Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 22
Jodi Picoult Við lestur bókarinnar kemur fljótt í ljós að höfundur hefur lagst í mikla heimildavinnu um einkenni Asperger og einhverfu. Áleitin saga Reyndi í byrjun að hrífa stelpur n Asher Quinn verður með tónleika í Salnum 1. september É g syng, sem ljóð og spila á píanó ið til að opna hjarta mitt,“ segir listamaðurinn Asher Quinn sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi þann 1. septem- ber næstkomandi. „Síðan syng ég til þess að tjá kærleikann og þrá sem ég upplifi í viðleitni minni til að með- taka hið guðdómlega, sem ég sé og upplifi í öllu. Ég þrái að tengja sál mína aftur við andann. Söngvar mín- ir eru oft ástarsöngvar frá sjálfinu til egósins og frá andanum til sálar- innar. Í byrjun söng ég að sjálfsögðu einfaldlega til að hrífa stelpur,“ segir hann í gríni. Quinn blandar saman ýmsum tón listar stefnum, meðal annars klass ískri tónlist, trúarlegri, þjóð- laga- og nýaldartónlist. Hann hefur gefið út 25 plötur frá árinu 1987 sem selst hafa í tæplega milljón eintökum um allan heim og margar plötur hans hafa komist ofarlega á vinsældalista yfir nýaldartónlist. Hann hefur nú al- farið snúið sér að því að semja ást- arsönglög og er nýjasta plata hans, O Great Spirit, tilnefnd til Grammy- verðlauna. Quinn segist fá innblástur í tón- smíðar sínar úr dulfræði kristinnar trúar, súfisma, kabbalah, jungisma, goðsagnahefð og frá samtímasöngv- urum eins og Leonard Cohen. Sam- hliða tónlistinni starfar Quinn sem sálgreinir í London þar sem hann heldur heimili ásamt konu sinni og tveimur sonum. Hægt er að nálgast miða á tónleik- ana á midi.is en þeir hefjast klukkan 20 og fara, líkt og áður sagði, fram í Salnum í Kópavogi. 22 Menning 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Vilja Sólkross á hvíta tjaldið Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar Martin Norð- fjörð. Ekki er nóg með að fyrirtæk- ið sýni útgáfu bókarinnar áhuga heldur hugar það einnig að því að færa hana á hvíta tjaldið. Bók- in verður gefin út í mars á næsta ári. Sólkross kom út á Íslandi árið 2008 en í henni byggir Óttar á róttækum kenningum um fyrstu landnámsmennina. Bókin hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Í haust er væntanleg draugasaga eftir Óttar. Spor skugganna. Laufin, trén og vindarnir Út er komin bókin Laufin, trén og vindarnir, sem er ljóðaúr- val atómskáldsins Jóns Óskars (1921–1998). Jón Óskar var einn af formbyltingarmönnum ljóðs- ins á Íslandi, atómskáldunum sem svo voru nefnd. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Skrifað í vindinn, árið 1953 og festi sig í sessi sem byltingarskáld með bókinni Nóttin á herðum okkar árið 1958. Sú bók var skreytt blekmyndum Kristjáns Davíðssonar en nokkrar þeirra prýða einnig þetta ljóðaúrval. Tuttugu íslenskar myndir á RIFF Ráðgjafar Reykjavik Film Festival, RIFF, völdu 20 myndir til sýninga á hátíðinni. Elfar Aðalsteins er leikstjóri tveggja mynda í stutt- myndadag- skránni: Sailcloth og Subcult- ure. Sú fyrrnefnda er með leik- aranum John Hurt í aðalhlut- verki og var á „short- list“ kvikmyndaakademíunnar til óskarsverðlauna nú í vor. Meðal annarra mynda á stuttmynda- dagskránni eru Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia- háskólanum í New York, og með aðalhlutverk í myndinni fer Katherine Waterston, dóttir Sam Waterston. Ari Alexander Ergis Magnússon er með einnar mín- útu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guð- berg Bergsson. Erlingur Óttar Thoroddsen sýnir hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum reynist raunverulegur. Syngur ástarsöngva Asher Quinn starfar sem sálgreinir og semur ástarsöngva. J acob Hunt er unglingspiltur með Asperger-heilkenni. Hann hatar appelsínugulan lit, hann borðar gult á mánudögum, rautt á þriðjudögum, grænt á miðvikudögum og svo framveg- is. Hann á lögreglutalstöð og horf- ir á glæpaþætti klukkan hálf fimm á hverjum degi. Ef eitthvað fer aflaga fær hann æðiskast. Hann er 18 ára og þarf stöðuga umönnun. Hann róar sig með því að syngja ákveðnar lag- línur, vefja sig í teppi og rúlla sér á bóluplasti. Móðir hans er í fullri vinnu