Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 18
F rá og með 1. september næst­ komandi verður framleið­ endum ekki lengur heimilt að selja og dreifa glærum 15, 25 og 40 vatta glóperum til heildsala og endursöluaðila en sagt er frá þessu á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að með þessu sé verið að uppfylla reglur um orkusparnað í aðildarríkj­ um EES. Orkusparandi perur noti allt að 80 prósent minna rafmagn og ef heimili skipti út tíu 60 vatta gló­ perum fyrir samsvarandi orkuspar­ andi perur geti sparnaður á raforku verið um það bil 7.000 krónur. Þar segir einnig að Neytendastofa fari með markaðseftirlit með ljósa­ perum og hafi eftirlit með að þess­ um reglum sé framfylgt. Verslunum sé þó leyfilegt að selja þær glóperur sem fluttar eru inn fyrir 1. septem­ ber og hreinsa af lager af eldri gerð­ um. Í stað gömlu glóperanna komi nú perur eins og sparperur og LED­ perur, auk halógen „eco“ pera. Um­ búðir þeirra skulu merktar með upplýsingum um lúmen (lm) auk upplýsinga um vött (W). Lúmen sýnir hversu mikil birta fæst af perunni en vött (W) sýna fram á raforkunotkun. Samkvæmt nýjum reglum megi aðeins nota orðið „orkusparandi“ (e. energy saver) fyrir perur sem hafi bestu orkunýtingu og eru merktar í orkunýtni­ flokki A. Aðrar merkingar sem skuli koma fram á vörunni eru meðal annars í hvaða orkunýtni­ flokki frá A til G ljósaperan tilheyrir og líftími perunnar. Neytendastofa hvetur neytendur til að kynna sér merkingar og leið­ beiningar á umbúðum auk þess sem innflytjendur og seljendur eru hvattir til að kynna fyrir  neytendum þessar nýju vörur. gunnhildur@dv.is Allir vinnA út árið Út með gömlu glóperurnar n Samkvæmt reglum EES um orkusparnað skal skipt yfir í orkusparandi perur 18 Neytendur 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Algengt verð 256,7 kr. 256,7 kr. Algengt verð 252,4 kr. 254,4 kr. Höfuðborgarsv. 252,3 kr. 254,3 kr. Algengt verð 252,7 kr. 254,7 kr Algengt verð 254,6 kr. 254,9 kr. Melabraut 252,4 kr. 254,4 kr. Eldsneytisverð 28. ágúst BEnSín DíSilolía Frábær og skjót afgreiðsla n Lofið að þessu sinni fær útivist­ arbúðin Everest en DV fékk þessa ábendingu senda: „Ég fór þang­ að með brotinn göngustaf og af­ greiðslumaður lagfærði hann um­ svifalaust. Það tók aðeins 15 mínútur og stafur­ inn varð jafngóður og nýr.“ Viðskiptavinurinn hinkraði á meðan við­ gerðin fór fram og vildi koma því á framfæri að honum hefði fundist þetta frá­ bær afgreiðsla og skjót. Illa hönnuð tjaldstæði n Lastið fá tjaldsvæðin en ferða­ langur spyr af hverju það sé ekki sett örlítil hugsun í það hvar leik­ svæði fyrir börn séu staðsett á tjald­ svæðum landsins. „Mér finnst of algengt að rólurnar og annað dót sé staðsett þar sem þarf að fara yfir veg til að komast að þeim, hand­ an við innkeyrsluna. Af hverju eru leiktækin ekki innst inni í horni? Kannski minnkar það aðeins plás­ sið fyrir gestina en það hlýtur að vera þess virði. Það eru ekkert smá stór tækin sem aka um þessi svæði, sum ekki með stóra spegla og erfitt fyrir bílstjóra að sjá börnin þegar þarf að bakka. Hræðilegt slys og það þarf ekki að spurja að leikslok­ um þegar svona stór farartæki eiga í hlut. Auðvitað er maður alltaf með augun á börnunum en það er ekki mögu­ legt að slaka á í eina mínútu þegar krakkarnir þurfa að vera að hlaupa þar sem bílarnir eru að koma og fara til að geta rólað sér. Þetta ætti því að vera eitthvað sem tjaldstæðin geta bætt fyrir næsta sumar.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is n Landsmenn í framkvæmdum fá virðisaukaskattinn endurgreiddan Á takið Allir vinna hefur verið framlengt til 1. janúar 2013 og verður því endurgreiðsla virðisaukaskatts áfram 100 prósent út árið 2012. Þetta er þriðja árið sem átakið stendur en sú breyting er þó á að heimild til lækk­ unar tekjustofns hefur verið felld nið­ ur. Alls nýttu tæplega 23.000 einstak­ lingar sér frádrátt vegna átaksins við framtalsgerð árið 2012. allt uppi á borðinu Það eru Samtök verslunar og þjón­ ustu, VR og Samtök iðnaðarins ásamt stjórnvöldum sem standa að átakinu en því var hrint af stað til að vekja athygli á endurgreiðslu virðis­ aukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús. Með átakinu var endurgreiðslan hækkuð úr 60 í 100 prósent og var áherslan á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna væru uppi á borðinu en með því að útrýma svartri vinnu mætti auka skatttekjur ríkisins og þar með fjár­ veitingar til almannaþjónustu um 40 milljarða króna á ári. Á heima­ síðu átaksins segir að slíkt