Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur É g held að almenna reglan í ís- lensku samfélagi hafi verið sú að fólki hafi verið treyst en ég held að það sé búið,“ seg- ir Einar Haugen hjá Capacent ráðningum um það hvort fólk þurfi að sýna fram á þá menntun sem það segist hafa þegar það sækir um störf. DV fjallaði á dögunum um Kristin Ólason, fyrrverandi stundakennara við Háskóla Íslands og rektor í Skál- holti. Upp komst að Kristinn hefði logið til um að hann hefði doktors- gráðu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði stundað nám við skólann sem hann sagðist vera með doktorspróf frá en aldrei klárað nám- ið. Þegar hann kom aftur heim til Ís- lands sagðist hann þó hafa klárað námið og var honum trúað. Með gráðuna að vopni þáði hann tæp- lega þriggja milljóna króna styrk frá Rannís/nýsköpunarsjóði náms- manna og skráði meðal annars rit- gerð sína í sérstakt doktorsritgerða- safn Landsbókasafns Íslands, án þess þó að skila nokkurn tímann inn ritgerðinni. Það hefur vakið athygli hversu léttilega Kristinn komst upp með að blekkja Háskóla Íslands, Landsbókasafn, Rannís og Þjóðkirkj- una. Sigmundur Davíð fjórsaga Þegar DV kannaði málið reyndist það líka vera raunin að ekki er hefð fyrir því að fólk sé látið koma með sönnun fyrir því hver menntun þess er held- ur sé orðum þess yfirleitt treyst. Fleiri Íslendingar hafa orðið uppvísir að því að segja rangt til um menntun sína. Til að mynda fjallaði Frétta- tíminn í apríl í fyrra um það að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, hefði orðið fjórsaga um menntun sína. Í viðtali við Morgunblaðið sagðist hann vera búinn að skrifa doktors- ritgerð sína í skipulagshagfræði en eiga bara eftir að verja hana við Ox- ford-háskóla. Á vef Alþingis væri sagt að að hann hefði lokið framhalds- námi í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Á tengslanetsíð- unni Linked-in væri hann skráður sem „independent Architecture and Planning Professional“ sem hefði menntað sig í Oxford-háskóla á árun- um 1995 til 2007. Og á Facebook-síðu sinni hefði hann svo titlað sig sem skipulagshagfræðing. Sigmundur tók þessum skrifum illa og svaraði þeim á þann hátt að honum hefði ekki gef- ist tími til að ljúka við doktorsnámið. Gísli Marteinn og stjórnmálafræðin Sigmundur er ekki eini stjórnmála- maðurinn þar sem menntun hefur ekki verið alveg á tæru. Gísli Mart- einn Baldursson var gagnrýndur árið 2005 fyrir að hafa sagt rangt frá menntun sinni í bókinni Íslensk- ir samtíðarmenn. Í bókinni stóð að hann væri með BA-próf í stjórn- málafræði sem hann reyndist svo ekki hafa, en Gísli nam þó stjórn- málafræði við HÍ en kláraði aldrei námið. Þegar upp komst um málið var Gísli gagnrýndur fyrir að svara ekki símtölum fjölmiðlafólks sem vildi fá útskýringar á málinu. Í við- tali við DV sagði hann: „Ég varð hissa enda aldrei ætlunin önnur en sú að segja sannleikann. Ég var á síðustu metrunum að klára stjórnmálafræði- prófið en lauk því ekki vegna anna. Það stóð aldrei annað til en að ljúka prófinu og ég geri það væntanlega síðar.“ Gísli stóð við orð sín og lauk náminu. Sönnunarbyrði á ábyrgð umsækjenda Þeir sem DV hefur rætt við segja óal- gengt að slíkt komi upp en þó séu vissulega dæmi um það. Dæmin séu líklega fleiri en vitað er um vegna þess hversu lítil áhersla sé á að sann- reyna að fólk hafi þá menntun sem það segist hafa. Einar hjá Capacent ráðningum segir líklegt að fleiri biðji um stað- festingar á gráðum nú í kjölfar um- ræðunnar. „Það verður meira að gera hjá háskólanum núna að prenta út gráður. Það er auðvitað á ábyrgð um- sækjanda að sanna það sem hann hefur,“ segir hann og tekur fram að misjafnt sé hvernig sé staðið að þessu í ráðningarferlinu. „Það er allur gang- ur á því. Oft er þetta bara athugað þegar gengið er frá starfskjarasamn- ingi og þess háttar. En það er mjög misjafnt hvernig þetta er gert,“ segir hann en segist ekki vita til þess að til- vik um falskar gráður hafi komið upp í ráðningarferli hjá fyrirtækinu. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða um það þar sem einhvern tímann er langur tími en ég man ekki til þess.“ Breyttar verklagsreglur í HÍ Ljóst er að verklagsreglum í Háskóla Íslands verður einnig breytt í kjöl- far máls Kristins. „Við höfum ekki gert kröfu um að stundakennarar framvísi prófskírteinum. Þetta hef- ur aldrei komið upp áður og það er mjög óvenjulegt að þetta gerist,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, í samtali við DV á dögunum. Hún sagði einnig að verklagsreglur sem snéru að þessu kæmu til með að breytast vegna fyrrgreinds atviks. „Þetta hefur orðið til þess að við munum krefja stundakennara um sönnun þess að þeir hafi þær gráður sem þeir segj- ast hafa,“ sagði Kristín og Ástráð- ur Eysteinsson, forseti hugvísinda- sviðs Háskóla Íslands, tók í sama streng: „Það verður farið í það fyrir mánaðamót að fá prófskírteini frá öllum stundakennurum sem ekki hafa skilað þeim inn.“ n „Almenna reglan að fólki sé treyst“ n Erfitt að koma upp um falsgráður n Ekki tilefni til að treysta umsækjendum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Það verður meira að gera hjá há- skólanum núna að prenta út gráður. Það er á ábyrgð umsækjanda að sanna það sem hann hefur. Fölsk doktorsgráða Kristinn Ólason þóttist vera með doktorsgráðu. MynD SkalHolt.iS Fjórsaga Sigmundur Davíð varð fjórsaga um menntun sína. Engin Ba-gráða Ranglega var sagt frá því í bókinni Íslenskir samtíðarmenn að Gísli Marteinn væri með BA-gráðu í stjórnmálafræði. Héraðsdómur Suðurlands: Sendill stal vörum Fyrrverandi starfsmaður AH- flutninga var dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða rúmlega hálfa milljón króna í málskostnað og sektir. Maðurinn starfaði hjá AH- flutningum þegar hann stal tveim- ur DHL-hraðsendingum að verð- mæti tæplega 200 þúsund krónur í ágúst í fyrra. Honum var falið að keyra út vörurnar sem hann hnuplaði. Hann var einnig dæmdur fyrir fjöldann allan af hegningarlaga- brotum, en hann fékk meðal annars bifreið lánaða til reynslu- aksturs í Reykjavík í ágúst í fyrra og ók henni til Selfoss. Daginn eft- ir gaf hann sig fram við lögreglu og vísaði á bílinn. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa tvisvar ekið próflaus undir áhrifum amfetamíns, fyrir að hafa stolið eldsneyti, álkerru frá byggingarsvæði í Reykjavík og fyr- ir að hafa ekið ítrekað of hratt og einu sinni undir áhrifum áfengis. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann var því dæmd- ur til að greiða rúmar 500 þúsund krónur í sakarkostnað og sektir, ásamt því að þurfa að sæta fang- elsi skilorðsbundið í þrjá mánuði. Þar að auki var hann sviptur öku- réttindum í eitt ár og þrjá mánuði.  Missti af strætó og reiddist Skemmdarverk á biðskýlum strætós á höfuðborgarsvæðinu eru ekki ný af nálinni og lögreglan er stundum kölluð út vegna þessa. Einu útkalli af því taginu var sinnt á dögunum en þá var hringt í lög- reglu vegna manns sem var sagð- ur vera að rústa biðskýli við Miklu- braut. Lögreglan var fljót á staðinn og hitti þar fyrir tæplega þrítugan karl en sá játaði að hafa unnið skemmdir á tímatöflu, sem er á staur við biðskýlið. Spurður um athæfið sagði maðurinn að hann hefði misst af strætó og því brugð- ist svona við. Skemmdarvargurinn bætti við að strætisvagninn, sem hann ætlaði að ferðast með, hefði verið á undan áætlun og það væru óviðunandi vinnubrögð. Skýrsla var gerð um málið en maðurinn, sem notaði hjólabretti til að berja á tímatöflunni, lofaði að borga tjónið sem hann olli.  Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.