Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 8
Enn minnkar atvinnuleysið n Ekki mælst minna síðan í lok árs 2008 N okkuð hefur dregið úr at- vinnuleysi á Íslandi undan- farin misseri en samkvæmt Vinnumálastofnun var 4,7 prósenta atvinnuleysi í júlí. Fyrir ári síðan var atvinnuleysið 6,6 prósent en fyrir tveimur árum var það 7,6 prósent. Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið minna síðan í lok árs 2008 að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Liðlega 8.700 manns voru atvinnulausir í júlí en þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru ríf- lega 7.800. Þess má geta að meðalatvinnu- leysi í evrulöndunum mældist 11,2 prósent í júní og hefur ekki verið meira síðan mælingar hófust, árið 1995. Eurostat greinir frá því. Alls eru nú 17,8 milljónir manna án at- vinnu á evrusvæðinu. Á Spáni er ástandið verst en þar er næstum því fjórði hver vinnufær maður atvinnu- laus. Í Þýskalandi er atvinnuleysið 6,8 prósent. Íslendingar geta því vel við unað. Starfandi einstaklingum hefur fjölgað um 5.700 manns frá því júlí 2010. Fleiri tölulegir mælikvarðar eru á uppleið, ef svo má að orði komast. Þannig mælir Capacent Gallup að væntingarvísitalan mælist nú 84,4 stig en hún hefur ekki verið hærri síðan í maí 2008, fyrir hrun. Þá má nefna að kaupmáttur launa hefur aukist um 5,3 pró- sent síðasta árið en um er að ræða eina mestu hækkun á kaupmætti í áraraðir. Loks hefur vísitala launa hækkað um 11 prósent síðasta árið. baldur@dv.is 8 Fréttir 27. ágúst 2012 Mánudagur S em rútubílstjóri og leiðsögu- maður til margra margra ára hef ég orðið vitni að því – hvað eftir annað – að er- lendir bílstjórar og erlend- ir leiðsögumenn virðast láta það, hvað þeir fá mikið í eigin vasa, ráða því hjá hvaða þjónustuaðila þeir stoppa,“ segir Börkur Hrólfsson, fag- lærður leiðsögumaður, rútubílstjóri og meðlimur kjaranefndar leiðsögu- manna, um það að leiðsögumenn fái frían mat og hugsanlega aðrar vör- ur – í sumum tilfellum sígarettur – hjá vegasjoppueigendum og öðrum þjónustuaðilum gegn því að stoppa þar með ferðamenn. DV greindi frá því þann 1. ágúst síðastliðinn. Betl ófaglærðra Börkur segir þóknun þessara er- lendu leiðsögumanna stundum vera í formi beinnar peningagreiðslu. Hann vill þó meina að flestir faglærð- ir leiðsögumenn láti sig það engu skipta hvar þeir fái frían mat og hvar ekki – aðalatriðið sé það viðmót sem viðkomandi þjónustuaðili sýni. „Það er það sem skipir svo miklu máli, en ekki hitt, hvar við fáum frían ham- borgara eða annað slíkt. Það eru hins vegar útlendingarnir sem láta sig slíkt varða,“ segir Börkur sem vandar ófaglærðum leiðsögumönnum ekki heldur kveðjurnar. „Þeir oft og tíð- um kunna þetta ekki; þekkja stund- um ekki vinnureglur og samskipti við aðra aðila í ferðaþjónustu. Það er yf- irleitt þetta fólk sem er að valda okk- ur stórtjóni með vankunnáttu sinni,“ segir Börkur og bætir við: „Þeir eru að betla mat og halda bara að það viðgangist.