Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 12
„Það átti að selja mig í vændishús“ 12 Fréttir 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Þ að átti að selja mig í vændishús í Brasilíu,“ seg­ ir ung kona í viðtali við DV. Blaðamaður ræddi við hana í miðborg Reykjavík­ ur á miðvikudag en fyrir skömmu tókst henni á ævintýralegan hátt að flýja undan Íslendingum í Amsterdam sem ætluðu að selja hana mansali. Fólkið var handtekið eftir ábendingu konunnar en einn þeirra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Steinar Auberts­ son, sem var eftirlýstur af Interpol vegna fíkniefnamáls hér á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hún kannist við mál konunnar og að mennirnir hafi ver­ ið handteknir í Amsterdam. Konan er enn í áfalli eftir at­ burðinn og segist vakna upp af martröðum um að mennirnir séu búnir að finna hana. Hún er vör um sig en vill segja sögu sína öðrum konum til varnaðar. Hún segist ekk­ ert þrá heitar en að mennirnir fái að gjalda fyrir það sem þeir gerðu henni. Beið eftir að komast í meðferð „Ég er búin að vera í mjög slæm­ um málum í sumar. Var í neyslu, það er búið að vera mikið um áföll í fjölskyldunni og ég var komin inn í einhvern nýjan vinahóp. Þar kynnt­ ist ég strák sem ég náði mjög vel saman við. Hann vissi alveg í hvaða stöðu ég var, en ég var flutt út frá kærastanum mínum og var svona svolítið á hrakhólum. Ég var að bíða eftir að komast inn í meðferð og var búin að bíða í einar sex vikur. Ég var alveg að gefast upp á þessu og fannst ég var baggi alls staðar.“ Maðurinn sagðist finna til með konunni og spurði hvort hann mætti bjóða henni með sér í ferð, en hann ætlaði að heimsækja vin sinn sem byggi erlendis. Hún seg­ ir hann hafa notfært sér bága stöðu hennar og í raun hafa ginnt hana með sér. „Hann setti þetta þannig fram að ég ætti að segjast vera að fara með einhverjum öðrum, og ég vissi í raun ekkert hvert við vor­ um að fara. Ég hélt að við værum að fara til Spánar, en svo enduðum við á Grænlandi. En það var reyndar al­ veg rétt sem hann sagði, við vorum að heimsækja Íslending sem situr þar í opnu fangelsi.“ Ekkert plott í gangi Hún segir dvölina á Grænlandi hafa verið ánægjulega og að vin­ ur hennar hafi síðan spurt hvern­ ig henni litist á að enda ferðina í Amsterdam hjá vinum hans. „Ég var til í það en daginn áður en við ætluðum að fara þangað sagðist hann þurfa að vera aðeins lengur á Grænlandi að hjálpa vini sínum og spurði hvort ég vildi ekki bara fara á undan og hann kæmi síðan eft­ ir tvo daga. Ég spurði hann hverj­ ir væru þarna úti og hann sagði að þetta væru Íslendingar sem byggju í rosa fínni íbúð og ég mætti bara hafa það notalegt þarna. Þetta væri rosafínt fólk og myndi taka á móti mér á flugvellinum. Ég spurði hann hvort það væri eitthvert plott í gangi en hann þvertók fyrir það. Ég væri vinkona hans og hann myndi ekki senda mig til neinna vitleysinga. Og ég treysti honum.“ Fann að eitthvað var á seyði Konan flaug á fimmtudagsmorgni til Amsterdam þar sem íslenskt par tók á móti henni. Þau fóru í íbúðina sem íslenski höfuðpaurinn í hópn­ um hafði til umráða ásamt kærustu sinni en parið dvaldi þar einnig. „Þar var búið að búa um rúm fyrir mig og ég lagði mig eftir ferðalagið. Þegar ég vaknaði síðar um daginn fór ég að tala við aðra stelpuna sem var mjög almennileg og við ákváð­ um að fara í stelpuferð niður í mið­ bæ daginn eftir, fara í H&M og eitt­ hvað. Ég var mjög spennt fyrir því.