Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 18
Ókeypis ofurfæða Lagið sjálf rispur og skemmdir n Ekki alltaf nauðsynlegt að fara með bílinn á verkstæði F lestir bíleigendur kannast við að hafa fengið litlar rispur eða skemmdir á lakk bíla sinna og að það kostar pening að fara með bílinn á verkstæði til að láta laga þetta. Það þarf þó ekki að vera flókið að laga sjálfur slíkar rispur og skemmdir held- ur þarfnast einungis smá nákvæmni og styrkrar handar til að það komi vel út. Hér eru nokkur ráð frá politiken.dk um hvernig skuli meta það og hvernig viðgerðin fer fram: 1 Athugaðu hve stór og djúp rispan er. Sé hún það djúp að það sést í málminn undir þá gæti orðið erfitt að laga þetta sjálfur svo vel sé. Stórar rispur og skemmdir er best að fara með til sérfræðinga til að fá fullnægjandi útkomu. Ástæðan er meðal annars sú að sé komið niður í málminn þá þarf hann sérstaka meðhöndlun áður en lakkið er sett yfir. 2 Ef bíleigendur meta svo að þeir geti sjálfir lagað rispuna er mikilvægt þrífa rispuna og svæðið í kringum hana vel. Hægt er að nota terpentínu eða naglalakkseyði til að ná allri fitu í burtu. 3 Ef það þarf að hylja málm þá skal kaupa þar til gerðan grunn sem er borinn varlega á málminn. Hann er látinn þorna áður en lengra er haldið. 4 Ráðlagt er að kaupa lakkið hjá um­boðinu, verkstæðum sem sprauta bíla eða öðrum bílabúðum. Lakkið er borið á eða smurt ofan í rispuna. 5 Daginn eftir er gott að fara með bón­vél yfir svæðið en það jafnar út flötinn og gefur gljáandi yfirborð. 6 Alltaf skal athuga hvort slík heima­viðgerð hafi áhrif á tryggingar bílsins. 18 Neytendur 27. ágúst 2012 Mánudagur Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr. Algengt verð 252,4 kr. 254,4 kr. Höfuðborgarsv. 252,3 kr. 254,3 kr. Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr. Algengt verð 254,6 kr. 254,9 kr. Melabraut 252,4 kr. 254,4 kr. Eldsneytisverð 26. ágúst BEnsín Dísil Einstök þjónustu- lund bílstjóra n Lofið að þessu sinni fær bílstjóri leiðar 1 hjá Strætó. Kona hafði sam- band og lýsti einstakri þjónustu- lund bílstjórans. Bílstjórinn stöðv- aði á Arnarneshæð og beið þar, án þess að farþegar sæju að ástæða væri til. Í ljós kom að hann hafði séð dreng á hlaupum sem stefndi á stoppistöðina. Bílstjórinn hefði auðveldlega getað haldið sína leið en beið. Þegar drengur- inn steig upp í vagninn sagði bílstjórinn: Væni minn, gleymdir þú ekki einhverju og drengur- inn leit út. Jú, lítill bakpoki hafði losnað af öxl hans og lá í mó- anum. Dreng- urinn náði í pok- ann og áfram hélt vagninn. Þurfa að muna eftir Vildar- punktum n Lastið fær Icelandair „Þetta er varðandi Vildarpunktana. Engir punktar fást nema þú minnist á það sérstaklega að þú viljir fá þá. Ég gleymi oftast að nefna þá þegar ég kaupi flug og hef því misst af mörg- um. Skilyrðið fyrir því að Vildar- punktarnir virki er að viðskiptavin- ur verði alltaf sjálfur að minna á þá. Þó er kort aðeins auðkennt með kennitölu viðkomandi korthafa, sem ætti að gera málið auðveldara,“ segir viðskiptavinur. DV hafði samband við Ingi- björgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumann Icelandair Saga Club. „Icelandair er ekki heimilt að geyma kortanúmer og hvergi í bókunarferlinu er beðið um kennitölu sem hægt er að auð- kenna með. Eina leiðin fyrir okkur að veita réttan fjölda punkta fyrir viðkomandi flug er að félagi skrái Sagakortsnúmerið sitt í bókunina og er Sagakortsnúm- erið á sama stað og viðkomandi skrá- ir inn nafn og því mjög áberandi . Ef félagar okkar gleyma að skrá inn Sagakorts- númerið sitt í bókunina þá geta þeir skráð núm- erið eftir á og allt að 12 mánuðum aftur í tímann. