Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 14
H eimildir DV herma að Þor- steini Erlingssyni, eiganda útgerðarfélagsins Saltvers í Reykjanesbæ, verði gert að greiða hið minnsta 36 millj- ónir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Þetta er ívið minna en upphaflega var reiknað með en málið hefur verið inni á borði hjá stofnuninni í að verða tvö ár. Bakreikningsrannsókn stofnunar- innar á meintu löndunarsvindli út- gerðarfélagsins er á lokametrunum, en mögulegt er að Þorsteini verði gert að reiða fram meira fé þegar henni er að öllu lokið. Eftir því sem DV kemst næst benda niðurstöður rannsóknar- innar til að hundrað tonnum, hið minnsta, hafi verið landað fram hjá vigt. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiski- stofu, hafnar þessu og bendir á að slík- ir útreikningar séu á sífelldri hreyf- ingu og því sé ekki tímabært að vísa í ákveðnar tölur. Stór mál sem koma inn á borð til Fiskistofu, í ætt við hið meinta kvótasvindl Saltvers, eiga það til að veltast um innan stofnunarinnar í lengri tíma. Þetta segir heimildarmað- ur DV sem þekkir vel til innan stofn- unarinnar. Að minnsta kosti þrjú mál hafa verið til bakreikningsrannsókn- ar hjá Fiskistofu í meira en tvö ár án þess að nokkur niðurstaða hafi fengist. Þetta eru mál fyrirtækjanna Íslands- sögu ehf., Þórsbergs ehf. og Saltvers ehf. Stór mál dagi uppi Saltver var sakað opinberlega um skipulega og afar grófa löndun þar sem tugum ef ekki hundruðum tonna væri landað fram hjá vigt. Þorsteinn Erlingsson, eigandi Saltvers, hefur lengi verið í framvarðarsveit LÍÚ auk þess að vera fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem og stjórnarmaður í Sparisjóðn- um í Keflavík. Þá var hann stjórnarfor- maður Reykjaneshafnar á sama tíma og meint löndunarsvindl fyrirtækisins á að hafa viðgengist við höfnina. Heimildarmaður blaðsins segir til- hneigingu til þess innan stofnunar- innar að stærri mál dagi þar uppi. Þau séu eins og heita kartaflan sem menn kasti sín á milli og enginn vilji kann- ast við. Þannig takist málsaðilum, eins og Þorsteini Erlingssyni í þessu tilfelli, til að mynda að draga rann- sóknir á langinn með því að vefengja í sífellu allar tölur Fiskistofu. Niður- staða útreikninganna sé á endanum málamyndagjörningur og langt í frá í takt við veruleikann. Þessu hafnar Ey- þór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, en hann segir eðlilegar ástæður að baki lengd rannsókna. Mál ekki stopp Eyþór staðfestir nú að fleiri stór mál liggi inni hjá stofnuninni. Þannig er til að mynda unnið að bakreiknings- rannsóknum á fyrirtækjunum Þórs- bergi ehf. frá Tálknafirði og Íslands- sögu. Bæði fyrirtækin hafa verið til rannsóknar hjá Fiskistofu í meira en tvö ár, en í báðum tilfellum leikur grunur á að stórfelld löndun fram hjá vigt hafi átt sér stað. Aðspurður hvers vegna rannsóknir Fiskistofu í stærri málum taki eins langan tíma og raun ber vitni segir Eyþór: „Það er vont að þetta taki svona langan tíma.“ Hann segir þó að þetta eigi sér allt skýringar. „Það er ekki svo að mál séu í einhverri stíflu eða stoppi, heldur fara þau í gegnum eðlileg andmælaferli þar sem jafnvel er sótt um fram- lengingu til að afla frekari gagna. Þetta er einfaldlega mjög umfangsmikið og erfitt.“ Aðspurður hvort stofnunin gefi of mikið rými til andmæla, sem geti á endanum leitt til þess að rannsóknir útvatnist hreinlega, segir Eyþór: „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Það hvíl- ir á okkur rannsóknarskylda og við verðum að gefa aðilum tækifæri til að koma öllum sjónarmiðum að, annað væri óeðlilegt.“ Eyþór bætir við að Fiskistofa eigi við fjárhagsvanda að stríða rétt eins og aðrar stofnanir hér á landi, og að þar geti hluti ástæðunnar legið. „Það er með okkur eins og aðrar stofn- anir að við höfum þurft að draga saman seglin síðustu ár.“ Hann bend- ir á að ýmsar ástæður geti legið á bak við það hvers vegna rannsóknir taki jafn langan tíma og raun ber vitni. „Kannski höfum við ekki nógu góð gögn til að vinna með, kannski setj- um við ekki nógu mikinn kraft í þetta.“ Lítil hreyfing á rannsókn DV fjallaði ítarlega um málið í ágúst í fyrra en þá hermdu heimildir blaðsins að Þorsteini yrði gert að greiða yfir 200 milljónir króna í bakreikning til Fiski- stofu vegna meints löndunarsvindls. Síðan þá er liðið eitt ár án þess að niðurstaða hafi fengist í málið og sú tala er nú komin niður í 36 milljón- ir. Eftirlitsaðilar á vegum Fiskistofu heimsóttu útgerðarfélagið Saltver í Reykjanesbæ þann 1. apríl í fyrra í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rann- sókn stofnunarinnar á fyrirtækinu. DV hefur fylgt málinu eftir rannsókn máls- ins virðist lítið hafa þokast síðan þá, en engar nýjar upplýsingar um þró- un rannsóknarinnar hafa komið frá Fiskistofu. Þá hafa svör stofnunarinnar lengi vel verið á þá leið að niðurstöðu sé að vænta í málinu. Samkvæmt fiskistofustjóra hafa ný gögn bæst í sarpinn á tímabil- inu, en þau hafa verið tekin sérstak- lega til skoðunar hjá stofnuninni og hefur það hægt á ferlinu. „Það hafa ýmis atriði komið fram sem við höf- um þurft að rannsaka betur þannig að það hefur tognað úr þessu,“ sagði Eyþór í samtali við DV í byrjun ágúst- mánaðar. Hann sagði málið enn- þá vera í vinnslu hjá Fiskistofu, það væri í löngu ferli, verið væri að vinna úr andmælum og skýringum sem stofnuninni hefðu borist í tengslum við rannsóknina. Aðspurður hvenær búast mætti við niðurstöðu í málinu sagðist Eyþór ekki geta svarað því, „… en ég myndi nú halda að það fari að styttast í það.“ Fyrrverandi starfsmaður Salt- vers, Þorleifur Frímann Guðmunds- son, sagði frá því á sínum tíma hvern- ig tugum tonna var landað fram hjá vigt á meðan hann starfaði hjá fyrir- tækinu. 14 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Stór mál dagar uppi n Mál sem koma á borð Fiskistofu eiga það til að veltast þar um í lengri tíma Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Kannski höfum við ekki nógu góð gögn til að vinna með, kannski setjum við ekki nógu mikið „effort“ í þetta Á hraða snigilsins Meira en eitt og hálft ár er síðan fyrstu ásakanir um gróft löndunarsvindl Saltvers komu fram í fjölmiðlum. Þorsteinn Erlingsson, sem sést á myndinni hér að neðan, er eigandi Saltvers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.