Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 3
„Kjósa freKar að sofa úti“ H vað heitir þú?“ spurði gestur í boðinu og þegar hún svaraði starði hann hljóður um stund, bað hana síðan um að endur- taka nafnið sitt og sneri sér svo að gestgjafanum til að fullvissa sig um hvort það gæti raunverulega verið að þessi unga dama héti Reykia Fick. Þannig lýsir Reykia Fick, 29 ára gömul Kanadamær, reynslu sinni úr fjölskylduboði hér á landi. Hún segir hlæjandi frá og bætir við: „Það er fyndið. Frænka mín sem var líka hér á landi heitir Mekkín. Í Kanada er það mjög sjaldgæft nafn en hér á landi er það vel þekkt og þykir eðlilegt. En þótt nafn mitt sé frá Íslandi þykir það jafnvel enn fyndnara hér.“ Afi frá Íslandi Reykia býr í Þýskalandi um þess- ar mundir og var á heimleið þegar blaðamaður náði af henni tali. Síð- ustu tíu dagana hefur hún ferðast um Ísland, heimsótt ættingja og fundið ræturnar. Afi hennar var fæddur og uppalinn í Borgarnesi en hélt vestur um haf þegar hann var 22 ára gamall. „Hann fór út í nám og hitti ömmu þar. Að námi loknu fóru þau aftur til Íslands þar sem föðursystir mín fæddist. Ættingjar mínir segja mér líka að hann hafi endurbætt uppskriftina að skyri því hann var líffræðing- ur og var að vinna með einhverjar bakteríuformúlur. Eftir fimm ára dvöl hér á landi fóru þau aftur til Bandaríkjanna en þetta voru erf- iðir tímar fyrir útlendinga þar og honum gekk illa að finna vinnu þannig að þau fóru yfir til Kanada þar sem hann fékk vinnu og pabbi minn fæddist. Afi dó síðan fyrir tíu árum síðan og þess vegna ákváð- um við að koma til Íslands núna, til að heiðra minningu hans.“ Komin heim Þetta er í fyrsta sinn sem hún kem- ur til Íslands og segir hún upp- lifunina einstaka að mörgu leyti. „Það er mjög sérstakt. Flestir í fjöl- skyldunni hafa komið til Íslands en ég hef aldrei komið hingað áður né heldur bróðir minn Galen og systir mín Lilia svo við ákváðum að fara saman. Frænka okkar var hér líka. Svo það var mjög gaman.“ Þau hafa farið vestur á land þar sem þau fóru í útilegu og heim- sóttu auðvitað gömlu heimaslóð- ir afa á Borgarnesi. Síðan hafa þau skoðað sig um í Reykjavík og heim- sótt ættingja. „Flesta er ég að hitta í fyrsta sinn, aðra sá ég síðast þegar ég var þriggja ára. Allir hafa ver- ið svo gestrisnir og góðir við okk- ur. Ég hef eytt tíma með virkilega skemmtilegu fólki hér og það hef- ur verið virkilega dásamleg upp- lifun að hitta íslensku fjölskylduna mína. Það skiptir mig máli að koma hingað og kynnast þessu fólki. Bakgrunnur minn er mjög bland- aður og það að ég sé að fjórða hluta Íslendingur eru sterkustu ræturn- ar mínar. Þegar ég kem hingað þar sem sagan er svona sterk og ég get rakið ættirnar aftur líður mér eins og ég sé komin heim,“ segir hún brosandi. Byrjaði sem grín Nafnið gerir þessa upplifun enn sterkari, enda skírð í höfuðið á Reykjavík. „Seinna nafnið mitt er Fick. Foreldrar mínir vildu gefa mér gott nafn, eitthvað sér- stakt og óvenjulegt. Þau nefndu mig ekki fyrr en ég var orðin tíu daga gömul því þau fóru í gegn- um svo margar hugmyndir. Á end- anum settust þau niður með föð- urbróður mínum, föðursystur og afa og ömmu. Þá fóru þau að gant- ast með það hvaða nafn þau gætu alls ekki gefið barni sem ber eft- irnafnið Fick. Eins og Tery út af terrifick. Eða Horry út af horrific. Þá sagði amma: „eða Reykia“ því Reykia Fick er eins og Reykjavík. Hún var að grínast en mamma og pabbi fengu hugljómun, sneru sér að hvort öðru og sögðu já! Amma reyndi að grípa inn í og sagði „nei, nei, ég var að djóka!