Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 20
Leiðir að hamingjunni Pör stunda meira kynlíf n Fifty Shades of Grey hristir upp í lífinu í svefnherberginu E rótíska skáldsöguserían Fifty Shades of Grey eftir E.L. James hefur heldur betur hrist upp í ástarlífinu hjá pörum víðs vegar um heiminn. Bækurnar eru lítillega byggðar á söguþræði Twilight-bók- anna. Engar vampírur koma þó við sögu og í stað melódrama kemur sjóðheitt kynlíf með sadómasókísku ívafi. Bækurnar virðast höfða mikið til kvenna á miðjum aldri og hafa kyn- lífsráðgjafar ytra varla undan við að svara fyrirspurnum um fjötrakynlíf. Nýleg bresk rannsókn sýnir að bresk pör stunda nú almennt meira kynlíf en þau gerðu fyrir ári. Þá varir kynlífið lengur og er mun fjölbreytt- ara en áður. Svo virðist sem hægt sé að tengja þessar breytingar beint við lestur bók- anna, en ein af hverjum átta kon- um sem hafa lesið þær virðist hafa breytt kynlífshegðun sinni töluvert og stunda nú kynlíf með maka sínum á hverjum degi. Er það töluverð aukn- ing frá því árið 2011, en þá sögðust þrjú prósent kvenna sem tóku þátt í svipaðri rannsókn stunda kynlíf með maka sínum daglega. Tvær af hverjum þremur konum sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að sá tími sem þær verja í kynlíf hverju sinni hefði lengst um allavega kort- er. Jafnframt kom í ljós að pör virðast nú óhræddari við að prófa sig áfram í kynlífinu og er það einnig talið bók- unum að þakka. 20 Lífsstíll 29. ágúst 2012 Miðvikudagur S ú mýta að fólk verði geð- stirðara og bitrara með aldr- inum hefur verið hrakin af vísindamönnum við lækna- deildina í Warwick-háskóla. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að hamingjan fari vaxandi upp úr 45 ára aldri. Rannsóknin náði til rúmlega tíu þúsund einstaklinga, bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum, og í ljós kom að geðheilsa þátttakenda fór batnandi og almenn vellíðan jókst þegar þeir komust á miðjan aldur. Þetta virtist gerast þrátt fyrir að lík- amlegri heilsu færi hnignandi. Rannsóknin var yfirgripsmikil og breytur eins og almenn heilsa, fél- agsleg virkni, geðheilsa og sársauka- þröskuldur voru hafðar til hliðsjónar. Dregur úr væntingum Vísindamenn telja ástæðuna fyr- ir því að fólk verði hamingju- samara eftir því sem það eldist meðal annars vera þá að með aldr- inum virðist það þróa með sér betri hæfileika til að takast á við erfið- leika og neikvæðar aðstæður. Þá virðist einnig sem dragi úr væntingum til lífsins og eftir því sem fólk eldist er það ólíklegra til að gera óraunhæfar væntingar og kröf- ur til sjálfs sín, bæði persónulega og hvað starfsferilinn varðar. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að þátttakendur sem fengu sex til átta tíma svefn á hverri nóttu voru við betri heilsu, bæði andlega og líkamlega, en þeir sem fengu minni svefn. Hamingjan eykst með aldrinum n Auðveldara að takast á við neikvæðar aðstæður Syngdu Losaðu þig við áhyggjur og nei- kvæðar hugs- anir með því að syngja um þær – helst á eins dramatískan og tilkomumikinn hátt og þú getur. Ef þú getur látið vandamálin þín hljóma fyndin þá er mun ólíklegra að þú verðir kvíðin/nn eða áhyggjufull/ur yfir þeim. Hlæðu Það kann að hljóma augljóst, en þegar þú horfir á eitthvað fyndið þá verður það ósjálfrátt til þess að heilinn nemur það og vellíð- anin eykst hratt. Taktu fimm mínútur til að telja upphátt allt það sem þú ert þakklát/ ur fyrir í lífinu. Það sem þú telur jákvætt og gott. Það gæti komið þér á óvart hve margt það er. Þeir sem ekki hafa náð 45 ára aldri þurfa þó ekki að örvænta því það er hægt að gera ýmislegt til að auka á hamingjuna á efri árum. Galdurinn er að gera hana áþreifan-lega og sannfæra þannig undirmeðvitundina um að þú sért hamingjusöm/samur. Minni kröfur Fólk virðist ólíklegra til að gera óraunhæfar kröfur til sjálfs sín þegar það er komið yfir miðjan aldur. Meira kynlíf Bækurnar Fifty Shades of Grey virðast hafa haft jákvæð áhrif á kynhegðun Breta. Heili feitra eldist hraðar Samkvæmt nýrri rannsókn á bresk- um eldri borgurum eru sterk tengsl á milli offitu og hraðari andlegrar hnignunar. Þetta kemur fram hjá BBC. Þátttakendur tóku fjölbreytt próf á tíu ára fresti. „Andleg heilsa allra versnar með tímanum en heili þeirra þátttakenda sem þjást af offitu lítur út fyrir að vera sjö árum eldri,“ sagði vísindamaður sem stóð að rannsókninni. Hnignunin á sér einnig stað hjá því feita fólki sem þjáist ekki af of háum blóð- þrýstingi eða öðrum algengum fylgikvillum offitu, andstætt þeirri útbreiddu skoðun að það sé hægt að vera of þungur en alheilbrigður. Fæddi barnabarnið Hinn ungi Madden Hebert fæddist á eðlilegan máta fyrir nokkrum vikum – ef litið er framhjá þeirri staðreynd að það var amma hans sem fæddi hann. Þetta kemur fram í Maine Sunday Telegram. Þar stendur að móðir Maddens, Angel Hebert, sé svo hjartveik að hún geti ekki leyft sér að verða ófrísk. Þess vegna hafi móðir hennar, hin 49 ára Linda Sirois, boðið fram krafta sína og gerst staðgöngumóðir fyrir barnlausu hjónin. Frjóvguðu eggi var komið fyrir í Sirois sem seg- ir meðgönguna hafa gengið mun betur en þegar hún var ófrísk að eigin börnum. „Ég lít bara á sem svo að ég hafi verið að passa í þessa mánuði. Hann var alltaf þeirra barn.“ Egg jafn slæm og reykingar Samkvæmt nýlegri rannsókn er neysla á eggjarauðu ekki jafn holl fyrir okkur og hingað til hefur verið haldið fram. Í kanadískri rannsókn á 1.200 þátttakendum kom fram að regluleg neysla á eggjarauðum getur verið jafn slæm fyrir heils- una og það að reykja. Þetta kemur fram í Globe og Mail. Eggjarauð- ur innihalda mikið kólesteról. Vís- indamenn rannsóknarinnar segja að neysla að minnsta kosti þriggja eggjarauða á viku geti stíflað æðarnar á við tvo þriðju af því sem reykingamenn upplifa. Í ljós kom að þrjár eggjarauður vikulega valda mun meiri skaða en tvær. Niður- stöður ársgamallar rannsóknar gefa þó til kynna að eitt egg á dag auki ekki líkur á heilablóðfalli eða hjartaáfalli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.