Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 24
24 Viðtal 5.–7. október 2012 Helgarblað G ísli Sigurðsson Gröndal tekur á móti blaðamanni á fallegu heimili sínu á Laugavegin- um. Hann er nýbúinn að taka íbúðina á leigu og fékk hana afhenta í síðustu viku. Fram að því hafði hann búið inni á ættingjum sín- um um langa hríð. Þrátt fyrir að hon- um hafi liðið vel hjá þeim er hann feg- inn að hafa nú sitt eigið afdrep. Íbúðin er í upprunalegum stíl, skreytt með rósettum í lofti og í stofunni er stæði fyrir ljósakrónu. Gísli segir það á döf- inni að fá sér eina slíka. Við fáum okk- ur sæti við gluggann í eldhúsinu með útsýni yfir Laugaveginn sem iðar af mannlífi. „Mér finnst ég alls ekki vera meiri hetja heldur en hver annar. Það hafa svo margir upplifað slæma hluti og í rauninni hef ég ekki áorkað neinu nema lifa af, allavega ennþá,“ segir Gísli og skellir upp úr. Hann er hálf- hissa á áhuganum sem blaðamaður sýnir honum. Gísli vill alls ekki líta út fyrir að vera vælukjói, enda er það fjarri því að vera raunin. „Ég hef verið ótrú- lega heppin að sleppa svona vel út úr öllu og geta alltaf haldið áfram,“ segir hann af mikilli auðmýkt. Og það er vissulega satt. Þrátt fyrir að hafa, á rúmlega þrjátíu árum, oftar en einu sinni horfst í augu við dauð- ann og glímt við mikla erfiðleika, þá hefur hann verið einstaklega hepp- inn. Hann er jákvæður að eðlisfari og lítur alltaf á björtu hliðarnar. Það hef- ur skipt sköpum. Dreymdi um að verða flugmaður Gísli er fæddur og uppalinn í Skaga- firði, á bænum Víðivöllum. Hann hefur alltaf verið mikið náttúrubarn en sveitin togaði aldrei mikið í hann. Honum þótti vænt um dýrin og sinnti bústörfunum en gat aldrei hugsað sér að verða bóndi. „Ég var löngu búinn að ákveða það að við sextán ára ald- ur ætlaði ég að fá mér nesti og nýja skó og fara eitthvað langt í burtu.“ Það blundaði í Gísla útþrá og löngun til að kynnast heiminum. Það mótaði framtíðardrauma hans sem barn og varð hann snemma staðráðinn í því að verða flugmaður. Samhliða námi sínu í Menntaskólanum við Sund hóf hann því flugnám og freistaði þess að láta drauminn rætast. Framtíðin í háloftunum blasti við honum, björt og ævintýraleg. Fór úr hálslið í skíðaslysi Föstudagurinn langi, þann 2. apríl árið 1999, var örlagadagur í lífi Gísla og markar í raun upphaf langrar þrautargöngu. Hann var þá 19 ára gamall og lenti í alvarlegu skíðaslysi í Bláfjöllum. Við slysið fór hann úr hálslið og voru áverkarnir svo alvar- legir að læknar hér á landi höfðu aldrei séð einstakling í þessu ástandi koma lifandi inn á sjúkrahús. Slysið varð með þeim hætti að annað skíðið losnaði af honum í miklu harðfenni ofarlega í einni brekkunni „Ég kastaðist fram fyr- ir mig, endastakkst áfram og lenti á höfðinu. Ég fann það snúast alveg aftur og var með meðvitund allan tím ann,“ segir Gísli sem reynir að lýsa upplifun sinni af slysinu sjálfu. Sá fyrsti sem kom að Gísla eftir slysið, þar sem hann lá með höfuðið út á hlið í brekkunni, ætlaði að snúa honum. Fyrir einskæra tilviljun kom hins vegar aðvífandi starfsmaður úr heilbrigðisgeiranum sem hafði ver- ið að renna sér á skíðum og stoppaði það af. „Síðar kom í ljós að ef hann hefði snúið höfðinu eitthvað, þá væri ég ekki hér,“ segir Gísli alvarlegur í bragði. Svo virðist sem æðri mátt- arvöld hafi vakað yfir honum þenn- an föstudag fyrir 13 árum síðan. „Absúrd að liggja þarna allsber“ Á einhverjum tímapunkti missti hann meðvitund en rankaði við sér í sjúkraþyrlunni á leiðinni til Reykja- víkur. Þá gat hann hvorki talað né hreyft sig. „Kannski er ég klikkaður en ég sé allt með kómískum augum og það hefur kannski hjálpað mér. Ég sé yfirleitt fyndnu og björtu hliðarn- ar á öllu,“ útskýrir Gísli áður en hann heldur áfram að lýsa upplifun sinni. Honum finnst nauðsynlegt að það komi fram enda gerir hann sér grein fyrir því að viðbrögð hans voru lík- lega ekki hefðbundin við þessar að- stæður. Hann varð aldrei hræddur en upplifði ástandið á mjög kómísk- an hátt. „Kannski voru mér gefin einhver kæruleysislyf en þetta var allt alveg ótrúlega skondið,“ segir Gísli hlæj- andi og rifjar upp aðstæður sem komu upp í kjölfar slyssins, og hon- um fundust hjákátlegar. „Ég var mjög varfærnislega borinn út úr þyrlunni og inn á sjúkrahúsið. Ég fór ekki strax inn á stofu og allt í einu var kominn hópur af læknum í kringum mig á ganginum. Ég lá þarna og hugsaði með mér hvað væri eiginlega að ger- ast. Sá skæri á lofti, menn að tala og fötin voru klippt í tætlur utan af mér þannig að allt í einu var ég nakinn. Ég hugsaði með mér: Ég er nítján ára, allsber úti á miðju gólfi og umkringd- ur af fólki í hvítum sloppum.“ Gísli hlær mikið þegar hann rifjar þetta upp. Hann skenkir sér kóki í glas og fær sér sopa áður en hann heldur frá- sögninni áfram hlæjandi. „Allt í einu sá ég hendi koma út úr þvögunni og grípa um liminn á mér. Hann var krumpaður nið- ur og túpu troðið inn. Ég komst að því seinna að þetta var deyfikrem og auðvitað var verið að þræða í mig þvaglegg. Þetta var ekki flóknara en það. Það var bara svo absúrd að liggja þarna allsber og geta ekkert gert eða sagt.“ Það er óhætt að segja að hinn 32 ára gamli Gísli Sigurðsson Gröndal hafi níu líf og saga hans sé nánast ótrúleg. Hann hefur staðið andspænis dauð- anum oftar en einu sinni og séð ljósið að handan. Gísla finnst lífið of stutt fyrir leiðindi og lifir eftir þeirri speki. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Gísla og ræddi um lífið og dauðann, brostna drauma og jákvæðnina sem einkennir hann. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Mér fannst fyrst eins og allt yrði svart en svo var eins og allt yrði hvítt. Þetta var eins og bjarmi og ég fann fyrir ólýsanlegri sælutilf- inningu. „Ég er buinn að sjá ljósið“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.