Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 13
þráast við að víkja Fréttir 13Miðvikudagur 22. ágúst 2012 Seinna vakti Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir í Betel, vakti mikla reiði vegna ummæla sinna um samkynhneigð. Hann talaði þar út frá sinni trú en það ríkir ekki bara trúfrelsi heldur einnig tjáningarfrelsi í landinu. Engu að síður settu skóla- yfirvöld honum afarkosti, að hætta að blogga og láta skrif um samkyn- hneigð vera eða fara. „Ég neitaði því enda kæri ég mig ekki um að vera sviptur tjáningarfrelsinu,“ sagði Snorri þá í samtali við Pressuna. Honum var þó boðið að fara í sex mánaða launað leyfi frá skólanum til þess að lægja öldurnar og hann þáði það. Seinna var honum sagt upp. Vandi sem við stöndum frammi fyrir Pétur segir að svona mál séu alltaf flókin. „Þarna ertu komin inn á mjög erfiða braut. Tjáningarfrelsið er varið með stjórnarskránni. Menn geta tjáð skoðanir sínar og skoðanir eru þess eðlis að það þarf ekki að sanna þær, menn hafa bara þessa skoðun. Hér er líka trúfrelsi þannig að ef einhver segist trúa því að það búi satan í öll- um mönnum þá er það bara hans trú. Tjáningarfrelsið getur hins vegar rekist mjög illilega á réttindi minni- hlutahópa, til dæmis samkyn- hneigðra og þá er spurningin hvort sé rétthærra, réttur minnihlutahóps- ins til að njóta sannmælis og jafn- réttis eða réttur fólks til þess að tjá skoðanir sínar. Það er vandi sem við stöndum öll frammi fyrir og við þurf- um að velja og hafna. Önnur leið væri að kæra viðkom- andi. Í raun væri það langheiðarleg- ast. Dómsferlið er líka jákvætt að því leyti að það felur í sér niðurstöðu. Það er verst að hafa enga niðurstöðu.“ Viku vegna dómsmála Pétur áréttar hins vegar að megin- reglan sé sú að menn finni það hjá sjálfum sér að víkja tímabundið á meðan mál þeirra eru til rannsókn- ar og bendir nokkur dæmi sé um að menn hafi gert það. „Það hafa nokkrir þingmenn farið tímabund- ið frá þinginu á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Eins og aðrir þingmenn þurfa þeir svo að svara fyrir kosti sína og galla í prófkjör- um. Ég treysti best á kjósendur í því sambandi.“ Árni Johnsen sagði af sér sem alþingismaður á meðan lögreglan rannsakaði hvort hann hefði mis- notað opinbert fé. Hann var sak- felldur og fékk tveggja ára fang- elsisdóm sem hann afplánaði á Kvíabryggju, fékk svo uppreisn æru hjá forsetanum og fór aftur á þing. Illugi Gunnarsson ákvað hins vegar að taka sér leyfi frá þingstörf- um á meðan sérstakur saksóknari rannsakaði hvort svo gróflega hefði verið sveigt fram hjá fjárfestinga- stefnunni með Sjóði 9 að það væri refsivert en Illugi sat í stjórn sjóðs- ins. Þegar Illugi sneri aftur á þing sagðist hann ekkert vita um rann- sókn sérstaks saksóknara, hann hefði aldrei verið kallaður til yfir- heyrslu eða átt nein samskipti við embættið vegna málsins. Hann sagði niðurstöðu lögfræðiálits sem unnið var fyrir dótturfélag Íslands- banka sýna að hvorki lög né reglur hefðu verið brotnar og því tímabært að hann sneri aftur á þing. Átökin héldu áfram Það er hins vegar ekki svo einfalt að öll mál fari fyrir dómstóla. Þegar Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot gagn- vart þremur konum árið 1996 voru brotin fyrnd og dómstólaleiðin því ófær. Eina lögreglurannsóknin sem fór fram í því máli var því á hendur þeim konum