Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn E inn af stóru draumum jafnað- armanna og sósíalista á Íslandi hefur verið að hrein vinstristjórn kæmist til valda. Sá draumur rættist árið 2009 þegar minni- hlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við af hrunstjórn Geirs H. Haarde. Stjórnin starfaði undir verndarvæng Framsóknarflokksins sem stofnaði í raun til hennar og varði vantrausti. Í framhaldi af minnihlutastjórninni unnu Samfylking og Vinstri grænir stór- sigur í alþingiskosningum og fengu hreinan meirihluta. Alvöru vinstristjórn var komin til valda undir húrrahróp- um þeirra sem trúðu því að hugsjónir þeirra fengju brautargengi. Nýtt Ísland virtist vera í sjónmáli. Raunin hefur orðið allt önnur. Hug- sjónirnar hafa vikið og ríkisstjórnin hef- ur glímt við innbyrðis ósætti frá fyrsta degi. Þrátt fyrir viljann og stefnuyfirlýs- inguna um að illræmdu kvótakerfi yrði bylt hafa efndir orðið sáralitlar. Kerfið er í meginatriðum það sama þótt daga- kerfi hafi verið smíðað utan um það og hóflegt veiðigjald tekið upp. Allar stærri kerfisbreytingar hafa beðið skipbrot á skerjum ósættis og óeiningar. Eitt helsta slagorð ríkisstjórnarflokk- anna var að slegið yrði upp skjaldborg um heimilin. Skuldarar áttu að fá leið- réttingar á stökkbreyttum lánum sínum. Hluti fólks hefur fengið leiðréttingar en það er langur vegur frá því að skjald- borgin hafi risið. Aftur á móti hafa bankarnir, þar á meðal ríkisbankinn, verið duglegir við að afskrifa lán hákarl- anna í atvinnulífinu. Þar fara milljarð- ar niður um ræsi afskriftanna á með- an meðaljóninn er fastur á þrælaklafa bankans. Vinstristjórnin var með þá stefnu að þjóðin fengi að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu. Það hefur dreg- ist vegna átaka og ólgu innan Vinstri grænna. Nú vilja sumir þeirra ganga þvert á loforð og stjórnarsáttmála með því að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort halda eigi við- ræðum áfram. Það á sem sagt að freista þess að taka af fólki þann rétt að segja nei eða já við Evrópusambandinu. Draumurinn um vinstristjórn sem myndi siðvæða Ísland hefur að hluta til brugðist. Það væri ósanngjarnt að halda því fram að það sé vegna fláræð- is foringjanna Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar. Þau vildu örugglega standa við stóru loforðin. Vandinn er sá að þau gátu það ekki vegna innbyrðis deilna, sérstaklega í VG. Afleiðingin er sú að ríkisstjórnin hefur á sér yfirbragð mistaka og getuleysis. Það er á ábyrgð sundrungaraflanna að svikulir stjórn- arflokkarnir haltra til næstu kosninga. Ferill þeirra er varðaður sviknum lof- orðum og það eru sáralitlar líkur á að vinstristjórnin vonda haldi meirihluta sínum. Óþarfi að auglýsa n Þrátt fyrir yfirlýstan vilja til siðvæðingar hafa stjórn- arflokkarnir verið lítið fyr- ir að auglýsa störf eða leggja lykkju á leið sína við mannaráðningar. Elva Björk Sverrisdóttir, fyrrverandi blaðamaður, var ráðin fjöl- miðlafulltrúi fjármálaráðu- neytisins án auglýsingar. Ráðningin er þó tímabundin eða á meðan Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir er í fæðingaror- lofi. Oddný Harðardóttir fjár- málaráðherra er væntanlega ábyrg. Ímyndað fylgi n Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Lilja Mósesdóttir tilkynnti að hún myndi axla ábyrgð af „fylgistapi“, sem