Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 7
ONEN DESIGN ARKITEKT MAA LARS FRANK NIELSEN, 1951 Verkefnateymi: Arkitekt maa. Lars Frank Nielsen og arkitekt maa. Hans Falleboe ONEN DESIGN eiga rætur sínar að rekja til 3 x Nielsen teikni- stofunnar frá því um 1986. Byggingar og hönnun verða til vegna óska um einfalt svar á flóknum viðfangsefnum. ONEN DESIGN reynir að hámarka og styrkja boðskap arkitektúrsins með byggingartengdri hönnun. SHL DESIGN ARKITEKTERNE MAA SCHMIDT, HAMMER & LASSEN K / S Með hurðarhúninum Groom sem að við hönnuðum fyrir Carl F höfum við hjá SHL DESIGN valið að láta reyna á spennuna á milli hagsýni og hins fagur- fræði lega – er hægt að hanna hurðarhún með skörpum brúnum, sem jafnframt er heillandi út frá vinnufræðilegu sjónarmiði ? Við viljum hanna vörur sem að prýða og styðja byggingar framtíðarinnar, umhverfi okkar og tilveru. Með arkitektúrinn sem útgangspunkt höfum við hefð fyrir því að búa til vörur, sem samræma heildina og smáatriðin. Groom er byrjunin á nýrri línu SHL DESIGN fyrir Carl F. PHILIPPE STARCK Hann hlaut menntun sína við Écolenissim De Camondo í París. Frakkinn Philippe Starck (fæddur 1949) starfaði sem aðalhönnuður hjá Pierre Gardin í lok sjöunda áratugarins. Í gegnum verk sín sem innanhúsarkitekt ma. fyrir Café Costens í París (1984) hlaut hann alþjóðlega viðurkenningu, en það var fyrst þegar hann snéri sér að hönnun nytjahluta til daglegra nota, að stíll hans og hönnun sló í gegn fyrir alvöru. Síðan uppúr 1990 hafa vasar og flöskur ásamt tannburstum og ávaxtapressum sem að hann hannaði verið fjöldaframleiddar. Fljótlega uppúr 1990 teiknaði hann tvær gerðir hurðarhúna: 1191 og 1111, sá síðar nefndi var þó ekki settur í framleiðslu fyrr en nýlega. JEAN NOUVEL Jean Nouvel er fæddur 12 ágúst 1945 í Fumel Frakklandi og hefur starfrækt eigin arkitekastofu síðan 1970. Hann hefur hlotið mörg verðlaun fyrir verk sín, þar á meðal gull verðlaun frönsku arkitekta akademinunar, Royal Gold Medal of the Royal Institute of British Architects, Aga Khan verðlaunin fyrir Arab World Institute, og árið 2001, ítölsku Borromini verðlaunin fyrir menningar og ráðstefnu- miðstöð í Luzern, ásamt Japönsku Premium Imperial Career verð- laununum. Meðal helstu bygginga Nouvel er Arab World Institute in Paris, óperan í Lyon , Cartier stofnunin í Paris, Galéries Lafayette stórverslunin í Berlin og nú síðast Dentsu turnin í Tokyo ARNE JACOBSEN ARKITEKT OG HÖNNUÐUR 1902-1971 Arne Jacobsen hlaut alþjóðlega viðurkenningu strax á námsárunum þegar hann hlaut silfurverðlaun fyrir stól sem að var sýndur á sýningu í París (1925) Þegar hann útskrifaðist frá Arkitektaskóla Listakademíunnar í Kaupmannahöfn (1927) var honum afhent diploma frá Heimssýningunni í París. Ári síðar hlaut hann síðan gullverðlaunin þar (1928). Þekktastur er Arne Jacobsen þó aðallega fyrir 4 af frægustu stólum heimsins: Maurinn (1951) og Sjöuna (1952), sem að framleiddir voru í meira en 5 milljón eintökum ásamt hinum vinsælu hægindastólum Svaninum og Egginu (1958). Eins og Svanurinn og Eggið þá var hinn glæsilegi AJ hurðarhúnn hannaður fyrir SAS Royal Hótelið 1955/56, hótelið var opnað 1961 sem fyrsta nútíma „koncept“-hótelið. HENNING LARSEN ARKITEKT Hann lauk námi í Arkitektaskóla Listaakademínunnar í Kaupmannahöfn 1952. Varð prófessor í byggingarlist við sama skóla 1968- 95. Hann hefur fengið fjöldan allan af verðlaunum og viðurkenningum fyrir störf sín, m.a. Eckersberg verðlaunin 1965, Alþjóð- legu hönnunar- verðlaunin 1987 (IDA) og Aga Khan verðlaunin 1989. Teiknistofa Henning Larsens A/S hefur frá stofnun 1959 unnið mikið með nútíma hönnun sérstaklega hvað varðar húsgögn, ljós og byggingarhluta að ekki sé minnst á fjölda arkitekta- samkeppna og bygginga. HL húnninn var hannaður 1996 af teiknistofunni og notaður í fjölda bygginga, ma.: Nýju aðalskrifstofur Nordea í Christianshavn, Bókasafnið í Malmø, Mekoprint á Norður Jótlandi, Háskólann í Hróarskeldu og Operuhúsið í Kaupmannahöfn. Hönnun í Heimsklassa G y l f a f l ö t 5 - 112 R ey k j av í k - S í m i 533 1600 - a s e t a @a s e t a . i s3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.