Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2012, Blaðsíða 14
Áreynslulaus og mikil-
fengleg fjölskyldusaga
2 Bækur 12. desember 2012 Miðvikudagur
Ormurinn ógnarlangi inn á BUGL
n Börn með geðsjúkdóma læra um goðafræði
V
elferðarsjóður íslenskra barna
og Kiwanisklúbburinn Elliði
veittu nýverið styrki til Menn-
ingarmiðstöðvarinnar Gerðu-
bergs og Barna- og unglingadeildar
Landspítalans til endurhönnunar og
uppsetningar á sýningunni Ormur-
inn ógnarlangi – Söguheimur nor-
rænnar goðafræði.
Sýningin verður sett upp í hús-
næði BUGL við Dalbraut. Endur-
hönnun sýningarinnar gengur út á
að láta sýningargripi og aðra um-
gjörð falla að daglegu vinnu- og leik-
umhverfi barna sem þar dvelja, for-
eldra og starfsfólks á BUGL.
Börnin munu geta hreiðrað um
sig á afmörkuðum svæðum, leikið sér
og lifað sig inn í sögurnar sem vísað
er í.
Goðafræðin er óþrjótandi efni-
viður fyrir starfsfólk til að vinna með
börnunum á skapandi og skemmti-
legan hátt auk þess sem sýningin
skapar hlýleika og stemningu í um-
hverfi spítalans sem ekki er vanþörf
á.
Það var Kristín Ragna Gunnars-
dóttir myndlistarkona sem hann-
aði sýninguna að beiðni Gerðubergs
árið 2010 og gerði sýningin þá mikla
lukku meðal sýningargesta og sló öll
aðsóknarmet.
Líklega hafa langflest verkefni
Gerðubergs verið framkvæmd innan
veggja stofnunarinnar en með þessu
verkefni er gengið skrefinu lengra og
reynt að færa menninguna og upp-
lifunina til barnanna sjálfra.
Upplestur í
Álafossi
Kaffihúsið Álafossi býður unnend-
um bókmennta að njóta kvöld-
stunda með upplestri skáldverka
og tónlist í bland. Menningar-
kvöldin eru í samstarfi við Blek-
fjelagið, félag framhaldsnema í
ritlist við HÍ, og hafa verið haldin
einu sinni í mánuði á liðnu hausti.
Miðvikudaginn 12. desember
verður fjórða kvöldið í upplestrar-
öðinni og hefst það kl. 20.00. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm le-
yfir. Aðgangur er ókeypis Þau sem
fram koma að þessu sinni eru:
Auður Ava Ólafsdóttir
Birgir Svan Símonarson
Björk Þorgrímsdóttir
Bryndís Emilsdóttir
Heiðrún Ólafsdóttir
Kristian Guttesen
Margrét Lóa Jónsdóttir
Úr safni inn á húsnæði BUGL Ormurinn
ógnarlangi fær nú nýtt heimili á Dalbraut.
Í
Ósjálfrátt kynnumst við Eyju,
ungri konu í leit að sjálfri sér.
Í einhvers konar uppreisn
og tilraun til þess að bjarga
heiminum, flyst hún í ömur-
legar aðstæður til Flateyrar í kjöl-
far mannskæðs snjóflóðs. Þar
giftist hún sér mörgum árum
eldri manni, alkóhólista og frekar
ófrýnilegum iðjuleysingja sem
hún reynir í meðvirkni sinni að
bjarga frá ömurlegum örlögum
sínum. Konunum í fjölskyldu Eyju
er mikill ami af uppátæki Eyju og
þær taka ráðin í sínar eigin hendur
og ákveða að bjarga stúlkugreyinu
úr meðvirknihjónabandinu sem
hún er lent í og hafa sínar leiðir til
þess.
Sagan er sambland af persónu-
legri reynslu Auðar og skáldskap
og þar af leiðandi einkar persónu-
leg og skilin þar á milli ekki alltaf
svo skýr. Sagan er líka fjölskyldu-
saga, saga nokkurra ættliða þar
sem áfengisneysla er áberandi –
hvort sem fólk er ofurselt áfengis-
bölinu eða hvernig aðrir líða fyrir
neyslu fjölskyldumeðlima.