við að dempa árekstra Jacobs við sam- félagið. Hann er öðruvísi og getur illa fylgt óskrifuðum reglum sam- félagsins. Hún gefur honum glút- en- og kaseinlaust fæði, litaða fæðu eftir vikudögum eins og áður kom fram, er í stöðugum samskiptum við utan aðkomandi aðila til að leiðrétta, laga og koma í veg fyrir misskilning. Hún greiðir meira að segja á sér hár- ið á sérstakan máta til að koma syni sínum ekki í uppnám. Bróðir Jacobs er nokkrum árum yngri. Hann er í aukahlutverki í fjölskyldunni. Eng- inn tími er til að uppfylla hans þarf- ir. Sorgleg saga sem á sér hliðstæður í raunveruleikanum. Það dregur til tíðinda þegar leið- beinandi Jacobs í félagslegum sam- skiptum er myrtur. Jacob er yfir- heyrður og allt fer úrskeiðis. Góð heimildavinna Við lestur bókarinnar kemur fljótt í ljós að höfundur hefur lagst í mikla heimildavinnu um einkenni Asperger og einhverfu, álagið sem fylgir á fjölskyldu og systkini, við- brögð samfélagsins og síðast en ekki síst, upplifun og tilfinningalíf þeirra sem glíma við heilkennið. Það er áhrifamikið stílbragð að skipta stöð- ugt um sjónarhorn. Hver kafli er skrifaður frá sjónarhóli mismunandi sögupersónu. Móðurinnar, Jacobs, bróðurins, lögreglumannsins, lög- mannsins. Þannig fær Jodie Picoult lesandann til að hugleiða aðstæður þessa fólks og fá hann til að velta fyr- ir sér heimspekilegum og samfélags- legum álitaefnum um einhverfu og Asperger-heilkenni. Íslenskur raunveruleiki Það verður ekki hjá því komist við lesturinn að hugsa um þau álita- efni sem hafa komið upp í íslensku samfélagi. Árið 2008 var í fréttum að hæstaréttarlögmaður hótaði ein- hverfum pilti málsókn vegna þess að hann tók reiðhjólagjörð í óleyfi. Lög- maðurinn fékk að vita að drengur- inn væri einhverfur. Það skipti lög- manninn hins vegar litlu máli sem vildi samfélagið í föstum skorðum: Rétt og rangt. Einhverfur eða ekki einhverfur, reiðhjólagjörðin skyldi látin í friði og drengnum refsað með málsókn. Þessi svarthvíta dramatík samfélagsins er hvimleið en er því miður mjög almenn. DV hefur sagt fjölmargar reynslu sögur einhverfra á árinu þar sem skilningsleysið og fordóm- arnir sem við þeim blasa er algert. „Ef þeir sálfræðingar og geðlækn- ar sem hittu mig þegar ég byrjaði að leita mér hjálpar vegna þunglyndis og kvíða hefðu haft þekkingu á því hvernig einhverfa og Asperger birt- ist í fullorðnu fólki, þá hefði ég ekki þurft að þjást,“ sagði til að mynda Mamiko Dís Ragnarsdóttir, 27 ára kona sem var greind með Asperger- heilkenni á síðasta ári. Mamiko og fleiri einhverfir hafa sótt í sig veðr- ið. Þau vilja vera hluti af samfélaginu og njóta virðingar og hafa stofn- að með sér samtök sem hafa það að markmiði að auka skilning. Önnur kona sem var greind með einhverfu á hæsta stigi nýverið verður fyrir að- kasti á netinu þegar hún segir sögu sína. Árekstrarnir eru harðir milli þeirra sem geta lesið á milli línanna og þeirra sem geta það ekki. Rétt og rangt Bókin, Reglur hússins, er falleg lesning og rík af húmor. Sagan er í glæpasögubúningi og minnir á bókina Furðulegt háttalag hunds um nótt (The Curious Incident of the Dog in the Night-time) eftir Mark Haddon. Þetta er þó ekki eiginleg glæpasaga, þetta er áleitin skáldsaga. Ekki gallalaus. En sterk. Einn helsti styrkleiki sögunnar er hversu margir fá að segja hana. Einna áhugaverðast er að kynn- ast sjónarhorni Jacobs því frá- saga hans veltir upp fjölmörgum spurningum. Hvað er ást? Hvað er satt, hvað er rétt og hvað er rangt? Hvernig nálgumst við það sem er rétt og það sem er rangt? Höfundur virðist segja sögu Jacobs með það að markmiði að varpa fram þeirri hugmynd að það séum frekar við, sem erum tauga- fræðilega dæmigerð, sem eigum meira bágt með að vera nákvæm, sönn og rétt en þeir sem eru með einhverfu eða Asperger. Á milli lín- anna er stundum of mikið pláss. Við gætum lært heilmargt af þeim sem eru skilgreindir með þessa fötlun og lærdómurinn skilað sér í breyttu og bættu samfélagi. Það má því vel mæla með þessari bók. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Reglur Hússins Höfundur: Jodie Picoult Útgefandi: Forlagið Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.