“ Um kvöldið fór fólkið að neyta eiturlyfja og bauð konunni. „Ég af­ þakkaði og sagðist eiga að vera í meðferð. Þau sögðu mér að þetta væri rosagott spítt og að ég yrði að prófa. Ég gerði það og fann strax að þetta var mjög sterkt efni. Ég vakti alla nóttina og mér leið svo sem ekkert illa. Allt í einu var kominn nýr dagur og ég spurði stelpurn­ ar hvort við værum ekki að fara í verslunarferð. Þær fóru þá undan í flæmingi og sögðust ekki komast. Ég sagðist þá ætla að fara ein og kíkja í nokkrar búðir en maðurinn brást þá illa við og sagði að það væri betra að ég færi með parinu. Hann bað okkur líka að skipta fyrir hann peningum í leiðinni. Andrúmsloft­ ið var orðið mjög skrýtið og þegar við vorum komin niður í bæ hugs­ aði ég með mér að það hlyti eitt­ hvað að vera í gangi. Ég hugsaði með mér að ég væri ekki að nenna einhverjum móral og ákvað að fara bara síðar um daginn á eitthvert hótel. Þegar við komum aftur í íbúðina var kominn annar mað­ ur, fimmti aðilinn, sem var líka Ís­ lendingur. Það var fullt af eiturlyfj­ um og dóti á borði inni í stofu og þar á meðal stór hnífur.“ Hryðjuverkamaður að díla með fólk Henni var farið að lítist verulega illa á blikuna á þessum tímapunkti og fór inn í herbergi þar sem hún sá þrjár stórar ferðatöskur. „Ég vissi alveg hvernig töskur þetta voru og ég hugsaði með mér: Ó, guð, þau ætla að þvinga mig til að taka dóp til Íslands. Ég vissi að það væri eitt­ hvað á seyði. Þarna var ég orðin mjög þreytt enda ekkert búin að sofa. Ég treysti mér ekki til að pakka og koma mér út þannig að ég ákvað að leggja mig aðeins. Ég áttaði mig ekki alveg á hvað klukk­ an var þegar ég vaknaði, en það var orðið dimmt. Það voru stórar sval­ ir á íbúðinni sem var annars mjög opin. Það voru alls konar samræður í gangi, en þau héldu öll að ég væri sofandi.“ Hún heyrði fólkið tala mikið um Brasilíu og hún segir að það hafi tekið hana smátíma að átta sig á því hvað fólkið var að tala um. „Steinar var alltaf í símanum og talaði mjög hátt. Hann var greinilega að hringja allan hringinn og ég heyrði hann meðal annars segja að hann væri ekkert glæpamaður lengur að díla dóp á milli landa, heldur væri hann orðinn hryðjuverkamaður að díla með fólk. Ég heyrði alls konar ljóta hluti og síðan á einhverjum tíma­ punkti komu tveir útlendingar inn í íbúðina. Hann fór með þá inn í stofu þar sem var eitthvert Skype­sam­ tal í gangi. Hann spurði útlending­ ana hvort þeir vildu fá að sjá og það var greinilegt að þeir voru að skoða myndir af mér. Þeir sögðu að það yrði nóg að gera hjá ljóskunni en eini gallinn væri að hún væri bara í skálastærð B en ekki D.“ Með hóruhús heima hjá sér Hún segir að á meðan á þessu stóð hafi parið vaktað svalirnar og fylgst með henni inni í herbergi. „Ég lá þarna í rúminu alveg stjörf og hugsaði með mér að ég ætti ör­ ugglega að vera burðardýr til Bras­ ilíu. Ég fór síðan á klósettið og parið spurði hvort það væri ekki allt í lagi hjá mér og ég þóttist vera al­ veg græn svo ég gæti haldið áfram að hlusta. Ég heyrði aðra stelpuna segja að hún tryði ekki að þetta væri að gerast og að hún vildi ekki taka þátt í þessu. Hann svaraði henni þá að þetta væri ekkert mál og að eitthvert efni myndi virka „alveg svona“, og smellti fingrum. „Hún gerir bara allt sem þið segið,“ sagði hann síðan. Ég heyrði síðan kærustu Steinars einnig segjast ekki trúa því sem væri að gerast og að hana langaði að fara að gráta.“ Höfuðpaurinn á þá að hafa svar­ að henni á þá vegu að hún hefði ekki átt að vera að „bonda við hana“ og að það þýddi ekkert að vera með eitthvert tilfinningavæl núna. „Í eitt skipti þegar hann var að tala í sím­ ann heyrði ég hann segja: „Pældu í því hvað þetta er klikkað, mað­ ur, hún veit ekki neitt. Hún heldur að hún sé að fara heim eftir nokkra daga. Gæinn sem hún er að fara til á tvær litlar stelpur og er bara með hóruhúsið heima sér,“ svo hló hann.