Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 54
38 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað létu lífið þegar Woo Bum-Kon, fyrrverandi lögreglumaður, missti stjórn á skapi sínu. Sagan segir að hann hafi rifist við kærustu sína þann 26. apríl 1982 eftir að hún vakti hann með því að drepa flugu á bringu hans. Hann yfirgaf hús sitt í skyndi, fór á barinn og drakk sig fullan. Kom heim um kvöldmatarleytið og barði kærustuna og rústaði heimilið áður en hann tók með sér vopn og handsprengjur að heiman í drápshug. 57 Ó hætt er að segja að Jody Dobrowsky, 24 ára aðstoðar­ fram kvæmdastjóri í Lund­ únum í Bretlandi, hafi verið á röngum stað á röngum tíma um miðnæturbil 14. október 2005. Jody fæddist í Stroud í Gloucester­ skíri á Englandi 27. júlí 1981. Hann stundaði nám við Wales­háskóla og flutti til Lundúna árið 2001. Í Lundúnum fékk Jody starf sem skemmtanastjóri hjá Battersea Jongleurs/Bar Risa­klúbbnum, sem er flaggskip vel þekktrar skemmti­ staðakeðju. Nokkrum vikum fyr­ ir 14. október hafði honum boðist staða aðstoðarframkvæmdastjóra Camden Lock­útibús keðjunnar. Um miðnætti þennan örlaga­ ríka dag var Jody banað með högg­ um og spörkum tveggja manna sem ályktuðu að Jody væri hommi. Líkskoðun leiddi í ljós að mikl­ ar bólgur voru á heila Jodys, nefið var brotið og miklir áverkar á hálsi, hrygg og í klofi hans. Andlit Jodys var svo illa farið að ættingjar hans gátu ekki borið kennsl á hann og fingraför voru notuð til að staðfesta að um hann væri að ræða. Svipuð árás hálfum mánuði fyrr Árásarmennirnir, Thomas Pickford og Scott Walker, höfðu gengið í skrokk á samkynhneigðum karlmanni hálf­ um mánuði fyrr. Reyndar var Scott Walker í „leyfi“ úr fangelsi vegna hót­ ana sem móður hans höfðu borist, en leyfið hafði runnið út daginn fyrir morðið á Jody, en var ekki útrunnið þegar þeir kumpánar réðust á áður­ nefndan homma tveimur vikum fyrr. Thomas Pickford og Scott Walker voru handteknir um viku eftir morðið á Jody og játuðu tvímenningarnir, þann 12. maí 2006, sig seka um morð ið á honum. Fengu báðir lífs­ tíðardóm þann 16. júní og var gert að afplána í það minnsta 28 ár. Dómur­ inn markaði vatnaskil í Bretlandi því beitt var lagaheimild sem gerði kleift að dæma Thomas og Scott til þyngri refsingar á grundvelli þess að meint kynhneigð fórnarlambsins var hvat­ inn að baki glæpnum. Hvers manns hugljúfi Í viðtali við The Times sagði dyra­ vörður skemmtistaðarins sem Jody starfaði hjá: „Ef þú hefðir hitt þenn­ an herramann, þá hefðir þú kom­ ist að því að hann var ungur maður sem aldrei mælti styggðaryrði í garð nokkurs manns, ekki einu sinni fyllibyttanna sem hingað komu inn af götunni. Þannig var hann: vænn, indæll náungi.“ Í yfirlýsingu sem foreldrar Jodys sendu frá sér eftir að dómur hafði verið kveðinn upp var honum lýst sem „vel gefnum, skemmtilegum, duglegum og fallegum manni“. Það er ýmislegt á huldu um síð­ ustu stundir Jodys, en vitað er að hann hafði heimsótt vini sína í Clapham, en þar hafði Jody unnið áður en hann fékk stöðuhækkun. Hann fór frá vinum sínum í kring­ um korter yfir tíu og þegar hann átti eftir um tíu mínútna gang að Clapham Common­garðinum varð hann á vegi Thomas og Scotts. Þekktur hommastaður Thomas og Scott höfðu eytt kvöldinu í drykkju og síðan ráfað um Clap­ ham Common. Dómarinn