Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Á Íslandi er stór hópur fólks sem með andlegu ofbeldi beitir skoðanakúgun. Pistlahöfund- urinn Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, skrifaði viðhorfsgrein sem lýsti því í meginatriðum að konur ættu rétt á því að vera hjálparvana. Greinin lýsti raun- um Tinnu þar sem hún stóð á bensín- stöð og kunni ekki að dæla lofti í dekk. Á endanum kom karlmaður og bjarg- aði henni úr vandræðunum. Tinna lýsti í grein sinni áhyggjum af því að riddaramennska karla væri hverfandi. Eftir að greinin birtist trompuð- ust margir af reiði. Kona um sextugt hótaði Tinnu lífláti, ef marka má frá- sögn hennar. Og annar vanstilltur einstaklingur óskaði Tinnu líka dauða. Femínistar ærðust af reiði yfir þeim Barbie-sjónarmiðum sem þarna birt ust á prenti. Þessi viðbrögð eru óboðleg. Sjónarmið Tinnu eiga jafn- mikinn rétt á sér og aðrar skoðanir sem þrífast á meðal fólks. Tinna á fullan rétt á því að vera hjálparvana og treysta á karlkynið þegar um er að ræða verk sem henni finnast vera sér ofviða. Ljóskan á sama rétt til tjáningar og andstæða hennar, hinn upplýsti, menntaði femínisti. Hótanir, eins og Tinna blaða- maður lýsir, eru ekki nýjar af nálinni. Femínistar hafa fengið á sig alls kyns óhróður vegna baráttu sinnar fyrir jafnrétti. Þeim hefur líka verið hótað lífláti eða meiðingum af fólki sem er á annarri skoðun en þeir. Mörg- um eru minnisstæð ósmekkleg orð Egils „Gillz“ Einarssonar um einstaka femínista. Ummæli hans eru þess eðl- is að þau eru ekki eftir hafandi. Eftir að hafa lagt til aðgerðir gagnvart þeim í bloggfærslu sagði hann að umrædd- ir femínistar væru „ógeðslegir“ og „geðsjúklingar“. Það er nauðsynlegt að allt vel meinandi fólk grípi í taumana þegar samborgurum þeirra er úthúðað eða þeim hótað vegna skoðana þeirra. Kennarinn Snorri Óskarsson á Akureyri var rekinn úr starfi fyrir að setja fram á bloggi sínu skoðanir sem ekki féllu almenningi í geð. Í skrifum Snorra var að finna ákveðna fordæm- ingu á samkynhneigðum með vísan til Biblíunnar. Kennarinn Snorri hafði ekki orðið uppvís að misjöfnu í starfi sínu. Samt var hann rekinn. Það er skuggaleg aðgerð bæjarfélags sem ekki þekkir mörkin. En það er engin ástæða til þess að ætla að Snorri leiði skynsamt fólk á glapstigu með öfgum sínum. Allir eiga rétt á skoðunum sínum. Það er grundvallaratriði. Það er þeirra sem meðtaka boðskapinn að greina á milli þess sem er rétt eða rangt. Kona sem reifar hjálparleysi sitt og vill vera upp á karlmenn komin má hafa þá skoðun rétt eins og femínistinn sem vill standa á eigin fótum. Þeir sem hafa ímugust á skoðunum annarra verða að læra að halda sig á mottunni. Öll skoð- anaskipti eru góð og réttmæt. Hót- anir um líflát eða meiðingar eru villi- mennska sem má ekki líðast. Skoðanir manna eru heilagar og það er réttur hvers manns að hafa frelsi til þess að reifa þær án ofsókna. Horft til Katrínar n Margir gera ráð fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem nálg- ast sjötugt, muni víkja fyrir kosningar. En hún er jafn- framt sögð vilja ráða því hver arftakinn verður. Guð- bjartur Hannesson er hátt skrifaður á sama hátt og fylgismenn Jóhönnu mega ekki hugsa til þess að Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, hreppi hnoss- ið. Þetta kann því að vera spurning um Katrínu Júlí- usdóttur sem nýtur náðar Jóhönnu. Blóðugt í Reykjavík n Hanna Birna Kristjánsdótt- ir, leiðtogi borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna, er undir feldi þessa dag- ana. Hún er komin á fremsta hlunn með að stökkva í landsmál- in. Þá myndi hún eðlilega sækja á um að fá fyrsta sætið í Reykjavík þar sem Illugi Gunnarsson er fyrir á fleti. Líklegt er að sá slag- ur verði blóðugur enda var Illugi einn harðasti and- stæðingur Hönnu Birnu í formannsslagnum. Stjórn- málaferill hans verður undir. Ímynd Illuga n Einhverjir hafa horft til þess að Illugi Gunnarsson al- þingismaður gæti tekið við formennsku í Sjálfstæðis- flokknum af Bjarna Bene- diktssyni, sem þykir ekki líklegur til stórræða. Illugi hefur yfirburðaþekkingu á efnahagsmálum og hefur áunnið sér yfirbragð leið- toga. Vandi hans er sá að burðast með þá ímynd að hafa tekið þátt í óheiðarlegu peningabralli með eigur Sjóðs 9 sem var innan Glitn- is. Jafnvel þótt lögfræðiálit gefi til kynna sakleysi, loðir málið við hann. Jón í fallhættu n Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er síð- ur en svo af baki dottinn í stjórnarand- stöðu sinni. Jón hraunaði um síðustu helgi yfir bæði Katrínu Jakobsdóttur varaformann og Steingrím J. Sigfússon for- mann vegna stöðu ESB- málsins og þingmannaflótt- ans úr