Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 44
N anoSteel á Rhode Island í Bandaríkjunum hefur kynnt nýja gerð af stáli sem forsvarsmenn fyrirtækisins fullyrða að muni breyta bíla- iðnaðnum til frambúðar. NanoSteel var stofnað árið 2002 og hefur síð- an þá unnið að þróun nýrra og létt- ari tegunda af stáli á ýmsum svið- um. Bílarisinn General Motors hefur þegar gert samning við fyrirtækið um prufuframleiðslu ökutækja. Minni eldsneytiseyðsla Það sem hefur hingað til hindrað bílaframleiðendur í því að nota létt- ara stál eða málma er styrkur efnanna og öryggisástæður. Þessi nýja tegund af stáli sem er gerð með svokallaðri nano-byggingu er hins vegar nógu sterk og gæti því þýtt að hægt yrði að framleiða töluvert léttari ökutæki sem aftur myndi þýða minni elds- neytiseyðslu. En með sífellt hækkandi olíuverði er krafan um sparneytin ökutæki háværari en nokkur sinni. Ódýrari framleiðsla Það sem meira er þá er hægt að móta stálið án þess að hita það þar sem mótanleiki (e. ductility) stálsins er það mikill undir nógu miklu álagi. Þetta þýðir ekki bara léttari bíla og minni eyðslu heldur gæti þetta dreg ið verulega úr fram leiðslu- kostnaði bílaframleiðenda. Minni orku þarf og tæki ódýrari í rekstri til að móta bílparta en fyrirtækið hef- ur einnig þróað vélar sem geta mót- að stálið án þess að það eyðileggist sem hingað til hafði verið vandamál. Allt byggist þetta á nano-byggingu stálsins en forsvarsmenn NanoSteel halda því fram að með þessu nýja stáli sem þeir hyggjast setja á mark- að á næsta ári séu þeir komnir með um tíu ára forskot á þá þróun sem spáð hafði verið fyrir um í þessum efnum. Fyrirtækið framleiðir þrjár gerðir af þessu nýja stáli sem hafa styrk upp á 950 MPa, 1.200 MPa og 1.600 MPa. GM hefur áhuga GM Ventures, dótturfyrirtæki Gener- al Motors sem sérhæfir sig í fjár- festingum í tækniþróun í bílaiðnaði, hefur gert samning við NanoSteel um framleiðslu ökutækja. GM bind- ur líka vonir við samstarfið vegna þess hve strangar reglur hafa verið settar í Bandaríkjunum um minni mengun og minni eldsneytisnotk- un í öllum iðnaði. Séu fullyrðingar forsvarsmanna NanoSteel rétt- ar er ljóst að þessi nýja tegund af stáli mun hafa mikil áhrif en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en bílaframleiðendur hafa prófað efnið og kveðið upp dóm sinn. asgeir@dv.is Léttara stál og minni eyðsla 44 Lífsstíll 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað n NanoSteel gerir samning við GM n Hægt að móta við stofuhita 50nm Nano-bygging Það er sérstök bygging stálsins sem gefur því þá eiginleika að vera léttara en álíka sterkt. Ódýrari framleiðsla Ekki þarf að hita stálið til þess að móta það. MyNd GM Sjáðu er flutt Á menningarnótt ætlum við í Sjáðu að bjóða viðskiptavinum okkar upp á 20% af- slátt af gleraugum, auk þess sem strengja- kvartettinn Arctic Light Quartet mun leika suðræna tóna og íslensk söng- og þjóðlög klukkan 15:30, og myndlistarkonan Sossa verður einnig með sýningu í búðinni. Svo mun dagskráin halda áfram til kl.20. -Komdu og Sjáðu Hverfisgötu 52 / 101 Reykjavík s: 561 0075 / www.sjadu.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.