsi. Cayetano Santos Godino var dæmdur fyrir morð á fjórum börnum, sjö morðtilraunir og fjölda íkveikja. Þann 28. mars 1923 var Santos færður í Ushuaia-fang- elsið, en erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja, eins og sagt er, og árið 1933 dvaldi hann um langt skeið á sjúkra- húsi fangelsisins vegna bar- smíða sem hann sætti af hálfu samfanga eftir að hann drap tvo ketti þeirra. Frá 1935 glímdi Santos við stöðugt heilsuleysi og fékk engar heimsóknir þaðan í frá allt til þess er hann geispaði golunni, við grunsamlegar kringum- stæður, þann 15. nóvember 1944. n EYRNASTÓRI DVERGURINN morð Andrei Romanovich Chikatilo er einn skæðasti fjöldamorðingi allra tíma en hann fæddist í Úkraínu gömlu Sovétríkjanna. Kallaður Slátrarinn frá Rostov eða rauði „ripperinn“. Hann var árið 1992 dæmdur fyrir morð á 52 konum og börnum. Hann var tekinn af lífið árið 1994 og játaði alls 56 morð en var sóttur til saka fyrir 53 þeirra. Morðin voru framin á árunum 1978 til 1990. n Myrti fjögur börn n Reyndi að myrða sjö til viðbótar Santos Godino Gekk ekki heill til skógar andlega allt frá barnsaldri. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.