Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 36
Íslendingasögurnar í nýju ljósi 36 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Hvað er að gerast? Menningarnótt 2012 „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ „Ofhlaðin óþörfum hasaratriðum“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur Total Recall Len Wiseman Þ etta er blanda af heimildar- þáttum og leiknu efni,“ segir Rakel Garðarsdóttir, ann- ar framleiðandi þáttanna Ferðalok sem sýndir verða á næsta ári. „Þetta eru þættir um valda kafla úr Íslendingasögunum þar sem Vala Garðarsdóttir fornleifafræðing- ur fer um söguslóðir, ræðir við fræði- menn og reynir að festa hendur á það hvort sögurnar séu sannar. Atriði úr sögunum eru svo leik- in til þess að gera þær myndrænni. Þannig að það verður mikið um bar- daga og mikið lagt í þetta.“ Þættirnir eru framleiddir af Vest- urporti og verða sýndir á RÚV sem og víða um heim. Björn Hlynur Har- aldsson og Ragnar Hansson leikstýra þáttunum en Ágústa M. Ólafsdótt- ir framleiðir einnig. Í hverjum þætti eru þekktir aðdáendur Íslendinga- sagnanna fengnir til þess að segja frá því hvaða áhrif sögurnar hafi haft á þá. Ein af þeim er Hollywood- stjarnan Noomi Rapace en eins og DV greindi frá í vikunni er hún hér á landi um þessar mundir í tengslum við vinnu sína í þáttunum. En allt saman byrjaði þetta á fótboltaæfingu hjá hinu öfluga knattspyrnuliði FC Ógn. FC Ógn „Við Vala erum saman í fót- boltaliðinu FC Ógn,“ segir Rakel en FC Ógn er kvennalið sem hittist á KR-vellinum einu sinni í viku og leikur listir sínar. „Vala kom til mín á fótboltaæfingu og sagði mér frá þessari hugmynd,“ en Vala skrif- ar einnig handrit þáttanna. „Svo er Saga Garðarsdóttir sem er líka með okkur í þáttunum að leika í þeim þannig að þetta er nokkuð öflugt lið sem við erum með,“ segir Rakel stolt en hún er knattspyrnustjóri FC Ógnar. „Mér leist strax vel á þetta enda held ég að það hafi ekki verið sagt frá þessum mikla menningararfi okkar Íslendinga á þennan hátt. Þar sem reynt er sýna fram á sannleiksgildi sagnanna og sýna um leið frá þeim á vandaðan og myndrænan hátt.“ Þættirnir eru sex talsins og er búið að semja við RÚV um sýningar en Rakel segir viðræður standa yfir um sýningar víðar. „Við erum að ganga frá samningi við sænska sjón- varpið, viðræður standa yfir við það danska og rússneska auk þess sem við erum í viðræðum við þýskar stöðvar.“ Rakel segir að hópurinn hafi ákveðið að bíða með söluferl- ið þar til verkefnið væri komið vel á veg. „Það er líka alltaf mikill áhugi fyrir Íslendingasögunum og þetta er það vandað efni að við höfðum svo sem ekki miklar áhyggjur af því að dreifingin yrði ekki góð. Hvar er silfur Egils? Þær persónur og atburðir sem tekn- ir verða fyrir í þáttunum eru Egill Skallagrímsson, Auður djúpúðga, Gísli Súrsson, bardaginn við Knafa- hóla, bardaginn við Markarfljót og víg Höskuldar Hvítanessgoða. „Fyrsti þátturinn heitir til dæm- is Silfur Egils og í honum verður fjallað um silfur Egils Skallagríms- sonar, hvort það sé í raun til. Hvort hann hafi yfir höfuð fengið það frá Aðalsteini Játvarðssyni Eng- landskonungi,“ en margir þekkja söguna af silfri Egils sem á að vera grafið í Mosfellsdal. Vala mun ræða við fræðimenn eins og Jessy Byock fornleifafræðing sem hefur unnið að uppgreftri við Hrísbrú í Mosfells- dal síðast liðin fimm ár. Þess á milli er sagan svo sýnd myndrænt með leikna efninu. Rakel segir fjölmarga þekkta ís- lenska leikara koma að þáttunum auk þess sem þetta séu oft og tíðum mannmargar og stórar senur. „Til dæmis leikur Jóhannes Haukur Egil Skallagrímsson í fyrsta þættinum. Við eigum svo allar vetrartökur eftir þannig að fleiri leikarar munu bæt- ast í hópinn. Til dæmis á eftir að taka upp bardagann á Markarfljóti og það verður gert þegar það er allt ísi lagt.