Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2012, Blaðsíða 24
M ér hefur ekki dottið það í hug,“ segir Þorvald- ur Örlygsson, þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu, aðspurður um hvort hann hafi hugsað sér að hætta með liðið. Gengi liðsins í efstu deild í knattspyrnu versnar ár frá ári und- ir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og nú er liðið í bullandi fallbaráttu í Pepsi- deild karla þegar sex umferðir eru eftir. Í kvöld mætir Þorvaldur með lið sitt í Vesturbæinn og reynir að hella vatni á titilvonir KR en Fram tapaði fyrir þeim 1–2 á heimavelli fyrr í sumar. Hvort sem fólk kynnir sér um- ræðuna á spjallvef Fram eða tekur stuðningsmenn liðsins tali í leikjum þess virðist það samdóma álit flestra að löngu sé kominn tími til að láta Þorvald þjálfara taka pokann sinn. Ár eftir ár sé liðinu spáð ágætu gengi og jafnvel einu af toppsætunum en raun- veruleikinn sé allt annar og verri. Sé tölfræði liðsins undir stjórn Þorvaldar skoðuð frá því að hann tók við liðinu í október 2007 kemur líka í ljós að ár- angur liðsins versnar ár frá ári eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Þar sést að liðið endar neðar og neðar í töflunni ár frá ári þvert á það sem væri raun- in ef þjálfaranum væri í raun að takast að byggja upp til framtíðar. Stendur sína plikt Sjálfur fullyrðir Þorvaldur að hann hafi aldrei íhugað að láta af störfum sem þjálfari Fram. Þetta sé hans starf og því muni hann sinna áfram eins og verið hefur. Hann segist heldur ekki á endastöð með liðið og vill ekki ræða hvort stjórn knattspyrnudeild- ar Fram hafi gefið honum afarkosti. „Það er oft talað um að vera kominn á endastöð með einhver lið en þannig hef ég aldrei litið á það og ekki einu sinni komið til hugar að hætta. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna og það mun ég gera.“ Fall og ekki fall Þorvaldur segir að framundan séu ekkert erfiðari leikir en verið hafi hingað til í deildinni en í kvöld sæk- ir Fram KR heim í Frostaskjól. Vest- urbæjardrengirnir eru á blússandi siglingu eftir bikarsigur og ekki síður feikigóðan og sannfærandi útisigur á efsta liði deildarinnar FH í Kaplakrika í síðustu viku. „Það eru allir leikir erf- iðir nú sem áður en auðvitað standa vonir til að við getum gert góða ferð í Vesturbæinn. Hvað varðar hugsan- legt fall þá kemur það bara í ljós hvað verður og ég hugsa þá mín mál þegar og ef að því kemur. Stuðningsmenn æfir Það er engin nýlunda að stuðnings- menn liðsins séu ósáttir. Síðustu ár hefur Fram oftar en ekki verið spáð góðum og stundum frábærum ár- angri sem þó ekki kristallast í raun- veruleikanum þegar til kemur. Best sést þetta á spjallvef knattspyrnu- deildar þar sem þjálfarinn fær ófá- ar pillurnar. Ekki síst þótti bloggur- um sárgrætilegt að tapa stórt 4–2 fyrir Selfossi fyrir tveimur