“ Gerviverktakar Að sögn Barkar er það vanþekking á eigin réttindum sem veldur „betli“ ófaglærðra leiðsögumanna. Þeir ráði sig hjá ferðaþjónustum sem svokall- aðir gerviverktakar. „Ef þú ert laun- þegi og ferð út á land þá áttu bara að vera í fríu fæði hjá vinnuveit- anda þínum,“ segir Börkur og á þar við ferðaskrifstofurnar. Það séu því í raun ferðaskrifstofurnar sem græði á matargjöfum þjónustuaðilanna en ekki leiðsögumenn og bílstjórar – að því gefnu að þeir séu launþegar. Börkur bendir hins vegar á, eins og að ofan greinir, að alltof algengt sé að ófaglærðir leiðsögumenn ráði sig sem gerviverktaka. „Gerviverktaki er aðili sem framvísar reikningi fyrir sína vinnu en þiggur öll þau kjör sem kjarasamningar viðkomandi stéttar bjóða.“ Börkur segir þessa gerviverktaka- þróun varasama. Hún haldi til dæm- is launum í þjóðfélaginu niðri. „Ég fullyrði það að ef einhver vill frekar vinna sem verktaki en sem laun- þegi, þá er það vegna þess að hann vill svíkja undan skatti. Sú er allavega raunin í mörgum tilfellum – kannski ekki öllum.“ Fákunnugir útlendingar Að mati Barkar væri hagstæðast fyr- ir ferðaskrifstofurnar að fá undan- tekningalaust faglærða Íslendinga til leiðsagnar. „Við þurfum ekki þessa útlendinga sem hér hópast og ég skil ekki ferðaþjónustufyrirtæki sem samþykkja það að senda hópa um landið; um þjóðgarðana okkar – án þess að hafa faglærða íslenska leið- sögumenn með sér,“ segir Börkur og bætir við að þetta fólk sé oft að lenda í vandræðum. „Það keyrir bílana sína á kaf í ám landsins, festir bílana sína hér og þar vegna þess að það þekkir ekki landið, þetta er fólkið sem mæt- ir á tjaldstæðin seint um kvöld – arg- andi og gargandi – og er með frekju og yfirgang. Þetta er fólkið sem hringir á undan sér í þjónustuaðila og heimtar 20 prósenta kommisjón fyrir að koma með túrista. Og það hefur enginn bein í nefinu til að benda á þetta.“ Peningagreiðslur í umslagi Að sögn Barkar er það vel þekkt hérna á Íslandi að þeir sem gera út á afþreyingu ýmiskonar og veitinga- hús borgi kommisjón til þeirra sem koma með ferðamenn til þeirra – jafnvel peninga í umslagi – sem þeir laumi að leiðsögumönnum. „Þetta er þekkt hjá allskonar þjónustuað- ilum. Menn hringja á undan sér og spyrja: „Hvað fæ ég í kommisjón fyrir að koma með þennan hóp til þín?“ Börkur segir að þeir leiðsögu- menn sem þetta stundi séu erlendir leiðsögumenn og stundum íslenskir líka. Hann segist til dæmis hafa orðið vitni að því þegar erlendir fararstjór- ar hringja í veitingahús, sem eru staðsett á svipuðum stað, og segja: „Hver býður mér best?“ Erlendu leið- sögumennirnir fara svo þangað sem þeir fá mest í eigin vasa. Faglærð- ir leiðsögumenn eru hins vegar, ef marka má orð Barkar, alltof stoltir til að standa í svona heimtufrekju. „Við erum ekki betlarar, það er bara svo- leiðis.“ n „Við erum ekki betlarar“ n Segir erlenda og ófaglærða leiðsögumenn koma óorði á stéttina „Þetta er fólkið sem hringir á undan sér í þjónustuaðila og heimtar 20 prósenta kommisjón fyrir að koma með túrista Hótaði verði á Hrauninu lífláti Ákæra ríkissaksóknara á hendur 46 ára síbrotamanni var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á föstu- dag. Maðurinn, sem á langan og samfelldan brotaferil allt aftur til ársins 1985, er ákærður fyrir að hafa þann 28. apríl í fyrra hótað fangaverði á Litla-Hrauni líkams- meiðingum og lífláti. Maðurinn, sem dvelur nú í fangelsinu Sogni, sagðist meðal annars ætla að berja fangavörðinn og „lemja úr honum líftóruna,“ eins og segir í ákærunni. Maðurinn sem um ræðir er ekki ókunnugur því að dvelja í fangelsi því hann hefur hlotið á fjórða tug dóma fyrir brot gegn al- mennum hegningarlögum síðan 1985 og setið inni í hátt í tuttugu ár af þeim 27 sem liðin eru síðan hann hlaut sinn fyrsta dóm, átján ára gamall. Fram hefur komið í fyrri dóm- um yfir manninum að hann hafi glímt við vímuefnafíkn lengi og fjármagni neyslu sína með afbrot- um. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar. Samkvæmt fyrstu málsgrein 106. greinar almennra hegn- ingarlaga varðar brot mannsins allt að sex ára fangelsi. Krónan tók dýfu Töluverð veiking varð á gengi krónunnar í síðustu viku. Síðdeg- is á föstudag stóð gengisvísitala krónunnar í rúmum 211 stigum en á föstudag í þar síðustu viku var hún rúm 207 stig. Þetta jafngildir veikingu upp á 1,8 prósent miðað við gengisvísitölurnar. Greining Íslandsbanka fjallaði um mál- ið á heimasíðu sinni á föstudag og þar kom fram að af helstu við- skiptamyntum hafi gengi krón- unnar veikst einna mest gagnvart evrunni. Á föstudag kostaði evr- an rúma 151 krónu á innlendum millibankamarkaði og hafði hækk- að í verði fyrir landann um 2,1 prósent á einni viku. Krónan hef- ur einnig átt á brattann að sækja gagnvart sterlingspundinu sem og Bandaríkjadollar, og var pundið á föstudag á rúmlega 191 krónu og dollarinn á tæplega 121 krónu. Lækkun á gengi krónunnar gagn- vart pundinu á tímabilinu er um 1,5 prósent en gagnvart dollaran- um 0,8 prósent. „Tímasetning veikingarinnar nú er örlítið óheppileg fyrir Seðla- bankann, sem er nýbúinn að gefa út hagspá þar sem gert er ráð fyr- ir að gengi evru verði að jafnaði 150 kr. fram til ársloka 2014. Þó vitaskuld séu litlar ályktanir hægt að draga af einnar viku gengis- þróun er hreyfing síðustu daga áminning um það hversu lítið þarf til þess að veikja krónuna, jafnvel á þeim árstíma þegar gjaldeyris- innflæði vegna ferðamennsku er hvað mest,“ segir Greining Ís- landsbanka. Ferðamenn Börkur segir að mikill munur sé á faglærðum og ófaglærðum leiðsögumönnum. Stoltur faglærður leiðsögumaður Ber ófaglærðum og erlendum leið- sögumönnum ekki vel söguna. Leynd yfir gestalista n Valitor býður samstarfsaðilum á Ólympíuleikana Valitor bauð 10 samstarfsaðil-um á Ólympíuleikana sem nú fara fram í Lundúnum. Stjórn-endur Valitor vilja hins vegar engar upplýsingar veita um það hvaða fyrirtæki eiga í hlut og hverjir boðsgestirnir eru. Samkvæmt heim- ildum DV fer Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor og fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Arion banka, í ferðina ásamt tveimur öðrum starfsmönnum bankans. Ekki hefur fengist staðfest hverjir hinir sjö gestirnir eru. Að sögn Kristjáns Harðarsonar, sviðsstjóra markaðs- og þróunar- sviðs Valitor, er ferðin skipulögð í samstarfi við VISA EU sem er einn helsti styrktaraðili Ólympíuleikanna í London. „Valitor er að innleiða svokallað NFC-verkefni á Íslandi í haust. Til- gangurinn er að hefja þráðlaus- ar kreditgreiðslur með farsímum til almennra nota hér á landi. VISA EU leggur mikla áherslu á að kynna þessa nýju NFC-tækni í kortamálum samhliða Ólympíuleikunum,“ segir Kristján og bætir því við að í kynn- ingarferðinni gefist boðsgestum tækifæri á að sækja keppnisviðburð á Ólympíuleikunum. Hann segir að ferðin sé fyrst og fremst farin vegna þess að umrædd NFC-tækni hafi verið innleidd í leigubíla, matsölu- staði, lestarkerfi og matvöruverslan- ir á