“ Rakel segir það miður að fá kven- hlutverk séu í þáttunum. „En það er bara eins og Íslendingasögurnar eru. Konur eru ekki mjög áberandi þar í lykilhlutverkum.“ Einn er þó þáttur- inn um Auði hina djúpúðgu líkt og fyrr sagði en það er Vigdís Másdóttir sem fer með hlutverk hennar. Miklir bardagar Miklar bardagasenur verða í leikna hluta þáttanna enda margar slík- ar í Íslendingasögunum. Rakel segir að mikið verði í þær lagt en Rimmugýgur hefur komið með sína sérfræðiþekkingu að bardögun- um. „Rimmugýgur er víkingafélag í Hafnarfirði og þeir hittast þrisvar sinnum í viku og berjast og æfa sig. Þeir eiga mikið safn af vopnum og búningum og kunna að berjast. Það eru hestar, búningar, blóð og vopn þannig að þetta er alvöru.“ Noomi fílar Njálu Í hverjum þætti verður einn þekkt- ur viðmælandi sem segir upplifun sína af Íslendingasögunum, hvern- ig hann kynntist sögunum og hvaða áhrif þær hafa haft. Noomi Rapace er ein þeirra sem koma fram í þátt- unum en hún hefur sterk tengsl við Ísland. Hún á íslenskan stjúppabba og ólst upp hér að hluta. Hennar fyrstu skref í leiklistinni voru undir handleiðslu Hrafns Gunnlaugssonar í myndinni Í skugga hrafnsins. „Hún þekkir þessar sögur svo vel að það var ástæðan fyrir því að við höfðum samband við hana. n Noomi heldur upp á Njálu n Fjölmennar bardagasenur Rakel Garðarsdóttir Einn framleiðandi Ferðaloka – þátta sem sýndir verða á RÚV. Ferðalok Leikstýrt af Birni Hlyni Haralds- syni og Ragnari Hanssyni.„Það er líka alltaf mik- ill áhugi fyrir Íslendingasögun- um Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Viðtal Myndlistarsýning Sigurðar Sævars Sigurður Sævar er fæddur árið 1997 og hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á myndlist. Hann hefur þróað myndlist- arstíl sinn á síðustu mánuðum og haldið þrjár einkasýningar. Saltfélagið 13:00 – 22:30 Skemmtidagskrá á Ingólfstorgi Ávaxtakarfan, 1860, Hreimur, Friðrik Dór, zumba- dansar og Jet Black Joe. Ingólfstorg 13:30 – 15:30 Vöfflukaffi í Þingholtunum Fjölmargir opna heimili sín fyrir gest- um og gangandi á Menningarnótt og bjóða upp á vöfflur og með því. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, og kona hans eru meðal þeirra sem bjóða í vöfflukaffi. Á menningarnott.is er hægt að sjá hvar vöfflukaffiboðin verða 14:00 – 16:00 Salsaveisla Hola-félagið, Salsafélag Íslands, Móður- mál og Tungumálaskólinn Skoli.eu blása til salsaveislu. Kokkar kenna gestum að gera salsa-sósur sem svo er hægt að gæða sér á. Boðið verður upp á spænska og suðurameríska tónlist og tilvalið er að láta reyna á spænskuna. Borgartúni 1 20:00 – 22:00 Raggi Bjarna í Eymundsson í Austurstræti Raggi Bjarna treður upp í versluninni ásamt tríói Guðmundar Steingrímssonar. Munu þeir spilja og syngja saman af sinni alkunnu snilld. Austurstræti 18 21:00 – 23:00 Moses Hightower á Óðinstorgi Ýmislegt verður um að vera á Óðinstorgi á Menningarnótt og er síðasta uppákoma dagsins þar og rúsínan í pylsuendanum tónleikar með hljómsveitinni Moses Hightower. Óðinsgata 7 21:00 – 21:30 Stórtónleikar Bylgjunnar og KFC Tónleikarnir eru í samstarfi við Hljóð X og Rín hljóð- færaverslunar. Fram koma; Tilbury, Sálin hans Jóns míns, Jón Jónsson og Ný dönsk. Ingólfstorg 20:30 – 22:30 Tónaflóð 2012 Einn af hápunktum Menn- ingarnætur eru stórtón- leikar Rásar 2, Vodafone og Exton en þar koma fram; Eivor Pálsdóttir, Retro Stefs- son, KK band og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Lögð er áhersla á fjölskyldan njóti kvöldsins saman eftir ánægjulegan dag í borginni. Arnarhóll 20:30 – 23:00 Flugeldasýning í boði Vodafone Lokahnykkurinn á Menningarnótt er flugeldasýning Vodafone. Skotið er upp af pramma í höfninni en sýningin sést vel á mörgum stöðum í miðbænum svo það er óþarfi að allir hópist saman á einn stað. Hafnarbakkinn 23:00 – 23:15 Nákvæma dagskrá Menningarnætur 2012 er að finna á menningarnott.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.