“ En það var of seint. Mamma og pabbi elskuðu nafnið og þannig varð það mitt.“ Eins og gefur að skilja er nafnið mjög óvenjulegt og í æsku var hún ekki alltaf sátt. „Ég var kannski fjögurra, fimm ára gömul þegar mér líkaði alls ekki við þetta nafn. Þá óskaði ég þess að ég héti Rose. Ég vildi bara heita einhverju venjulegu nafni. En eftir því sem ég varð eldri lærði ég að meta það. Nú er ég mjög ánægð með það að nafn mitt sé svo óvenjulegt því það lætur mér líða eins og ég sé einstök manneskja. Nú þegar ég er hér á Íslandi kann ég enn betur að meta það því nafnið tengir mig við ræt- urnar.“ Fréttir 3Miðvikudagur 22. ágúst 2012 Heitir reyKia ficK eftir reyKjavíK n Afi var fæddur á Íslandi n Kom til að heiðra minningu hans Systkinin á Íslandi Galen, Reykia og Lilia standa hér alsæl á fjallstindi en þau komu við í Borgarnesi þar sem afi þeirra var fæddur og uppalinn, enda ferðin farin til að heiðra minningu hans. Byrjaði sem grín Þegar foreldrum Reykia gekk ekkert að finna nafn á hana sem þeim þótti nógu gott, settust þau niður með fjölskyldunni. Þá fóru þau að grínast með, hvað barn sem bæri eftir- nafnið Fick, gæti alls ekki heitið og amma hennar sagði Reykia út af tengingunni við Reykjavík. Foreldrar hennar féllu hins vegar strax fyrir því og þar með var rétta nafnið fundið. „Ég var kannski fjögurra, fimm ára gömul þegar mér líkaði alls ekki við þetta nafn. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is fagleg og starfsfólkið sé ekki í stakk búið að sinna jafn veiku fólki og sæk- ir aðstoð í skýlið. Þar stendur meðal annars: „Gistiskýlið væri mannað af starfsmönnum sem væru ekki fag- menntaðir,“ og „starfsmenn Gisti- skýlisins væru sumir hverjir ekki nógu langt komnir í sínum eigin bata“ og jafnvel „kannski sjálfir ný- hættir í neyslu“. En þó er tekið fram að starfsfólk skýlisins sé allt af vilja gert og láti sér annt um notendur skýlisins. „Hins vegar væri hugsan- legt að óöryggi og hræðsla starfs- manna við ákveðna notendur spil- aði inn í samskipti þeirra við þá.“ Áhersla á samvinnu Þórir segir það vera reglu að starfs- fólk sé búið að vera edrú í 1–2 ár áður en það fái vinnu í skýlinu en hins vegar séu ekki til fjármunir til að hafa fagmenntað fólk í vinnu. „Það er einn menntaður áfengis- ráðgjafi sem er í starfi í dag og ann- ar sem er í námi ásamt því að ég er menntaður áfengisráðgjafi með 30 ára reynslu. Það er mikil fagleg sam- vinna við félagsráðgjafa frá Þjón- ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Hvað sé hægt að gera í máli hvers og eins. Það voru aðstoðarmenn á aukavöktum sem voru með styttri edrútíma, en það er ekki lengur. Við erum að vinna þetta í samvinnu sem verktakar, auðvitað í samvinnu við borgina, ekki eins og við séum í einu horni og borgin í öðru. Við vinnum þetta í samvinnu. Svo má geta þess að við eigum mjög gott samstarf við sjúkrastofnanirnar og erum líka í mjög góðu samstarfi við lögreglu,“ segir Þórir. n n Segja aðbúnað í Gistiskýlinu lélegan n Innkaupareglur brotnar þegar samið var við Samhjálp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.