Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 6
Afskrifar kúlulánaskuld n Starfsmaður fékk lán hjá Glitni en afskrift hjá Íslandsbanka Í slandsbanki hefur afskrifað rúmlega 263 milljónir króna vegna gjaldþrots félagsins Milli stanga ehf. sem stofnað var utan um kúlulán fyrrverandi við­ skiptastjóra Glitnis. Kúlulánið fékk hann til að kaupa hlutabréf í bankanum í maí 2008 líkt og aðr­ ir lykilmenn bankans. Athygli vek­ ur að viðskiptastjórinn fyrrverandi Bjarni Jóhannesson starfar enn hjá Íslandsbanka, sem var því að afskrifa hundraða milljóna króna skuld hjá eigin starfsmanni. Engar eignir fundust í félaginu sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. maí 2012, einmitt þegar gjald­ dagi var á láninu sem félagið fékk hjá Glitni sumarið 2008. Íslands­ banki erfði skuldina sem stóð í 272 milljónum króna samkvæmt síðara ársreikningi Milli stanga ehf., fyrir árið 2010. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 263.206.353 krónum. Bjarni var einn 15 lykilstarfs­ manna Glitnis sem bankinn veitti lán í maí 2008 en alls námu þessi lán 8,3 milljörðum króna og voru þau veitt eignarhaldsfélögum fjór­ tán starfsmanna og eins stjórnar­ manns. Um þessar lánveitingar er fjallað í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis þar sem fram kemur að þrettán af eignarhaldsfélögun­ um fimmtán hafi heppilega ver­ ið stofnuð sama daginn, 17. maí 2008, af KPMG. Lánið til Milli stanga ehf. nam 171 milljón króna, það var í evrum og bar 9,98 pró­ senta vexti. Samkvæmt ársreikningum fé­ lagsins keypti félagið hlutabréf í Glitni í maí 2008. Þessi skuld hefur nú verið af­ skrifuð af Íslandsbanka þar sem Bjarni starfar enn. DV náði ekki tali af honum vegna málsins þar sem þær upplýsingar fengust hjá bankanum á þriðjudag að hann væri í fríi þar til síðar í vikunni. Bjarni er meðal nokkurra lyk­ ilstarfsmanna gamla Glitnis sem sendir voru í leyfi frá stöfum sín­ um hjá Íslandsbanka vegna annars vegar málaferla slitastjórnar Glitn­ is gegn fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis 2010 og hins vegar vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Bjarni hefur sömuleiðis verið yfir­ heyrður hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar á Glitni. mikael@dv.is 6 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur AFSKRIFA MILLJARÐA FASTEIGNAFÉLAGS K röfuhafar í þrotabú Ehald ehf, sem áður hét Eik Properties ehf., hafa þurft að afskrifa rúmlega 3.200 milljónir króna vegna gjaldþrots fél­ agsins sem árið 2008 var næststærsta fasteignafélag Íslands með fjársterka og stórhuga aðila sér að baki. Ehald ehf. var lýst gjaldþrota í janúar síð­ astliðnum en samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu á mánudag er skiptum á búinu nú lokið. Næststærst á Íslandi Lýstar kröfur námu rúmlega 3.800 milljónum króna en aðeins fengust rúmar 580 milljónir upp í þær kröfur. Rúmar 228 milljónir upp í veðtryggð­ ar kröfur og 353 milljónir upp í al­ mennar kröfur. Eftir standa rúmir 3,2 milljarðar sem kröfuhafar afskrifa. Félagið var stofnað árið 2007 en ári síðar voru félögin Eik fasteignafél­ ag hf. og Fasteignafélag Íslands ehf. færð undir Eik Properties svo úr varð næststærsta fasteignafélag á Íslandi á eftir Landic Properties. Þegar best lét var félagið metið á rúmlega 50.000 milljónir króna. Í eigu Saxbygg Félagið Saxbygg ehf., sem DV hef­ ur fjallað talsvert um, átti rúmlega helmingshlut (52%) í Eik Properties árið 2008 samkvæmt ársreikningi þess árs en Glitnir átti 46 prósent á sama tíma. Umfjöllun DV um Saxbygg hef­ ur snúið að eigendum félagsins sem stofnuðu það saman á sínum tíma. Verktakafyrirtækið Bygg, í eigu þeirra Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Héð­ inssonar, og Saxhóll, fjárfestingarfél­ ag Nóatúnsfjölskyldunnar svoköll­ uðu, stofnuðu Saxbygg á sínum tíma. Dótturfélag Saxbyggs, Saxbygg Invest, átti svo aftur rúmlega 5 pró­ senta hluta í Glitni við fall hans. Átti Smáralindina Í gegnum dótturfélög átti Eik Properties meðal annars Smáralind ehf., Norðurturninn ehf. sem mikið hefur verið fjallað um eftir hrun auk fjölda annarra fasteigna. Verulega fór að halla undan fæti hjá félaginu í árslok 2008 en sam­ kvæmt ársreikningi fyrir hrunár­ ið mikla nam tap á rekstri félagsins 19.900 milljónum króna. Svo fór að Íslandsbanki tók Eik Properties yfir árið 2010 og var fél­ agið samkvæmt síðasta ársreikn­ ingi í 100 prósenta eigu bankans. Samkeppniseftirlitið þurfti að sam­ þykkja yfirtökuna enda var hún álitin fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna. Var sú yfirtaka samþykkt með vissum skilyrðum í júlí 2010. n Félag Saxbyggs og Glitnis í þrot n Lítið brot fékkst upp í milljarðakröfur Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Gunnar og Gylfi Áttu ásamt Nóatúnssystkinun- um Eik Properties í gegnum ýmis félög áður en Íslands- banki tók það yfir og það var úrskurðað gjaldþrota. Norðurturninn Eik Properties átti tæplega 66 prósenta hlut í Fasteignafélagi Íslands sem aftur átti Norðurturninn og Eignarhalds- félagið Smáralind. Hér má sjá Norðurturninn þegar hann var í byggingu. Afskrifað Íslandsbanki afskrifaði 263 milljónir vegna láns sem Glitnir veitti félagi núverandi starfsmanns. Tengslin þegar allt var í blóma Bygg eiga: Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson. Saxhól eiga: Nóatúnssystkinin (Jón Þorsteinn Jónsson, Einar Örn Jónsson, Júlíus Þór Jónsson og Rut Jónsdóttir). Bygg Saxhóll Eik Properties 3,8 milljarða króna gjaldþrot Saxbygg ehf. (52%) Glitnir (46%) Gunnar og Gylfi Nóatúns- systkinin Deilt um árásirn- ar 11. september „Kanntu eðlisfræði? Hefurðu leik­ ið þér með eld?“ Þetta er á með­ al þeirra orða sem látin voru falla í þættinum Harmageddon á X­ inu 977 á þriðjudag. Þar var deilt harkalega um opinberu skýringuna á árásunum á Tvíburaturnana í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Gestir voru þeir Matthías Ás­ geirsson, einn af forsprökkum Van­ trúar, og Guðjón Heiðar Valgarðs­ son, sem sjá má á myndinni hér að ofan, en hann er umsjónarmað­ ur vefsíðunnar Gagnauga. Guðjón endurómaði að nokkru leyti skoð­ anir sem Þorsteinn Guðmunds­ son grínisti lét í ljós í Morgunút­ varpi Rásar 2 á föstudag. Þar hélt Þorsteinn því fram að byggingarn­ ar hefðu ekki hrunið vegna þess að flugvélar flugu inn í þær, held­ ur hefðu þær verið sprengdar með skipulegum hætti með sprengiefni. Guðjóni Heiðari var mikið niðri fyr­ ir í umræðunum í Harmageddon. Tilgreindi hann ótal atriði sem hann taldi veikja opinberu skýringuna á atburðunum en Matthías Ásgeirs­ son og þáttarstjórnendur gáfu lítið fyrir málflutning hans. Samið um tolla- og utanríkismál Samningsafstaða Íslands í málefn­ um utanríkistengsla og tolla hef­ ur verið send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins. Samninganefnd Íslands og utanrík­ ismálanefnd Alþingis hafa fjallað um hana auk þess sem ráðherranefnd um Evrópumál og ríkisstjórnin hefur samþykkt afstöðuna. Í samningsaf­ stöðunni kemur meðal annars fram að Ísland muni með nauðsynleg­ um lagabreytingum tryggja áfram­ haldandi öflug eftirlitsúrræði með ólöglegum innflutningi til landsins, ekki síst fíkniefnum. Þá er vikið að hugsanlegum neikvæðum áhrif­ um sem breyttir tollar gætu haft á innflutning aðfanga til mikilvægra atvinnuvega. Hvað utanríkistengsl varðar er fullyrt að stefna Íslands á sviði þróunarsamvinnu og mann­ úðar­ og neyðaraðstoðar falli vel að stefnu ESB á þeim sviðum. Óskað er eftir samstarfi við ESB um að áhrif aðildar Íslands að sambandinu hafi sem minnst áhrif á viðskipti við lönd utan þess, sérstaklega Færeyjar. Samningaviðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu snú­ ast um 33 kafla í regluverki ESB, auk kafla um stofnanir og annað. Samn­ ingum er þegar lokið um tíu þeirra. Björn Zoëga á Beinni línu Björn Zoëga, forstjóri Landspít­ alans, verður á Beinni línu á DV.is í dag, miðvikudag, klukkan 13. Björn stendur í eldlínunni á miklum niðurskurðartímum og hafa reglulega borist fréttir af slæmum tækjakosti Landspít­ alans. Þá eru einnig spennandi tímar framundan, meðal annars með tilkomu nýs sjúkrahúss. Slóðin á Beinu línuna er www. dv.is/beinlina. Lesendur þurfa að vera skráðir inn á Facebook til að senda spurningar inn. Þeim lesendum, sem ekki eru á Facebook, er bent á að senda sínar spurningar á netfangið rit­ stjorn@dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.