að vísu er ímynd- að, og hætta sem formað- ur Samstöðu. Lilja á að baki nokkra þrauta- göngu með flokkinn. Fyrst hætti Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur í fússi. Síðast kvaddi Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, stjórnandi Fjölskyldu- hjálparinnar, vegna þess að Lilja og aðrir þingmenn út- hlutuðu sér ókeypis lífsins gæðum á borð við heilsu- rækt og gleraugu. Nú virðast endalokin blasa við. Rjómi 365 n Rjóminn af karlpeningi fréttaliðs 365 gerði í síðustu viku góða ferð til London til að kynna sér fjölmiðla. Sá sem bar hitann og þung- ann af ferðinni var Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðv- ar 2. Þorbjörn vakti athygli í réttarhöldum landsdóms yfir Geir H. Haarde vegna lat- ínuþekkingar sinnar. Þá eru margir hrifnir af klæðnaði hans en Þorbjörn hefur með- al annars sýnt þjóðinni inn í fataskáp sinn í fjölmiðli. Víst er að hann getur kennt Bret- um eitt og annað þegar litið er til fágaðrar framkomu og tungumála. Rauðskjár Páls n Sú skoðun virðist nokkuð almenn, sérstaklega meðal sjálfstæðismanna, að Óðinn Jónsson fréttastjóri Ríkisút- varpsins og Páll Magnússon útvarpsstjóri gangi leynt og ljóst erinda Samfylkingar í fréttaflutningi. Það er reynd- ar gömul saga og ný að RÚV sé talið hallt undir ráðandi stjórnmálaafl. Þannig þóttu ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins njóta sérstakrar náðar ríkisfjölmiðilsins á með- an flokkurinn var við völd. Þannig var Davíð Oddssyni á sínum tíma hlíft við því að sent yrði út myndskeið þar sem hann hraunaði yfir Ara Sigvaldason, þáverandi fréttamann. Var Ríkisútvarp- ið þá gjarnan kallað Bláskjár. Nú er þetta spurning um Rauðskjá. Þetta er frekar mikið sjokk Ég sveiflaðist eins og pendúll Sigurjón Sighvats um andlát Tony Scott. – DV Edda Jónsdóttir markþjálfi leitaði sér hjálpar. – DV Vond vinstristjórn I ngi Kristmanns 11 ára, hefur það ekki gott í skólanum sínum. Hann fylgir ekki jafnöldrum sínum í þroska og hefur verið greindur með þroskahömlun. Hann er mikið einn, á ekki vini og hann finnur sig ekki til- heyra neinum. Í grunnskólalögum segir að foreldr- ar geti sótt um í sérskóla eða sérdeild fyrir barn sem ekki nýtur sín í almenna skólanum. Það eru reyndar engar starfsdeildir starfræktar fyrir börn eins og Inga en það er einn sérskóli á landinu fyrir börn með þroskahömlun, Klettaskóli. Í Klettaskóla er samfélag barna sem eru á svipuðu róli og Ingi. Þar myndi hann, án efa, finna sig og eign- ast vini og félaga en samfélag við jafn- ingja er afar mikilvægt fyrir sjálfsmynd og þroska barna. Foreldrar Inga sóttu um skólavist fyrir hann síðastliðið vor. Umsókn Inga var hafnað á grund- velli inntökuskilyrða sem sett voru árið 2008. Samkvæmt þeim eru það einungis foreldrar SUMRA þroskaheftra barna sem geta sótt um í sérskóla fyrir börn sín það er barna sem hafa greindarvísitölu undir 50 eða hafa viðbótarfatlanir. Í lögum um grunnskóla segir að foreldrar geti kært ákvörðun skólayf- irvalda varðandi skólagöngu barna sinna til menntamálaráðherra. For- eldrar Inga lögðu fram kæru til ráð- herra í maí og nú rétt fyrir skólabyrjun sendir ráðherra þeim greinargerð frá borgarlögmanni sem þeim er boðið að svara. Ingi þurfti því að fara í gamla skólann sinn meðan við hin sungum við skólasetningu Klettaskóla skóla- sönginn þar sem segir: „Klettaskóli – segir þú ert velkominn!