Auður dregur ekkert undan í
lýsingum á persónum sínum sem
eiga sér vísan í ættingja hennar og
skilin milli skáldskapar og alvöru
eru þar óskýr. Hún hlífir heldur
ekki sjálfri sér en þrátt fyrir að
segja frá ábyggilega því allra versta
í fari margra sinna nánustu, þar af
leiðandi móður sinnar, þá halda
persónurnar samt virðingu sinni
og reisn og maður upplifir sam-
kennd með þeim, því allir eiga
sína sögu og harma að bera, mis-
jafna þó. Í gegnum sögupersón-
urnar upplifir maður breyskleika
mannskepnunnar en sættir sig að
einhverju leyti við, líkt og Eyja ger-
ir, að það sé ekki hægt að breyta
neinum. Sagan er þó kannski fyrst
og fremst þroskasaga rithöfundar,
hvernig hann fær kjarkinn til þess
að losa hömlurnar og koma öllum
þeim sögum sem búa í höfði hans
á blað. Hvernig Auður skrifar sig í
gegnum lífið.
Til að byrja með átti ég erfitt
með að sætta mig við aðalsögu-
persónuna. Hún er eitthvað svo
brjóstumkennanleg og óþolandi í
fyrstu en þegar líða tekur á söguna
og maður kynnist henni út frá
hennar raunum fer manni að
þykja undurvænt um hana og fer
að skilja hana og hvað hafi mót-
að hennar líf. Í gegnum frásögn af
ömurlegri meðvirkni í ömurlegu
hjónabandi og sorglegum rauna-
sögum alkóhólista þá skín húmor-
inn í gegn þannig að bókin er bæði
dramatísk og fyndin. Og allt þar á
milli á sinn einstaka og áreynslu-
lausa hátt.
Auður Jónsdóttir hefur fyrir
löngu skipað sér í sæti meðal
bestu rithöfunda landsins og þessi
bók er engin undantekning þar
á. Frásagnarstíll Auðar er einkar
áreynslulaus en samt svo mikil-
fenglegur og myndrænn þannig
að í fáum orðum sér lesandinn
ljóslifandi fyrir sér sögusviðið –
kannski hver á sinn hátt – og það
er það sem er svo heillandi við
sögur Auðar. Hver og einn upplif-
ir þær á sinn hátt. Ég hlakka til að
lesa næstu bók.
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Bækur Ósjálfrátt
Höfundur: Auður
Jónsdóttir
Útgefandi: Mál og menning
255 blaðsíður
Fjölskyldusaga
Fjölskyldusaga
nokkurra ættliða
þar sem áfengis-
neysla er áberandi.
Fullkomin
aftaka
„Dagskráin er tómleg, það verður
upplestur úr bókinni, spjall við
skáldið og hugsanlega verður eitt
lag spilað á kassagítar, en það er
ekki víst,“ segir ungskáldið Bragi
Páll Sigurðarson aðspurður um út-
gáfuteiti í tilefni af fyrstu ljóðabók
hans, Fullkomin Ljóðabók: ljóð,
eða eitthvað (Til hamingju!). Teitið
verður haldið næstkomandi föstu-
dag klukkan 18.00 í bókabúðinni
Útúrdúr á Hverfisgötu en Bragi segir
verslunina vera eins konar „móður-
félag“ ÚTÚR, forlagsins sem gefur
bókina út.
„Það verður ekki boðið upp á
nein hugbreytandi efni, aðeins kjöt-
súpu, mjólk og lýsi, en fólk er hvatt
til þess að koma í mjög slæmu and-
legu og líkamlegu ástandi, ef það
vill,“ segir Bragi Páll enn fremur.
Þessa fyrsta ljóðabók Braga hefur
þegar vakið töluverða athygli en í
henni má meðal annars finna ljóð
þar sem Davíð Oddsson er tekinn
af lífi á stórum fótboltavelli ásamt
Finni Ingólfssyni, Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og fleiri valdamönn-
um sem voru áberandi á árunum
fyrir hrun.
Aðspurður um þessa aftöku og
hvort honum þyki mikilvægt að af-
lífa valdafólk á táknrænan hátt í
bókmenntum segir Bragi Páll: „Á
þeim tíma sem ég skrifaði ljóðið, þá
já, en ég veit ekki hvort afstaða mín
hefur breyst, ég er að minnsta kosti
ekki eins upptekinn af aftökum
núna og ég var þá, árið 2009.“ Hann
segir breytinguna helst vera þá að
nú sjái hann skýrar en fyrr að nýja
valdastéttin „myndi alltaf arðræna,
alveg eins og sú gamla, og þó svo að
þetta yrði gott „sjó“, þá myndu alltaf
vaxa nýir hausar á skrímslið.“