“ Hún segir að þá hafi runnið upp fyrir henni að það ætti að selja hana í hóruhús í Brasilíu. Hringdi í 112 Hún segist hafa velt fyrir sér hvað hún gæti gert til að komast í burtu. Hún var með GSM­síma á sér og ákvað að hringja í 112 þar sem hún komst í samband við lögregluna í Amsterdam. „Ég var inneignarlaus með einhvern algjöran draslsíma sem var alveg að verða batterís laus. Ég lá undir sæng og hvíslaði að ég væri í haldi og það ætti að fara með mig til Brasilíu morguninn eftir. Löggan spurði mig hvar ég væri en ég vissi það ekki. Ég vissi ekki hvað gatan hét. Ég gat lýst húsinu og sagði að það væri lítil verslun­ armiðstöð sem ég gat sagt nafnið á rétt hjá. Ég bað lögreglukonuna um að bíða, fór út á svalir til að reyna að sjá götuskilti en það var kolniða­ myrkur úti. Ég spurði þá hvort það væri ekki hægt að rekja símtalið og mér var sagt að það væri ver­ ið að reyna staðsetja mig. Ég var með lögregluna í símanum, en síð­ an slokknaði á honum. Batteríið var búið.“ Reyndi að fá hjálp Hún vonaðist eftir að lögreglan gæti fundið staðsetninguna og beið. Hún fékk síðan þá hugmynd að rífa blaðsíðu úr lítilli minnisbók sem hún var með og skrifaði á blað­ ið að henni væri haldið gegn eig­ in vilja í íbúð á efstu hæð hússins og bað þann sem fyndi miðann að hringja í lögregluna. „Ég setti blaðið utan um tóbak­ spakka og setti hárteygju yfir. Ég setti pakkann inn í buxnastrenginn og beið eftir að það færi að birta. Ég fór þá enn eina ferðina út á sval­ ir að reykja, en það var enginn á ferli. Ég sá síðan bíl koma akandi að blokkinni og út úr bílnum kom maður. Hann var að senda SMS úr símanum sínum og þegar hann nálgaðist henti ég pakkanum nið­ ur. Hann sá hann ekki. Ég henti þá kveikjaranum mínum niður eins fast og ég gat og hann lenti rétt hjá manninum. Hann leit þá til beggja hliða en ekki upp.“ Náði að flýja Full vonleysis lagðist hún í rúmið þar sem hún sofnaði. Þegar hún vaknaði um morguninn fór hún fram og sá að allir voru farnir að sofa fyrir utan manninn sem hafði komið í íbúðina síðar, fimmta aðil­ ann. „Ég fór á klósettið og þegar ég kom fram var parið komið á kreik. Ég fór aftur inn í herbergi þar sem ég náði í vegabréfið mitt og pen­ inga. Ég hugsaði að ég yrði að flýja því annars væri úti um mig. Ég fór fram og sagðist verða að fara út í sjoppu að kaupa mér tóbak og eitt­ hvað að drekka. Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið lykla að íbúðinni svo ég myndi ekki vekja alla þegar ég kæmi aftur. Það kom fát á mann­ inn og hann bað mig um að bíða aðeins. Um leið og hann labbaði inn í stofu, þaut ég út um dyrnar. Ég fann ekki stigann til að komast niður og hamaðist á lyftuhnapp­ inum. Lyftan kom og lokaðist og fór niður. Ég labbaði rösklega út úr blokkinni og leit um öxl og sá að það var enginn á eftir mér. Ég labb­ aði þá hraðar, leit aftur um öxl en enginn var á eftir mér. Ég hugsaði mér hvort þau hefðu séð að sér og hefðu leyft mér að fara og byrjaði að hlaupa.“ Málið í rannsókn Hún hljóp út götuna að snyrtistofu sem var opin. „Það var kona í af­ greiðslunni og ég sagði henni að það væri vont fólk á eftir mér og bað hana um að hringja á lög­ regluna. Lögreglan kom síðan og fór með mig á stöðina.“ Rannsóknarlögreglan var fengin í málið og það var strax sett í ferli. Lögreglan fór inn í íbúðina n Komst að því að selja ætti hana til Brasilíu n Upplifir kvíða og martraðir n Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Ég var þarna í skýrslutöku á ensku í ein- hverja sex tíma Eftirlýstur Steinar Aubertsson var eftirlýstur af Interpol í tengslum við fíkni- efnamál hér á landi. Hann var handtekinn grunaður um að hafa skipulagt mansal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.