Ólympíuleikunum. Rætt verði við erlenda kaupmenn og aðra aðila sem hafa reynslu af tækninni. Valitor er einn af aðalstyrktaraðil- um ÍSÍ, er í ólympíufjölskyldunni, og gefst þar af leiðandi möguleiki á að kaupa miða á viðburði ÓL. Með- al annarra fyrirtækja í ólympíufjöl- skyldunni eru Icelandair, Íslands- banki og Sjóvá. johannp@dv.is 4 Fréttir 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Viðar Þorkelsson Viðar er forstjóri Valitor sem boðið hefur 10 samstarfsaðilum á Ólympíuleikana í London. M ýmörg dæmi eru um að þjónustufyrirtæki úti um allt land; vegasjopp- ur, veitingastaðir og hót- el, veiti leiðsögumönnum frían mat og aðrar vörur gegn því að þeir stoppi með ferðamenn hjá sér. Að sögn eigenda þjónustufyrirtækja sem DV talaði við gera sumir leið- sögumenn miklar kröfur. Auk þess að vilja fríar máltíðir vilja kröfuhörðustu leiðsögumennirnir fá sígarettur að launum fyrir stoppið. „Kannast ekki allir við það?“ segir Hrefna Birkisdóttir, eigandi vegasjoppunnar Vegamóta á Snæ- fellsnesi, um þetta „samkomulag“. „Okkur finnst allt í lagi að koma til móts við þá sem sýna lit og versla við okkur,“ segir Hrefna en bætir þó við að henni finnist fyrirkomulagið svolítið asnalegt. Hrefna tekur sér- staklega fram að fararstjórar sem koma með fámenna hópa séu frek- astir. „Það eru þeir sem eru langfrek- astir. Þeir vilja fá allt frítt þó að þeir séu jafnvel bara með tvo ferðamenn með sér – og hvorugur kaupi neitt.“ Aðspurð hvort leiðsögumennirnir myndu hætta að stoppa hjá henni ef hún yrði ekki við óskum þeirra segist Hrefna að vísu ekki hafa fengið slíkar hótanir, en tekur þó fram: „En maður er sjálfur auðvitað hræddur um að sú yrði raunin.“ Hrefna segir kröfur leiðsögu- manna og bílstjóra oft æði skraut- legar. „Þeir vildu meira að segja stundum að við gæfum þeim sígar- ettur – en við erum hætt að selja þær núna.“ Mikið vald Í ljósi þess að aðaltekjulind téðra þjónustufyrirtækja er ferðamenn er vald þeirra sem ákveða hvar þeir stoppa mikið. „Já, já, þetta er alveg þekkt í þessum geira,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, sem situr í stjórn fé- lags leiðsögumanna, um málið og bætir við: „Við vitum að á ákveðnum stöðum þykjum við afskaplega góður viðskiptaaðili og viðmótið við okkur er eftir því.“ Bryndís leggur áherslu á að það viðmót sem þjónustuaðilinn sýni hafi mikil áhrif á það hvar leiðsögumenn ákveði að stoppa næst, ef þeir hafa val milli tveggja eða fleiri staða: „Við erum oft í þeirri stöðu að við verðum að finna einhvern stað til að fara með fólkið á – til dæmis í hádeginu. Auð- vitað veljum við þá staði þar sem við vitum að viðmótið er gott,“ segir hún. Aðspurð hvort það væri ekki ólíklegt að hún færi með ferðamenn á stað, sem hún vissi að gæfi leiðsögumönn- um ekki fríar vörur segir Bryndís: „Nei – kannski ekki. Stundum höf- um við engra kosta völ. En auðvitað erum við mjög þakklát þegar málum er þannig háttað. Ef við vitum að við erum aufúsugestir á einum stað en ekki öðrum – þá veljum við að sjálf- sögðu þann stað.