“ Í baráttu starfshóps fyrir rétti barna til að ganga í sérskóla hefur meðal annars verið reynt að leita svara við spurningunni: hvers vegna mega börn með þroskahömlun ekki ganga í sér- skóla. Svör hafa verið fá og rýr, ýmist háfleyg, almenn, yfirlætisfull eða bein- línis fáránleg. Til dæmis að börn eins og Ingi megi ekki ganga í sérskóla af því „þau hafa rétt á að ganga í almenn- an skóla“ og að ófötluð börn hafi svo gott af því að umgangast börn eins og Inga. Líðan og velferð Inga vegur þá létt (eiginlega ekki neitt) á móti hugs- anlegum lærdómi sem skólafélagar hans geta dregið af kynnum við hann. Þá má Ingi ekki ganga í sérskóla vegna stefnu um skóla án aðgreiningar. Bent hefur verið á að það sé dýrara að hafa fötluð börn í sérskóla en í al- mennum skóla. Það er eflaust rétt á meðan þjónusta við þroskaheft barn í almenna skólanum kostar ekki meira en það sem samsvarar launum ófag- lærðs stuðningsfulltrúa. Sem foreldri barns sem á undir högg að sækja vegna fötlunar, þykir mér engin þjónusta of dýr fyrir fötluð börn. Fræðsluyfirvöldum ætti að vera orðið nokkuð ljóst að foreldrar fatlaðra barna eru ekki allir sama sinnis varð- andi menntun og skólagöngu barna sinna. Sumir foreldrar telja almenna skólann betri kost fyrir fötluð börn sín, aðrir telja að börnum sínum farnist betur í sérskóla. Við sem veljum sér- skólann erum fylgjandi rétti fatlaðra barna til að ganga í almennan skóla en við erum líka fylgjandi því að fötl- uð börn hafi rétt á að ganga í sérskóla. Við viljum að báðir valkostirnir séu í boði. Hvað er eiginlega svona slæmt við það? Jú, og nú kemur það ömurleg- asta! Þeir sem með völdin fara trúa því að á meðan sérskólinn sé í boði geti skóli án aðgreiningar ekki gengið upp! Ingi þarf því að ganga í almenn- an skóla svo að skóli án aðgreiningar virki. Ef skóli án aðgreiningar er ekki að gera sig eins vel og vonir stóðu til, getur verið að einhverju öðru sé um að kenna en tilvist sérskólans? Og hvers á Ingi að gjalda? Þótt flestir sjái ranglætið í því að neita barni eins og Inga um skólavist í sérskóla, virðist það borin von að fræðsluyfirvöld í Reykjavík sjái að sér. Þar á bæ ríkir þröngsýn einstefna, þvermóðska og pólitískur rétttrúnaður sem hefur lítið pláss fyrir mannskiln- ing og skynsemi. Viðbrögð við kæru foreldra Inga voru vonbrigði en góðu fréttirnar eru þó þær að frá því að baráttan fyrir rétti barna með þroskahömlun til að ganga í sérskóla hófst, hafa sífellt fleiri lýst yfir stuðningi við þetta réttlætismál og má þar nefna Kennarasamband Íslands, Umsjónarfélag einhverfra og Félag áhugafólks um Downs-heilkennið auk fjölda annarra, bæði lærðra og leikra. Stefnan um skóla án aðgreiningar á ekki að útiloka aðra valkosti eins og sérskóla og fötluð börn eiga ekki að vera fórnarkostnaður fyrir framgang pólitískrar stefnu. Vonandi beitir ráðherra sér fyrir því að Ingi komist í Klettaskóla þar sem vin- ir hans munu bjóða hann velkominn. Höfundur er kennari, sálfræðingur og foreldri barns með þroskahömlun. Kjallari Ásta Kristrún Ólafsdóttir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 27. ágúst 2012 Mánudagur „Nýtt Ísland virtist vera í sjónmáli Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Þröngsýni og þvermóðska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.