sem sögðu Ólaf hafa brotið á sér en hann kærði þær fyr- ir að bera falskar sakir á saklausan mann. Ólafur neitaði sök og kirkjan gekk í gegnum langt og strangt ferli áður en hann sagði af sér árið 1997. Árið 2010 var eftirmaður Ólafs í eldlínunni. Eftir að Karl Sigur- björnsson lét bréfi frá dóttur Ólafs, sem vildi deila reynslu sinni af föð- ur sínum með kirkjuráði, ósvarað í ár komst biskupsmálið aftur í há- mæli. Karl biskup var sakaður um að hafa brugðist konunum á sín- um tíma og aftur nú. Sú krafa varð hávær að Karl ætti að víkja og um 6.500 manns sögðu sig úr Þjóðkirkj- unni. Karl taldi sig hins vegar ekki eiga að víkja og gegndi embætti biskups fram til sumarsins 2012. Þess má geta að biskup er kjörinn á prestaþingi og ef hann brýtur ekki lög er ekki hægt að vísa honum úr starfi. Biskupsmálið fór hins vegar fyrir sérstaka rannsóknarnefnd á vegum kirkjunnar sem taldi mistök biskups mikil og margvísleg. Eðlilegt að verjast Björn Valur segir hins vegar að þegar tilefni sé til rannsóknar sé alltaf hollt að þeir sem ábyrgir eru fari í frí á meðan. Það hefði til dæmis verið heppilegra að fang- elsisstjórinn Margrét Frímanns- dóttir hefði viki tímabundið þegar farið var yfir hvernig það gat gerst að fangi lét lífið af völdum áverka sem honum voru veittir í fangels- inu. Þess í stað fór Margrét yfir það með starfsmönnum og öllum er að málinu komu hvernig þetta gat gerst. „Það er niðurstaða þeirra, hvort sem það var lögreglan, læknar eða sjúkraflutningslið, að það hafi verið brugðist hárrétt við á sínum tíma,“ sagði Margrét. Björn Valur segir að þegar erf- ið mál koma upp sé eðlilegt að fólk reyni að verja sig eins og það geti. „Þess vegna er gott að það stígi til hliðar á meðan málið er til skoðun- ar. Ef rannsókn leiðir það síðan í ljós að niðurstaðan krefst ekki viðbragða og það er ekki hægt að heimfæra at- burðina upp á stjórnunarhætti við- komandi, þá er erfitt að gera kröfu um að hann víki og hætti. Við erum með einn þingmann, Illuga Gunnarsson, sem situr á Al- þingi í skjóli lögfræðiálits sem gaf út þá tóna að þarna væri ekkert athugavert á ferli. Hann vék af þingi þegar mál hans kom upp en það liggur engin niðurstaða fyrir varð- andi það að aðkoma hans að Sjóði 9 hjá Glitni sé innan þeirra marka sem við gerum til þingmanna. Ég hef ekki heyrt að fólk geri kröfu um að hann víki sæti þannig að ég spyr hvaða kröfur samfélagið geri.“ Auðvelt að dæma menn „Vandinn er sá að við erum með allt of marga dómara í þessu landi, ólaunaða og óskipaða,“ segir Pétur. „Menn eru svo tilbúnir til þess að fella dóma og það er mikið auð- veldara að ákæra einhvern en að verjast. Ég gæti farið í fjölmiðla n Ráðamenn víkja ekki þrátt fyrir gagnrýni n Erfitt að gangast við mistökunum n „Þetta dregur úr siðferðisþrekinu“ Mistök huglægt mat „Kerfið þarf að sanna að menn hafi gert mistök,“ segir Pétur Blöndal. Það sem einn telji vera mis- tök þyki öðrum vera í lagi. Pálmi Jónsson Baldur Guðlaugsson Björgvin Björgvinsson Árni Johnsen Guðlaugur Þór Þórðarson Ólafur Skúlason Margrét Frímannsdóttir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Snorri Óskarsson Baldur Hermannsson Sjaldgæft að fólk hætti Björn Valur Gíslason þingmaður segir að í dag sitji margir á þingi sem honum finnst að hefðu átt að hugsa sinn gang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.