“ Að endingu segist Bryndís ekki vita hvernig aðrir leiðsögumenn hagi sínum málum en hjá henni séu hags- munir ferðamannanna alltaf lykil- atriði. Hótanir DV talaði við fjölmarga veitingamenn um allt land. Margir kvörtuðu, eins og Hrefna, yfir mikilli frekju leiðsögu- manna og bílstjóra. Veitingamaður, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við sniðgöngu, fullyrti að bílstjóri hefði haft í hótunum við sig. Þegar veitingamaðurinn ætlaði að rukka hann fyrir fiskmáltíð brást bílstjórinn ókvæða við og sagðist myndu segja öllum vinum sínum, sem störfuðu sem bílstjórar, að stoppa aldrei aftur á veitingastaðnum. Guðmundur Vignir Steinsson er eigandi Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri. Hann fullyrðir að þetta fyrirkomulag tíðkist úti um allt land – alls staðar. „Þeir myndu nátt- úrlega sniðganga mann,“ segir Guð- mundur, aðspurður um afleiðingar þess að hann myndi rukka leiðsögu- menn og bílstjóra fyrir matinn. Óttast ekki óttann „Mér finnst þetta bara skelfilegur ósiður,“ segir Þórður Stefánsson, eig- andi ÓK söluskálans í Ólafsvík. Hann segist hafa tekið fyrir þetta fyrir mörg- um árum. „Leiðsögumennirnir komu til mín og vildu frían mat vegna þess að þeir væru að koma með viðskipta- vini. Ég sagði bara nei takk – hingað og ekki lengra!“ Þórður segir að í sölu- skálanum séu allir jafnir. Aðspurður hvort hann óttist að leiðsögumenn sniðgangi söluskálann af þessum sökum segir Þórður: „Þetta er eins og með handrukkarana; ótti skelfir – en hann skelfir mig ekki. Þetta eru bara viðskipti og viðskipti eiga að vera uppi á borðinu. Punktur.“ n Nýta sér ferðamenn til að fá vörur ókeypis n Þjónustuaðilar ósáttir „Leiðsögumennirn- ir komu til mín og vildu frían mat vegna þess að þeir væru að koma með viðskiptavini. Ég sagði bara nei takk – hingað og ekki lengra! Stoppa þar Sem þeir fá frían mat Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Svangir ferðamenn Þjónustufyrirtæki um allt land hafa mikla hagsmuni af því að rútur fullar af ferðamönnum stoppi hjá þeim. Leið- sögumenn ráða oft hvar rúturnar stoppa. Hrefna Birkisdóttir Eigandi vegasjoppunnar Vegamóta. Skóeftirlit til skoðunar Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hyggst skoða hvort reglur um eftirlit á flugvöllum hér á landi séu of strangar. Frá þessu er greint á vef Túrista. Skór allra farþega á Keflavíkur- flugvelli eru skannaðir ólíkt því sem gerist og gengur í löndun- um í kringum okkur og í Bandaríkjunum. Túristi hefur fjallað reglulega um þessar ströngu reglur síðastliðið ár. Ögmundur sagði í samtali við Túrista að hann ætli að fara yfir þetta mál með Flugmála- stjórn og Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. Málið verður tekið til skoðunar með haustinu samkvæmt upplýsing- um frá ráðuneytinu. Farið verður yfir reglur og verklag, skoðað hvernig aðrar þjóðir framkvæma þetta og metið hvort breyta þurfi leitarskilyrð- um hér. Óværa lokaði vef borgarinnar Óværa lokaði vef Reykjavíkur- borgar, reykjavik.is, í nokkrar klukkustundir á þriðjudag með þeim afleiðingum að ekki var hægt að komast inn á hann. Hjörtur Grétarsson, upplýsinga- tæknistjóri Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum RÚV að sennileg- ast væri klaufaskap starfsmanns um að kenna. Málið væri ekki þannig vaxið að hakkarar hefðu ráðist á vefinn. Hjörtur bætti þó við að mál af þessu tagi komi nánast aldrei upp og tjón af þessari tímabundnu lokun verði ekkert. 4. ágúst sl. Flestir með vinnu Ástandið á atvinnumarkaði er betra en víðast í Evrópu. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.