VG. Víst er að það verður á brattann að sækja fyrir Jón fyrir kosningar. Steingrímur mun væntan- lega tryggja að honum verði fleygt úr öruggu sæti á fram- boðslista og þar með út af þingi. Mér leið aldrei þannig Við erum ekki betlarar Magnús Daníel Karlsson var 200 kíló en fannst hann aldrei feitur. – DV Börkur Hrólfsson segir faglærða leiðsögumenn ekki vera heimtufreka. – DV Ljóskan og femínistinn M argir hafa lýst yfir efasemd- um sínum á réttarhöldunum yfir hryðjuverkamanninum í Noregi, sem lauk fyrir helgi og þeirri „virðingu“ eða tillitsemi sem Breivik var sýnd af réttarkerfinu á með- an á þeim stóð. Það er mjög eðlilegt og mannlegt að vilja bara loka svona við- rini inni. Hlífa fólki við að þurfa að sjá manninn aftur, eða heyra af gjörðum og hugsunum hans. Það er mannlegt að vilja vernda þá sem eiga um sárt að binda við frekari þjáningum. Krafan um að réttarhöldin yrðu lokuð er skilj- anleg af þessum ástæðum. Menn vildu dæma hann í lífstíðarfangelsi, enn aðr- ir kölluðu eftir dauðadómi. Ég á erfitt með að horfa á myndir af Breivik. Ég var efins um hvort opin rétt- arhöld ættu rétt á sér. Þau yrðu sárs- aukafull og hann fengi meiri athygli. Það gæti gert hans „málstað“ sýnilegri. Ekki síst vegna þess að eitt af mark- miðunum hjá Anders Behring Breivik var að ná athygli fjölmiðla, fannst mér varhugavert að hafa réttarhöldin opin. Réttindi á tyllidögum Okkur þykir kannski sjálfsagt að af- brotamenn og sérstaklega hryðju- verkamenn eigi ekki skilið lágmarks virðingu. Á hinn bóginn þá eru mann- réttindi einn af helstu hornsteinum nú- tíma menningar. Mannréttindi tryggja öllum lágmarks virðingu. Þetta eru ófrávíkjanleg réttindi, er ekki svo? Er þetta orðalag bara ætlað til notkunar á tyllidögum? Hvers virði eru gildin okk- ar ef við snúum baki við þeim þegar mest á reynir? Það eru engin lög sem heimila lífstíðardóm í Noregi. Ætti að ganga gegn einni af meginreglum sið- aðra samfélaga og láta lög vera aftur- virk? Opið samfélag og gagnsæi eru sömuleiðis mikilvæg gildi. Ætti að gefa þetta upp á bátinn þegar erfitt er að viðhalda hugsjónunum? Æsingarlaust Norskt samfélag, norska réttarkerf- ið, kaus að halda sínu striki. Að treysta á réttlæti og fremur hefðbundna málsmeðferð. Að treysta á að hugsjón- irnar haldi vatni þegar á reynir. Þannig reyndi norska réttarkerfið að standa við orð Stoltenbergs forsætisráðherra og ungliðahreyfingarinnar. Að mæta ógn- inni með opnara samfélagi, meira lýð- ræði, meiri kærleika. En að vera aldrei auðtrúa eða ginnkeyptur. Samt sem áður, eftir að hafa horft á uppkvaðningu dóms yfir Breivik, var ég furðu lostinn yfir þeirri miklu virðingu og tillitsemi sem honum var sýnd. Það var talað við hann æsingarlaust, hann var með sína verjendur á báða bóga og talaði frjálslega við þá. Handjárnin voru fjarlægð á meðan dómurinn var lesinn upp. Einn verjandinn grét þegar skotsárum og áverkum var lýst, en yrti ekki á Breivik. Breivik var ekki í hand- járnum þegar hann var spurður hvort hann vildi áfrýja eða viðurkenna dóm- inn. Hann vildi hvorugt gera og kom vægast sagt óviðeigandi skilaboðum á framfæri. Dómarinn hélt samt ró sinni. Sjálfsvirðing og styrkur Ég fer nokkuð reglulega á heimspeki- kaffihús á laugardögum. Daginn eftir dómsuppkvaðninguna var mér hugs- að til þema kaffihússins: „Hvað er virðing?“ Mér fannst eins og væri ver- ið að sýna þessum hryðjuverkamanni, sem allir fyrirlíta, yfirdrifna virðingu dómstólsins. Hvernig gat það verið? Af hverju skyrptu ekki verðirnir á hann eða tóku harkalega í hann? Eða hon- um haldið í búri þannig að hann fengi ekki að tjá sig milliliðalaust og beint? Af hverju æpti dómarinn ekki að hann og allir í salnum fyrirlitu hinn dæmda? Af hverju voru engin frammíköll í saln- um? Þetta var jú fjöldamorðingi og ger- andi í mannskæðustu slátrun Noregs síðan í lok seinni heimsstyrjaldar. Sumt af þessu eru fáránlegar hugsanir, vilji maður búa í réttarríki. En dómstóll- inn og einnig viðstaddir í salnum héldu sinu striki. Virðing sem við sýnum öðr- um endurspeglar okkur sjálf. Með því að halda í formið, sýna tillitsemi og koma fram af hefðbundinni virðingu gagnvart dæmdri manneskju og ferlinu tókst dómstólnum að viðhalda sinni virðingu. Dómstóllinn og samfélag- ið stóðust sína þolraun. Og í raun jókst sjálfsvirðing og styrkur samfélagsins og hugsjónirnar sem við viljum byggja á. Virðing þegar mest á reynir Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 16 29. ágúst 2012 Miðvikudagur „Tinna á fullan rétt á því að vera hjálparvana „Ég var efins um hvort opin réttarhöld ættu rétt á sér Kjallari Morten Lange

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.