Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 19
Ókeypis ofurfæða Neytendur 19Mánudagur 27. ágúst 2012 bætir við að berjaspretta hafi almennt aukist með hlýnandi veðurfari hér á landi og það til muna. Frysta eða þurrka Nýtínd ber eru gómsæt og bragðmeiri ef þau eru borðuð við stofuhita held- ur en ef þau eru köld. Vilji berjaunn- endur geyma þau til seinni tíma eru til ýmis ráð við því. Ein leiðin er að frysta þau heil. Þá er gott að setja einfalt lag af berjum á smjörpappír og frysta í smástund en með því kemur þú í veg fyrir að berin festist saman. Síðan eru þau sett í poka og þá er gott ráð að skipta þeim niður í hæfilega skammta til að hægt sé að ná sér í einn og einn poka í allan vetur. Þorvaldur segir að þegar hann frysti ber finnist honum best að setja þau í safapressu og frysta safann án þess að bæta sykri út í. „Ég vil ekki eyðileggja vöruna með sykri eins og var gert áður fyrr.“ Hann segist einnig hafa prófað að þurrka berin en þá set- ur hann þau í ofnskúffu og dreifir úr þeim. Ofninn stillir hann á 50 gráð- ur og hefur berin í honum í nokkra klukkutíma. „Þetta er hið fínasta snakk og einnig er hægt að nota þetta í salat en hollustan helst í berjunum.“ Bláberin má nota á ýmsa vegu eins og flestir þekkja en vinsælast er að sulta eða safta berin en einnig eru þau notuð í bakstur og í sósur og búst. n Ofurfæða Að fara í berjamó er góð fjölskyldusamvera og þá er um að gera að hvetja börnin til að tína beint upp í sig eins og þau lystir en börn á Íslandi borða almennt of lítið af ávöxtum. Það sem gerir berin svo holl er að þau eru auðug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öðrum hollustuefnum. Á vef Landlæknisembættisins segir að þau séu sérlega rík af C-vítamíni en auk þess er talsvert af E-vítamíni í þeim. Bæði vítamínin séu andoxunarefni sem hindri myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Sindurefnin eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróist í líkamanum og nefndir eru sjúkdómar svo sem krabbamein, æðakölkun og ský á auga. Auk þess er rætt um bláa efnið í berjunum og sagt að það sé virkt andoxunarefni sem talið sé ástæða fyrir hollustu þeirra. Þá er einnig bent á að þeir sem þurfa að huga að þyngdinni geti glaðst yfir því að það er óhætt að borða töluvert af berjunum því í 100 grömmum af bláberjum eru ekki nema um það bil 60 hitaeiningar. Í sama magni séu 38 milligrömm af C-vítamíni sem eru tæplega 2/3 hlutar af ráðlögðum dagskammti og um 20 prósent af ráðlögðum dagskammti af E-vítamíni. Einnig er talið að bláberin séu mjög holl fyrir hjartað þar sem þau vinna á slæma kólesterólinu og koma að góðum notum við þvagfærasýkingu, bæta meltingu og hindra bakteríusýkingu. Þetta kemur fram á heilsubot.is og þar segir einnig að talið sé að efnið pterostilben sem er í berjunum geti dregið úr hættu á ristilkrabbameini. Bláberja búst Það er tilvalið að eiga ber í frystinum og nota þau í búst í vetur. Bláberjauppskriftir Bláberjaostakaka Botn 4 dl möndlur 3 dl döðlur ½ tsk. Himalaya salt n Allt sett í matvinnsluvél og hrært þangað til allt loðir vel saman. Sett í sílikonform og pressað vel niður og þannig búin til „skál“ upp á kantana. Fylling 3 dl kasjúhnetur 2 dl kókosolía 1 dl vatn 1 dl sæta (hunang, kókossýróp, agave…) 1 tsk. vanilluduft ½ tsk. Himalaya salt 300 gr bláber n Allt nema berin sett í matvinnsluvél og blandað þar til fyllingin verður silkimjúk. Bláberjunum svo blandað varlega saman við og öllu hellt í botninn. Sett í frysti í að minnsta kosti 8 tíma og tekið út um það bil 1 til 2 tímum áður en borið er fram. UppskriFt á Berjavinir.coM aðalbláberjasaft Hrat af 3 kg af bláberjum 2 ltr. vatn 750 gr sykur Safi úr einni sítrónu 1 msk. vínsýra í hvern lítra n Setjið hratið af berjunum í pott með 2 lítrum af vatni og látið sjóða í 15 mínútur. Strengið grisju yfir ílát og hellið berjun- um á hana. Mælið saftina og hellið henni í pott. Bætið við sykri og sítrónusafa. Látið sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum og blandið vínsýru út í. Hellið heitri saftinni á heitar og hreinar flöskur og lokið strax. UppskriFt á Berjavinir.coM Í berjamó Þessi ofurfæða er stútfull af vítamínum og andox- unarefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.