vikum en Selfoss er einnig í fallbaráttu eins og Fram. Ýmsum er líka tíðrætt um að dapurt gengi í svo langan tíma hafi slæm áhrif á stuðningsmannahóp- inn og alla stemningu kringum liðið á leikjum þess. Hún sé nánast að engu orðin. Stjarnan skín skært n Enn einn bikarinn í Garðabæinn S túlkurnar í liði Stjörnunnar í Garðabæ eru hægt og bítandi að skrá sig í sögubækurnar en um helgina varð liðið bikarmeistari eftir 1–0 sigur á liði Vals. Stjarnan er því tímabundið handhafi beggja stóru titl- anna í kvennafótboltanum. Sigurinn var verðskuldaður þó lengi vel hafi allt verið í járnum á milli lið- anna en í deildinni í sumar hafa bæði liðin skipst á að sigra. Stjarnan hafði betur að Hlíðarenda 1–2 en Valsstúlk- ur hefndu fyrir það tap með 2–3 sigri í Garðabænum fyrr í þessum mánuði. Fyrirliði Stjörnunnar, Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, kláraði leikinn en glæsilegt langskot hennar af 25 metra færi á 80. mínútu hafnaði í þakhorni Valsstúlkna og átti góður markvörður Vals litla möguleika. Þó jafnræði hafi verið með liðun- um tveimur á löngum köflum í leikn- um var Stjarnan alltaf aðeins hættu- legra liðið fram á við og misnotuðu Stjörnustelpur tvö dauðafæri snemma leiks. Að sama skapi ógnuðu Valsstúlk- ur aldrei verulega marki Garðbæing- anna. Ber tölfræði leiksins þessu vitni en Stjarnan átti alls 12 skot að marki Vals meðan þær síðarnefndu skutu sex sinnum að marki Stjörnunnar. Er þetta fyrsti bikarmeistaratitill stúlknanna úr Garðabænum en þær eru núverandi Íslandsmeistarar að auki. Ólíklegt er þó eins og staðan er í Pepsi-deild kvenna að þær haldi þeim titli. Stjarnan er nú sex stigum á eft- ir Þór/KA sem situr í efsta sætinu og aðeins þrjár umferðir eftir. Valsstelpur verma síðan fjórða sætið. 24 Sport 27. ágúst 2012 Mánudagur Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Þorvaldur rólegur Ekki hvarflað að honum að hætta með Fram þó gengi liðsins undir hans stjórn fari mjög niður á við. Kátar Stjörnustelpur Fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í kvennafótboltanum í höfn. M y n d K SÍ Gengi Fram undir stjórn Þorvaldar: U J T M S 2008: 3. sætið 13 1 8 +10 40 2009: 4. sætið 10 4 8 +8 34 2010: 5. sætið 9 5 8 0 32 2011: 9. sætið 6 6 10 - 8 24 2012: 10. sætið 5 1 10 - 6 16 * * SEx UMFErðir Enn EFTir Lokaleikir Fram á þessari leiktíð: 27. ágúst KR - Fram 03. september Fram - Fylkir 16. september Keflavík - Fram 20. september Fram - Stjarnan 23. september ÍA - Fram 29. september Fram - ÍBV Úrslit og staða Pepsi-deild karla Leikir dagsins: ÍA – Grindavík 2–1 1-0 Dean Martin (22.), 2-0 Garðar Gunnlaugsson (74.), 2-1 Scott Ramsey (88.) Fylkir – FH 0–1 0-1 Einar Ingvarsson (52.) Breiðablik – Selfoss 1–1 1-0 Rafn Haraldsson (33.), 1-1 Tómas Leifsson (64.) Stjarnan – ÍBV 1–1 1-0 Alexander Scholtz v. (19.), 1-1 Arnór