átak til að stemma stigu við svartri vinnu sé eitt af sameiginlegum hagsmuna­ málum stjórnvalda og aðila vinnu­ markaðarins. Landsmenn voru hvattir til þátt­ töku í stórum sem smáum verk­ um og til að beina viðskiptum sín­ um að innlendri vöru og þjónustu, fjárfesta í viðhaldi íbúðarhúsnæð­ is/sumarhúsa og leggja þar með sitt af mörkum til atvinnusköpun­ ar á Íslandi. Undanfarin tvö ár hef­ ur  endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað numið tæp­ um 8 milljörðum króna. Þetta kem­ ur fram á heimasíðu Stjórnarráðs Ís­ lands. „Undanfarin tvö ár hefur endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað numið tæp- um 8 milljörðum króna. Svona er sótt um F arið er inn á vef ríkisskattstjóra, rsk.is en þar skráir viðkomandi sig inn og fyllir út eyðublað sem heitir „Beiðni um endurgreiðslu virðis- aukaskatts“. Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað og þurfa þeir að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar. Reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir er síðan skilað til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðisaukaskattinn. Endurgreiðslan Yfirleitt fæst endurgreiðslan á virðis- aukaskattinum innan 15–30 daga, en það getur þó tekið lengri tíma. Ríkis- skattstjóri sendir viðkomandi tilkynningu um endurgreiðslu ásamt frumritum reikninganna. Þetta þarf að fylgja umsókninni Frumrit greiddra sölureikninga þurfa að fylgja umsókninni. Ef seljandi þjónustu hefur ekki kvittað fyrir greiðslu á reikninginn sjálfan þarf greiðslukvittun að fylgja með. Hægt að sækja um aftur í tímann Endurgreiðslan á virðisaukaskattinum er afturvirk og hægt er að sækja um hana allt að 6 árum aftur í tímann en þá gildir ekki sama endurgreiðsluhlutfall öll árin. Vinna á byggingarstað Með þessu er átt við handverk fagmanna á staðnum, til dæmis málningarvinnu, tré- smíði, pípulagnir eða raflagnir. Auk þess er endurgreiddur virðisaukaskattur af vinnu vegna hönnunar og eftirlits við endur- bætur eða viðhald. Endurgreiðsla tekur til virðisaukaskatts vegna allrar vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis við viðhald eða endurbætur á því, þar með taldrar vinnu við framkvæmdir við lóð hússins; jarðvegslagnir umhverfis hús; girðingar; bílskúra og garðhýsi á íbúðarhúsalóð. Endurgreiðslan tekur ekki til eftirfarandi: n Vinnu veitufyrirtækja við lagnir að og frá húsi. n Vinnu stjórnenda vinnuvéla, jafnt þungavinnuvéla sem véla iðnaðarmanna og fleira á byggingarstað. n Vinnu sem unnin er á verkstæði. Þá skal ekki endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu sem unnin er með vélum sem settar eru upp á byggingarstað til aðvinnslu á vöru eða efni til íbúðarbyggingar, endurbóta eða viðhalds, ef þessi vinna er að jafnaði unnin á verkstæði eða í verksmiðju. n Vinnu við ræstingu, garðslátt, skor- dýraeyðingu og aðra reglulega umhirðu íbúðarhúsnæðis sem ekki verður talin viðhald eignar. n Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna efniskostnaðar eða aksturs. Gefum upp til skatts Virðisaukaskatturinn fæst einungis endurgreiddur gegn framvísun fullgildra reikninga. Rétt er að minna á að ef keypt er svört vinna, það er ef vinnan er ekki gefin upp til skatts, hefur viðkomandi ekkert í höndunum sem tryggir lögbundinn rétt sinn til að kvarta yfir framkvæmd verksins eða fá bætur ef eitthvað fer úrskeiðis. Því er rétt að gefa vinnuna samviskusamlega upp til skatts og vert er að minna á að svört vinna felur alltaf í sér brot á lögum. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hvatningarátakið heldur áfram Áherslan er meðal annars á að stemma stigu við svartri vinnu. 1 Húsfélag lætur múrhúða útveggi á árinu 2010 Efniskostnaður: 527.064 kr. Vinna á staðnum án vsk.: 1.012.698 kr. Vsk. (1.012.698 * 25,5%): 258.238 kr. Heildarkostnaður: 1.798.000 kr. Virðisaukaskattur til endurgreiðslu: 258.238 kr. 2 Húsfélag lætur mála sameign 2010. Efniskostnaður: 248.156 kr. Vinna á staðnum án vsk.: 956.124 kr. Vsk. (956.124 * 25,5%): 243.812 kr. Heildarkostnaður: 1.448.092 kr. Virðisaukaskattur til endurgreiðslu: 243.812 kr. 3 Einstaklingur lætur vinna tré-smíðavinnu heima hjá sér 2010 Efniskostnaður: 318.183 kr. Vinna á staðnum án vsk.: 493.121 kr. Vsk. (493.121 * 25,5%): 125.746 kr. Heildarkostnaður: 937.050 kr. Virðisaukaskattur til endurgreiðslu: 125.746 krónur Á vefnum allirvinna.is eru gefin þrjú dæmi um endurgreiðslu Dæmi um endurgreiðslu Heyrir sögunni til Glær- ar glóperur verða óleyfi- legar eftir 1. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.