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is n Það margborgar sig að eyða nokkrum klukkutímum að hausti við að tína bláber B erjatínslutíminn fer að ná hámarki og margir flykkjast nú út fyrir borgar- og bæj- armörkin til að næla sér í þennan náttúrulega holl- ustugjafa. Það getur borgað sig að tína berin sjálfur því að kílóið af þeim kostar um það bil 3.500 krónur úti í búð. Samkvæmt reglugerð um nátt- úruvernd er öllum heimilt að tína ber á landsvæðum utan landareigna lögbýla. Það er landsmönnum því ekkert til fyrirstöðu að nýta sér berin, hvort sem það er til að tína upp í sig jafnóðum eða til að geyma og nota í matargerð seinna meir. Berjavinir Á síðu Berjavina, berjavinir.com, má finna upplýsingar um berjahorfur og berjafréttir af landinu. „Berjavin- ir voru stofnaðir fyrir nokkrum árum og tilgangurinn var fyrst og fremst að stofna samfélag fyrir þá sem hafa áhuga á villtum berjum á Íslandi. Einnig var hugmyndin að tengja þetta við ferðaþjónustu og möguleika til at- vinnusköpunar fyrir utan almenn- an áhuga á berjum,“ segir Þorvaldur Pálmason en vefurinn er samstarfs- verkefni hans og bróður hans, Kon- ráðs B. Pálmasonar. Fyrir nokkrum árum könnuðu Berjavinir hve mikið væri flutt inn af erlendum bláberjum og segir Þor- valdur að um óhemju magn hafi verið að ræða. „Við skoðuðum innflutnings- skýrslur og sáum að það voru um 90 tonn af bláberjum sem voru flutt inn það árið. Þetta er vaxandi iðnaður og það er búið að markaðssetja hollustu bláberjanna á alheimsvísu. Ég held að íslensku bláberin muni koma sterk inn að þessu leyti þar sem þau standa framarlega hvað hollustu varðar,“ seg- ir hann og vonast til að við getum farið að nýta íslensku berin betur. nokkrir lítrar á klukkutíma Það getur verið heilmikill sparnaður að tína berin sjálfur en DV kannaði verð á bláberjum í nokkrum verslun- um. Í Nóatúni eru seld hollensk ber og kostar 125 gramma askja 449 krónur sem gera 3.592 krónur á kílóið. Einnig fengust þær upplýsingar að ekki fáist þar íslensk ber þessa stundina en þar sé áhugi á að geta boðið upp á slíkt. Í Hagkaupum eru seld íslensk ber í 125 gramma öskjum á 549 krónur eða 4.392 krónur kílóið og í 10–11 er askja af sömu stærð með berjum frá Kanada á 799 krónur eða 6.392 krónur kílóið. Þorvaldur segir að meðaltínslu- maður ætti að geta tínt nokkra lítra af berjum á klukkutíma. „Það er að sjálf- sögðu misjafnt hvort fólk handtín- ir eða notar berjatínur. Þegar ég var við betri heilsu tíndi ég jafnvel 5 lítra á klukkustund svo það er hægt að ná ágætisárangri,“ segir hann en bendir á að sumir vilji einungis handtína og það geti tekið lengri tíma. Það sé hægt að nota berjatínu þegar útlit berjanna skiptir ekki máli og fólk hafi í huga að frysta berin eða nota þau í búst. Berjaspretta hefur aukist Að sögn Þorvaldar er berjasprett- an góð á Suðurlandi, Vesturlandi og öllum Vestfjarðakjálkanum vestur á Strandir. Það berist hins vegar minna af fréttum frá Norðurlandi og í Svarf- aðardal hafi til dæmis Birkifeti haft alvarleg áhrif. Aðspurður um góð berjalönd í nágrenni við höfuðborgar- svæðið bendir Þorvaldur á Mosfells- dalinn, Kjós og Skorradalinn. Hann segir að uppáhaldsberjasvæði hans séu þó í Borgarfirðinum þar sem hann bjó lengi. „Mínir uppáhaldsstaðir eru þar víða en ég nefni engan sérstakan.“ Það hafa margir haft áhyggjur af berjum í ár þar sem vorið var kalt og miklir þurrkar hafa verið í sumar. Þor- valdur segir að hann hafi einnig haft áhyggjur af því. „Ég lét minna hafa eftir mér til að byrja með en ég hafði áhyggjur. Þrátt fyrir þetta þá lítur þetta allt mjög vel út núna,“ segir hann og Berjavinirnir Þorvaldur og Konráð Pálma­ synir ásamt Sveini Rúnari Haukssyni sem sér um greinaskrif á vefinn berjavinir.com „Ég held að ís- lensku bláberin muni koma sterk inn að þessu leyti þar sem þau standa framarlega hvað hollustu varðar. Aðalbláber n Aðalbláber finnast helst hér á landi á Vestfjörð­ um og á Norðurlandi en þau vaxa raunar víða; á Austurlandi og Vesturlandi, meðal annars í Borg­ arfirði, Dalasýslu og á Snæfellsnesi. n Aðalbláberin eru frábrugðin venjuleg­ um bláberjum á þann hátt að þau eru dekkri og geta bæði verið blá og svört. Á Norðurlandi, til dæmis í Svarfaðardal, eru svörtu berin nánast ríkjandi og Svarfdælingar kalla þau aðalber. Lyng aðalbláberja er ljósgrænt með tenntum blöðum. HEiMilD: BErjavinir.coM Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Heimaverkstæði Þeir sem treysta sér til, geta lagað litlar rispur í lakkinu sjálfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.