í málinu, Brian Barker, sagði að þeir hefðu farið þangað í þeim eina tilgangi að áreita samkynhneigða karlmenn. Jody Dobrowski varð á vegi þeirra og þeir drógu sjálfkrafa þá ályktun að hann væri samkyn­ hneigður því hommar héldu mikið til í Clapham Common­garðinum og hann var vel þekktur sem slíkur. Að sögn lögreglu féllu í fyrstu einhver orð á milli Jodys og tví­ menninganna, en síðan hóf Thom­ as að berja Jody og síðan lagði Scott honum lið. Vitni sem ætlaði að skakka leikinn var varað við því með orðunum: „Okkur er illa við homma og þess vegna getum við drepið hann ef okkur sýnist svo.“ Síðan héldu þeir barsmíðun­ um áfram, hve lengi er ekki á hreinu, og hrópuðu svívirðingar í garð samkynhneigðra karlmanna á meðan. Áverkarnir voru svo alvar­ legir og miklir að ekki var hægt að úrskurða hve mörg höggin og spörkin hefðu verið og lögreglu­ þjónn sem kom á vettvang sagði að Jody hefði verið „blóðug kássa“. Jody Dobrowski lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi. n var Barinn til Bana n Jody Dobrowski varð á vegi hommahatara n Á röngum stað á röngum tíma Fórnarlambið Fordómar og for- heimska urðu Jody Dobrowski að bana. Ódæðismennirnir – Scott og Thomas Var í nöp við samkynhneigða karlmenn og því fór sem fór. Vettvangurinn Clapham-Common er vel þekktur hommastaður. M ichelle Martin, fyrrverandi eiginkona belgíska barna­ níðingsins og morðingjans Marcs Dutroux, var í vik­ unni flutt í klaustur í þorpi í suður­ hluta landsins í fylgd 30 lögreglu­ manna. Hún hafði þá setið af sér 16 ár af 30 ára fangelsisdómi sem hún fékk fyrir aðild að ódæðisverkum Dutroux. Martin, sem er 52 ára, var fundin samsek um morð og nauðg­ anir á ungum skólastúlkum í Belgíu. Hópur fréttamanna var við klaustrið en lögregla hélt fjölda þorpsbúa sem mættur voru til að mótmæla í fjarlægð, henni til verndar. Héraðsdómur heimilaði fyrir mánuði að Martin fengi reynslu­ lausn gegn því að dveljast í klaustr­ inu. Aðstandendur fórnarlamba Dutroux áfrýjuðu en yfirréttur stað­ festi niðurstöðu héraðsdóms í gær. Martin gerist ekki nunna heldur vinnur hún í klaustrinu. Hún fær að fara út fyrir klausturveggina en með skilyrðum þó og hefur það fyr­ irkomulag vakið hörð mótmæli í Belgíu. Eiginmaður hennar Dutroux rændi og nauðgaði sex stúlkum og myrti fjórar þeirra. Tvær, þær Julie og Melissa, voru aðeins 8 ára gamlar og þær voru sveltar í hel. Michelle hefði auðveldlega getað komið þeim til aðstoðar. Málið vakti mikinn óhug á sín­ um tíma þegar upp komst um glæpi þeirra á tíunda áratugnum. Michelle giftist manni sínum 1983 og átti þrjú börn frá fyrra hjóna­ bandi. Hún var grunnskólakennari og var sjálf komin á sakaskrá um 1980 fyrir mannrán. Hún er af mörgum talin hafa hvatt eiginmann sinn til dáða. Send í klaustur Michelle Martin Samsek um ódæðisverk. Glæpakvendi í kynlífsmyndbandi Amy Fisher, sem sagði frá stormasömu sambandi sínu við hinn kvænta Joey Buttafuoco, skotárás á konu hans, Mary Jo og dvöl sína í fangelsinu í bókinni If I Knew Then, er aftur kom­ in fram í sviðsljósið. Fisher skaut Jo í andlitið árið 1997 en þær stöllur hafa grafið stríðs­ öxina og mættu saman í viðtöl í Enter tainment Tonight og The Insider. Nú hefur fyrrverandi eiginmaður Amy gefið út kyn­ lífsmyndband af þeim saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.