Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 13
Missti 90 kíló á innan við ári Fréttir 13Mánudagur 27. ágúst 2012 O ffitu- og næringarteymi hefur verið starfrækt á Reykjalundi frá árinu 2001, en helstu verkefni þess er að sjá um meðferð vegna alvarlegrar offitu. Meðferðin byggist á atferlismótandi meðferð og er markmið hennar að aðstoða fólk með alvarlegan offituvanda að bæta og skipuleggja lífshætti sína og fæðuvenjur. Um 80 til 85 magahjáveituaðgerð- ir eru framkvæmdar hér á landi á hverju ári og stendur íslenska rík- ið straum af kostnaði við slíkar að- gerðir sem og kostnaði við offitu- meðferðir. Flestir þeirra sem fara í magahjáveituaðgerð þurfa í kjölfar- ið einnig að láta fjarlægja umfram- húð með svokallaðri svuntuaðgerð, en sjúklingar standa sjálfir straum af kostnaði við hana. 70 prósent fara í aðgerð „Offita er í dag eitt helsta heil- brigðisvandamál samtímans og af- leiðingarnar oft verulegar á heilsu og líf fólks. Rannsóknir hafa sýnt að hefðbundnar offitumeðferðir hafa skilað minni árangri þegar til lengri tíma er litið varð- andi þyngdartap og bætt lífs- gæði. Því hafa menn litið á skurðaðgerðir sem mögu- legan meðferðarkost við offitu,“ segir Olga Björk Guðmundsdóttir, hjúkr- unarstjóri í offitu- og næringarteymi Reykja- lundar. Um 70 prósent þeirra einstaklinga sem fara í offitumeðferð hjá offitu-og næringarsviðinu á Reykjalundi fara í maga- hjáveituaðgerð. Konur eru í meirihluta, bæði þeirra sem fara í meðferð og síð- an magahjáveituaðgerð. Olga segir árangur- inn af aðgerðunum hér á landi mjög góðan. Ár- angurinn felst bæði í verulegu þyngdartapi auk þess sem heilsu- tengd lífsgæði aukast verulega í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að fólk hefur læknast af sykursýki 2, stoðkerfis- vandamál hafa lag- ast og fólk hefur losn- að við kæfisvefn. Margir eru komnir niður í kjör- þyngd sína eftir eitt til tvö ár ef það fylgir ráð- leggingum bæði fyrir og eftir aðgerð. Ekki töfralausn Hugarfarið skiptir öllu máli þegar farin er sú leið að velja maga- hjáveituaðgerð og til að vel megi tak- ast krefst slík aðgerð mikils undirbúnings. „Fólk þarf að vera til- búið að takast á við mikl- ar breytingar á lífsmynstri sínu ásamt því að leggja af ýmsa ósiði. Við viljum sjá að fólk sé búið að festa í sessi þessar góðu lífstílsbreytingar sem það þarf á að halda eftir aðgerðina.“ segir Olga. Offitu-og næringarsvið Reykjalundar í samstarfi við LSH veitir meðferð sem býr fólk undir aðgerðina og lífið eftir hana. Í undirbúningsferl- inu er rík áhersla lögð á andlega þáttinn þar sem fólk er búið und- ir hið nýja líf sem bíður þess eft- ir aðgerðina. „Mikilvægt er að fólk skoði sig heildrænt meðan á með- ferð stendur og finni jafnvægi, bæði í andlegum, líkamlegum og félags- legum þáttum. Á meðan á meðferð stendur er metið hvort eða hvenær einstaklingurinn er tilbúinn að fara í aðgerð. Það er honum sjálfum fyrir bestu og getur hann leitað til ýmissa fagaðila offituteymisins til að vinna með sín mál.“ Mikið inngrip Áður en einstaklingur fer í aðgerð þarf hann að hafa náð að festa í sessi góðar fæðuvenjur, vera kominn vel af stað í hreyfingu og hafa rétta hugarfarið. Olga leggur ríka áherslu á að aðgerðin sé engin töfra- eða skammtímalausn. Að velja slíka að- gerð sé stór ákvörðun og jafnframt mikil skuldbinding að ætla sér að viðhalda heilbrigðum lífsstíl lífið á enda. Magahjáveituaðgerð felur í sér talsvert mikið inngrip í starf meltingarfæranna. Gerð eru fimm lítil göt á kviðinn, notuð svokölluð kviðsjártækni þar sem tveir lækn- ar vinna saman sem ein heild. „Með aðgerðinni er í raun verið að breyta ferli fæðunnar um líkamann. Tengt er fram hjá 90 prósent af magan- um og 40 prósent af smáþörmun- um. Það þýðir breytingu á hlut- verki meltingarfæranna og upptaka vítamína úr fæðunni breytist til dæmis. Þeir sem fara í slíka aðgerð skuldbinda sig þar af leiðandi til að taka vítamín alla daga.“ Olga seg- ir fólk geta farið í sama farið aftur og fitnað ef ekki er farið eftir með- ferðarfyrirmælum. Þau hafi séð þess dæmi. Fylgikvillar sjaldgæfir Að sögn Olgu eru fylgikvillar sem geta komið upp í kjölfar maga- hjáveituaðgerðar afar sjaldgæfir. Þá er einna helst um að ræða leka frá samtengingum, sýkingar eða blæð- ingar. Hún tekur jafnframt fram að dánartíðni í kjölfar slíkra aðgerða hér á landi sé engin. „Við höfum séð jákvæða hluti hjá flestum okkar skjólstæðinga og fólk segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að velja magahjáveituaðgerð. Sjálfs- myndin hafi batnað verulega og draumar um betra líf rætast.“ Olga bendir á að magahjáveitu- aðgerð sé ekki afturkræf og því þurfi undirbúningurinn að vera jafn mik- ill og góður og raun ber vitni. Það sé gert til að fólk fari ekki í sama far- ið aftur. „Einstaklingar þurfa að búa yfir miklum viljastyrk og einbeitingu. Stuðningur aðstandenda er einnig mjög mikilvægur svo vel megi tak- ast,“ segir Olga að lokum. n Aðgerðin getur verið lífsspursmál n 80 til 85 magahjáveituaðgerðir á ári Skilyrði fyrir offitumeðferð n Tilvísun frá lækni. n Aldur 18-65 ára. n Verulegt offituvandamál, þyngdar- stuðull (BMI) hærri en 35. n Sýna vilja í verki til að takast á við vandann. n Reykleysi. n Áfengis- og fíkniefnasjúklingar séu óvirkir. n Að viðkomandi geti nýtt sér með- ferðina. „Mér fannst ég aldrei vera svona feitur Allt annað líf Magnús upplifði sig ekki jafn feitan og hann í rauninni var. Hann var í bullandi afneitun og þurfti að ná ákveðnum lágpunkti til að gera sér grein fyrir vandamálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.