Ólafsson (81.) Staðan L U J T Skor Stig 1 FH 16 11 2 3 38:17 35 2 KR 16 9 3 4 31:21 30 3 ÍBV 16 8 3 5 28:14 27 4 ÍA 17 8 3 6 27:31 27 5 Stjarnan 17 6 8 3 35:31 26 6 Keflavík 16 7 3 6 27:23 24 7 Breiðablik 17 6 5 6 18:22 23 8 Fylkir 17 6 5 6 22:30 23 9 Valur 16 7 0 9 24:25 21 10 Fram 16 5 1 10 22:28 16 11 Selfoss 17 4 3 10 24:34 15 12 Grindavík 17 2 4 11 23:43 10 Enska úrvalsdeildin Southampton – Wigan 0–2 0–1 Di Santo (51.), 0–2 Kone (89.) Swansea – West Ham 3–0 1–0 Rangel (20.), 2–0 Michu (29.), 3–0 Graham (64.) Aston Villa – Everton 1–3 0–1 Pienaar (3.), 0–2 Fellaini (31.), 0–3 Jelavic (43.), 1–3 Ahmadi (74.) Tottenham – West Brom 1–1 1–0 Ekotto (74.) 1–1 Morrison (90.) Manchester United – Fulham 3–2 0–1 Duff (3.),1–1 Persie (10.), 2–1 Kagawa (35.), 3–1 Rafael (41.), 3–2 Vidic sjm. (64.) Norwich – QPR 1–1 1–0 Jackson (11.), 1–1 Zamora (19.) Chelsea – Newcastle 2–0 1–0 Hazard v. (22.), 2–0 Torres (45.) Stoke – Arsenal 0–0 Liverpool – Manchester City 2–2 1–0 Skrtel (35.) Staðan L U J T Skor Stig 1 Chelsea 3 3 0 0 8:2 9 2 Swansea 2 2 0 0 8:0 6 3 Everton 2 2 0 0 4:1 6 4 WBA 2 1 1 0 4:1 4 5 Man.City 2 1 1 0 5:4 4 6 Fulham 2 1 0 1 7:3 3 7 Man.Utd. 2 1 0 1 3:3 3 8 Wigan 2 1 0 1 2:2 3 9 Newcastle 2 1 0 1 2:3 3 10 West Ham 2 1 0 1 1:3 3 11 Stoke 2 0 2 0 1:1 2 12 Arsenal 2 0 2 0 0:0 2 13 Sunderland 1 0 1 0 0:0 1 14 Tottenham 2 0 1 1 2:3 1 15 Reading 2 0 1 1 3:5 1 16 Liverpool 2 0 1 1 2:5 1 17 Norwich 2 0 1 1 1:6 1 18 QPR 2 0 1 1 1:6 1 19 Southampton 2 0 0 2 2:5 0 20 Aston Villa 2 0 0 2 1:4 0 Spænski boltinn Real Sociedad – Celta 2–1 0–1 Lucas (49.), 1–1 Agirretxe (53.), 2–1 Agirretxe (60.) Betis – Rayo 1–2 0–1 Piti (2.), 1–1 Molina (4.), 1–2 Leo (62.) Espanyol – Zaragoza 1–2 1–0 Vasquez (43.), 1–1 Apono v. (51.), 1–2 Postiga (89.) Malaga – Mallorca 1–1 0–1 Hemed (67.), 1–1 Juanmi (77.) Osasuna – Barcelona 1-2 1-0 Joseba Llorente (17.) 1-1 Lionel Messi (76.) 1-2 Lionel Messi (80,) n Francisco Punal (79.) Getafe – Real Madrid 2-1 0-1 Gonzalo Higuain (‚28) 1-1 Juan Valera (‚53) 2-1 Abdelaziz Barrada (‚75) Granada – Sevilla 1-1 1-0 Mikel Rico (‚36) 1-1 Alvaro Negredo (‚44) Staðan L U J T Skor Stig 1 Barcelona 2 2 0 0 7:2 6 2 Rayo Vallecano 2 2 0 0 3:1 6 3 Mallorca 2 1 1 0 3:2 4 4 Málaga 2 1 1 0 2:1 4 5 Sevilla 2 1 1 0 3:2 4 6 Dep. La Coruna 1 1 0 0 2:0 3 7 R.Valladolid 1 1 0 0 1:0 3 8 Real Betis 2 1 0 1 6:5 3 9 Getafe 2 1 0 1 3:3 3 10 R.Zaragoza 2 1 0 1 2:2 3 11 R.Sociedad 2 1 0 1 3:6 3 12 Atl.Madrid 1 0 1 0 1:1 1 13 Valencia 1 0 1 0 1:1 1 14 Levante 1 0 1 0 1:1 1 15 Real Madrid 2 0 1 1 2:3 1 16 Granada 2 0 1 1 1:2 1 17 Ath.Bilbao 1 0 0 1 3:5 0 18 Espanyol 2 0 0 2 2:4 0 19 Celta 2 0 0 2 1:3 0 20 Osasuna 2 0 0 2 1:4 0 „Dettur ekki í hug að hætta“ n Gengi Fram versnar og versnar n Þjálfarinn situr sem fastast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.