Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 29
10 stjörnur sem dóu fyrir frumsýningu Fólk 29Miðvikudagur 22. ágúst 2012 www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox n Kvikmyndin The Sparkle með Whitney Houston frumsýnd á dögunum Whitney Houston Grammy-verðlauna- söngkonan drukknaði í baði í febrúar á þessu ári. Þá 48 ára. Sex mánuðum fyrir frum- sýningu kvikmyndar hennar, The Sparkle. River Phoenix Leikarinn lést aðeins 23 ára eftir ofneyslu af heróíni og kókaíni á skemmtistaðnum The Viper Room í október 1993. Þá hafði hann nýlokið tökum á síðustu mynd sinni, Silent Tongue, sem kom út í febrúar 1994. Heath Ledger Leikarinn var 28 ára þegar hann lést eftir of stóran skammt af eiturlyfjum í janúar 2008, sex mánuðum áður en The Dark Knight kom út. Ledger fékk óskarinn fyrir hlutverk sitt. Hann lék einnig í myndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus sem kom út ári eftir andlát hans. Marilyn Monroe Ljóskan fræga fannst látin árið 1962 en þá var hún aðeins 36 ára gömul. Myndefni úr hennar síðustu mynd, Something‘s Got to Give, var síðar gefið út sem heimildamynd. John Candy Grínistinn lést í svefni eftir að hafa fengið hjartaáfall í mars 1994. Síðasta myndin hans, Canadian Bacon, kom út í september 1995. Bernie Mac Leikarinn lék í þremur myndum sem komu út eftir andlát hans. Bernie lést úr lungnabólgu árið 2008. Myndirnar Soul Men, Madagascar: Escape 2 Africa og Old Dogs, þar sem hann lék á móti John Travolta og Robin Williams komu allar út eftir dauða hans. Heppin að vera á lífi R osie O´Donnell er vel liðin í Hollywood og þekkt fyrir ríkulegan húmor, fyrir sjálfri sér og lífinu. Árið 2012 hef­ ur ekki verið áfallalaust fyrir Rosie og fjölskyldu. Á bloggi hennar, www.rosie.com, kemur fram að hún fékk alvarlegt hjartaáfall í síðustu viku og að hún er nú í faðmi fjölskyldunnar að jafna sig og ná upp styrk. Hjartaáfall Rosie var alvarlegt. Hún segir frá áfallinu í ljóði og segir það kraftaverk að hún sé á lífi. Hún var með aspirín á sér og var fljót að átta sig á einkennunum og koma sér á spítala. Hún hringdi þó ekki á neyðarlínuna og segir sjálf að auðvitað hefði hún átt að gera það. „Þakka guði, var bjargað af sjónvarpauglýsingu – bókstaflega,“ segir Rosie og á við auglýsingu þar sem fólki er kennt að þekkja viðbrögð hjartaáfalls og veita sér fyrstu hjálp. Rosie segir lækna hafa tjáð sér að hún væri með alvarlega kransæðastíflu, 99 prósenta þrengingu nánar tiltekið. Almannatengslafulltrúi hennar sagði: „Hún er heima núna og hvílir sig. Hún er mjög, mjög heppin.“ Það er stutt síðan hún sagði frá því að unnusta hennar, Michelle Rounds, var greind með sjaldgæfan sjúkdóm, sem felur í sér æxlamyndun. n Rosie O´Donnell fékk hjartaáfall Rosie og Michelle Unnusturnar glíma við heilsufarsvanda. L eikkonan Amanda By­ nes, sem lítið hefur far­ ið fyrir í leiklistinni síð­ ustu misserin, lenti í enn einu umferðaróhappinu á dögunum þegar hún keyrði inn í hliðina á öðrum bíl. Öku­ maðurinn sagði Amöndu hafa keyrt gáleysislega og því valdið slysinu. Lögreglan kom á stað­ inn en hvorugur ökumannanna fékk sekt. Á síðustu sex mánuðum hef­ ur Amanda þrisvar verið sök­ uð um að hafa valdið umferðar­ óhappi og flúið af vettvangi. Þá slapp hún naumlega við sekt í mars eftir að hafa valdið óhappi þegar hún talaði í símann und­ ir stýri. n Lenti í enn einu umferðaróhappinu við sekt Slapp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.